Morgunblaðið - 11.11.1990, Síða 30
LC
30
0801 93HMSVÖÍÍ . ttHUDAÁlllííMUri
MORGUNBLAÐIÐ ATVINf
SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1990
I
%
Forstöðumaður
viðurkenningar-
deildar Löggild-
ingarstofunnar
Vegna aukinna og breyttra verkefna Löggild-
ingarstofunnar er nú unnið að endurskipu-
lagningu hennar, en stofnuninni er nú m.a.
ætlað að taka að sér viðurkenningu (accredit-
ation) á vottunar- og prófunarstofum í sam-
ræmi við Evrópustaðla EN 45 Oxx.
Leitað er eftir starfsmanni til þess að byggja
upp og veita forstöðu viðurkenningardeild
Löggildingarstofunnar. Hann þarf að hafa
háskólapróf í verkfræði eða skyldum greinum
auk reynslu í skipulagningu og stjórnun á
gæðakerfum. Leitað er að manni, sem hefur
góða framkomu og á auðvelt með samskipti
við aðra, jafnt innanlands sem utan.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf skal senda til viðskiptaráðuneyt-
isins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, eigi síðar
en föstudaginn 14. desember nk.
Upplýsingar um starfið veitir Finnur Svein-
björnsson, viðskiptaráðuneytinu, í síma
(91)609436.
Viðskiptaráðuneytið,
6. nóvember 1990.
ra
Fóstrur
- þroskaþjálfar
Á leikskólann Grænatún vantar okkur fóstru,
þroskaþjálfa eða starfsmann með aðra upp-
eldismenntun til stuðningsstarfa vegna
barns með sérþarfir. Um er að ræða 50%
starf fyrir hádegi.
Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður
í síma 46580.
Á skóladagheimilið við Ástún vantar einnig
fóstru, þroskaþjálfa eða starfsmann með
aðra uppeldismenntun til stuðningsstarfa
vegna barns með sérþarfir. Um er að ræða
50% starf eftir hádegi.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
641566. Auk þess veitir dagvistarfulltrúi upp-
lýsingar um störfin í síma 45700.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu-
blöðum sem liggja frammi á félagsmálastofn-
un Kópavogs, Digranesvegi 12.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
Skrifstofumaður
með tækni- eða
efnafræðimenntun
Fyrirtækið er lögmannsstofa í Reykajvík.
Starfið felst í sjálfstæðum bréfaskriftum í
ritvinnslu (Macintosh) á ensku og þýsku
ásamt almennum skrifstofustörfum. Um er
að ræða hálfs dags starf.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi mennt-
un á tæknisviði eða í efnafræði ásamt reynslu
af sjálfstæðum skrifstofustörfum. Ensku- og
þýskukunnátta skilyrði.
Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvem-
ber 1990.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á
skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysmga- og raðnmgaþionusta
Lidsauki hf. W
Skólavordustig 1a - 101 fíeykpivik Sirrn 6?130F)
Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar
Stuðningsstarf
Óskum eftir að ráða fóstru, þroskaþjálfa eða
annan uppeldismenntaðan starfsmann til
stuðningsstarfa með fötluðum börnum á leik-
skólanum Hvammi, Staðarhvammi 9, í Hafn-
arfirði. Um er að ræða 50% starf.
Upplýsingar gefur forstöðumaður, Hulda M.
Valdimarsdóttir, á staðnum eða í síma
652495.
Hefur þú áhuga...
á skapandi starfi, ertu jákvæð/ur og gefin/n
fyrír börn? ,
Þá er leikskóli rétti staðurinn.
Okkur á Álfabergi vantar starfskraft eftir
hádegi.
Nánari upplýsingar veitir forstöðukona á
staðnum eða í síma 54674.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.
Sölufólk óskast
sérstaklega konur
Vegna stóraukinna umsvifa vantar
okkur sölufólk til starfa.
Starfið felst í því að heimsækja fyrirtæki og
stofnanir með ýmsar rekstrarvörur, svo sem
hreinsiefni, pappír, vélar og tæki til hrein-
gerninga o.fl. Um er að ræða mjög sam-
keppnisfærar vörur með mikla möguleika.
Umsækjandi verður að hafa eigin bíl til um-
ráða. Aðeins samviskusamt, heiðarlegt og
duglegt fólk á aldrinum 24-40 ára kemur til
greina.
Vinsamlegast sendið eiginhandarumsóknir,
með upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf, til okkar fyrir 10. nóvember nk.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Fullum trúnaði heitið og öllum umsóknum
svarað.
Nýbýlavegi 18, pósthólf 136,
202 Kópavogi.
Ritari
Jötunn, búvéladeild, vantar nú þegar ritara
til starfa.
Um er að ræða 50% starf fyrir hádegi.
Verslunar- eða stúdentspróf æskilegt.
Tölvu- og tungumálakunnátta skilyrði.
Umsóknir sendist til starfsmannastjóra Sam-
bandsins, Kirkjusandi.
SAMBANDIÐ
ST. JÓSEFSSPÍTALISU3
HAFNARFIRÐI
Aðstoðarmaður
óskast á rannsóknastofu spítalans frá 1.
desember eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknir berist fyrir 19. nóvember.
Nánari upplýsingar gefur yfirmeinatæknir í
síma 50188 eftir hádegi.
Tollstjórinn í
Reykjavík auglýsir
Starfsfólk vantar á skrifstofu Tollstjórans í
Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 30. nóvem-
ber 1990.
a) Staða dejldarlögfræðings í eftirstöðvadeild.
b) Staða fulltrúa í gjaldadeild.
Laun samkvæmt Iaunakerfi starfsmanna
ríkisins.
Frekari upplýsingar gefur stárfsmannastjóri.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Toll-
stjórans í Reykjavík, Tryggvagötu 19, sími
600300.
Tollstjórinn í Reykjavík,
4. nóvember 1990.
Sölumenn -
„TIMES ATLAS"
Nú er hafin sala á nýjustu útgáfu TIMES
ATLAS á íslandi. Verkið hefur verið ófáan-
legt í á þriðja ár. Atlasinn verður eingöngu
seldur í síma- og farandssölu og því leitum
við að nokkrum kraftmiklum sölumönnum,
sem geta hafið störf strax. Um er að ræða
bæði símasölu á kvöldin og um helgar og
dagsölu í skólum og fyrirtækjum.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 625233
milli kl. 14.00-22.00 í dag.
Arnarsson og Hjörvarsf.
Sölufólk
- kvöldvinna
Óskum að ráða fólk til áskriftasöfnunar fjög-
ur kvöld í viku, mánudaga til fimmtudaga, frá
kl. 18.00-22.00.
Upplýsingar gefur Guðrún Ólafsdóttir í síma
82300 frá kl. 10.00-15.00.
FRÓDI
BOKA (• RIAÐAIJ IC.Af \
Styrktarfélag
vangefinna
Dagheimilið Lyngás, Safamýri 5,
óskar eftir að ráða starfsmann til aðstoðar
í eldhús nú þegar. Um er að ræða afleys-
ingu, 50-75% starf, um óákveðinn tíma.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
38228.
30% starf
Óskum eftir barnfóstru. Hún þarf að vera
hörkudugleg, þolinmóð og vön börnum. Þarf
að geta byrjað strax.
Upplýsingar veittar á staðnum.
ftukc
& STÚDÍÓ JÓNlNU & AGÚSTU
Skeifunni 7, s. 689868.