Morgunblaðið - 11.11.1990, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1990
Þessi mynd sýnir kort af öllu svæðinu sem nú er búið að mæla á Vatnajökli. Bárðarbunga og Kverkfjöllin eru efst fyrir miðju, Brúaijökull þar fyrir austan.
Neðst fyrir miðju má sjá Grímsvötnin.
GRÍMSVÖTNIN RÝRNA
OG DREGUR ÚR
SKEIÐARÁRHLAUPUM
eftir Elínu Pálmadóttur _
UM TÍUNDI hluti íslands er þakinn jöklum,
sem hylja óþekkt landsvæði, dali og fjalls-
hryggi, virk eldfjöll, jarðhitasvæði ogjökul-
lón. Jöklarnir veita stöðugt vatni í vatns-
mestu ár landsins, en undir sumum þeirra fer
einnig fram barátta elds og ísa og jökulhlaup
eru tíð. Á þessa leið hefst bók dr. Helga
Björnssonar, jöklafræðings, um afrennsli íss
og vatns frá þíðjöklum og eldvirkum svæðum,
sem er afrakstur 15 ára rannsókna hans á
þessu merkilega og afdrifaríka fyrirbrigði,
jöklum landsins, forðabúrinu sem geymir
stóran hluta af vatnsforða okkar. Eða eins
og hann sagði óformlegar i viðtali við blaða-
mann Morgunblaðsins: „Árnar eru tengdar
eins og stórar pípur í geymi og það er nauð-
synlegt að vita hvernig vatnið skiptist í
pípurnar." Það er orð að sönnu, ekki síst nú
þegar við íslendingar setjum traust okkar á
virkjanir og nýtingu jökulánna og nýjustu
framtíðarvonir eru bundnar við útflutning á
tæru, mengunarlausu vatni, bræðsluvatni
jöklanna.
Margt getur gerst í jökulheimum og nýj-
ustu tíðindi þaðan eru þau að dregið hefur
undanfarið úr afli jarðhitasvæðisins í
Grímsvötnum í Vatnajökli, íshellan á vötnun-
um hefur þykknað mikið og umfang vatnanna
minnkað, svo að búast má við að Skeiðarár-
hlaupin sem koma fram við Skaftafell verði
minni en áður, svo fremi að ekki verði eldgos
í nánd við Grímsvötn, sem hleypi bræðslu-
vatni niður í þau, að því er Helgi Björnsson
segir. En til tíðinda gæti dregið innan árs á
Síðujökli, að því er hann telur eftir nýlega
ferð þangað til íssjármælinga. Þar eru nú
sprungur sem ná langleiðina upp að Háu-
bungu og sýndi hann blaðamanni að jarð-
skjálftahrina, sem gæti tengst myndun þeirra,
hafði nú í annað sinn komið þarna fram á
mælum á skömmum tíma. En framskrið Síðu-
jökuls hefur í för með sér stóraukið vatns-
rennsli í Djúpá og Hverfisfljóti, auk þess sem
jökulbungan fellur og lækkar, og jökullinn
verður illfær vegna sprungna.
Tölvuteiknuð mynd af Vatnajökli vestanverðum, sem sýnir
yfirborð jökulsins. Efst á myndinni er Bárðarbunga, sem ber
hæst og skín því fallega í birtunnni. Jökullinn á tindi Bárðar-
bungu er í 2010 metra hæð yfir sjó.
Yfirborð Hofsjökuls. Guli liturinn sýnir hvernig Hofsjökull
teygir sig hæst upp í 1800 m hæð.
Og hér er tölvumynd af jökulbotninum undir vestanverðum
Vatnajökli. Efst er hin mikla askja undir Bárðarbungu. Einn-
ig má sjá Grímsvötnin lengst til hægri á miðri mynd. Þá má
greina einkennilegan hrygg sem liggur frá Grímsvötnum í
austri til Hamarsins í vestri undir jökulísnum. Og neðst er
botn Tungnaárjökuls.
Jökulbotn Hofsjökuls. Undir jöklinum er mikil siskja með 1600
m háum börnum. Op er til vesturs í 1200 m hæð en í miðri
öskunni fer Iandið niður í 1000 m hæð, sem er svipuð hæð og
er víða við jökuljaðarinn.