Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 43
W.U JI'-IMUMVO'/ i;)/ • i • |.ii: .;i> ji:
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 9. NOVEMBER 1990
fólk í
fréttum
Inga við brunn sinn í Munchen.
KRAFTAKARLAR
GOSBRUNNAR
Islensk listakona hannar
gosbrunn í Miinchen
IMiinchen í Þýskalandi eru taldir
vera um 1.300 gosbrunnar. Um
500 þeirra eru í umsjá borgarinnar,
en þegar byggt er á vegum hennar
er ávallt ákveðin kostnaðarprósenta
sem er ætluð til listrænna skreyt-
inga og listamönnum boðið að
keppa um úrlausnir. Fyrir nokkru
gerðist það, að gosbrunnhugmynd
eftir íslenska listakonu varð hlut-
skörpust í slíkri keppni og í sumar-
byrjun var brunnurinn vígður.
Listakonan íslenska heitir Inga
Ragnarsdóttir, en gosbrunnur
hennar er staðsettur á horni
Herzogstrasse og Fallmerayerst-
rasse í Schwabing-hverfinu.
Inga byggir verk sitt á hugmynd
um hringrás og vatn sem lífgjafa.
Fyrir henni er brunnur samkomu-
staður fólks. Það tafði nokkuð loka-
frágang brunnsins og vígslu hans,
að illa gekk að fá samþykki fyrir
því að drykkjarhæft vatn yrði leitt
í brunninn þannig að fólk gæti sval-
að þorsta sínum í honum. Um síðir
var það þó samþykkt og ekkert var
lengur að vanbúnaði.
Inga á ekki langt að sækja lista-
hæfdeika sína, faðir hennar var
Ragnar heitinn Kjartansson mynd-
höggvari, en móðir hennar Katrín
Guðmundsdóttir frá Skaftafelli.
Eftir nám við MHÍ á íslandi var
hún í sex ár við keramík- og högg-
myndanám við Myndlistarakadem-
íuna í Múnchen, en frá henni út-
skrifaðist hún 1987. Hún er búsett
og starfar í Þýskalandi.
Jötnaslagur í Reiðhöllinni
Kraftajötnar reyndu með sér um
síðustu helgi í Reiðhöllinni.
Þar kepptu heljarmenni frá þremur
löndum, íslandi, Bandaríkjunum og
Bretlandi. Leikar fóru svo, að
Bandaríkjamennirnir reyndust hin-
um oljarlar, bæði í einstaklings-
keppni og liðakeppni.
Hjalti „Úrsus“ Arnason keppandi
og mótshaldari sagði í samtali við
Morgunblaðið að troðfullt hús hefði
verið og stemmningin firnagóð.
„Það er augljóst að þessi íþrótt á
mikla framtíð fyrir sér hér á landi,“
sagði hann.
Beljakarnir reyndu með sér í
greinum sem eru fremur í ætt við
forna starfshætti en nútíma keppn-
isíþróttir. Þeir óku níðþungum hjól-
börum, köstuðu stórum grjóthnull-
ungum og hlupu með lýsistunnur
svo dæmi séu nefnd. Að sögn Hjalta
reyndi þar á þrek, styrk og keppnis-
anda.
Sigurvegari í einstaklingskeppn-
inni varð Bandaríkjamaðurinn Bill
Kazmeier og hlaut hann 27,5 stig.
næstur varð landi hans O. D. Wii-
son með 23 stig, þá komu íslending-
arnir Magnús Ver Magnússon með
21,5 stig og Hjalti með 14 stig.
Lestina ráku Bretarnir, Jamie Ree-
ves með 13 stig og Adrian Smith
með 6 stig.
I liðakeppninni, þar sem reyndi
á samvinnu manna, sigruðu Banda-
ríkjamennirnir með 68,5 stig, þá
komu Islendingar með 61,5 stig og
loks Bretarnir með 35 stig.
Frá brunnvígslunni, ræðuhöld.
LILJA HALLGRIMSDOTTIR
Hjalti „Úrsus“ Árnason á hlaupum með eina lýsistunnuna.
K
Dags. 9.11 1990
NR. 182
VAKORT
Númer eftirlýstra korta
4548 9000
4548 9000
4543 3700
4543 3700
4929 541
Kort frá Kuwait
4506 13** 4966
4507 13** 4921
4547 26** 4552
4508 70** 4507
0019 8145
0027 9424
0000 2678
0001 5415
675 316
sem byrja á nr.:
66** 4509 02**
04** 4921 90**
41** 4560 31**
77** 4966 82**
Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
VISA ISLAND
húsmóðir
Prófkjör sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi
Lilju í öruggt sæti
K