Morgunblaðið - 19.10.1990, Page 52
KJÖRBÓK
Landsbanki
islands
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Benedikt Valsson FFSÍ:
Kaupmátt-
.araukning
1 ág eins
stafs tala
BENEDIKT Valsson fram-
kv;cmdas1jóri Farmanna- og fiski-
mannasambands Islands segir það
úr lausu lofti gripið að sjómenn
hafi að jafnaði notið 13% kaup-
máttaraukningar á þessu ári,
vegna hækkunar afurðaverðs.
Hann segist þó ekki mótmæla því
að sjómenn hafi notið kaupmátt-
araukningar umfram aðra laun-
þega, en slíkt sé erfitt að meta,
og sá kaupmáttur myndi þá mæl-
ast með lágri eins stafs tölu.
Einar Oddur Kristjánsson formað-
ur Vinnuveitendasambands Islands
sagði í Morgunblaðinu í gær, að sjó-
menn hefðu að jafnaði fengið 28%
launahækkun gegnum hækkun á
. botnfiskafurðum erlendis og sam-
svarandi fiskverðshækkun innan-
lands. Á móti kæmi nú 7% launa-
-skerðing vegna hækkandi olíuverðs,
en samt væri kaupmáttaraukning
sjómanna yfír 13% þegar tekið væri
tillit til 7% verðbólgu:
Benedikt Valsson sagði við Morg-
unblaðið, að í útreikningum sínum
virtist Einar Oddur ganga út frá því
að allir sjómenn hafi notið 28% verð-
hækkunar botnfisks á árinu. „Þetta
verður að draga í efa því reyndin
er sú að hlutfal! annarra tegunda í
launum sjómanna er á bilinu 20-30%.
Meðal þessara tegunda er rækja,
sem nýlega var lækkuð ,í verði um
5%. Hvað snertir loðnu eða síld eru
litlar líkur á því að þær tegundir
hækki í verði frá síðustu vertíð, held-
ur er þvert á móti útlit fyrir verð-
‘J**»iækkun þessara tegunda.
í öðru lagi gleymir Einar Oddur
alveg að taka tillit til aflabreytingar
í kaupmáttarútreikningum sínum,
en samdráttur i þorskveiðum er
áætlaður 12% í ár. Ef reiknað er
með breytingu heildarafla í ár á
loðnu er samdrátturinn 6,6% sam-
kvæmt þjóðhagsáætlun," sagði
Benedikt.
■ V'
|\nv
Gler í borgarstjórnarsalinn
Morgunblaðið/RAX
Átján rúður sem eru 5 fermetrar að stærð og 280 kg að þyngd eru
komnar á endagafl borgarstjórnarsalarins í Ráðhúsinu. Það tók tvo
daga að koma glerinu fyrir og réði veður Hversu vel miðaði við verkið.
Að sögn Víkings Eiríkssonar hjá Fagtækni voru rúðurnar í suðurhlið
hússins að Tjöminni, sem ná að vatnsborðinu, mun þyngri eða 500 kg
og eru 9 fermetrar að stærð. Öðrum rúðum og stærri, eða um 10
fermetrar, verður unnt að renna til hliðar og opna á sumrin. Sagði
hann að þetta væri í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki, Glerborg hf.,
framleiddi háeinangrandi gler af þessari stærð og þykkt auk þess sem
verkkaupinn krafðist þess að glerið yrði ólitað og glært þrátt fyrir
sólvörn.
Hugmyndir heilbrigðisráðherra um sameiginlega yfirstjórn sjúkrahúsa í Reykjavík:
Ríkið vill hrifsa spítalana til sín
segir Davíð Oddsson, borgarstjóri
DAVÍÐ Oddsson, borgarsljóri,
segir að svo virðist, sem ríkið ætli
að hrifsa til sín Landakotsspítala
og Borgarspítala án þess að fyrir
það komi bætur. Segir hann
vinnubrögð Guðmundar Bjarna-
sonar, heilbrigðisráðherra, við
gerð frumvarps um sameiginlega
yfirstjórn sjúkrahúsmála í
Reykjavík einkennast af æðibunu-
gangi og gagnrýnir ráðherra fyr-
ir að hafa ekki haft samráð við
forsvarsmenn sjúkrahúsanna um
efni þess.
„Frumvarp heilbrigðisráðherra
gengur þvert á hugmyndir forsvars-
manna Landakotsspítala og Borg-
arspítala og það er ljóst að það mun
mæta harðri andstöðu frá þeim,“
segir borgarstjóri. „í þessu máli
hafa verið viðhöfð mjög sérkennileg
vinnubrögð, það hefur verið starf-
andi nefnd til að fjalla um þessi mál
og í henni hafa engar tillögur komið
fram, sem ganga í þá átt, sem ráð-
herra boðar nú. Það hefur ékki held-
ur verið haft samráð við forsvars-
menn spítalanna'. Það lítur því út
fyrir að nú eigi með þessum æði-
bunugangi að hrifsa þessi tvö sjúkra-
hús til ríkisins, án þess að fyrir komi
nokkrar bætur,“ segir Davíð Odds-
son, borgarstjóri.
Flugleiðir
fá Amster-
Viðeyjarkirkja:
„Skúlastóll“ er skriftasæti
KOMIÐ hefur í ljós að virðulegur stóll
hægra megin altarisins í Viðeyjarkirkju
er upprunalega skriftastóll frá 8. tug
átjándu aldar. Stóllinn hefur hingað til
gengið undir nafninu Skúlastóll, og
menn talið að hann hafi verið kirkju-
sæti Skúla Magnússonar landfógeta,
sem reisti Viðeyjarkirkju. Sr. Þórir
Stephensen staðarhaldari, sem rannsak-
ar nú sögu Viðeyjar, komst að þessu er
hann rýndi í gamlar úttektir frá vísitas-
íum biskupa í Viðeyjarkirkju. Sr. Þórir
segir að þetta sé eini skriftastóllinn, sem
til sé í íslenzkri kirkju frá gamalli tíð
og því mjög merkilegur gripur.
„Viðeyjarkirkja, sem er næstelzta kirkja
á landinu, er vígð 1774 en ekki vísiteruð
fyrr en þremur árum seinna. Þann 18.
ágúst 1777 var Hannes Finnsson biskup
staddur í Viðey til að skoða nýju kirkj-
una,“ sagði sr. Þórir. „í þeirri vísitasíu
kemur í ljós að „skriftasæti og skírnarfont
hefur herra landfógeti í áformi sem fyrst
að láta gjöra kapellunni svo þetta hvort
tveggja svari hinni annarri hennar prýði,“
eins og það er orðað.“
Sr. Þórir segir að ljóst sé af vísitasíunni
að biskup hafi fundið að því að skriftastól
vantaði, þar sem presturinn gæti setið á
meðan sóknarbarnið skriftaði. „Skriftir
viðgengust hér á landi í fleiri en einni
mynd þó nokkuð fram eftir 19. öldinni,"
sagði sr. Þórir. Hann sagði að í annarri
vísitasíu frá 1780 væri mjög nákvæm lýs-
ing á nýkomnu skriftasæti í kirkjunni, sem
svaraði í öllum atriðum til stólsins.
„Skúli landfógeti hefur trúlega aldrei
setið í þessum stól. Það er líklegra að
hann hafi kropið til skrifta," sagði sr.
Þórir. „Stóllinn hefur sennilega breytzt í
húsbóndastól í Viðey miklu síðar, varla
fyrr en á dögum Ólafs Stephensen sekret-
era, sem bjó í Viðey um miðja nítjándu
öld.“
Morgunblaðið/Tryggvi Árnason
damflugið
FLUGLEIÐIR hf. annast áfram
áætlunarflug til Amsterdam og
Hamborgar. ísflug hf. var ekki
talið fullnægja þeim kröfum sem
gerðar eru til flugfélaga sem
sækja um leyfi til áætlunarflugs
til og frá landinu og í framhaldi
af því veitti samgönguráðherra
Flugleiðum leyfið í gær frá 1.
nóvember að telja. Jafnframt ákv-
að samgönguráðherra að heimila
íslenskum flugfélögum að stunda
leiguflug á öllum flugleiðum frá
1. maí til 30. september og að
gefa leiguflug með vörur fijálst.
Ákvörðun um að rýmka leigu-
flugsheimildir var tekin í kjölfar
þeirrar stefnumótunar að eitt
íslenskt flugfélag héldi uppi áætlun-
arflugi til og frá landinu. Jafnframt
hefur samgönguráðherra beðið
Flugeftirlitsnefnd um að fylgjast'
„mjög nákvæmlega með þjónustu
Flugleiða hf., far- og farmgjöldum
félagsins og hafa í störfum sínum
náið samstarf við samtök aðila í
ferðaþjónustu".
Sjá fréttir á bls. 4.