Morgunblaðið - 09.11.1990, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990
Afmæliskveðja:
.Bragi Siguijónsson
Það hafði hélað um nóttina.
Rísandi haustsólin náði ekki að
þíða frostrósirnar á framrúðu jepp-
ans. Þó hafði rignt í gær þegar
við renndum í hlað. En á öræfum
gerast mörg undrin. Ég hafði farið
jafnfætis Braga fram úr til að
mynda fyrstu geisla sólarupprisu,
þennan firnafagra ágústmorgun
klukkan fímm. Snæfellið hafði tek-
ið hattinn snemma ofan um kvöld-
ið og vaknað berhöfðað inn í
•mheiðríkan himininn. Nú reið á að
skafa bílrúðurnar til þess að geta
ekið upp á Sauðahnjúk, því andrá-
in gæti glatast ef við gengjum alla
leið. Og þarna í kaldri kyrrðinni
upp við vörðu bauð hún góðan
dag, fjallamóðirin sem hafði fylgt
okkur alla ferðina. Hún bar hvorki
slæðu né sjal, eins og hún vildi
leiða athyglina aðeins að sér. Eða
óttaðist hún kannski samkeppni,
sá okkur hvarfla augum frá sér
fjallahringinn: Fagradalsfjall,
Kverkfjöll, Trölladyngja, Dyngju-
fjöll. Hún heitir ekki að ófyrirsynju
Herðubreið.
Það er á slíkum ögrunarstund-
^aiim sem ég hef óskað þess að vera
skáld! Tengdafaðir minn hefur þá
náðargáfu, tók þann arfinn frá
skáldbóndanum, föður sínum, sem
skrifaði perluna Skriftamál ein-
setumannsins, og skilaði sprotan-
um til sonar síns, Siguijóns, sem
orti sér til hugarhægðár meðan
húsin sváfu.
Bragi Siguijónsson, skáld og
rithöfundur, tryggingafulltrúi,
kennari, ritstjóri, alþingismaður,
bankastjóri og ráðherra er fæddur
9. nóvember 1910. Foreldrar hans
voru Siguijón Friðjónsson, bóndi
og skáld, á Sandi í Aðaldal, síðast
á Litlu-Laugum í Reykdælahreppi,
Suður-Þingeyjarsýslu, og kona
hans, Kristín Jónsdóttir, húsfreyja
- á Sandi, Einarsstöðum og Litlu-
Laugum. Bragi lauk kennaraprófi
frá Kennaraskóla íslands 1931,
stúdentsprófí frá Menntaskólanum
á Akureyri 1935 og stundaði nám
í norrænudeild Háskóla íslands
1935-36. Hann var kennari við
Reykdælaskóla 1936-38 og við
Gagnfræðaskóla Akureyrar og
Iðnskólann á Akureyri 1938-47.
Fulltrúi hjá bæjarfógetanum á
Akureyri við almannatryggingar
1946- 64, útibússtjóri Útvegsbanka
íslands á Akureyri 1964-78, al-
þingismaður Alþýðuflokksins
1967-71 og 1978-79, iðnaðar- og
landbúnaðarráðherra í ráðuneyti
Benedikts Gröndals 1979-80.
Hann hefur gegnt margháttuðum
félags- og trúnaðarstörfum um
fjörutíu ára skeið frá 1946. M.a.
var hann fulltrúi í bæjarstjórn
Akureyrar 1950-54 og 1958-70 og
forseti bæjarstjórnar 1967-70.
Formaður Alþýðuflokksfélags Ak-
ureyrar 1944-48, 1950 og 1951-56
og í stjórn Alþýðuflokks íslands
1950-79. í stjórn EÍliheimilis Akur-
eyrar 1966-74 og í stjórn Menning-
arsamtaka Norðlendinga 1980-85.
Endurskoðandi Síldarútvegsnefnd-
ar og Tunnuverksmiðju ríkisins frá
1958. Níu frumsamdar ljóðabækur
hafa komið út eftir Braga og um
þessar mundir kemur út bókin „Af
erlendu'm tungum“, ljóðaþýðingar
af Norðurlandamálum og ensku.
Auk þess hefur hann sent frá sér
smásögur og frásagnir, athafna-
sögu „Skapta í Slippnum“ og að
ógleymdu ritsafninu Göngur og
réttir sem kom út á árunum
1948-54 og síðan aukið og endur-
bætt 1983-87. Bragi ritstýrði tíma-
ritinu Stíganda 1943-49 og viku-
blaðinu Alþýðumanninum
1947- 64. Ótaldar eru aðrar blaða-
og tímaritsgreinar, sem varla verð-
ur komið tölu á. Loks ber þess að
geta að á yngri árum tók hann
virkan þátt í íþróttum, einkum
glímu, og hlaut gullmerki Iþrótta-
sambands íslands árið 1970. Árið
1936 kvæntist hann Helgu Jóns-
dóttur Júlíusar Jónatanssonar,
járnsmiðs á Akureyri, og konu
hans, Þórunnar Friðjónsdóttur,
húsfreyju. Börn þeirra eru: Sigur-
jón, bankamaður, f. 24. apríl 1937,
d. 4. febrúar 1976, Ilrafn, f. 17.
júní 1938, hæstaréttardómari, Þór-
unn, deildarstjóri í menntamála-
ráðuneytinu, f. 13.' september
1940, Gunnhildur, sjúkraliði við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
f. 5. desember 1941, Ragnhildur,
starfsmaður íslandsbanka á Akur-
eyri, f. 1. febrúar 1944, og Úlfar,
forstöðumaður Stofnunar Sigurðar
Nordals, f. 22. apríl 1949.
Hér er aðeins stiklað á stóru um
starfsævi Braga. Hún skiptist
óvenju skýrt í þrennt, kennslu- og
uppeldisstörf, félags- og stjórn-
málastörf, skáldskap og ritstörf.
Fjórða þættinum vildi ég bæta við:
Ferðalögum og hvers konar nátt-
úruskoðun og útivist. Margur mað-
urinn gæti öfundað Braga að geta
helgað sig því hjartans máli svo
sem raun ber vitni, kominn á
níræðisaldur.
Maður með slíkan starfsferil að
baki hlýtur að vera óvenjuvel gerð-
ur til sálar og líkama. Því fremur
eru afköstin furðuleg að Bragi
hefur alla tíð virst hafa nægan
tíma til allra verka. Aldrei hef ég
séð hann stressaðan eða að flýta
sér. Raunar finnst mér að hann
hafi alltaf verið að leggja kapal
þegar ég hef komið í heimsókn eða
að lesa reyfara, en það er íþrótt
þeirra Þórunnar, dóttur hans, að
skiptast á þeim bókmenntum. Ég
veit ekki um nokkurn mann sem
betur á við orðtakið „morgunstund
gefur gull í mund“. Þegar aðrir
eru að vakna er Bragi nánast bú-
inn að ljúka a.m.k. hálfu dags-
verki. En hann er Iíka háttaður
þegar aðrir byija að vaka, t.d. við
að glápa á sjónvarp. Hér er komið
helsta aðalsmerki Braga: Reglu-
semin. Hann hefur alla tíð verið
bindindismaður á tóbak og vín en
lætur aðra í friði sem það vilja
brúka og prédikar aldrei. Ég held
að ungi íþróttamaðurinn úr
Reykjadal, listaglímumaðurinn,
hafí ákveðið snemma að það sam-
rýmdist illa hugmyndum hans um
manngildi og heilsusamlegt líferni
að drekka frá sér ráð og rænu eða
reykja sér til óbóta. Hið háttfasta
og skynsamlega líferni Braga á
örugglega öðru fremur þátt í því
að maðurinn nýtur þess nú, við
aftanskin, að hlaupa nær árlega
eins og unglamb á Súlur. Þaðan
getur hann horft stoltur yfir geng-
inn æviveg á Akureyri þar sem
hann situr nú á friðarstóli. Þar er
sannarlega „heiðríkja að kvöldi"
eins og minn gamli, góði lærifaðir
og málsnillingur, Gísli Jónsson,
nefnir svo fallega ritdóm sinn í
Morgunblaðinu á síðasta ári um
nýútkomna ljóðabók Braga, Ein-
mæli. Þar segir m.a.: „Ég hef
fylgst nokkuð með ljóðagerð hans,
einkum hin síðari ár, og ég undr-
ast hversu fijór hann er enn, bæði
mikilvirkur og góðvirkur.“ Ritdóm-
inn endar Gísli á þessum orðum:
„Hafi svo Bragi Siguijónsson þökk
mína fyrir ljóðin sín, fyrir karl-
mennskuna, sáttfýsina, dugnaðinn
og æðruleysið . .Betur verður
ekki ævikvöldi Braga lýst.
Bragi Siguijónsson er fríður
maður sýnum, bjartur yfirliti og
vel á sig kominn. Hann blæs ekki
úr nös, hvort heldur er um líkam-
lega eða andlega iðju er að ræða.
Mér er sagt að hann sé skapmikill
og geti jafnvel reiðst og þá sé eins
gott að biðja guð að hjálpa sér.
En svo vel stillir hann skap sitt
að ég myndi fremur lýsa honum
sem blíðum manni. Hann er frábær
sögumaður enda fróður með af-
brigðum. Hef ég fyrir satt að hann
hafí einnig verið mælskumaður á
mannþingum. Tupgutakið er svo
íslenskt að sumum finnst það á
stundum fornt og tyrfið enda er
hann gjörkunngur fornbókmennt-
um, ekki síður en nútíma skáld-
skáp. Því ber gleggst vitni vandað
bókasafn hans, þar sem næstum
hver bók hefur verið lesin. Um rit-
færni hans og ritleikni á hvaða
sviði sem er þarf ekki að hafa
mörg orð. í því efni eru hin íjöl-
mörgu ritverk hans órækasti vitn-
isburðurinn. Yfirburða þekking
hans og smekkvísi á mál og stíl
er svo mikil að sá er við hann á
orðastað fer ósjálfrátt að vanda
málfar sitt. — Bragi er skoðana-
fastur og hefur alla tíð verið sam-
kvæmur sjálfum sér, gjörsamlega
laus við hroka og tildur. Það nefn-
ist að vera mikill af sjálfum sér.
Samt segir honum mannvitið að
sveigjanleiki geti verið nauðsyn.
Stundum finnst mér hann jafnvel
láta á sig ganga, t.d. í samskiptum
við flokkinn. Jafnaðarstefnan hef-
ur hins vegar alla tið verið honum
svo heilög að hann hefur hvorki
hirt um daglaun né vegtyllur að
kveldi. Nægir að minna á ritstjórn-
arstörf hans við Alþýðumanninn,
þar sem hann var ekki aðeins rit-
stjóri, heldur einnig prófarkalesari,
auglýsingastjóri, útsölumaður,
dreifingaraðili og fjárhaldsmaður.
Það starf eitt hefði nægt meðal-
manni. Síðast en ekki síst er Bragi
karlmenni. Því til sönnunar segi
ég aðeins eina sögu. Fyrir fáum
árum laskaðist hann á baki' er
honum datt í hug að hlaupa upp
á Blámannshatt einn vordaginn. Á
leiðinni niður varð fyrir snjóskafl
mikill og höfðu sumir þann hátt á
að renna sér niður hann. Sennilega
hefur meðfædd háttvísi og snyrti-
mennska Braga og tillitssemi við
Helgu, konu sína, ráðið því að
hann fór ekki eins að og aðrir og
lét sig hafa það að ganga á hælun-
um niður harðfennið. Mun hann
við það hafa skaddað hrygginn.
Svo sem þeir vita, sem reynt hafa,
fylgja slíku áfalli ómældar kvalir
og svo fór fyrir Braga að vinstri
fótur hans varð máttlítill um heils
árs skeið. Gat Bragi raunverulega
hvorki staðið, legið né setið, en það
var fjarri honum að gefast upp.
Hann hóf að æfa sig í gönguferð-
um um Kjarnaskóg, bætti við sig
á hveijum degi, og svo er nú kom-
ið að hann kennir sér einskis meins.
Hræddur er ég um að margur
yngri maðurinn lægi nú annað-
hvort á sjúkrahúsi eða í endurhæf-
ingarstöð. — Ef ég ætti að lýsa
Braga í einni stuttri setningu væri
hún svona: Hann er maður vaskur
til orðs og æðis.
Nú segist Bragi vera áttræður.
Ef ég vissi ekki betur myndi ég
væna hann um skreytni. Til marks
um það nægir að nefna ferðina
okkar í haust. Þá lögðum við
Hafrahvamma að fótum okkar í
bókstaflegri merkingu. Svo mjög
heillaði þessi náttúruparadís að við
gengum æ lengra og lengra og
hugðum ekki að ferð til baka. Það
var ekki burðugur bílstjóri er loks-
ins náði brúninni þangað sem „sá
Arni Ragnar
Árnason
„Maður úr
atvinnutífi
Suðumesja
sem við styðjum
til Alþingis. “
Tryggjum Áma Ragnari 3. sæti íprófkjöri
Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi
Það eru 27 ár síðan þingmaður, búsettur á Suðurnesjum,
hefur setið Alþingi á Islandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Andrés B. Sigurðsson, framkvstj., Garðabæ
Eydís Lúðvíksdóttir, listamaður, Mosfellsbær
Hilmar Magnússon, útgerðarmaður, Keflavík
Hjörleifur Hringsson, sölustjóri, Kópavogi
Reynir Sveinsson, rafvmeistari, Sandgerði
Teitur Lárusson, ráðgjafi, Seltjarnarnesi
Bygging
hjúkrunarheimilis
Magnús L. Sveinsson
Séra Sigurður H
Guðmundsson
Félagsfundur:
Verzlunarmannafélag Rcykjavíkur heldur
almennan félagsfund að Hótel Sögu, Súlna-
sal, sunnudaginn 11. nóvember n.k. kl. 15:00.
Fundarefni:
1. Kynnt skipulagsskrá fyrir umönnunar- og
hjúkrunarheimilið Eir.
2. Tekin ákvörðun um þátttöku Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur í byggingu
hjúkrunarheimilis.
Framsögumenn:
Magnús L. Sveinsson, formaður V.R.
Séra Sigurður H. Guðmundsson, for-
maður stjórnar Skjóls.
Fundarstjóri:
Elín Elíasdóttir, varaformaður V.R.
Elín Elíasdóttir
Félagsmcnn Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur eru hvattir til að fjölmenna á
fundinn og taka þátt í ákvörðuna'rtöku um
þctta þýðingarmikla mál.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur