Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 50
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Fram-Barcelona: Jón kemur frá Bandaríkjunum Jón Sveinsson, miðvörður Is- landsmeistara Fram í knatt- spymu, sem stundar nám í Banda- ríkjunum, kemur til landsins á morgun vegna fyrri leiks Fram og Bareelona í 2. umferð Evrópu- keppni bikarhafa, en liðin mætast á Laugardalsvelli á þriðjudag. Jón kom einnig sérstaklega í seinni leikinn gegn Djurgárden, flaug beint til Stokkhólms. Framarar verða hins vegar á fyr- irliðans, Péturs Ormslevs, og vara- fyrirliðans, Viðars Þorkelssonar, en þeir verða báðir í leikbanni. Kristinn R. Jónsson tekur við fyrirliðastöð- unni. Leikurinn hefst klukkan 15:30 og verður aðgangur ókeypis fyrir börn 14 ára og yngri. SUND Jón Sveinsson Amþór á verðlaunapall Amþór Ragnarsson, sundmaður úr Hafnarfirði sem æfir í Dan- mörku, hafnaði í 1. sæti í 50 m bringusundi og 2. sæti í 200 m ijór- sundi á móti í Danmörku um helg- ina. Arnþór synti 50 m bringusund á 31,20 sek. og var töluvert frá ís- landsmeti Eðvarðs Þórs Eðvarðs- sonar (29,60 sek.). Hann synti 200 m fjórsund á 2.18,00 mín. og var 13 sek. frá Islandsmeti Eðvarðs. Keppt var í 25 metra laug. Arnþór var einnig í sigursveit í 4x50 m ijórsundi og 4x200 m skrið- sundi. BLAK Athugasemd frá blakdeild Fram Vegna greinar þriðjudaginn 16. október sl., bls. 2B, { íþrótta- blaði, með fyrirsögninni „Neituðu að samþykkja dómarann", óskar blakdeild Fram að koma á fram- færi athugasemd, einkum vegna eftirfarandi fullyrðingar í greininni: „Leikmenn Fram vildu meina að hann (þ.e. dómarinn) væri hlið- hollur IS og væri því hlutdræg- ur.“ Sjónarmiða blakdeildar Fram var ekki leitað heldur voru skoðanir leikmanna Fram rangtúlkaðar með ofangreindri staðhæfingu, og hvergi getið um aðalatriði málsins; ástæðu þess að Fram vildi ekki dómarann. En það sem verra er: Síðar í greininni, svo og annarri daginn eftir, miðvikudaginn, 17. október, á bls. 42, undir fyrirsögn- inni „Dómar-ar“, er ofangreind staðhæfíng lögð til grundvallar hugleiðingum fréttamanna Morg- unblaðsins um leikmenn Fram-liðs- ins og forráðamenn þess, sem lýsir sér meðal annars í setningum eins og; „árás á dómara“, — „alvarlegt mál sem ekki er hægt að láta af- skiptalaust“, — „algjört virðingar- leysi að leikmenn og þjálfarar beiji bumbur áður en flautað er til leiks og dæmi menn fyrir verknað, sem þeir hafa ekki framið“, — „órétt- mætar árásir á einn hlekk keðjunn- ar eru óþolandi", — „Og hvernig stendur á að því að menn komast upp með svona hringavitleysu?" Allar þessar fullyrðingar eru byggðar á rangri forsendu, þeirri að „leikmenn Fram vildu meina að hann væri hliðhollur ÍS og því hlut- drægur“. Staðreyndir málsins eru eftirfar- andi: Umræddur dómari var settur á leikinn sem aðstoðardómari og Fram gerði ekki athugasemd við hann sem slíkan. Sá sem settur var á leikinn sem aðaldómari tilkynnti skömmu fyrir upphaf hans að hann hygðist ekki dæma leikinn af ástæðum, sem hér verður ekki farið út í að rekja, enda málinu óviðkomandi. Fram-hðið mótmælti því að aðstoðardómari tæki þá að sér hlutverk aðaldómara af aðeins einni ástæðu: Aðstoðardómarinn lék um árabil með meistaraflokkj ÍS, sat lengi í stjórn blakdeildar ÍS, lék á síðasta keppnistímabili með öldungaliði ÍS, og eftir því sem best er vitað, er enn félagsmaður í ÍS. Fram-liðið taldi ekki eðlilegt að ÍS-maður yrði aðaldómari i leik sem ÍS-liðið spil- aði, og allra síst í leik í ísiandsmóti. Þessi athugasemd Fram beindist ekki að dómaranum persónulega heidur að því grundvaliaratriði að ekki var unnt að sætta sig við að maður úr félagi andstæðinganna yrði aðaldómari. Lyktir málsins urðu þær að sett- ur aðaldómari tók að sér að dæma leikinn, eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Ástæða er til að spyija íþrótta- fréttamenn Morgunblaðsins hvort þeir telji til dæmis að knattspyrnu- deild KR eigi að láta það afskipta- laust ef Valsmenn, eins Þorgrímur Þráinsson, fyrrum leikmaður meist- araflokks Vals, eða Eggert Magn- ússon, fyrrum formaður Vals, hlaupi í skarðið til að dæma leik Vals og KR í Islandsmótinu næsta sumar? Leikmenn blakdeildar Fram trúa ekki öðru en að íþróttafréttamenn Morgunblaðsins séu sammála því grundvallaratriði að ekkert lið eigi að þurfa að þola það að maður úr liði andstæðinganna sé settur í dómarasæti. Blakdeild Fram telur það ekki í samræmi við góða siði í blaða- mennsku að birta greinar af þessu tagi án þess að sjónarmiða þess, sem deilt er á, sé leitað. Að lokum vill blakdeild Fram vekja athygli á því að höfundur greinarinnar ( Morgunblaðinu 16. október er leikmaður IS-liðsins, sem keppti við Fram, enda sést glögg- lega að hér var ekki um hlutlausa „frétt“ að ræða. F.h. blakdeildar Fram Jón Grétar Traustason form.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.