Morgunblaðið - 09.11.1990, Side 23

Morgunblaðið - 09.11.1990, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 23 Nemendur í Selásskóla í hjólreiðarferð um Elliðaárdal: „Við erum búin að læra að henda ekki rusli á víðavangi“ Ellefu ára nemendur í Selás- skóla fóru í hjólreiðaferð um Elliðaárdal í gær. Ferðin var skipulögð með skoðun á mann- gerðu umhverfi að markmiði og var hluti af stærra verkefni sem myndmenntakennari skól- ans ásamt umsjónarkennurum tveggja bekkjardeilda og full- trúum frá Arkitektafélagi Is- lands eru að vinna í samráði við sjö og ellefu ára nemendur í skólanum. Áður en lagt var af stað í ferð- ina ræddi Guðmundur Þorsteins- son, námstjóri hjá menntamála- ráðuneytinu, við börnin um að hjólreiðamenn væru „ökumenn" með réttindi og skyldur og brýndi fyrir þeim nauðsyn þess að nota hjálma á hjólunum. Farið var frá skólanum á reið- hjólum og hjólað niður Elliðaárd- alinn. Á leiðinni var stoppað á sjö stöðum þar sem börnin voru frædd um mannvirkin og sögu hvers staðar. Að sögn Önnu N. Möller, um- sjónarkennara eilefu ára barn- anna, miðar verkefnið að því að vekja börnin til umhugsunar um umhverfi sitt, þannig að þau átti sig á þeim áhrifum sem þau geta haft á mótun þess, með því m.a. að ganga vel um. Krakkarnir voru sammála um að þessi þáttur skólastarfsins væri einn sá besti og sögðu, í samtali við Morgunblaðið, að þeg- ar hefðu verið unnin tvö skemmti- leg og lærdómsrík verkefni. í því fyrra var skoðaður gróður og jurt- um safnað í léreftspoka, sem Morgunblaðið/Árni Sæberg Margir nutu aðstoðar vina við að festa hjálmana áður en lagt var af stað í ferðina. Hjólað yfir EUiðaárbrú. Fjölmennur hópur leggur af stað til að fræðast um Elliða- árdalinn. saumaður var í þeim tilgangi að vekja krakkana til umhugsunar um nauðsyn notkunar einnota umbúða. í síðara verkefninu voru unnar vatnslitamyndir og leir- myndir út frá teikningum sem krakkarnir höfðu gert af landslagi í nágrenni skólans. „Við erum búin að læra mjög margt, helst þó að henda ekki rusli á víðavangi," sagði Tryggvi Þorgeirsson, ellefu ára hjólreiða- kappi, í samtali við Morgunblaðið. Stóragerðismálið: Guðmundur sagðist hafa banað manninum - segir sambýliskona Snorra Snorrasonar SAMBÝLISKONUR ákærðu í Stóragerðismálinu komu fyrir sakadóm sem vitni í gær. Sambýliskona Snorra Snorrasonar sagði að Guð- mundur Helgi Svavarsson hefði sagt að hann hefði banað Þorsteini Guðnasyni. Sambýliskona Guðmundar Helga, sem hafði borið við ýfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins að hann hefði sagst hafa ráðist á manninn, bar í gær við minnisleysi. Hún játaði að- spurð að minni hennar væri mjög skert vegna langvarandi óreglu. Gunnlaugur Geirsson, prófessor, kom fyrstur fyrir réttinn í gær- morgun. Hann sagði að áverkar á höfði og á brjósti Þorsteins væru eftir sljótt áhald, eins og melspíru. Áverkar á baki væru hins vegar tæplega eftir slíkt áhald, heldur grennra áhald, til dæmis skrúfjárn. Sambýliskona Guðmundar Helga kvaðst ekki muna til þess að hafa heyrt ákærðu ráðgera ránsferð á bensínstöðina við Stóragerði. Fram- burður hennar einkenndist af því að hún taldi sig ekki geta fullyrt neitt, þar sem mjög væri farið að fyrnast yfir atburðina í apríl í huga sér. Hún tók fram, að þegar þetta var hefði hún verið búin að vera mjög óreglusöm í 6 mánuði sam- fleytt. Hana minnti að jakki Guð- mundar hefði verið blóðugur, þegar hann kom heim, en mundi ekki til þess að buxur hans hefðu verið blóðugar. Aðspurð af hveiju hún hefði hent buxunum líka, fyrst þær voru ekki blóðugar, sagðist hún ekki vita það, en Guðmundur hefði beðið sig um það. Hún las yfir skýrsluna, sem tekin var af henni hjá RLR og kvaðst ekki efast um að rétt væri eftir sér haft þar. Sambýliskona Snorra Snorrason- ar kvaðst ekki hafa heyrt þá tala um fyrirætlanir sínar áður en þeir fóru í ránsförina. Hún hefði verið sofandi þegar þeir fóru og vaknað við að Guðmundur var kominn heim. Hún heyrði hann kasta upp og fara i bað. Þegar hún sá hann virtist hann mjög óttasleginn og skjálfhentur. Snorri kom 15-20 mínútum síðar heim og virtist einn- ig mjög hræddur. Hún kvaðst hafa spurt hann hvað hefði komið fyrir. Hann hefði þá sagt að þeir hefðu ætlað að rota Þorstein á bensínstöð- inni, en óvart orðið honum að bana. Hún sagði að Guðmundur hefði komið til þeirra í sömu andrá og sagt: „Það var ég sem drap hann.“ Sambýliskona Snorra kvaðst hafa spurt hann hvernig þeir hefðu getað gert þetta, þar sem þau hefðu þekkt Þorstein. Snorri hefði sagt að hann vissi það ekki, en þeir hefðu ekki ætlað að verða honum að bana. Hún staðfesti að Guðmundur hefði sagst hafa verið mjög blóðugur. Hún hefði ekki séð föt hans, því sambýliskona hans hefði þá verið farin með þau út, en föt Snorra hefðu ekki verið blóðug. Sjálf kvaðst hún hafa aðstoðað Snorra við að losna við fötin, en Snorri hefði gefið þá skýringu að einhver gæti hafa séð til þeirra og því vildi hann henda fötunum; Tveir kunningjar Snorra og Guð- mundar Helga báru að þeir hefðu heyrt þá tala um rán á bensínstöð sólarhringnum fyrir atburðinn. Annar þeirra sagði Guðmund hafa sagt, að Snorri hefði unnið á staðn- um og þekkti manninn, sem þar yrði. Hann færi á undan, en Guð- mundur kæmi á eftir og rotaði manninn. Kunninginn kvaðst ekki hafa tekið mark á þessu, fyrr en hann frétti af morðinu, en þá hefði hann haft samband við lögreglu. Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins síðastlið- inn þriðjudag um húsbréfalán til byggingaraðila vegna nýbygginga var sagt að lánin geti numið allt að 95% af verði fokheldrar íbúðar. Þetta er ekki rétt, þau geta numið 90% af verði fokheldrar íbúðar eða lægra hlutfalli. Þetta leiðréttist hér með um leið og beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMAFVNA í REYKJAINESKJÖRDÆMI VERÐLEIKAR María E. Ingvadóttir á erindi á Alþingi íslendinga. Það sýna og sanna hennar eigin verðleikar. Hún hefur vakið athygli fyrir málefnafylgni og þekkingu á ýmsum sviðum - fyrir dugnað og víðtæka reynslu í mikilvægum málaflokkum, þar má nefna atvinnumál, húsnæðismál og neytendamál. SjálfstæðismennáReykjanesi, stöndum saman. Við kjósum eftir verðleikum! Kjósum Maiíu E. Ingvadótlur í 2.-4. sæti á lista dokksins í koinandi prófkjöri. STlÐMMiSMIW kosninnukrilslolu: Xuslurslröml 6, siinurlil 23 20og(il 23 21. Opiö virku daga kl. 10-21, uni helgar kl. 14-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.