Morgunblaðið - 11.11.1990, Page 44

Morgunblaðið - 11.11.1990, Page 44
Léttöl Bögglapóstur um ullt lond MORGUNBLADW, AÐALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 6S1S11. PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: 11 AFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. ISAL krefst skaðabóta vegna lakra rafskauta ÍSLENSKA álfé- lagið hefur gert kröfur um 12 milljónir króna í skaðabætur frá fyrirtækinu Alu- chemie í Hollandi vegna lélegra rafskauta sem ÍSAL fékk send síðastliðið sumar. Fyrir fáeinum vikum varð fyrir- tækið einnig að senda aftur súrálsfarm sem vatn hafði komist í og sagði Christian Roth, forstjóri Alusuisse, að slíkt hefði komið fyrir áður. Hann sagði að þetta væri í fyrsta sinn á þessu ári sem ISAL fer fram á skaðabætur vegna lélegra skauta en árið 1988 voru gerðar þijár slíkar-kröfur. Unnið hefur verið að stækkun steypuskála og settur hefur verið upp nýr ofn sem afkastar á við átta eldri ofna í steypuskálanum. Kostnaður vegna stækkunar steypuskálans er 645 milljónir “króna. Einnig er unnið að endurbótum á kerum í kerskála 1 og á næsta ári er fyrirhugað að gera endurbæt- ur kerum í kerskála 2. Auk þessa verður settur upp nýr rafbúnaður við kerin og iðntölvur. Fjárfesting- arnar sem hér um ræðir eru metnar á 4-5 milljarða króna. 35.000 bólusett- ir gegn flensu REIKNAÐ er með að um 35 þúsund Islendingar verði bólusettir gegn inflúensu á þessu hausti og er bólu- setning þegar hafin. Olafur Ólafsson landlæknir segir að nú sé búist við svo kallaðri Sjanghæ-flensu hingað, en hennar hafi þegar orðið vart á meginlandi Evrópu. „Það er æ algengara að fyrirtæki kjósi að bólusetja starfs- fólk sitt, til að koma í veg fyrir veikindafjarvistir. Bólusetning gegn inflúensu veitir vörn í 70% tilfella." Kólnun undir Vatnajökli dreg- ur úr krafti Skeiðarárhlaupa íshellan yfir Grímsvötnum hefur þykknað um 80 metra á 30 árum DREGIÐ hefur úr afli jarðiiita- svæðisins í Grímsvötnum í miðjum Vatna- jökli, og því er búist við vatnsminni hlaupum í Skeiðará með minni hættu fyrir hringveginn og brýrnar á sandinum. Varmaaflið hefur minnkað á undanförnum þrem- ur áratugum og á sama tíma hefur íshellan ofan á þeim þykknað um 70-80 metra, er nú 250 m á þykkt. Við það að kóln- að hefur í eldstöðinni hefur flat- armál Grímsvatna minnkað um þriðjung. Vatnsgeymirinn sem bræðsluvatnið safnast í áður en það brýst fram er orðinn minni. IGrímsvötnum bráðnar ísinn vegna ' jarðhitans urtdirí Bræðsluvatnið safnast saman í lægðinni og brýst út í jökulhlaupi þegar vatnsborð er komið í vissa hæð og fellur 50 km leið undir jökli niður á Skeiðarársand. Brýst þá fram gífurlegt flóð í Skeiðará, sem kunnugt er. Þegar hringveg- urinn var lagður voru því gerðar þar langar brýr og viðbúnaður til að taka við þessum hamförum. Helgi Björnsson jöklafræðingur bendir þó á að virkni i eldstöðvum á íslandi geti verið sveiflukennd. Búast megi við vatnsminni hlaup- um, nema ef eldgos yrði undir jökl- inum, einkum ef það yrði norðan við vötnin með þeim afleiðingum að heitt bræðsluvatn félli niður i vötnin og ylli snöggu stórhlaupi. Sjá viðtali við dr. Ilelga Björnsson jöklafræðing á bls. 20 og 21. Gísli Si g- urðsson kominn til Bagdad GÍSLI Sigurðsson læknir, sem varð innlyksa í Kúvæt þegar Ir- aksher hernam landið í sumar, er nú kominn til Bagdad, höfuð- borgar Iraks. Utanríkisráðuneyt- ið fékk staðfestingu á þessu á föstudag frá ræðismanni íslands í Amman í Jórdaníu, sem rætt hafði við Gísla símleiðis. Að sögn Finnboga Rúts Arnar- sonar í utanríkisráðuneytinu hringdi Gísli í ræðismanninn í Amman á föstudag og var hann þá kominn til Bagdad. Segir Finn- bogi að ráðuneytið geti nú beitt sér frekar fyrir því að hann fái að yfir- gefa landið, enda séu brottfarar- leyfi eingöngu gefin út í Bagdad. Birna Hjaltadóttir, eiginkona Gísla, segir að hann hafi reynt að hringja til íslands en ekki náð sam- bandi. Hann hafi hins vegar náð í kunningja þeirra hjóna í Svíþjóð og í samtali þeirra hafi komið fram, að halm hafi ekki getað farið til Bagdad fyrr vegna þess að enginn hafi verið til að leysa hann af á sjúkrahúsinu í Kúvætborg þar sem hann starfaði. Blíða fram yfir helgi AF veðurblíð- unni sem ríkt hefur á landinu undanfarnar vik- ur, er ekki að sjá að komið sé fram undir miðjan nóvember. Hitinn hefur verið um 7 til 10 stig og búist er við að góða veðrið vari vestanlands fram yfir helgi en lengur í öðrum landshlutum. Að sögn Jóns Ólafssonar, bónda að Eystra-Geldingaholti í Gnúpveijahreppi og fréttaritara Morgunblaðsins, hefur mikil veð- urblíða ríkt á Suðurlandi undanfar- ið. „Ekki er enn farið að taka fé á gjöf vegna veðurblíðunnar og haustverk ganga öll betur þegar tíðin er svona góð,“ sagði Jón, í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Jóns er veðrið þessa dagana svipað og það var í fyrra- haust, en þá var tíðin ágæt allt fram að jólum. „Áður en þessi hlýindakafli hófst nú fyrir skömmu var veðrið hins vegar slæmt og illviðri var í fjall- ferðum," sagði Jón. Að sögn Braga Jónssonar veður- fræðings hjá Veðurstofunni er útlit fyrir áframhaldandi hlýindi fram yfir helgina, en búist er við því að á þriðjudag fari að kólna vestan- lands. Áfram verður hins vegar gott veður í öðrum landshlutum. „Hlýindakaflar eins og þessi sem stendur yfir nú, koma alltaf með ákveðnu millibili. Auðvitað telst þetta frekar óvenjulegt, miðað við árstíma, en allt er þetta þó innan ramma hins venjulega," sagði Bragi í'sámtali við Morgunbláðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.