Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 22
OPPf JJMÖTMO 01 í»:IQÁírJISÖT OHOt. : > f( >!/ ilORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 Frakkland: Víðtækar ráðstaf- anir vegna mikill- ar glæpaöldu París. Reuter. FRONSK yfirvöld hafa ákveðið að herða mjög löggæslu í skugga- hverfum stórborga og tvöfalda liðsafla götulögreglunnar eftir mikla glæpaöldu sem riðið hefur yfir landið á þessu ári. Pierre Joxe, innanríkisráðherra Frakklands, hefur upplýst að of- Bush vill aukna aðstoð við austan- tjaldsríki Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að Banda- ríkjamenn myndu fara þess á' leit við Alþjóðabankann (WB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) að þeir veiti ríkjum Austur-Evrópu aukna lána- fyrirgreiðslu og fjárstuðning til þess að draga úr áhrifum stríðsástandsins við Persaflóa á efnahag þeirra. Bush skýrði frá þessu er hann tók á móti Jozsef Antall forsæt- isráðherra Ungverjalands í Hvita húsinu í gær. Sagði hann að bandraíkjastjóm mundi leggja til við IMF að hann veiti austan- tjaldsríkjum fimm milljarða doll- ara lán vegna olíuverðshækkun- ar af völdum stríðsástandsins við Persaflóa og bjóði þeim jafn- framt hagstæðari kjör á úti- standandi lánum. Ennfremur yrði Alþjóðabankinn beðinn að hraða aðstoð sem samþykkt hef- ur verið að veita til úrbóta í orku- málum ríkja Mið- og Austur- Evrópu en þar er um níu millj- arða dollara framlag að ræða. beldisglæpir séu 7% fleiri á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma árið 1989. Ráðherrann hefur kynnt áætlun í 16 liðum sem ætlað er að sporna við þessari þróun. Felst hún meðal annars í því að eftirlit lög- reglu í niðurníddum hverfum verður stóreflt. Tölvukerfi lögreglunnar verður endurnýjað og gagnaöflun um glæpaflokka aukin. Einbig hyggst ríkisstjómin leggja fram rumvarp þar sem skylt verður að reisa ódýrt húsnæði í fínni hverfum stórborga til þess að hindra það að lágstéttirnar safnist saman í af- mörkuðum borgarhlutum. Mikil umræða hefur verið í frönsku þjóðfélagi undanfarið um glæpaölduna. Ofbeldisverkum hefur fjölgað mjög í niðumíddum hverfum svo sem eins og í útjaðri Parísar þar sem býr margt atvinnuleysingja og innflytjenda frá Norður-Afríku. Kennarar og nemendur í þessum hverfum hafa efnt til mótmæla þar sem krafist er aðgerða gegn nauðg- unum á salemum skóla, árásum á kennara og jafnvel táragasspreng- ingum í skólastofum. Stjómendur almenningssamgangna hafa ákveð- ið að hætta strætisvagnaferðum í norðurhluta Parísar eftir klukkan átta á kvöldin vegna ítrekaðra ár- ása á vagnstjóra. I haust féllu tveir ungir menn í átökum óaldarflokka innflytjenda. Frönsk dagblöð hafa í þessari viku fjallað ítarlega um ástandið og létu mörg í ljós ótta við að stór- borgir væru að breytast í gróðr- arstíu glæpa en hingað til hafa margir Frakkar litið á slíkan vanda sem sérbandarískan. Reuter Honecker hálfgerður fangi í gær var eitt ár liðið frá því Erich Honecker, fyrrum leiðtogi austur- þýska kommúnistaflokksins, fór frá völdum í Austur-Þýskalandi. Frá þeim tíma hefur hann dvalist meira og minna á sovéskum herspítala í Beelitz skammt frá Berlín. Honecker á ákæm yfír höfði sér en ekki er búist við að hún verði gefín út á næstunni vegna þess hve langan tíma rannsókn ferils hans tekur. Hann er því fijáls ferða sinna en að ráði lögfræðings síns hefur hann ekki farið út fyrir sjúkrahússlóðina, vegna hættunnar á árásum. Myndin var tekin í gær er Honecker fékk sér göngutúr á lóð sjúkrahússins með fvlgdarmanni sínum. Konur frá Sri Lanka, fyrrum vinnustúlkur í Kúvæt, bíða í Andalus-búðunum eftir því að komast heim til eiginmanna og barna. Hvað bíður okkar þeg- ar við komuin heim? - í Andalus-flóttamannabúðunum í Jórdaníu „SADDAM Hussein er góður maður,“ segir leigubílstjórinn og sýnir mér stóra mynd af honum sem hangir í óróa í bílnum, með mynd af Hussein Jórdaníukonungi á hinni hlið- inni. „Hann er sterkur persónu- leiki og góður leiðtogi, ég styð hann 100%,“ heldur hann áfram og glottir um leið hálf ögrandi eins og hann hafi sagt þetta ein- ungis til að æsa mig upp. Ég held ró minni og leyfí honum að pústa út. „Allir þessir sheikar, emírar og kóngar. Það er kominn tími til að við losum okkur við þál Olíuauðurinn rennur beint til þeirra, fólkið fær minnst. Svo eru Kanarnir, þessir sjálfskipuðu flagg- berar lýðræðis, að styðja við bakið á þeim. Þeir hugsa bara um eigin hagsmuni. Ef þeir vilja vera í al- þjóðlegum lögguleik þá ættu þeir að fara til Líberíu, þar er virkileg þörf fyrir þá en engin olía, bara blóð og fátækt.“ „Hvað með Hus- sein, konunginn ykkar, er hann í lagi?“ spyr ég. Það dregur aðeins niður í eldmóðinum í honum og hann svarar dauflega: „Stundum, stundum ekki. Við höfum bara engan betri kost eins og er.“ Það er eins og það sé regla að þvi fleiri myndir og styttur sem sjást af leið- togunum, því tregara er fólkið til að tjá sig af einlægni um þá og alls staðar má sjá myndir af Hus- sein konungi. Sem betur fer fyrir Jórdani, þá myndast konungurinn vel, Sýrlendingar eru ekki eins heppnir með sinn leiðtoga og vegg- skraut, Hafez A1 Assad. Hvorki ég né leigubílstjórinn virðumst hafa meiri áhuga á að ræða um Saddam Hussein. Við þjótum eftir góðri hraðbrautinni innan um stopul hús í eyðimörk- inni, einstaka tjöld og hirðingja með geita- eða kindahjarðir. Veg- urinn liggur að flugvelli Aliu drottningar, sem nefndur er eftir þriðju konu Husseins konungs, sem lést í flugslysi fyrir nokkrum árum. Áður en við komum að flugvellinum beygjum við í áttina að tjaldþyrp- ingpi rétt við hraðbrautina. Ánda- lus-flóttamannabúðimar, 300 tjöld í reglulegum röðum, grábrún af sandryki og hanga druslulega á súlunum, ruslahrúgur, bráða- birgðasalemi og þreytulegt fólk á rangli milli tjaldanna. Þama er aðsetur um 3.000 manns, aðallega frá Bangladesh, Sri Lanka og Indl- andi. Eftir langa og erfiða ferð með langferðabílum í gegnum írak og dvöl í öðrum búðum við landa- mæri írak, er fólkið loksins komið í Andalus-búðimar sem er í flestum tilfellum síðasti dvalarstaður fólks- ins áður en það flýgur heim. Rán og mútur Frásagnir flóttafólksins af ferð- inni frá Kúvæt, í gegnum írak og Þrátt fyrir takmarkaða hrein- lætisaðstöðu reynir flóttafólkið að bjarga sér eftir bestu getu. til Andalus-búðanna, em yflrleitt á einn veg. Eftir að hafa beðið í Kúvæt í nokkrar vikur í von um að eitthvað breyttist til batnaðar, lagði það af stað til Jórdaníu. Þó fólkið hafí þurft að greiða reglulega mútur til landamæravarða og eftir- litsmanna á leiðinni í gegnum írak, var samt mest af þeim verðmætum sem fólkið reyndi að taka með sér hirt af því, s.s. rafmagnstæki og skartgripir. Eftir að komið var til Jórdaníu varð fólkið svo að bíða í Azraq-búðunum, sem em á leiðinni frá landamæmnum til Amman. Við gráa vatnstankana safnast fólkið saman til að þrífa sig, þvo þvott eða sækja vatn til matargerð- ar. Út við veginn, sem liggur að hraðbrautinni, era haugar af far- angri þeirra sem bíða eftir að kom- ast út á flugvöll, fólkið situr undir brennheitri sólinni á milli farang- ursins og bíður óþreyjufullt eftir því að kallið komi og það geti lagt af stað heim. Við hlið búðanna em vopnaðir verðir, og þar rétt hjá bækistöð stjómenda búðanna, auk læknamiðstöðvar. Hreinlætisað- staða er í lágmarki, frá salemunum berst sterkur fnykur og sorphrúg- umar lykta ekki síður, mataraf- gangar og drasl liggur einnig á milli tjaldanna og alls staðar sveima flugumar yfír fólkinu. „Þú hefðir átt að vera hérna daginn sem Kaifu, forsætisráðherra Japans, kom hingað til að skoða aðstæður. Þá var allt þrifið og pússað hátt og lágt,“ segir Numl Rajapur frá Bangladesh. Um aðbúnað í búðun- um sagði Nural: „Þegar vestrænt fólk er á svæðinu þá fáum við vel útilátna matarskammta og verðim- ir em kurteisin uppmáluð sem þeir em sko ekki alltaf." Sumt flótta- fólkið kvartaði undan því að jórd- önsku verðimir kæmu illa fram, hefðu jafnvel lagt hald á sumar eigur þess. „Hvað getum við gert? Við emm einungis flóttafólk, eigum allt undir miskunn annarra og þeir em gestgjafar okkar.“ Ekki em allir svo heppnir að geta snúið aftur til síns heima. Sex ungir menn frá Líberíu, sem stund- uðu nám í Kúvæt, hafa enga mögu- leika á að snúa aftur til síns föður- lands. „Við höfum enga peninga, við vomm í námi í boði og á kostn- að Kúvæt. Nú er engin Kúvæt og Líbería er stjómlaust ríki. Við get- um ekkert snúið okkur,“ segir einn þeirra. Annar bætir við að þeir hafí engar fréttir haft frá Líberíu í margar vikur, svo þeir hafa enga hugmynd um afdrif sinna fjöl- skyldna. Þeir em búnir að dvelja í Andalus-búðunum í tvær vikur og þar á undan í Azraq aðrar tvær. „Við getum ekki annað gert en beðið, en eftir hveiju vitum við ekki.“ Á meðan flestir aðrir íbúar búðanna era tiltölulega léttir í lund yfír því að vera á leiðinni í burtu, þá em Líberíubúamir daprir og vonlausir, auk þess sem þeir em við fremur lélega heilsu eftir slæm- an aðbúnað í Azraq-búðunum. Ósamhljóða frásagnir frá Kúvæt Flóttafólkið hefur misjafnar sög- ur af ástandinu í Kúvæt. „Fyrir utan skotbardaga að morgni 2. ágústs, þá varð ég lítið var við ein- hveijar óeirðir eða bardaga," segir Bangladesh-búi sem vann áður hjá hinu opinbera í Kúvæt. Aðrir, nær- staddir, mótmæla þessu og segja að daglega hafí mátt heyra skot- hljóð. Virðist sem ástandið hafi á þessum tíma verið mjög breytilegt á milli borgarhluta. Sumir gátu haldið áfram að vinna eftir að árás- in var gerð, en það var lítill tilgang- ur í því, sökum þess að laun voru , ekki nema '/io af því sem þau vom áður. Það sama gildir um verð- mæti bifreiða og annarra hluta sem flóttafólkið reyndi að selja fyrir brottför. „Það var nær tilgangs- laust að vera að selja eitthvað, verðlagið var svo fáránlegt," sagði flóttamaður frá Indlandi. „Við sofnuðum sem vel stætt fólk mið- vikudagskvöldið 1. ágúst og vökn- uðum fátæk daginn eftir. Á átta ámm var ég búinn að koma mér upp góðu heimili, eignast bíl og átti innistæðu í banka. Peningarnir í bankanum eru tapaðir ef Kúvæt- stjóm verður ekki reist við, það sem ég gat ekki selt fyrir sama og ekki neitt varð ég að skilja eftir. Og núna emm við á leiðinni heim. Hvað býður okkar þar? Ekki neitt.“ Þó flestir hugsi um það eitt núna að komast heim, þá er það engin lausn fyrir fólkið. Upphaflega flúði fólkið að heiman til Kúvæt til að geta lifað betra lífi, og nú þegar það hefur verið hrakið heim aftur mun það sjálfsagt þurfa að leita að öðm landi til að fara að vinna í. Aftur þarf fólkið að byija frá grunni, margra ára vinna er nær því til einskis. Texti og myndir: Victor Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.