Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 37
I MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 19. OKTOBER 1990 37 Valur Arnþórsson að ferðast langa vegu norður yfir heiðar til að deila með fjölskyldu vorri stórum stundum, hvort sem var í gleði eða sorg. Þeim mun þungbærara varð okk- ur því fráfall Vals, mannsins sem alltaf stóð með okkur eins og klett- ur, ekki bara sem venjulegur ijöl- skylduvinur, heldur nánast sem einn í ijölskyldunni. Því biðjum við almættið að blessa minningu hins góða drengs og að fjölskyldu hans og vinum megi veitast styrkur í sorg þeirra. Því hefur stundum verið haldið fram að líðan hinna framliðnu ráð- ist að nokkru af því hvernig til þein-a er hugsað að þeim látnum. Þess vegna efumst við ekki um eilíf- lega velferð Vals Arnþórssonar. Jakob Frímann Magnússon Kveðja frá Gigtar- félagi Islands „Dáinn horfinn — harmafregn!“ Seint á laugardagseftirmiðdegi gullu sírenur sjúkrabíla svo heyrðist um allan bæ. Ég sat yfir spilum með félögum mínum. Við hrukkum við og að okkur setti óhug og kvíða. Á laugardagskvöldi barst sú fregn frá manni til manns að Valur Arn- þórsson hefði farist í flugslysi. Hann fórst í slysi því er óhug olli þá um eftirmiðdaginn. Það voru allir slegnir. Einn af frammámönn- um íslensku þjóðarinnar var horfinn af sviðinu í blóma lífsins. Hann var á besta aldri, í fullu ijöri, sívinnandi og með mjög fjölbreytt áhugasvið, vinsæll og menn höfðu trú á hon- um. Það var því von að marga setti hljóða við þessi válegu tíðindi. Ég þekkti Val Arnþórsson frá barnæsku og fylgdist vel með frama hans. Fjöiskyldur okkar voru tengd- ar vináttuböndum og frændsemi. Báðir vorum við aldir upp í sam- vinnuanda og Valur átti því láni að fagna að halda áfram á þeirri braut. Það var því að vonum að ég leitaði til Vals þegar mikið lá við. Eins og flestar ijölskyldur þessa lands höfðu fjölskyldur okkar kynnst því böli sem gigtsjúkdómar valda. Þessi vágestur, gigtin, læðist með veggjum og kreppir fólk þótt hún káli þvi ekki. Hún veldur mik- illi þjáningu og fjárhagslegu tjóni. Valur skoraðist því ekki undan þeg- ar hann var kvaddur til starfa í baráttunni við þennan vágest. Á meðan hann var stjórnarformaður Sambandsins gekkst hann fyrir því að menningarsjóður þess veitti Gigtarfélagi íslands myndarlegan styrk. Þegar hann svo breytti um starfsvettvang og flutti suður var fljótlega leitað til hans og hann kosinn í stjórn Gigtarfélags íslands og kjörinn formaður vísindaráðs félagsins. Hann hafði uþpi stór áform um að efla vísindarannsóknir í gigtsjúkdómum og með því móti herða baráttuna við gigtina og draga úr hörmulegum afleiðingum hennar. Nú er hann horfinn sjónum. Þessi drengilegi og spengilegi félagi vor kemur ekki aftur á fund. Það gustaði af honum þegar hann snar- aðist inn og öll mál lágu svo ijóst fyrir þegar hann hafði reifað þau og fundir því helmingi styttri en ella. Nú verður skarð fyrir skildi í baráttunni við gigtina og í öllum þeim málaflokkum sem Valur beitti sér fyrir. Röskri viku fyrir síðustu flug- ferðina, komu þau hjón, Sigríður og Valur, heim til okkar Lovísu ásamt stjórn Gigtarfélags Islands að heilsa upp á forsvarsmenn gigt- arfélaga á Norðurlöndum, sem komu hingað til skrafs og ráða- gerða út af Norrænu gigtarári 1992. Þá lék Valur á als oddi að vanda og þótti frændum vorum norrænum mikið til hans koma og öfunduðu okkur af því að eiga slíkan forsvarsmann. Nú er hann horfinn. Við'sitjum eftir og syrgjum látinn félaga. Stjórn Gigtarfélags íslands send- ir frú Sigríði, börnum þeirra og íjöl- skyldunni allri innilegustu samúðar- kveðjur með þakklæti fyrir þann tíma sem við fengum að njóta hollra ráða Vals Arnþórssonar þótt sá tími hafi verið allt of stuttur. Við Lovísa þökkum fyrir síðustu kvöldstundina sem við áttum með honum. „En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn.“ Jón Þorsteinsson Vini mínum, Val Arnþórssyni, var varfærni og aðgæslusemi í blóð borin, og þess vegna er svo sárt að missa hann á þennan hrikalega hátt. Enn einu sinni finnst mér til- veran og lífið óskiljanlegt og jafn- vel ósanngjarnt. Ég sit einn á þeim stað á jarð- kringlunni, sem Val leið svo vel við siglingar og leik ásamt fjölskyld- unni, og hugsa til hans. Oft höfðum við talað_um að eyða hér stundum saman og rækta vináttuna. Mér er minnisstæð flugferð fyrir norðan er mér varð ljóst hversu mikil nákvæmni og nærgætni Vals var í kringum flugið. Algjör ró, yfirvegun og aðgætni. Allt þurfti að yfirfara, ekkert var of smátt. „Kristján,“ sagði hann, „flest flug- slys verða vegna mannlegra mis- taka.“ Og mistök voru Val ekki að skapi eins og við vitum sem til þekktum, og þess vegna er kannski ennþá erfiðara að sætta sig við hvernig nú er komið. Ég þakka kærum vini fyrir rfyggð og hollustu við mig og mína í leik og alvöru, í söng og gleði. Nú er skilið eftir djúpt skarð í tilver- una. Ég mun sakna vinar míns mikið. Jóna og ég sendum Siggu, dætrunum og Óla innilegustu sam- úðarkveðju, svo og öllum ættingjum og vinum. Kristján Jóhannsson IKTR SÍMINN ER 689400 BYGGT & BUIÐ KRINGLUNNI XOQES2Z8SCg FOSTUDAGUR TIL FJAR I ISSKAPUR I DAG Á KOSTNAÐARVERÐI BYGGTÖBUltí KRINGLUNNI * Kveðja frá starfsmönnum KEA Sviplegt fráfall Vals Arnþórsson- ar snerti okkur öll djúpt sem unnum hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um lengri eða skemmri tíma meðan hann var þar kaupfélagsstjóri. Val- ur var góður húsbóndi í hugum starfsfólks KEA, sem þótti vænt um kaupfélagsstjórann sinn, þótt auðvitað hefði það misjafnlega mik- il tengsl við hann, eins og gengur í jafn viðamiklum atvinnurekstri. Valur lagði jafnan ríka áherslu á lykilhlutverk starfsfólksins í við- gangi kaupfélagsins. Gott var að leita til hans fyrir hönd Starfs- mannafélags KEA og hann studdi við bakið á því á ýmsa lund gegnum árin. Vinnuþreki og dugnaði Vals var löngum við brugðið, en hann kunni líka að skemmta sér og gleðjast með öðrum. Það kom glöggt fram á árshátíðum og öðrum samkomum starfsmanna. Þar var Sigríður Ólafsdóttir, kona hans, jafnan einn- ig virkur þátttakandi og vann sér almenna hylli. Fyrir hönd starfsmanna KEA sendi ég Sigríði, börnum hennar og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur á sárri sorgar- stundu. Hlýr hugur og góðar óskir leita ykkar héðan að norðan. Stefán Vilhjálmsson, formað- ur Starfsmannafélags KEA. Fleirí minningagreinar um Val Arnþórsson munu birtast næstu daga (>—— — A N Utfararþjónustan Öll þjónusta við útfarir og kistulagningar. Sjáum um Jlutninga á kistum og líkflutn- inga innan og utan höfuðborgarsvœðisins. \ L Sérhæfð þjónusta urtnin af fagfólki. Útfararþjónustan sími 679110, heimasími 672754. J 42 52 Glæsilegur fatnaður á stórar stelpur Tískuverslunin Kringlunni, sími 33300 LATIÐ LETTITÆKI LETTA YKKUR STORFIN C r~? Léttitæki hf. 0. Bíldshöföa 18, sími 676955 Mikið úrval af: Handtrillum, borðvögnum, lagervögnum, handlyftivögnum o.fl. Bjóðum einnig sérsmíði efftir óskum viðskiptavina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.