Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 9. NÓVEMBER 1990- 7 Ólympíumótið í skák í Júgóslavíu: Islenska sveitin í 7. sæti í styrkleikaröð ÍSLENSKA landsliðið í skák heldur 14. nóvember næstkom- andi til Novi Sad í Júgóslavíu þar sem 29. Ólympíuskákmótið fer fram dagana 1T. nóvember til 4. desember. Búist er við að rúm- lega 100 skáksveitir taki þátt í mótinu en tefldar verða 14. um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Helgi Ólafsson stórmeistari sagði að sveitin stefndi að því að verða á meðal þeirra tíu efstu. íslending- ar senda ekki kvennasveit að ars Eyjólfssonar. Kvaðst Helgi eiga von á því að íslenska sveitin verði á meðal tíu efstu sveita þegar upp verður staðið. Besti árangur skák- landsliðsins á Ólypíumóti til þessa 'var 5. sætið á rnótinu í Dubai 1986 en á síðasta Ólympíumóti hafnaði sveitin í 15. sæti. Eimskipafélag íslands hefur styrkt Skáksamband íslands vegna þátttökunnar með 1,5 milljöna króna framlagi. Islenska skáklandsliðið. Efri röð frá hægri: Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson. Neðri röð frá hægri: Héðinn Steingr- imsson, Jón L. Arnason og Björgvin Jónsson. Forsetinn til Japans FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, fer til Japans í dag til að verða viðstödd krýningu Akihito Japanskeisara þann 12. þessa mánaðar. Forseti tekur þátt í íslandskynn- ingu í Tokyo 14.-20. nóvember. Kynningin er að mestu kostuð af japönskum fyrirtækjum en 36 íslensk fyrirtæki og stofnanir tengj- ast henni. Kornelíus Sigmundsson forseta- ritari fylgir forseta íslands. þessu sinni. Sveitin er þannig skipuð að á 1. borði er Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson á 2. borði, Jón L. Arna- son á 3. borði og Jóhann Hjartarson á 4. borði. 1. varamaður verður Héðinn Steingrímsson og 2. vara- maður Björgvin Jónsson. Björgvin er alþjóðlegur meistari en aðrir í sveitinni eru stórmeistarar. Héðinn og Björgvin koma í stað Karis Þor- steins og Þrastar Þórhallssonar sem voru varamenn á síðasta Ólypíu- skákmóti 1988. Fararstjóri verður Þráinn Guðmundsson, forseti Skák- sambandsins, Áskell Örn Kárason verður liðstjóri og sérlegur áðstoð- armáður sveitarinnar verður Gunn- ar Eyjólfsson, leikari og skátahöfð- ingi. Þátttökusveitum verður raðað í styrkleikaröð eftir skákstigaijölda fjögurra aðalmanna hverrar sveitar og er talið líklegt að Sovétríkin verði í 1. sæti, Bandaríkin í 2. sæti, England í 3. sæti, Júgóslavía í 4. sæti, Ungveijaland í 5. sæti, Holl- and í 6. sæti og ísland í 7. sæti. Hvorki Garrí Kasparov heimsmeist- ari né Anatolíj Karpov verða í so- vésku sveitinni vegna heimsmeist- araeinvígisins sem nú stendur yfir. íslenska sveitin hefur verið í æfingabúðum og að sögn Helga Ólafssonar voru skákrannsóknir stundaðar af elju auk þess sem ein- beitingar- og slökunaræfingar hafa verið stundaðar undir stjórn sérlegs aðstoðarmanns sveitarinnar, Gunn- Erlendir ferðamenn: 16% fleiri komu í haust ALLS komu 7.187 erlendir ferða- menn til landsins í október. Er það 906 ferðamönnum fleira en í sama mánuði í fyrra og nemur aukningin á milli ára 14,4%. Fyrstu tíu mánuði ársins komu fleiri ferðamenn til landsins en allt síðasta ár. Fyrstu tíu mánuði þessa árs eru erlendir ferðamenn orðnir 131.893, 10.144 fleiri en á sama tíma 1989 og hefur orðið 8,39&" aukning á milli ára. í frétt frá Ferðamálaráði kem- ur fram að árið verður metár í ferðaþjónustu því þegar hafa fleiri erlendir ferðamenn komið en allt árið í fyrra. Ferðamálaráð segir að sérstaklega ánægjulegt sé hvað aukningin sé mikil nú á haustmán- uðum. Aukningin í september og október er 16% miðað við sömu mánuði í fyrra. Svíar og Bretar valda mestu um aukninguna nú í haust. Töluverð breyting hefur orðið á samsetningu þess ferðamannahóps sem sækir landið heim. Ferðamönn- um hefur fjölgað mest frá megin- landi Evrópu og Bretlandi og einnig hefur ferðamönnum frá Norður- löndunum fjölgað. Hins vegar eru færri Bandaríkjamenn í ferða- mannahópnum en áður. Frá Norð- urlöndunum komu 44.630 ferða- menn í ár (5,1% fjölgun), 20.007 frá Bandaríkjunum (2,7% fækkun), 19.701 frá Vestur-Þýskalandi (10,2% aukning); 12.815 frá Bret- landi (15% aukning), 9.844 frá Frakklandi (23,6% aukning), 5.399 frá Sviss (18,7% aukning),og 3.510 frá Ítalíu (20,3% aukning), svo nokkur lönd séu nefnd. . aru 15 við LISTMÁLARINN TÓNLISTAMAÐURINN IBM A ISLANDI VERÐLAUNATÓLVAN 9 FATLAÐIR VERSLUNIN FERÐAMAL TUNGA MULTIMEDIA" HÖNNUÐURINN HEILBRIGÐISMÁL SKRIFSTOFAN SJÁVARÚTVEGURINN Frá hverjum þessara viðkomustaða liggja nýjar leiðir til aukinna afkasta, vinnugleði og lífsfyllingar. UNDRAHEIMUR IBM í HEKLU HÚSINU ER OPINN: Miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 13-19 laugardag og sunnudag kl. 10-19 Börn yngri en 12 ára velkomin í fylgd með fullorðnum. AÐGANGUR ÓKEYPIS. VERÐ1AIH\T Getraunaseðill með auðveldum spurningum fylgir hverri sýningarskrá. í verðlaun verða 3 PS/1 undraverðar heimilistölvur. Sú nýjasta frá IBM. FYRST OG FREMST SKAFTAHLlÐ 24 REYKJAVlK SlMI 697700 I>að verða allir að sjá þessa óvenjulegu sýningu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.