Morgunblaðið - 09.11.1990, Síða 31
MORGUNBLABIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1900
ASÍ þing 1992:
Eining vill halda
þingið á Akureyri
SÆVAR Frímannsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar hefur
lagt fram tillögu í miðstjórn Alþýðusambands Islands þess efnis að
kannaður verði möguleiki á því að þing sambandsins, sem iialdið verð-
ur árið 1992, verði haldið á Akureyri.
Sævar lagði einnig fram sams
konar erindi í atvinnumálanefnd og
fól hún ferðamálafulltrúa að kanna
Tónleikar í
Dynheimum
Akureyskar hljómsveitir koma
fram á tónleikum sem haldnir
verða í Dynheimum á morgun,
laugardag.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og
standa til miðnættis. Fram koma
hijómsveitirnar Skurk, Amma Dýr-
unn, Exit, Helgi og hljóðfæraleikar-
arnir, Norðanpiltar, Svörtu kagg-
arnir, Dust og Hrafnar: Sumar
þessara hljómsveita eru kunnar, en
aðrar að koma fram í fyrsta sinn.
Fréttatilkynning
málið og skila um það greinargerð.
Þorleifur Þór Jónsson ferðamálafull-
trúi sagði að niðurstöður yrðu að lík-
indum til í næstu viku.
Yfir 500 fulltrúar eiga sæti á
ASÍ-þingi, en þau eru að jafnaði
haldin í nóvember fjórða hvert ár.
Sævar sagði að vissulega gæti orðið
erfiðleikum bundið að halda þingið
á Akureyri, einkum ef haldið yrði
fast við að það yrði í nóvember. Yrði
það hins vegar fært fram til septem-
ber, eða þess tíma er starfsemi í
skólum er ekki hafín þá skapaðist
möguleiki á að halda þingið í bænum.
Sævar lagði og til að kostnaði ein-
stakra aðiidarfélaga innan sam-
bandsins vegna sambandsstjórnar-
funda og alþýðusambandsþinga verði
jafnað niður, þannig að kostnaður
félaganna vegna hvers fulltrúa verði
sem jafnastur án tillits til þess hvar
á landinu fundir eða þing verða
haldin.
Atvinnumálanefnd:
Sex sækja um starf
SEX umsóknir bárust um starf starfsmanns Atvinnumálanefndar
Akureyrar, en umsóknarfrestur er runninn út. Umsóknir verða vænt-
anlega kynntar á fundi nefndarinnar innan skamms.
Karl Jörundsson stafsmanna- áramót, en þá rennur út þjónustu-
stjóri Akureyrarbæjar sagði að gert samningur sem nefndin gerði við
væri ráð fyrir að starfsmaður Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar.
nefndarinnar tæki til starfa um
Saffa Akureyrar kynnt
á Amtsbókasafninu
SAGA Akureyrar, 1. bindi, eftir
Jón Hjaltason sagnfræðing, verð-
ur kynnt á Amtsbókasafninu á
Akureyri í dag, föstudag, en ein-
mitt þennan dag árið 1968 var
núverandi hús bókasafnsins vígt
og tekið í notkun.
Sýningarflekar með myndum og
öðru efni úr bókinni verða á báðum
hæðum safnsins og kl. 15.30 verður
athöfn á safninu í tengslum við
útkomu bókarinnar. Formaður
menningarmálanefndar flytur
ávarp og lesið verður úr bókinni.
Öll starfsemi safnsins verður
ótrufluð og er þess vænst að sem
flestir leggi leið sína á Amtsbóka-
safnið síðdegis í dag í tilefni þessa
atburðar.
Fréttatilkynning
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Efnilegir skákmenn
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur og
Skákfélag Akureyrar héldu skák-
mót fyrir grunnskólanema nýlega.
Á stærri myndinni sjást hinir ungu
og efnilegu skákmenn að tafli.
Á minni myndinni eru Einar Jón
Gunnarsson í miðjunni, en hann
varð efstur nemenda í 7. bekk, við
hægri hlið hans er Héðinn Jónsson,
sem varð í 2. sæti og Gunnþór
Jónsson en hann varð þriðji.
Þóra Hjaltadóttir ekki með í prófkjöri Framsóknar:
Reynslan af setu á Alþingi auð-
veldaði mér að taka þá ákvörðun
ÞÓRA Hjaltadóttir, formaður
Alþýðusambands Norðurlands,
skipaði 4. sæti á lista Framsókn-
arflokksins fyrir síðustu kosn-
ingar, var í „Akureyrarsætinu“,
en hún gefur ekki kost á sér nú.
Hún segist ekki treysta sér til
að skipta sér á milli svo krefj-
andi starfa sem þingmennskunn-
ar og heimilisins. Þá segir hún
reynslu sína af setu á þingi hafa
auðveldað sér þá ákvörðun að
draga sig í hlé.
„Ég hef tekið þátt í störfum
flokksins í mörg ár og oft velt
fyrir mér þeim möguleika að setja
markið á Alþingi. Sú reynsla sem
ég fékk af þeim vinnustað fyrir ári
síðan auðveldaði mér að taka þessa
ákvörðun, að draga mig út úr slagn-
um,“ sagði Þóra.
„Það er ætlast til að maður sitji
í glansbirtu sjónvarpsljósanna og
hlusti, oft og tíðum, á endemis
þvælu. Satt best að segja fannst
mér sumir þingmenn hafa mjög ein-
hliða og takmarkaða þekkingu á
því sem þeir voru að tala um,“
sagði Þóra, en hún kvaðst gera
miklar kröfur til alþingismanna,
stæðu þeir undir þeim, væri ekki
svo illa komið fyrir virðingu Aiþing-
is. Þar væru vissulega margt hæft
fólk, en einnig aðrir sem þar hefðu
ekkert að gera.
„En það er ekki nóg að gera
kröfur til annarra, það verður mað-
ur líka að gera til sjálfs sín. Ég
treysti mér ekki til að skipta mér
á milli svo krefjandi starfa sem
þingmennskan og heimilið er. Mér
þykir því best að sinna því sem
mikilvægara er á meðan mín er þar
þörf.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þórshanmr opnar bílasölu
Þórshamar opnaði fyrir skömmu bílasölu í um 400 fermetra sal við
Glerárgötu 36. „Það hefur lengi verið draumur hjá okkur að setja upp
bílasölu í góðum sal og nú hefur sá draumur ræst, þannig að við erum
afar ánægðir," sagði Ellert Guðjónsson framkvæmdastjóri Þórsham-
ars. Sölustjóri er Magnús Jónsson, en hann hefur unnið að margvísleg-
um störfum tengdum bílum frá árinu 1955.
Jens að sinna starfi ferjumanns
yfir Lónið. Tvívegis hefur brúna
tekið af, en alltaf var Jens boðinn
og búinn til þess að hjálpa fólki
yfir Kaldalón og ekki var við það
komandi að borga fyrir greiðann.
Jens er ágætur smiður og hagur
á tré og járn, sem hefur komið sér
vel í afskekktri byggð. Ég minnist
þess að hann smíðaði t.d. skauta
fyrir Árna bróður minn, listilega
gerða og flatjárnið hringað upp að
framan eins og stolt keisaraskegg.
— Þegar Kjartan Halldórsson frá
Bæjum hóf að smíða bryggjur við
Djúp um miðjan 5. áratuginn var
Jens þar á meðal og þeir bræður
Engilbert bóndi á Hallsstöðum og
hann byggðu bryggjuna á Melgras-
eyri árið 1948, á sama tíma var
Kjartan Halldórsson á Arngerðar-
eyri við bryggjusmíði. En fyrsta
bryggjan við Djúp var byggð í
Bæjum og fullgerð haustið 1946.
Félagslyndur er Jens með af-
brigðum og hjálpfús. Þegar ung-
mennafélagið ísafold var stofnað
1935 lét hann sitt ekki eftir liggja
og réðust félagar í byggingu húss
af litlum efnum en þeim mun meiri
bjartsýni og var það vígt árið 1940
og gefið nafnið Ásgarður. Upphaf-
ið var þó bygging sundlaugar 1934
fram á Dalsal og þar var haldið
úti sundkennslu í áraraðir. — Og
enn var Jens jafn áhugasamur þá
er Átthagafélag Snæfjallahrepps
var stofnað 5. ágúst 1972 og bygg-
ing félagsheimilisins Dalbæjar
hófst, sem var vígt með pomp og
pragt 4. ágúst 1973.
Árið 1948 keypti Jens hluta úr
landi Bæja, þar sem heitir Hærri-
bær og heyjaði þar um sumarið og
einnig árið eftir og flutti heyið inn
að Lónseyri. Fjölskyldan fluttist svo
út í Bæi haustið 1950. Eftir tæp-
lega 40 ára búskap i Bæjum tóku
þau hjón sig upp og fluttust ásamt
fóstursyni á sl. ári að Kirkjubæ við
Skutulsfjörð í Eyrarhreppi og hófu
þar búskap og láta engan bilbug á
sér finna. Þá eru einungis þijú býli
í byggð í Snæfjallahreppi. Þau eru:
Neðribær, Æðey og Unaðsdalur.
Ekki hefur Jens farið varhluta
af andstreymi lífsins, en öllum erf-
iðleikum hefur hann mætt með
karlmennsku og æðruleysi. Bænd-
ur við Djúp urðu fyrir óskaplegum
skaða síðari hluta sjöunda áratug-
arins og fram á þann áttunda af
völdum kals í túnum. En gríðarleg
ræktun hafði átt sér stað áratuginn
á undan þessum hörmungum. En
11. febrúar 1973 varð Jens fyrir
því, að missa 130 fjár í aftaka veðri
og áhlaupi sem skall á eins og
hendi væri veifað. Bætur fyrir
þennan skaða voru litlar og komu
seint og um síðir. Hér hefur einung-
is verið stiklað á stóru í minninga-
brotum úr lífsbók Jens Guðmunds-
sonar. En á vetrum í fannfergi við
Djúp er Djúpbáturinn Fagranes
eina samgöngutækið og hefur
lengstum annast alla flutninga fyr-
ir héraðið. Það segir sig sjálft, að
í slíkri einangrun og fámenni er
einstaklingurinn enn mikilvægari
heldur en í fjölmenni. Aðstæðurnar
skapa einnig betri félagsanda og
samheldni.
Jens í Kaldalóni hefur verð
fréttaritari Morgunblaðsins í tvo
áratugi. Á undan honum var það
Páll bóndi Pálsson í Þúfum, sem
hafði það á hendi frá 1945. Auk
fréttapistla frá Djúpi hefur Jens
svo blandað sér í þjóðmálaumræð-
una og ritað kjarnyrtar greinar í
þeim efnum eins og vikið er að í
upphafi þessa greinarkorns. Von-
andi eiga lesendur eftir að sjá hvort
tveggja enn um langa hríð. — Ég
óska svo mínum kæra vini hjartan-
lega til hamingju á þessum tíma-
mótum í lifi hans og þeim hjónum
allra heilla um ókomna tíð í nýjum
heimkynnum.
■ LEIKFÉLÖGIN innan Banda-
lags íslenskra leikfélaga helga
áhugaleiklistinni laugardaginn 10.
nóvember í tilefni af Bandalagsdeg-
inum. Tilgangur með Bandalags-
deginum er að efla innra starf og
kynna almenningi starfsemi áhuga-
leikfélaganna. Ungmennafélagið
Islendingur í Borgarfirði sýnir
þennan dag í félagsheimilinu Brún
í Bæjarsveit gaman- og söngleik-
inn Sídin kemur og síldin fer eft-
ir þær systur Iðunni og Kristínu
Steinsdætur undir leikstjórn Ing-
unnar Jensdóttir og er þetta
niunda sýning félagsins. En Ung-
mennafélagið Islendingur lætur
ekki þar við sitja því að kvöldi laug-
ardagsins 10. nóvember tekur fé-
lagið þátt í sameiginlegri skemmtun
áhugaleikfélaganna í Borgarfirði á
Hlöðum á Hvalfjarðarstfönd.
Skemmtunin sem haldin er annað
árið í röð er opin almenningi og til
skemmtunar verður m.a. söngur,
ljóðalestur og frumsamdir leikþætt-
ir.
TÖLVUR
Fyrirtæki á Akureyri, sem selur tölvur og
hugbúnað, leitar að tölvufræðingi eða manni
með mjög víðtæka þekkingu og reynslu á
tölvum og hugbúnaði.
Starfið er laust nú þegar.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar aðeins
á skrifstofunni.
iiIIRÁÐNINGAR
Endurskobun Akureyrí hfGlerárgötu 24, sími 26600
Hjalti Jóhannsson