Morgunblaðið - 11.11.1990, Page 24

Morgunblaðið - 11.11.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NOVEMBER 1990 l eftir Elínu Pálmadóttur- ÍSLENSK kona, Katrín Þórðardóttir, og maður hennar, franski sendiráðs- maðurinn Raymond Petit, voru í heimspressunni þegar sovéski lierinn var að fara frá Afganistan og þau yfir- gáfu staðinn síðust vest- rænna diplómata fyrir tæp- um tveimur árum. Þá átti Morgunblaðið viðtal við þau, þar sem Raymond Petit kvaðst vonast til þess að komast sem fyrst til Kabúl til að opna þar aftur franska sendiráðið, sem hann veitti forstöðu. Hvar eru þau nú? er stundum spurt hér í blað- inu. Upplýsingar um það livar þau Raymond og Katr- ín Petit eru nú bárust okkur í hendur í grein í franska stórblaðinu Figaro 16. nóve- ber sl., þar sem segir m.a. að „le baroudeur du Quai d’Orsey“ eða bardagamað- urinn frá franska utanríkis- ráðuneytinu, Raymond Petit aðalræðismaður í Kamerún, sé enn einu sinrii í fremstu víglínu. Þegar uppreisnar- menn réðust frá Ugandn inn í Rúanda í byrjun þessa mánaðar hafi Raymond Pet- it verið sendur snarlega þangað til að tryggja öryggi franska borgara. Tekist það sem fyrr svo vel að Frakk- landsforseti ætli nú í mánuð- inum að heiðra hann með riddarakrossi Legion d’hönneur. Kemur þar fram að ófá eru þau óróasvæði sem hann hefur verið sendur til frá því við ræddum við hann síðast, erida ástandið víða ótryggt í henni veröld. ÁVALLTÁ HEUUSTU STOÐUM JARÐKRINGLUNNAR Viötal viÖKatrínu og Raymond Petit, aöalrœöismann Frakka í Kamerún, sem ávallt er sendur á mestu óróasvœöi heimsins til aö tryggja öryggi franskra borgara. BlaÖiÖ Fígaró kallar hann því bardagamanninn frá Que d’Orsay

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.