Morgunblaðið - 19.10.1990, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990
9
Skrifstofa stuðningsmanna
HREINS LOFTSSONAR
á Laugavegi 47,4. hæð, er opin
virka daga frá kl. 17.00-21.00 og
um helgar frá kl. 14.00-19.00.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík!
Kjósum Hrein Loftsson í 6.-8. sæti.
Stuðningsmenn
Símar 29397 - 29392 - 27943 - 27936 - 27933
Verð kr. 2.995,-
Kuldaskór úr leðri
Stærðir: 36-41
Litir: Svart og brúnt
ATH. KongoROOS kuldaskórnir með riflás
eru komnir í stærðum 31-46
Póstsendum samdægurs
5% staðgreiðsluafsláttur.
STEINAR WMGE
SKÓVERSLUN
Kringlunni, sími 689212
Domus Medica, Egilsgötu 3,
sími 18519
SKORUTN
VELTUSUND11
21212
MMC Galant GLSi, órg. 1989, vélarst. 2000,
sjálfsk., 4ro dyra, dökkgrænn, ekinn 17.000.
Verð kr. 1.250.000,-
MMC Lancer GLX, órg. 1989, vélarst. 1500
sjálfsk., 4ra dyra, grænsans, ekinn 40.000.
Verð kr. 840.000,-
MMC Galont GLS, árg. 1987, vélarst. 2000,
sjálfsk., 4ra dyra, hvítur, ekinn 55.000.
Verð kr. 800.000,-
Toyota Corolla GL-4WÐ, árg. 1990, vélarst.
1600,5 gíro, 5 dyra, rauður, ekinn 20.000.
Verð kr. 1.360.000,-
BMW 316, árg. 1987, vélarst. 1800 5 gíra,
2ja dyra, rauður, ekinn 45.000.
Verð kr. 890.000,-
Range RoverVouge, árg. 1988, vélarst. 3500,
sjálfsk., 5 dyro, hvítur, ekinn 20.000.
Verð kr. 3.400.000,-
HJLk
Skattheimta og vatns-
gusur
íslenzkir skattgreiðendur hafa orðið
óþyrmilega varir við sívaxandi skatta-
álögur ríkisstjórnar „félagshyggju og
jafnréttis". Þessvegna hefur.súfullyrðing
fjármálaráðuneytis Ólafs Ragnars
Grímssonar komið sem köld vatnsgusa
yfir fólk, að árið 1988 hafi skattbyrði á
Islandi verið sú næst lægsta í Evrópu
og talsvert undir meðallagi OECD-ríkja.
Túlkunin
Þessi fullyrðing fjár-
málaráðherra og ráðu-
neytís hans, sem byggir
á skýrslu OECD, sem aft-
ur á mótí fær upplýsing-
arnar frá ráðuneytínu,
hefur kallað á hörð við-
brögð ýmissa aðila í þjóð-
félaginu. Túlkun fjár-
málaráðherra á OECD-
skýrslunni hefur verið
mótmælt af ýmsum
ástæðum, m.a. að hinar
gífurlegu skattaálögur
ríkisstjómar Steingríms
Hermannssonar hafi
ekki verið komnar fram
árið 1988, svo og vegna
þess að tölumar, sem
OECD byggir skýrslu
sína á hvað Island varð-
ar, séu í raun ekki sam-
bærilegar við tölur um
skattaálögur í ýmsum
OECD-löndum.
Það, sem hefur reitt
fólk einna mest tíl reiði,
er, að Olafiu’ Ragnar
Grímsson notar ósam-
bærilegar tölur um skatt-
byrði árið 1988 sem
skálkaskjól fyrir yfirlýs-'
ingar um, að hækka þurfi
skatta á Islandi, ef halda
eigi uppi sambærilegu
velferðarkerfi og gerist
í nágrannalöndum okk-
ar.
Villandi
Einn þeirra aðila, sem
mótmælt hafa túlkun
fjármálaráðherra á
skattbyrði á Islandi i
samanburði við önnur
iðnriki, er Félag
íslenzkra iðnrekenda.
Það segir málflutnhiginn
villandi og ekki geta
staðið athugasemdalaust.
I gi-einargerð FII segir,
að nokkrar staðreyndir
hafi litíð dagsins ljós,
• þegar athugaðir séu fyr-
irvarar og útskýringar
OECD og rætt hafi verið
við embættísmenn.
Nokkur atriði, sem
málið varða, séu: Iðgjöld
lífeyrissjóða, óbeinir
skattar, sjúkradagpen-
ingar og atvinnuleysis-
stíg.
40% skatthlut-
fall
í úrdrættí Félags ísl.
iðnrekenda með greinar-
gerðinni koma fram
þessi höfuðatriði:
Illutfall skatta af
landsframleiðslu sem
leiðrétt hefur verið þann-
ig að það innifeli iðgjöld
tíl lífeyrissjóðanna og
sjúkradagpeninga
greidda aJf fyrirtækjum
var á síðasta ári 39,5%.
Væri hlutfallsleg skipt-
ing beinna og óbeinna
skatta hérlendis hin
sama og erlendis væri
hlutfallið 1,5 prósentu-
stigum hærri eða 41%.
(innsk.: Var 31,7% í
OECD-skýrsIunni 1988).
Þetta má bera saman við
skattahlutfall OECD-
ríkja sem áætlað er 38%
fyrir árið 1989.
Árin 1987-89 hefur
gætt mikillar tilhneiging-
ar meðal aðildarrikja
OECD til lækkunar á
skattbyrði. Þannig lækk-
uðu 14 af 23 aðildarrílg-
um OECD skatta sína á
milli áranna 1987 og
1988, mælt sem hlutfall
af landsframleiðslu.
Þessi þróuu hefur haldið
áfram því að árið 1988-
1989 lækkað skattahlut-
fall OECD-ríkja af þeim
16 sem upplýsingar eru
fáanlegar um. Vænta má
áframhalds á þessari
þróun í ár og á næsta ári
bæði vegna væntinga um
sameiginlegan markað
Evrópu 1992 og vegna
óhóflegrar skattheimtu.
Þannig er nú verulegur
þrýstíngur á skattalækk-
anir á • hinum Norður-
löndunum ekki sist í Dan-
mörku og Noregi þar
sem skattahlutfallið
lækkaði á milli áranna
1988 og 1989.
Þveröfugþró-
un
Þróun skattamála hér
á landi hefur verið í þver-
öfuga átt við þróunina í
nágrannalöndunum.
Samkvæmt upplýsingum
OECD hækkaði skatta-
I hlutfall hér á landi um
2,7% stíg á milli áranna
1987 og 1988. Þessu til
viðbótar fullyrðir Ijár-
málaráðuneytið að hlut-
fallið hafi vaxið um önn-
ur 2,3% á síðasta ári.
Jafnframt þessu hækk-
uðu iðgjöld til lífeyris-
sjóðanna á milli áranna
1987 og 1988 um 0,3%
stíg, mælt sem hlutfall
af landsframleiðslu.
Nýútkomið fjárlaga-
frumvarp felur í sér
verulega hækkun skatta
sem leggjast beint á
kostnað fyrirtíekja. Þetta
er gert undir merkjum
samræmingar við skatt-
heimtu erlendis. Hér er
átt við svokallað trygg-
ingaiðgjald sem kemur i
stað ýmissa launa-
tengdra gjalda, en í fjár-
lagafrumvarpi er gert
ráð fyrir að það feli í sér
um 2% hækkun á meðal-
gjald allra atvinnu-
greina. Þessi þróun er i
andstöðu við ábendingar
atvinnurekenda um
nauðsyn á lækkun kostn-
aðarskatta vegna sívax-
andi erlendrar sam-
keppni enda er hér inn-
heimt aðstöðugjald sem
ekki á sér hliðstæðu er-
lendis. Þetta ítrekar enn
og aftur nauðsyn þess að
aðstöðugjald verði fellt
niður.
Dulinskatt-
heimta
Sé tekið tillit til dulinn-
ar skattheimtu, einkum
verðbólguskatts, inn-
flutningshafta og óskyn-
samlegrar fiskveiði-
stjómunar er skatthlut-
fall hér á landi ennþá
hærra. Að teknu tillití tíl
þessara liða gætí skatta-
hlutfall ársins 1989 verið
í nánd við 48%. Deila má
um réttmætí þess að taka
dulda skattheimtu með i
samanburði við OECD-
ríkin þar sem ekki liggur
fyrir hversu mikil dulin
skattheimta er meðal
þeirra. Hún er þó að öll-
um líkindum talsvert
minni en hérlendis. Ekki
er sist þörf á að mhmka
dulda skattheimtu í
tengslum við sameigin-
legan - markað Evrópu
árið 1992.
Aðalfimdur SSH á laugardagmn
AÐALFUNDUR Samtaka sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu
verður haldinn í félagsheimili
Kjalnesinga, Fólkvangi, laugar-
daginn 20. október nk. Fundur-
inn hefst kl. 9.00.
Á fundinum verða tekin fyrir til
umræðu, auk venjulegra aðalfunda-
starfa, takmörkun umferðar þunga-
vinnuvéla í þéttbýli og frumvarp til
laga um breytingar á lögum um
Húsnæðisstofnun ríkisins.
Frummælendur verða: Þórarinn
Hjaltason, verkfræðingur hjá Um-
ferðardeild Borgarverkfræðings í
Reykjavík, Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra og Salome Þor-
kelsdóttir alþingismaður. Páll Gísla-
son borgarfulltrúi mun flytja borð-
ræðu í hádeginu og fjalla um öldr-
unarmál á höfuðborgarsvæðinu.
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum íveturfrá kl. 10-12.
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
og ábendingum.
Allir borgarbúar velkomnir.
Laugardaginn 20. október verða til viðtals Anna K. Jónsdóttir, formaður Dagvistar barna, í hafnar-
nefnd, skipulagsnefnd, stjórn heilsugæslu vesturbæjarumdæmis, heilbrigðisnefnd, Innkaupastofn-
un Reykjavíkur, og Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnarnefndar, í byggingarnefnd aldraðra.
y y y y y y y y v y y y y