Morgunblaðið - 09.11.1990, Page 40
OCCt 51MHMMVÓM ,C HUDACIUT8Ö'l GiqAJflM'JOHOM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990
Kristín Geirs-
dóttir — Minning
Fædd 3. janúar 1908
Dáin 3. nóvember 1990
Látin er í Reykjavík Kristín
Geirsdóttir í 83. aldursári.
Kristín fæddist 3. janúar 1908 í
Múla, Biskupstungum, yngsta barn
hjónanna Guðbjargar Oddsdóttur
og Geirs Egilssonar.
Guðbjörg var fædd 30. júní 1879
á Gamla-Hliði, Álftanesi, d. 29.
desember 1972, dóttir hjónanna
Odds bónda í Melshúsum, f. 4. júní
1849, d. 28. maí 1897, Erlendsson-
ar bónda á Svarfhóli í Flóa, Ólafs-
sonar, og Hallgerðar Snorradóttur,
f. 10. febrúar 1854, d. 28. júlí 1937,
Jónssonar bónda á Selfossi.
Geir, bóndi, búfræðingur og
kennari, var fæddur 10. marz 1874,
d. 5. ágúst 1916, sonur hjónanna
Egils bónda og hreppstjóra í Múla,
f. 9. júní 1822, d. 24. febrúar 1881,
Pálssonar, bónda í Múla, Þorsteins-
sonar og Önnu Jónsdóttur, f. 6.
október 1833, d. 2. júlí 1914, prests
á Breiðabólstað, Fljótshlíð, Hall-
dórssonar, og konu hans, Kristínar
Vigfúsdóttur, sýslumanns, Þórar-
inssonar.
Kristín Geirsdóttir bar nafn
Kristínar langömmu sinnar í föður-
ætt.
Systkini Kristínar voru Anna, f.
14. apríl 1901, d. 20. janúar 1933;
Oddgerður, f. 6. nóvember 1902,
býr í Reykjavík, og Egill, f. 11.
júlí 1905, bóndi í Múla. Hálfsystir
Kristínar er Geira B. Parris, f. 6.
febrúar 1923, búsett í Bandaríkjun-
um.
Geir í Múla, faðir Kristínar, féll
frá á bezta aldri af völdum tauga-
veiki. Var hann harmdauði öllum
enda í miklu afhaldi fjölskyldu
sinnar og sveitunga, ekki sízt vegna
stakrar manngæzku. Guðbjörg bjó
með börnum sínum í Múia fyrstu
árin eftir lát Geirs, en árið 1919
brá hún búi. Flutti hún til
Reykjavíkur með börn sín og hafði
þar matsölu, en leigði jörðina.
Kristín, sem var aðeins 11 ára
gömul þegar fjölskyldan fluttist,
gekk í barnaskóla hér í Reykjavík
og síðar í kvöldskóla. Kornung
sigldi hún til Danmerkur til náms
á lýðháskóla og vann síðan skamm-
an tíma í Kaupmannahöfn. Eftir
heimkomuna starfaði Kristín ásamt
Önnu, systur sinni, í Tryggvaskóla
á Selfossi. Þær systur báðar kynnt-
úst mannsefnum sínum þar.
Kristín giftist 19. október 1929
Kristjáni Sigurði Elíassyni, f. 31.
maí 1899, d. 9. nóvember 1977,
síðast starfandi í mörg ár sem verk-
stjóri hjá Eimskipafélagi íslands.
Þau hjón eignuðust ijögur börn.
Fyrsta barnið, Guðbjörgu, sem
fædd var 22. febrúar 1931, misstu
þau aðeins nokkurra mánaða gamla
23. september sama ár. Hin börnin
eru Geir, f. 16. janúar 1934, kvænt-
ur Önnu Gísladóttur, eiga tvö börn
og þijú barnaböm; Ánna Guðbjörg,
f. 3. febrúar 1935, var gift Ólafi
Hannibalssyni, eiga þijú börn, og
yngst er Halldóra Elísabet, f. 25.
júní 1944, gift Daða Ágústssyni,
eiga þijú böm.
Þau Kristín og Kristján hófu
búskap í nábýli við fjölskyldu Krist-
jáns á Urðarstíg, en fluttu síðan á
Bræðraborgarstig 4. Þegar Anna,
systir Kristínar, dó úr lungnabólgu
frá þremur ungum sonum, tóku þau
hjónin yngsta drenginn, Torfa, í
fóstur. Nokkru síðar skipuðust mál
þann veg, að þau hjónin fluttu á
Sólvallagötu 18 og héldu heimili
með Ásgeiri L. Jónssyni, mági
Kristínar, og sonum hans þremur
eða þar til Ásgeir kvæntist aftur
árið 1937. Á vetmm var Guðbjörg,
móðir Kristínar, einnig á heimilinu.
Vom þessi ár sonum Önnu ákaflega
dýrmæt, enda veitti Kristín þeim
ómælda ástúð og umhyggju bæði
þá og síðar.
Heimili Kristínar og Kristjáns
stóð lengst á Njálsgötu 102. Starfs-
vettvangur Kristínar var innan
veggja heimilisins og fórust henni
húsmóðurstörfin hið bezta.
Kristín Geirsdóttir var fremur
hávaxin kona, sviphrein og fríð.
Hún var hæglát en það, sem ein-
t
Elskuleg eiginkona min og móðir,
KRISTÍN S. JÓHANIMESDÓTTIR,
lést á Landakotsspítala 7. nóvember.
t
Björn Benediktsson,
Agnar Björnsson.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGFÚSÍNA SIGFÚSDÓTTIR,
Langholtsvegi 188,
lést 7. nóvember.
Margrét Þorvaldsdóttir,
Þorsteinn Þorvaldsson, Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir.
t
Systir okkar,
SOFFÍA GUTTORMSDÓTTIR
fyrrv. ráðskona, Kópavogshæli,
lést miðvikudaginn 7. nóvember.
Sölvi Guttormsson,
Droplaug G. Helland.
Fóstursystir mín, +
PETREA INGILEIF GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Þúfukoti íKjós, til heimilis á Reykjalundi,
Mosfellssveit,
lést miðvikudaginn 7. nóvember.
Sólveig Einarsdóttir.
kenndi hana sérstaklega, var ein-
stök geðprýði. Þó bjó hún yfir nokk-
uð ríkri skaphöfn, en fór vel með.
Kristín var félagslynd, ræðin og
skemmtileg og hafði stálminni.
Henni var létt um hlátur og sá
gjarnan spaug í orðum og athöfn-
um. Hún var einstök móðir, auð-
sýndi bæði börnum sínum, barna-
börnum og systkinabömum ást,
blíðu og umburðarlyndi, enda gerði
hún sér far um að skilja barns-
sálina. Ef til vill hefur föðurmissir
á unga aldri, missir litlu dótturinn-
ar, Guðbjargar, svo og fráfall Önnu,
systur hennar, haft þar nokkur
áhrif. Kristín kunni þá list að taka
heilshugar þátt í gleði og sorgum
fjölskyldu sinnar og vina, enda var
hún bæði vinmörg og vinföst.
Hjónaband þeirra Kristínar og
Kristjáns var með fágætum far-
sælt. Þau voru ákafiega samrýnd
og með þeim var jafnræði. Bæði
virtu þau þarfir og þrár hvort ann-
ars og ástareldurinn þeirra bliknaði
hvergi þótt árin færðust yfir. Frá-
fall Kristjáns var Kristínu því þung-
bært, en hann lézt eftir erfíð veik-
indi.
Kristín bjó ein eftir lát manns
síns. Síðustu árin fór heilsu hennar
hnignandi. Hennar lán var þá að
eiga góð börn og barnabörn, sem
vildu henni allt það bezta, og ág-
ætt sambýlisfólk. Er á engan hallað
þó sérstaklega sé getið nábýlisfólks
hennar á Njálsgötunni, þeirra Krist-
ins Árnasonar og Ingu Jóhannes-
dóttur. Þau reyndust Kristínu með
afbrigðum vel, ávallt með útréttar
hjálparhendur. Umhyggjusemi
Kristins átti dijúgan þátt í því, að
henni auðnaðist að dvelja á heimili
sínu þar til fyrir nokkrum vikum.
Útför Kristínar Geirsdóttur verð-
ur gerð í dag, föstudaginn 9. nóv-
ember, kl. 15, frá Árbæjarkirkju á
dánardægri eiginmanns hennar.
Hún er kvödd með virðingu og
þökk.
Guðbjörg Kristinsdóttir
Þegar við fréttum yfír Atlants-
hafið að hún Kristín amma var
dáin fannst okkur erfítt að trúa
því. Við vissum að hún væri orðin
mjög máttfarin af veikindum
’síðustu mánaða, en amma og Njáls-
gatan voru fastir og óhagganlegir
punktar í tilverunni og við vorum
viss um að sjá hana heima um jólin.
Heimili ömmu og afa á Njálsgöt-
unni var samkomustaður þriggja,
og stundum fjögurra, kynslóða. Þar
fundum við fyrir þeirri hlýju sem
tekur .sér bólfestu heima hjá góðu
og heilsteyptu fólki. Amma var oft
með okkur eldri barnabörnin í
gæslu og hún kunni best við sig í
hlutverki gestgjafans innan um
ættingja og afkomendur. Sérstakan
sess skipuðu stórveislur á jóladag
og á afmælisdag ömmu, 3. janúar,
en það var alltaf von á góðgerðum
og hlýjum móttökum þegar við lit-
um inn á „Njálsinn".
Amma missti mikið þegar Krist-
ján afi dó, en það hvarflaði ekki
að henni að flytja. Hún þáði sjaldan
aðstoð okkar við viðurgerninginn,
ekki heldur þegar við sáum hana
síðast. Þá var sjónin orðin lítil og
líkaminn lasburða, en hugurinn var
ennþá skýr og hún lék á als oddi á
meðan við ræddum um málefni
dagsins eða hún rifjaði upp gamla
tíma.
Amma var minnug og kunni
ógrynni af sögum af samtíðarmönn-
um sínum. Hún kunni að gera þeim
þannig skil að okkur væri skemmt,
en aldrei heyrðum við hana tala illa
um nokkurn mann, enda ekki hægt
að ímynda sér að hún bæri kala í
brjósti til nokkurs. Hún var jákvæð
og glaðlynd og fordómalaus og átti
því auðvelt með að umgangast okk-
ur af yngri kynslóðinni. Hún fylgd-
ist vel með umhverfí sínu og sá
jafnan spaugilegu hliðarnar á
hversdagslegum atburðum. Hún
fylgdist líka grannt með sínum nán-
ustu og gat alltaf frætt okkur um
hvað aðrir í fjölskyldunni höfðu fyr-
ir stafni.
Amma hefði varla getað búið
svona lengi ein ef Kristins nágranna
hennar hefði ekki notið við. Hann
var óþreytandi við að hjálpa henni
og var henni góður félagi, þar sem
þau skiptust á að fara í kaffí hvort
til annars. Samband ömmu og
Doddu systur hennar var líka sér-
stakt; þær skiptust á fréttum og
skoðunum hvern dag, þó að oft liði
langt á milli heimsókna í seinni tíð.
Það var ömmu erfítt að fara frá
Njálsgötunni í haust eftir að hún
veiktist. Hún vildi ekki vera alveg
upp á aðra komin og ef til vill var
hún sátt við að ljúka langri og
gæfuríkri ævi þegar svo var komið.
Hún kvaddi þetta líf með þeim
virðuleik sem hún hafði alltaf von-
ast eftir að gera.
Það var lán að eiga Kristínu
ömmu að. Við geymum minninguna
um góða konu og kveðjum hana
með söknuði og þakklæti.
Hugi og Sólveig
í dag er borin til hinstu hvílu
Kristín amma mín, Njálsgötu 102,
Reykjavík.
Njálsgatan hefur verið mér sem
annað heimili þó ég hafi ekki verið
þar eins mikið í æsku og eldri systk-
ini mín og frændsystkin. Hún var
góður viðkomustaður ef sinna þurfti
erindi í bænum. Þar voru mörg fjöl-
skylduboð haldin. Afmæli ömmu
batt endahnútinn á jólahaldið, með
heitu súkkulaði, enda byijuðu skól-
ar yfirleitt daginn eftir.
Ommu fórst margt vel úr hendi.
Til eru eftir hana útsaumaðar og
málaðar myndir og útsaumaður
stóll. Auk þess lopapeysur sem
prýða alla fjölskylduna og fjölda
ferðamanna sem hingað hafa kom-
ið. Pijónana lagði hún ekki frá sér
fyrr en í sumar.
Á Njálsgötunni bjuggu líka Krist-
inn og Inga og er það ekki síst
þeim að þakka að amma gat búið
þar svo lengi þó sjónin væri lítil.
Síðustu sex vikurnar bjó amma
hjá okkur mömmu. Ég hafði til
morgunmat og hádegismat handa
okkur og eru þessar stundir og þær
t
Ástkær móðir' okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR,
Njálsgötu 102,
Reykjavík,
verður jarðsungin 9. nóvember, frá Árbæjarkirkju í dag,
kl. 3.00 síðdegis.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Anna G. Kristjánsdóttir,
Halldóra E. Kristjánsdóttir,
Daði Ágústsson,
Geir Kristjánsson,
Anna Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
sögur sem hún sagði ógleymanleg-
ar. Ég þakka fyrir mig um leið og
ég kveð ömmu mína.
Kristín
Það er nú rúmur aldarfjórðungur
síðan ég kom fyrst á Njálsgötu
102, heimili Kristínar Geirsdóttur
og Kristjáns S. Elíassonar, sem
síðar urðu tengdaforeldrar mínir.
Þar var oft þröng á þingi í litlu
íbúðinni á hátíðisdögum, en sannað-
ist hið fornkveðna, að þar sem er
hjartarúm þar er og húsrými nóg.
Kristín Geirsdóttir var frá Múla
í Biskupstungum. Þar sem forfeður
hennar og formæður höfðu búið í
marga ættliði og jafnan í fremstu
bænda röð, þekkt fólk að rausn og
höfðingsskap og í hávegum haft
meðal nágranna og samtíðar-
manna, svo sem glöggt má sjá í
endurminningum Böðvars á Laug-
arvatni, Undir Tindum.
Kristín var höfðingleg kona
ásýndum, þegar orðin hvít fyrir
hærum, þegar ég kynntist henni,
röggsöm og ákveðin í fasi og
skammt milli orðs og athafnar. Ef
þar munaði einhveiju var það þá
helst að athöfnin kæmi á undan
orðinu. Jafnframt var hún létt í
lund og hláturmild og fundvís á
grínið í alvörunni, átti létt með að
umgangast fólk og öllum leið jafnan
vel í návist hennar. Hún var frábær
húsmóðir og veislur hjá henni ævin-
lega tilhlökkunarefni. Hún og
Kristján maður hennar voru sam-
hent um að koma börnum sínum
til manns, og síðan stoð þeirra og
stytta, svo og bamabamanna frá
fyrstu tíð. Hún kaus jafnan að vera
veitandi fremur en þiggjandi, hélt
áfram heimilishaldi af fullri reisn
eftir lát manns síns og fram undir
það síðasta. En þegar hún fann
kraftana þverra var hún líka reiðu-
búin að kveðja þennan heim með
sama æðruleysi og hún hafði jafnan
tekið því sem að höndum bar í lífinu.
Tryggð hennar var einstök. Þótt
leiðir okkar Önnu dóttur hennar
skildu og ég flyttist búferlum á
annað landshorn, hélt hún áfram
að vera sama elskulega tengdamóð-
irin og jafnan áður, mundi eftir
mér um leið og hún pijónaði á börn
og barnabörn, reyndi að sjá um að
ekki væsti um mig í hretviðrum
lífsins í sokkaplöggum og útpijón-
uðum peysum frá henni. Sumar
þeirra eru líklegar til að endast mér
til loka og minna mig á þá notalegu
hlýju, sem Kristín Geirsdóttir bjó
ölluin og öllu umhverfis sig. Minn-
ingar um slíka konu er gott að eiga
í farteski sínu.
Olafur Hannibalsson
Andlát móðursystur minnar kom
engum á óvart, þar sem hún hafði
átt við veikindi að stríða. Sjálf beið
hún endalokanna. Eða eins og hún
orðaði það sjálf við tengdason sinn,
Daða, sem var að ljúka endurbótum
á herbergi heima hjá sér: „Það tek-
ur þig skemmri tíma að ljúka þessu,
en mér að ljúka lífinu." Síðan skelli-
hló hún sínum mjúka hlátri, sem
hún átti svo létt með. Slíkur var
kjarkur hennar, æðruleysi og reisn
við dauðans dyr. Þar fór kona, sem
átti lífsferil með hreina samvisku
og vó alla hluti til betri vegar, jafnt
i blíðu og stríðu.
Við bræður, Jón Geir, Geir Jón
og þó sérstaklega undirritaður, eig-
um henni og manni hennar heitnum,
Kristjáni S. Elíassyni, mikið að
þakka, en Kristín tók mig í fóstur
fyrst eftir að móðir okkar dó frá
okkur ungum í janúar 1933.
Móðir mín Anna og Kristín voru
systur, en systkini þeirra eru Odd-
gerður, f. 6. nóvember 1902, og
Egill bóndi í Múla, f. 11. júlí 1905.
Anna fæddist 14. apríl 1901 en dó
20. janúar 1933. Hálfsystir þeirra
er Geira B. Parris, f. 6. febrúar
1923.
Umburðarlyndi og elska Kristín-
ar nam land í hjörtum þeirra barna,
sem hún umgekkst og sem betur
fer voru þau mörg. Svo var og með
alla, sem kynntust henni, þar fundu
menn velvildina.
Bróðir okkar Jóns Geirs, Geir
Jón, sem er látinn, hefði tekið und-
ir eftirfarandi orð okkar; „Við
kveðjum elsku Kristínu með ást og
þakklæti".
Torfi Ásgeirsson