Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 Háskólabókasafn 50 ára: Nemendafjöldi aukist helmingi meira en bókakostur safnsins „ Morgunblaðið/KGA Á afmælissamkomunni voru meðal gesta Sigmundur Guðbjarnason, háskólarektor, og kona hans Margr- ét Þorvaldsdóttir, forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Svavar Gestsson, menntamálaráðherra og Margrét Anna Sigurðardóttir, eiginkona Einars Sigurðssonar háskólabókavarðar. Einar stendur í pontu. HALDIÐ var upp á 50 ára afmæli Háskólabókasafns á dögunum í aðalbyggingu Háskólaíslands, en safnið var opnað 1. nóvember 1940. Af þessu tilcfni voru safninu færðar gjafir frá Félagi háskóla- kennara, Stúdentaráði og samtök- um bókavarða, bókasafna og skyldum stofnunum. Fleiri gjafir hafa jafnframt borist á árinu, í tilefni afmælisins. í erindi sem Einar Sigurðsson háskólabókavörður hélt á afmælis- samkomunni kom fram að á 50 ára starfstíma Háskólabókasafns hefði ritakostur þess vaxið úr 30 þúsund bindum í nær 300 þúsund eða allt að tífaldast. Á sama tíma hefði stúd- entafjöldi á háskólanum nær 20 fald- ast. „Safnið hefur því lengst af átt fullt í fangi með að fylgja eftir hinni öru þróun háskólans," sagði Einar. í erindi hans kom jafnframt fram að um 25 ár væru liðin frá því að hugmyndir um byggingu Þjóðarbók- hlöðu hefðu komið upp, þó nafnið hefði hún ekki fengið fyrr en síðar. „Engan mun hafa órað fyrir því á þeim tíma, að safnið næði fimmtugs- aldri áður en sú ætlan kæmist í fram- kvæmd,“ sagði Einar. Félag háskólakennara færði bóka- safninu ljósprentun af Gutenbergs biblíunni að gjöf í tilefni afmælisins. Fyrir hönd stúdenta afhenti formað- ur Stúdentaráðs Háskóla íslands grafíkmynd að gjöf, en samtök bóka- varða, bókasöfn og skyldar stofnanir færðu safninu geisladisk með gagna- banka sem innihldur tilvísanir í tíma- ritsgreinar um bókasafnsmál. Ymsar gjafir hafa jafnframt borist safninu á árinu og má þar m.a. nefna gjöf frá Dr. Robert Cook prófessor í ensku við Háskólann, en hann færði safninu fimm hundruð bindi rita úr einka- bókasafni sínu. Sýning- um sögu safnsins í tilefni afmælisins hefur verið sett upp sýning í aðalanddyri skólans um sögu og þróun safnsins, svo og þjónustu þess eins og hún er nú, í anddyri aðalbyggingar Háskóla ís- , lands. Greint er á veggspjöldum frá starfsemi safnsins, sögu þess og þró- un bæði í máli og myndum. Sýndar eru bókagjafir sem safninu hafa bo- rist á afmælisárinu, svo og ýmis gömul og merk rit úr eigu safnsins. Sýningin stendur til 15. nóvember og er öllum opin. Morgunblaðið/Einar Falur Guðrún Marinósdóttir > Asmundarsalur: Sýningu Guð- rúnar að ljúka Sýningu Guðrúnar Marinósdótt- ur á ofnum verkum úr viðartágum sem staðið hefur frá 27. október í Ásmundarsal við Freyjugötu lýkur sunnudaginn 11. nóvember. Sýn- ingin er opin frá kl. 14.00-19.00. Kjarvalsstaðir: Tvær sýningar í vestursal stendur yfir sýning á skúlptúr eftir Brynhildi Þor- geirsdóttur. í austursal stendur yfir Inuita-sýn- ing. Sýndir eru munir frá menningar- heimi eskimóa í Vestur-Alaska. Sýn- ingin er á vegum Menningarmála- nefndar Reykjavíkur og Menningar- stofnunar Bandaríkjanna. Kjarvals- staðir eru opnir daglega frá kl. 11.00 - 18.00. ROKKSVEIT RÚNARS JÚLÍUSSONAR HINEINA SANNA ★ FRÍTT INN í KVÖLD ★ Diskótek: Darri Ólason á EFFEMM og Sigvaldi Kaldalóns. Húsið opnað kl. 22. Snyrtilegur klæðnaður. Árshátíöir eða annar mannfagnaður fyrir smáa sem stóra hópa. Láttu bragðið og verðið koma þér á óvart!!! Laugavegi 45 s. 626120 UPPI 7 s. 11220 Þú gengur að gæðunum vísum IMillabar Óli blaðasali Guðmundur Rúnar, Steini og Palli Frábært stuð Munið hádegisbarinn Opiðfrá kl. 18.00-03.00 HLJÓMSVEiTIIVI SJÖUND frá Vestmannaeyjum leikur fyriri dansi Frítt inn til kl. 24.00 Snyrtilegur klæðnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.