Morgunblaðið - 27.11.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.11.1990, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 Reykjaneshryggur: Morgunblaðið/Sverrir Skautasvellið senn tilbúið Veðurfarið á höfuðborgarsvæðinu í vetur hefur verið óvenjumilt, og áhugamönnum um skauta- íþróttir því ekki gefist tækifæri til að iðka íþrótt sína. Senn líður að því að vélfrysta skautasvellið í Laugardal verði tilbúið til notkunar, og eflaust bíða þess margir með eftirvæntingu. Líkur á að mikið finnist af málminum mangan Eignarréttindi íslendinga tryggð með þingsályktunartillögu frá 1982 TALSVERT magn af mangani hefur fundist í sýni sem tekið var á Reykjaneshryggnum um 110 kilómetra suðvestur af Reykjanestá í leiðangri rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar í byijun þessa mánaðar. Að sögn Sveins Jakobssonar, jarðfræðings hjá Náttúrufræði- stofnun, benda bráðabirgðaniðurstöður til þess að umtalsvert magn af mangani sé að finna á þessum stað, en það hefur ekki áður fundist á þessu svæði í neinum mæli. Samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa íslendingar ótvíræðan eignar- og fullveldisrétt yfir hafsbotninum á Reylqaneshrygg og auðlindum hans allt út í 350 mílur frá grunnlínum, en þau réttindi voru tryggð með samþykkt þingsálykt- unartillögu, sem alþingismennirnir Pétur Sigurðsson og Eyjólfur Kon- ráð Jónsson fluttu árið 1982. Alls voru tólf sýni tekin í leið- angri Bjarna Sæmundssonar, sem kostaður var af breskum og banda- Ólympíuskákmótið í Júgóslavíu: Jafntefli gegn heimamönnum ÍSLENSKA skáksveitin gerði jafntefli við B-sveit Júgóslava í 9. umferð Olympíuskákmótsins í Novi Sad í Júgóslavíu í gær og er með 22 vinninga í 10.-11. sæti ásamt Svíþjóð. Sovétmenn hafa tekið forustuna á mótinu með 24,5 vinningum en þeir Kínverja 3-1 i gær. unnu Helgi Ólafsson tapaði á 1. borði gegn Sokolov. Helgi fékk þrönga stöðu og missti fljótlega peð, að sögn Þráins Guðmundssonar fararstjóra íslenska liðsins. Margeir Pétursson náði hins vegar að vinna Velimirovic á öðru borði í langri og erfiðri skák. Jóhann Hjartarson og Björgvin Jóns- son gerðu báðir 24 leikja jafntefli við Ivanovic ög Lalic. Af úrslitum umferðarinnar má nefna, að A-sveit Júgóslava vann Bandaríkjamenn 2,5-1,5. Englend- ingar unnu Tékka með sama mun og Svíar unnu Indverja, 2,5-1,5. Þá unnu Færeyingar Angólabúa 2,5-1,5. Sjá skákþátt bls. 54. rískum vísindamönnum í því skyni að leita nýrra gosminja, en tilefnið var jarðskjálftahrina sem hófst á þessu svæði 30. október og virtist vera tengd neðansjávareldgosi. Að sögn Sveins Jakobssonar þykir ekk- ert benda til að um eldgos hafí ver- ið að ræða, en hann sagði að þó væri ekki hægt að útiloka að svo hafí verið. Sveinn sagði að í ellefu sýnanna sem tekin voru hefði reynst vera mjög einsleitt basalt, en í umræddu sýni hefði einungis verið sandsteinn. Þar hefði manganoxíð verið í sprungum í steininum og í sumum tilvikum límt hann saman. Sýnið er 41 kíló að þyngd, og sagði Sveinn að giskað væri á að í því væri hálft kíló af hreinum manganmálmi, sem væri óvenjuhátt hlutfall. Það var tekið á 100-300 metra dýpi, sem er miklu minna dýpi en mangan hefur verið unnið á, en það hefur aðallega verið í Kyrrahafí, og hefur vinnsla þess reynst erfiðleikum bundin vegna mikils dýpis. Hann sagði manganið á Reykjaneshrygg senni- lega hafa myndast vegna jarðhita- virkni, þó það væri ekki á jarðhita- svæði heldur aðeins utan við það. Mangan er mjög verðmætur málmur, sem einkum er notaður til herslu í mámblöndur, til dæmis í stálframleiðslu. Aðspurður sagði Sveinn að of snemmt væri að segja til um hvort þarna væri til staðar svo mikið magn að um arðbæra vinnslu á því gæti orðið að ræða, en skilyrðislaust yrði að rannsaka Ofarlega í mínum huga að bjóða fram sérstakan lista það betur. „Það er umhugsunarvert að útlendingar þurfí að kosta svona ferðir eins og var í þessu tilviki, en það var engin íslensk rannsókna- stofnun sem hafði bolmagn til að kosta rannsóknaskip þarna,“ sagði hann. Með þingsályktunartillögu, sem alþingismennirnir Pétur Sigurðsson og Eyjólfur Konráð Jónsson fluttu árið 1982 um hafsbotnsréttindi á Reykjaneshrygg og samþykkt var einróma, voru tryggð formlega ótví- ræð réttindi íslendinga til hafsbotns- ins á Reykjaneshrygg og út frá hlíðum hans, sem ísland á tilkall til samkvæmt 76. grein Hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmál- inn veitir íslendingum réttindi yfír hafsbotninum allt út í 350 mílur frá grunnlínum, og taka þau til allra auðæfa sem í jarðlögum botnsins fínnast, svo og allra lífvera sem ekki hreyfa sig án snertingar við botninn. Morgunblaðið/Ami Sæberg Sveinn Jakobsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, með hluta af sýninu sem reyndist innihalda verulegt magn af mangani. Avöxtunarkrafa eldri skulda- bréfa ríkissjóðs orðin 7,05% Stutt í að borgi sig að taka bankalán til að kaupa bréfin, segir Valur Valsson bankastjóri AVÖXTUNARKRAFA eldri skuldabréfa ríkissjóðs á Verð- bréfaþingi Islands hækkaði í síðustu viku. Að sögn Eiríks Guðnasonar, aðstoðarbanka- stjóra Seðlabankans, er ávöxt- unarkrafan nú 7,05%, meðal annars í tilboðum, sem Seðla- bankinn hefur sett fram, en hún var til skamms tíma 6,8%. Valur Valsson bankastjóri íslands- banka segir að nærri láti að það borgi sig, miðað við hagstæð- ustu kjörvexti, að taka bankalán til að kaupa bréfin. þannig að menn geti tekið lán fyr- ir skuldabréfum og fengið vaxta- mun. „Við höfum nú verið að reyna að halda því þannig að svo sé ekki,“ sagði hann. „Það er hins vegar mjög tæpt á því, vegna þess að verðtryggðir vextir hjá okkur til bestu viðskiptavina, kjörvextir svokallaðir, eru núna 6,75%. Þáð er einhver kostnaður í kring um lántöku, en þetta er alveg á mörk- unum að því er varðar bestu við- skiptavini." Valur var spurður hvort hann teldi líkur á að raunvextir hækki á næstunni eða hvort þörf yrði á að hækka þá. Hann kvaðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um það. Kjarasamningar sjómanna: Samið innan þjóðarsáttar Vextir á nýjum skuldabréfum eru nú 6% í beinum kaupum, 6,2% í áskrift og eitthvað hærri til stórra kaupenda, að sögn Eiríks Guðna- sonar. Samkvæmt þessu eru því hærri vextir í boði þegar keypt eru ríkis- skuldabréf á verðbréfamörkuðum með 7,05% ávöxtunarkröfu heldur en þegar keypt er í áskrift eða beint af ríkissjóði. Valur Valsson var spurður hvort vextimir á bréfunum væm nú orðnir hærri en útlánsvextir banka SKRIFAÐ var undir kjarasamning sjómanna og útvegsmanna á laug- ardag. Að sögn Óskars Vigfússonar, forseta Sjómannasambandsins, eru samningarnir á sömu nótum og samningar yfirmanna og innan ramma þjóðarsáttar. Olíuverðsviðmiðun hlutaskipta var leiðrétt auk þess sem ágreiningur um greiðslur vegna löndunar fisks í gáma fékkst leiðréttur. „Samningurinn gildir til 15. sept- ember á næsta ári án uppsagnar. Við mælum með samþykkt hans við umbjóðendur okkar. Ég tel að unn- ið hafi verið að þeim af raunsæi," sagði hann. Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu varðandi afgreiðslu samninganna sem fer fram með sameiginlegri atkvæðagreiðslu allra sambandsfélaga. Atkvæðaseðlar verða sendir til félaganna á næst- unni með þeim tilmælum að efni samningsins verði skýrt á fundum. Taldi Oskar að talning yrði ekki gerð fyrr en í kringum áramót. - segir Guðmundur G. Þórarinsson „VIÐ töluðum saman um þetta mál, ég og Steingrímur, og ég skýrði honum frá því, vegna þess að hann hafði skorað á mig að taka annað sæti á listanum, að það væri útilokað," sagði Guð- mundur G. Þórarinsson, alþingis- maður, sem gekk á fund for- Afengi hækk- ar í dag ÁFENGI hækkar i verði í dag og verða nokkrar af áfengisút- sölum landsins lokaðar af þeim sökum. Ekki fékkst uppgefið hjá ÁTVR um hve mikla hækkun væri að ræða. Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR sagði að þær verslanir ÁTVR sem komnar eru með nýtt af- greiðslukerfi verði opnar í dag. Verslanir með gamla afgreiðslu- kerfínu verða lokaðar. Síðast hækkaði verð á áfengi í júní síðastliðnum um 5,6% að með- altali og tóbaki um 4%. manns Framsóknarflokksins i gær vegna deilna um úrslit skoð- anakönnunar flokksins í Reykjavíkurkjördæmi. „Kæran sem ég lagði fram á sínum tíma gengur út á það að þessi skoðanakönnun verði ógilt og það verði gerð ný skoðanakönnun meðal stuðningsmanna flokksins í Reykjavík. Steingrímur mun hafa lagt það til við Finn Ingólfsson að gerð verði ný skoðanakönnun meðal flokksmanna í Reykjavík. Mér líst mjög vel á þá tillögu en mér er sagt að Finnur hafi tekið mjög illa í það.“ „Ég lýsti þvi yfir við forsætisráð- herrann að það væri mjög ofarlega í mínum huga að fara fram á BB- lista. Það eru fordæmi fyrir því að bjóða fram tvo lista frá einum flokki í sama kjördæmi," sagði Guðmund- ur. Stjóm fulltrúaráðs Framsóknar- flokksins í Reykjavík mun fjalla um kæm Guðmundar á fundi á morgun. Ekki náðist í Steingrím Her- mannsson vegna þessa máls í gær- kvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.