Morgunblaðið - 09.11.1990, Side 1

Morgunblaðið - 09.11.1990, Side 1
72 SIÐUR B/C/D 255. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þrotlausir fundir utanríkisráðherra risaveldanna um Persaflóadeiluna: Shevardnadze útilokar ekki beitingu hervalds gegn Irak Bandaríkjamenn ákveða að senda 100.000 hermenn til viðbótar til Saudi-Arabíu Moskvu. Bagdad. Brussel. Reuter. JAMES Baker og Edúard Shev- ardnadze, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, áttu þrotlausa fundi í Moskvu í gær um lausn Persaflóadeilunn- ar og afvopnunarmál. Eftir níu tíma fundarsetu sagði Shev- ardnadze að ekki væri hægt að útiloka beitingu hervalds. Hing- að til hafa Sovétmenn og Kínverjar verið tregir til að sam- Albanía: Róttækar sijómarskrár- breytíngar Vín, Tirana. Reuter, dpa. RAMIZ Alia, forseti Albaníu, hvatti í gær til róttækra breytinga á stjórnarskrá landsins auk þess sem moskur og kirkjur kynnu að verða opnaðar að nýju eftir að hafa verið lokaðar í tvo áratugi. Alia lagði þetta til á fundi mið- stjórnar kommúnistaflokksins í Tir- ana, þar sem hann lýsti hnignandi efnahag landsins, óánægju almenn- ings og andstöðu harðlínumanna við breytingar. Forsetinn lagði ennfrem- ur til að efnt yrði til leynilegra kosn- inga í febrúar. þykkja slíkt í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Bandaríkja- menn sem nú hafa um 210.000 hermenn í Saudi-Arabiu hafa ákveðið að senda 100.000 her- menn þangað í viðbót. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að þetta væri gert til þess að tryggja árásarmátt alþjóðlega heraflans ef á þyrfti að halda. Shevardnadze svaraði spurning- um fréttamanna síðdegis í gær áður en hann hélt til seinni fundarlotu með Baker í gærkvöldi. Hann var- aði við því að menn ályktuðu sem svo að Bandaríkjamenn og Sovét- menn væru ekki sammála um af- stöðuna gagnvart Irökum. Hann var m.a. spurður hvort hann teldi mögulegt að Öryggisráðið ákvæði að beita heivaldi. „Ekki er hægt að útiloka slíkt og sú staða gæti komið upp að slíkra aðgerða yrði þörf,“ sagði Shevardnadze. Willy Brandt fyrrum kanslari Véstur-Þýskalands hefur framlengt heimsókn sína til íraks og fer heim í kvöld með 170 vestræna gísla. í gær átti hann í annað skipti viðræð- ur við Saddam Hussein íraksfor- seta. Niðurstaðan varð sú að Sadd- am ákvað að sleppa 50 vestrænum gíslum. Eftir fyrri fundinn hafði ■ hann tilkynnt að 120 gíslum yrði sleppt, einkum Þjóðvetjum. Brandt sagði við fréttamenn að hann eygði vissa möguieika á því að hægt væri að ræða um friðsamlega lausn Persaflóadeilunnar við Saddam. Saddam hefur rekið yfirmann herráðs landsins. Reyndar gerðist það fyrir þremur vikum en komst ekki í hámæli fyrr en í gær. Ástæð- an var að sögn breska dagblaðsins The Daily Telegraph sú að hers- höfðinginn hafði ekki skýrt forset- anum frá bréfí sem hann fékk frá öðrum herforingjum þar sem hann er hvattur til að reyna að afstýra hörmungum þeim sem Saddam væri að leiða yfir þjóðina. Morgunblaðið/Börkur Arnarson Ungfrú heimur Gina Maria Tolleson frá Bandaríkjunum var í gær valin Ungfrú heimur í Lund- únum. I öðru sæti varð Ungfrú Irland og Ungfrú Venezúela varð þriðja. Kepp- endur voru 81 og varð Ásta Sigríður Einarsdóttir, full- trúi Islands, ekki meðal tíu efstu. Reuter Tadeusz Mazowiecki og Helmut Kohl á gangi í þýsku __ landamæraborginni Frankfurt an der Oder. I baksýn má sjá Maríukirkjuna. Kohl og Mazowiecki: Samningur um landamærin í höfn Frankfurt an der Oder. DPA. Reuter. HELMUT Kohl kanslari Þýskalands og Tadeusz Mazowiecki forsætisráðherra Póllands náðu í gær samkomulagi um að landamæri rikjanna skyldu miðuð við Oder-Neisse-línuna. Verður samningur um það efni undirritaður í Varsjá í lok mánaðarins. Pólveijar hafa lagt ríka áherslu á að ganga frá samningum um vesturlandamæri sín sem fyrst og að þau yrðu miðuð við Oder-Neisse-línuna sem mörk- uð var í stríðslok. Kohl hafði viljað að landamæra- samningur yrði hluti af allsherjar samstarfssamn- ingi ríkjanna en féll frá því í gær og gekk að kröf- um Mazowieckis. Embættismenn í Varsjá töldu þetta mikinn sigur fyrir pólska forsætisráðherrann og sögðu möguleika hans á sigri í forsetakosningunum eftir rúmar tvær vikur hafa aukist. Hermt er að Kohl hafi í staðinn tryggt sér loforð Mazowieckis um að í víðari samstarfssamningi ríkjanna yrðu rétt- indi þýska þjóðarbrotsins í Póllandi tryggð. Reuter Mary Robinson forsetaframbjóðandi á írlandi var sigurviss þegar hún heimsótti aðsetur kjörstjórnar í Dyflinni í gær ásamt eiginmanni sínum Nicholas. Forsetakosningarnar á Irlandi: Líkur benda til sig- urs Mary Robinson Dublin. Reuter. LIKUR þóttu í gærkvöldi benda til þess að Mary Robinson yrði fyrst kvenna kjörin forseti Irlands. Fulltrúar flokkanna, sem voru viðstadd- ir talninguna og þykja glöggir með afbrigðum, spáðu því að hún myndi vinna nauman sigur á Brian Lenihan, ákaflega vinsælum stjórnmála- manni og frambjóðanda stjórnarflokksins Fianna Fail. Á írlandi er hefð fyrir því að full- trúar flokkanna, er fylgjast með taln- ingu atkvæða, spái fyrir um úrslit kosninga og þykja niðurstöður þeirra almennt og yfirleitt áreiðanlegar. Er stuðst í einu og öllu við spásagnir þeirra en tölvur og önnur rafknúin tól og tæki koma að öllu jöfnu ekki við sögu í kosningum á írlandi. Talnameistararnir sögðu í gær að of snemmt væri að slá því föstu að Mary Robinson, sem naut einkum stuðnings stjórnarandstöðunnar og vinstri rnanna, yrði næsti forseti ír- lands. Á hinn bóginn kváðust þeir hallast að því að Lenihan hefði feng- ið 44 til 45% atkvæða, Mary Robin- son 39% og þriðji frambjóðandinn, Austin Currie, 16-17%. Hins vegar væri víst að Mary Robinson fengi meirihlutann af fylgi Currie, er önn- ur umferð talningarinnar færi fram í dag, föstudag, en samkvæmt írsku kosningalöggjöfinni, sem þykir ein sú flóknasta sem sögur fara af, er talið á ný á milli tveggja efstu manna fái enginn frambjóðenda hreinan meirihluta í fyrri umferð. Mary Robinson, sem er lögfræð- ingur að mennt og þekktur kvenrétt- indafrömuður, kvaðst ekki telja tíma- bært að fagna sigri en sagði mikia kjörsókn kvenna gefa tilefni til bjart- sýni. Hún er 46 ára gömul, þriggja barna móðir og gift Nicholas Robin- son, virtum lögfræðingi sem einnig er þekktur fyrir skopteikningar sínar af írskum stjórnmálamönnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.