Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 20
ÍS 20 oeei ííaaöTaío .ei fliroAciuTaöa QiQAJaMuoflOM MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 Hispurslaus úttekt á ýmsum málum varðandi Islendinga - segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson um bók sína „Island - Ar- vet frán Thingvellir“ „ISLAND - Arvet frán Thingvell- ir“, eða Island - Arfurinn frá Þingvöllum, er heiti nýrrar bókar eftir dr. Hannes H. Gissurarson lektor, sem nýlega er komin út hjá Timbro-forlaginu í Stokk- hólmi. í bókinni, sem þýdd hefur verið á sænsku, fjallar Hannes um nokkra þætti íslenzks samfé- lags og menningar. „Þessi bók er hispurslaus úttekt mín á ýmsum málum varðandi ís- land og íslendinga, skoðun mín á landi og þjóð,“ sagði Hannes í sam- tali við Morgunblaðið um bók sína. „Ég leyni ekkert skoðunum mínum, þannig að bókin er ekki félagsfræði- leg greining eða hlutlaus ferða- mannabæklingur, engin almælt tíðindi um ísland. Sterkir menn og fegurðardrottningar koma þar lítt við_ sögu.“ Í bók sinni fjallar Hannes Hólm- steinn um fimm svið íslenzks samfé- lags. í fyrsta kafla lýsir hann rétt- ar- og þjóðfélagsskipan íslendinga á miðöldum og tengir þá lýsingu við nýrri rannsóknir, sem erlendir vísindamenn hafa gert á íslenzku samfélagi. í öðrum kafla er svo ij'all- að um íslenzkt nútímaþjóðfélag. Þriðji kaflinn skiptist í stuttar svipmyndir af sjö íslendingum; þeim Davíð Oddssyni borgarstjóra, Brynj- ólfi Bjamasyni framkvæmdastjóra, Elínu Hirst fréttakonu, Þór White- head prófessor, Önnu Júlíusdpttur húsmóður, Hrafni Gunnlaugssyni leikstjóra og Jóni Steinari Gunn- laugssyni lögmanni. „Ekkert þeirra er dæmigerður íslendingur (ég vona að engir dæmigerðir íslendingar séu til), en þau eru öll þess virði að heimsækja þau,“ segir höfundur í formála bókarinnar. Halldór Kiljan Laxness er aðal- persónan í fjórða kafla bókarinnar. „Ferill hans er skýrt dæmi um það hvemig hugmyndir vekja mennta- manni tálsýnir, í hans tilfelli um að hægt sé að skipuleggja velmegun á vísindalegan hátt,“ segir í formálan- um. Fimmti kaflinn fjallar um eignar- rétt á fiskimiðunum og sá sjötti um íslenzka fjölmiðla. Bókinni lýkur á eftirmála, þar sem höfundur veltir fyrir sér ýmsum nauðsynlegum breytingum í íslenzku stjórnmála- og efnahagslífi á næstu ámm. Timbro-forlagið í Stokkhólmi fór þess á leit við Hannes fyrir nokkru að hann skrifaði bók um ísland. Timbro hefur á undanförnum árum gefið út ýmis verk fijálslyndra, borgaralega sinnaðra höfunda. „Mér hafði ekki dottið í hug að skrifa bók um ísland og íslendinga en Timbro gerði mér tilboð, sem ég, gat ekki hafnað," sagði Hannes. „Þá vantaði bók um ísland, sem ekki væri skrifuð af þessum sáróánægðu íslenzku menntamönnum, sem reyna að bæta sér það upp með kveinstöfum erlendis að þeir em homrekur í þjóðfélaginu hér. Það vantaði hreinskilna, hressilega og hispurslausa lýsingu á Islandi og íslenzkum málum, sem væri skrifuð frá fijálslyndu, borgaralegu sjónar- miði. Vinstri sinnaðir menntamenn hafaeinokað skoðanamyndun gagn- vart íslandi." Eitt verka Birgis sem ber titilinn Bæn. Myndlist BIRGIR Snæbjörn Birgisson opn- ar laugardaginn 20. október kl. 16.00 sýningu á verkum sinum i Djúpinu, neðri hæð veitingastað- arins Hornsins, Hafnarstræti 15. Á sýningunni gefur að líta tré- ristur, steinþrykk og teikningar. Birgir er fæddur og uppalinn á í Djúpinu Akureyri. Hann útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1989. Þetta er fyrsta einkasýning Birgis, en hann hefur átt verk á samsýningu í Finnlandi. Sýningin stendur í mánuð eða til 17. nóvember og er opin á opnun- artíma Hornsins. Braust inn í sjö bíla UNGUR piltur er talinn hafa brotist inn í sjö bíla við Skeifuna í gær og stolið úr þeim. Vegfar- andi sá til piltsins og veitti honum eftirför en missti af honum á Grensásvegi. Pilturinn er talinn vera 15-16 ára gamall, dökkhærður um 180 sm á hæð, og var hann klæddur í leður- jakka með brúnum röndum og svartar gallabuxur. Hann fór inn í bílana með því að bijóta rúður, en úr þeim stal hann meðal annars greiðslukorti, ávísanaheftum, myndavélum, töskum og fleiru. Gary Kasparov slapp snilldarlega fyrir hom ___________Skák________________ Margeir Pétursson EKKERT lát er á hörðum vopnaviðskiptum í heimsmeist- araeinvígi þeirra Kasparovs og Karpovs. Samið var jafntefli í fjórðu skákinni í gær eftir geysi- lega tvísýna baráttu. Karpov valdi nú mjög hvasst afbrigði með svörtu og með nýrri og sterkri hugmynd setti hann heimsmeistarann upp að vegg. Kasparov varð að fórna tveimur peðum fyrir sóknarfæri, sem voru greinilega ófullnægjandi. Með snilldartaflmennsku tókst honum þó að slá ryki í augu Karpovs og þegar skákin fór í bið eftir 40 leiki hafði heims- meistarinn tryggt sér jafntefli með þráskák. Kasparov heldur því eins vinnings forskoti sínu, en þriðja snilldarskákin í röð sá dagsins ljós. Svo virðist sem Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistari, ætli ekki að koma andstæðingi sínum á óvart í þessu einvígi, en treysta frekar á sín gömlu þaulreyndu vopn. Eftir afhroð hans í annarri skákinni var beðið með mikilli eftirvæntingu eftir því með hvaða byijun hann myndi veijast á svart í þeirri fjórðu. Karpov leitaði ekki langt yfir skammt, hann fylgdi annarri skák- inni fram í fimmtánda leik og valdi þá leið sem hann beitti með lélegum árangri í heimsmeistaraeinvíginu 1986. Þá tapaði hann tveimur skákum með henni. Karpov ber geysilegt traust til Karpov-Zaitsev-afbrigðisins í spænska leiknum sem sézt bezt á því að hann beitir því nú gegn Kasparov þrátt fyrir að hann megi vita að heimsmeistarinn hefur þaul- rannsakað það í sumar. Þessi íhaldssemi Karpovs virtist þó ætla að skila árangri því eftir byijunina hristi hann fram úr er- minni stórsnjalla leið sem setti Kasparov hreina afarkosti. Heims- meistarinn varð að taka á allri sinni snilld til að skapa sér mótfæri. Það tókst honum að gera en þau varð hann að gjalda háu verði, hann missti tvö peð og ljóst var að ef Karpov næði að létta á stöðunni væri sigurinn hans. Allt benti líka til að sóknin væri ekki nægilega öflug til að réttlæta fómimar, en í tímahraki fann Karpov ekkert betra en að leyfa heimsmeistaranum að þráskáka. Mér sýnist þó að hann hafi misst af nokkuð ömggri vinningsstöðu í 39. leik. Þegar upp var staðið virtist Ka- sparov dasaður eftir átökin en Karpov sýndist hins vegar í uppn- ámi, sem sérfræðingar túlkuðu sem éftirsjá eftir glötuðum vinnings- möguleikum Það er greinilegt af ijórðu skák- inni að Kasparov má fara að gæta sín, Karpov hefur staðið af sér miklar hamfarir, er að vísu einum vinningi undir, en var nálægt því að jafna metin í fyrrakvöid. Það verður því spennandi að sjá hvað gerist í kvöld þegar Karpov hefur hvítt í fimmtu skákinni. Það verður líka fróðlegt að sjá hvemig Ka- sparov mun svara spæanska leikn- um með hvítu í þeirri sjöttu. Staðan er nú 2 'h—l '/2 heims- meistaranum í vil og hann má óneitanlega vel við una, því fari einvígið 12-12, heldur hann titlin- um á jöfnu. 2. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spænski leikurinn I. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 — Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Bb7 10. d4 - He8 II. Rbd2 - Bf8 12. a4 - h6 13. Bc2 — exd4 14. cxd4 — Rb4 15. Bbl - c5 í annarri skákinni lék Karpov hér 15. — bxa4, sem var nýjasta uppáhald hans, en eftir 16. Hxa4 - a5 17. Ha3 - Ha6 18. Rh2 - g6 kom Kasparov með nýjungina 19. f3! og náði að byggja upp þægi- lega og heilbrigða stöðu. Karpov grípur því aftur til leiks sem hann notaði tvívegis gegn Kasparov í einvíginu 1986 en tapaði í bæði skiptin. 16. d5 - Rd7 17. Ha3 - f5!? Mjög hvass leikur, sem virðist ekki henta stíl Karpovs, en hann hefur áreiðanlega rannsakað hann þeim mun betur. Hann beitti leikn- um líka í síðustu einvígisskákinni við Timman í marz, en flestir túlk- uðu það sem ögmn þar sem Karpov var hvort eð var orðinn öruggur með sigur í einvíginu. Það kemur vissulega á óvart að Karpov skuli beita leiknum gegn Kasparov, því hann má vita að heimsmeistarinn hefur rannsakað hann og flækjum- ar sem nú fara í hönd falla vel að stíl heimsmeistarans. Árið 1986 lék Karpov í bæði skiptin 17. — c4 í stöðunni. Nú svaraði Timman með 18. Hae3!? - f4 19. H3e2 og náði að rugla Karpov í ríminu, þótt hann léki skákinni af sér síðar. Það er nú vitað að sú leikaðferð stenst ekki ströngustu kröfur 18. exf5 - Rf6 19. Re4 - Bxd5!? Þetta er nýr leikur í stöðunni. í skákum Bandaríkjamannanna NickS DeFirmians og Alexanders Ivanovs hefur tvívegis verið leikið hér 19. — Rbxdö 20. Rxf6+ Dxf6 21. Bd2 í skýringum við áðurnefndar skákir hefur Ivanov metið þessa stöðu sem hagstæða hvítum, en greinilega hafa Karpov og aðstoð- armenn hans skyggnst mun dýpra í stöðuna. 21. - Dxb2! 22. Bxb4 - Bf7! Eftir þennan geysisterka milli- leik, sem að öllum líkindum hefur fundist í heimaundirbúningi Karpovs er ekki hlaupið að því fyr- ir hvítan að blása lífí í sóknina. Svartur vinnur manninn óumflýj- anlega til baka og ef hvíta sóknin rennur út i sandinn blasir sigur við svörtum, vegna frípeðanna á drottningarvæng og biskupapars- ins. Sem dæmi má taka leiðina 23. Dd3 - Dxb4 24. Hxe8 - Hxe8 25. f6 — g6 og hvítur er strand því 26. Rh4 er ekki mögulegt. Kasparov fínnur athyglisverðan möguleika: 23. He6!— Dxb4 24. Hb3 - Dxa4 25. Bc2 Fyrir tvö peð hefur Kasparov náð sterkum tökum á hvítu reitun- um og svarta drottningin er úr spilinu, en það skortir þó enn um sinn beinar hótanir. Svartur á hins vegar erfitt með að losa um sig og næstu leiki er staða hans mjög vandtefid. Hann má ekki taka skiptamuninn á e6 því þá verður hann vamarlaus á hvítu reitunum. 25. - Had8 26. Hbe3 - Db4 27. g3 — a5 Býsna hlutlaus leikur, en 27. — d5 leyfír 28. Re5 og 27. - c4 28. Rd4 er éinnig varasamt. 28. Rh4 - d5 29. De2 - Dc4 Vegna peðafylkingar sinnar get- ur Karpov leyft sér að fóma manni til að komast út í endatafl. Eftir 30. Hxe8 — Dxe2 31. Hxf8+ — Kxf8 32. Hxe2 — d4 flæða svörtu peðin yfir hvítan. 30. Bd3 - Dcl+ 31. Kg2? Hér virðist 31. Kh2! vera ná- kvæmara. í afbrigði a-1 í skýring- um við 39. leik svarts nær hvítur jafntefli með kónginn á h2 31. - c4 32. Bc2 - Bxe6 Svartur gat ekki beðið lengur með að taka skiptamuninn á e6, því hvítur hótaði einfaldlega 33. Hxe8. Næstu leikir eru meira og minna þvingaðir, svo það er stór spurning hvort svartur hafi ekki átt öflugra framhald einhvers stað- ar á bilinu 25. til 29. leik. 33. Hxe6 — Hxe6 34. Dxe6+ — Kh8 35. Rg6+ - Kh7 36. De2! - Dg5 Ekki gekk 36. - d4 37. Rxf8+ - Hxf8 38. f6+ - d3 39. De4+ - Kh8 40. fxg7+ - Kxg7 41. De7+ — Hf7 42. De6 og hvítur nær jafn- tefli með þráskák. Ef svartur næði nú að stífla með 37. — Df6 gæti hvítur gefist upp, svo Kasparov á ekkert val: 37. f6 - Dxf6 38. Rxf8++ - Kg8 39. Rg6 Sjá stöðumynd. 39. - Df7? í tímahrakinu velur Karpov mjög traustan leik sem leiðir beint til jafnteflis. Hann gat teflt til vinn- ings, fremur áhættulítið eins og eftirfarandi afbrigði sýna: a) 39. — d4 og hvítur á tvo mögu- leika: a-1) 40. Bf5 - Dc6+ (40. - d3? 41. De4 — d2 42. Be6+ — Dxe6 43. Dxe6+ - Kh7 44. Df5 - dl=D 45. Re7+ og þráskákar) 41. Be4 og nú hefur svartur góða mögu- leika eftir bæði 41. — Dd6 eða 41. — Dd6, en ekki 41. — He8? 42. Bxc6 — Hxe2 43. Bd5 og þráskák- ar. a-2) 40. Re7+ - Kf8! (En ekki 40. - Kf7 41. Bg6+ - Kf8 42. Rd5 - Dd6 43. Df3+ - Kg8 44. Bf7+ - Kh8 45. Rf4! - Df6 46. Rg6+ 47. De4, eða 42. — Dxg6 43. De7+ - Kh7 44. Dxd8+ - Kh7 45. Re7 - De4+ 46. Kgl - De6 47. h4! með góðum jafnteflis- möguleikum) 41. Rg6+ — Kf7 og það er engin þráskák í stöðunni og svartur hlýtur að vinna. 39. — d4 ætti því að leiða til vinnings á svart og svartur á einn- ig annan athyglisverðan möguleika í stöðunni: b) 39. — b4!? en gegn honum á hvítur skemmtilega lausn: 40. Bf5! (40. Re7+? - Kf8! 41. Rg6+ - Kf7 þjónar hins vegar engum til- gangi) 40. — b3 41. h4!? — b2 (Þetta er ekki fallegur leikur, en hann virðist þvingaður. Ef hvítur fengi meiri tíma leikur hann h5 eða g4-g5. Eftirfarandi afbrigði er t.d. athyglisvert: 41. — c3? 42. h5 — c2 43. Be6+ - Kh7 44. Dd3 - Dxe6 45. Re6++ — Kg8 46. Rxe6 — cl=D 47. Dg6 og hvítur ætti að vinna) 42. Bbl og þrátt fyrir liðsmuninn er alls ekki hægt að bóka neinn vinning á svart. Dæmi: 42. - a4 43. h5 - a3 44. Re7+ - Kf8 45. Rg6+ - Kf7 46. De3 - d4 47. Dxa3 - d3 48. Da7+ - Kg8 49. Re7+ og heldur sínu. 40. Re7 + — Kf8 og hér fór skák- in í bið, en í gær var síðan samið jafntefli því hvítur þráskákar ein- faldlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.