Morgunblaðið - 27.11.1990, Síða 15

Morgunblaðið - 27.11.1990, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 15 erra og Sidney í Ástralíu. Kórinn, sem fór þessa ferð, söng þrjú lög, Deep River, bandarískan negra- sálm, Kvöldljóð eftir Kodaly og Bamagælu, skemmtilegt lag eftir Hjálmar H. Ragnarsson við skondið „hrekkjusvínakvæði“ eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Það sem ein- kenndi söng eldri kóranna var sér- lega skýr og fallega mótuð tón- myndun. Það er auðheyrt að bömin hafa fengið góða þjálfun, því radd- imar em mjög þéttar og hljómmikl- ar er gefa mikla möguleika í út- færslu styrkleikabreytinga. Fýrmrn félagar og nemendur í Oldutúnsskólanum hafa stofnað kór, sem nefnist „Mömmukórinn“ er söng undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur, tónmenntakenn- ara, Laksi mina, finnskt þjóðlag, Hvað flýgur mér, eftir Þorkel Sigur- bjömsson og Ábba-labba-lá eftir Friðrik Bjamason. Eftir ágætan söng „Mömmukórsins" komu allir kóramir saman, alls um 150 böm og sungu Þú hýri Hafnarfjörður, eftir Friðrik Bjamason. Það var áhrifamikil sjón og sérstæð upplifun að sjá og heyra þennan barnafjölda syngja lag Friðriks tandurhreint og með sérlega skýmm framburði. Sá árangur sem Egill Friðleifsson hefur náð, er á heimsmælikvarða og þá notar undirritaður þetta orð í fullri alvöm og ennfremur, að þessi árangur er verk Egils, þó hann geti þakkað samstarf við söngfús böm og hjálpfúsa sam- starfsmenn. Vert er að hafa það hugfast, að trúlega hefur Egill gef- ið kómum margar stundir, sem ekki hafa verið reiknaðar til launa og að kór verður aðeins góður sé kórstjórinn góður fagmaður. Um uppeldislegt hlutverk kórsins mætti rita langt mál, þegar „hæsigarg" og afkáraleg hegðun er helsta dæg- urskemmtan fólks. Kór Öldutúns- skóla hefur í 25 ár verið gróðurvin fegurðar og glæsileg uppeldisstofn- un, sem hefur gefið þúsundum bama ríkulega útilátið og mikilvægt veganesti fyrir leið þeirra út í hring- iðu lífsins. I þeirri gróðurvin er fólg- in sú hamingjuósk, sem erfítt er að túlka með orðum en býr í þrá mannanna eftir íegurð, sem dýmst birtist í kristalhreinum röddum bama okkar. ■ FRÓÐI HF. hefur gefíð út þriðju útgáfu Stóru barnabókar- innar sem fyrst kom út fyrir nokkr- um árum en verið hefur ófáanleg um langt skeið. Jóhann Thor- steinsson fóstra valdi efnið en myndskreytingar gerði Haukur Halldórsson myndlistarmaður. í Stóru barnabókinni em ýmsar perlur sem íslensk börn hafa kunn- að vel að meta í gegnum tíðina: Gátur, sögur, ævintýri, ljóð, barna- gælur, þrautir, þulur, bænir, leikir og föndur. Stóra bamabókin er 96 bls. Prentstofa G. Ben. vann bókina. ■ BÓKAÚTGÁFAN Selfjall hef- ur gefíð út bókina Dýrin í garðin- um eftir Margréti E. Jónsdóttur. Þetta er þriðja barnabók hennar. Áður hafa komið út eftir hana Skotta og vinir hennar og Skotta eignast nýja vini. Anna V. Gunn- arsdóttir myndskreytti allar bæk- umar. Bókin íjallar um dýrin sem búa í húsagörðum í þettbýli. ■ SKÁLHÖLTSÚTGÁFA hefur gefíð út bókina Jesús - Maðurinn sem breytti sögunni og _er hún ætlauð 10-14 ára bömum. I kynn- ingu útgefanda segir m.a. að: „í bókinni geta böm kynnst mannin- um sem breytti sögunni, kynnst landinu sem hann bjó í og fólkinu sem þekkti hann. Þar geta þau les- ið skýrslu Lúkasar læknis um fólk sem Jesús læknaði, kynnst því hverjir óvinir hans vora og fylgst með atburðum síðust daga ævi hans. í bókinni geta þau lagt mat á fullyrðingar hans um sjálfan sig og rökin fyrir upprisu hans frá dauðum. í bókinni geta þau einnig lesið hvað fylgjendur hans nú á dögum segja um hann og myndað sér skoðun um þennan frábæra menn í leiðinni." Bókin skiptist í 20 kafla með litmyndum, teikning- um og verkefnum. Höfundur bókar- innar er Meryl Doney en sr. Karl Sigurbjörnsson þýddi. Sérvitringur á glapstigum Bókmenntir Erlendur Jónsson Björgúlfur Ólafsson: SÍÐASTA SAKAMÁLASAGAN. 154 bls. Söguforlagið. Reykjavík, 1990. Af heiti þessarar bókar, og reynd- ar líka upphafi hennar, mætti ætla að hér væri á ferð ósvikin sakamála- saga. Svo er þó ekki, að minnsta kosti ekki í venjulegum skilningi. Þetta gæti allt eins skoðast sem vandamálasaga. Eða þá sálarlífslýs- ing eins og sagt var í gamla daga. Vafalaust hefur höfundurinn ætlað að skrifa tilþrifamikla sögu sem at- hygli vekti; hver sest ekki að skrift- um með þau markmið fyrir augum? Viljann sýnist ekki vanta. Tækni og æfíng er á hinn bóginn nokkuð sem höfundur á eftir að öðlast. Mesti vandi skáldsagnahöfundar er að skyggna eigið verk úr fjarlægð, skoða það eins og óvilhallur áhorf- andi. Ella getur hann naumast vænst þess að verk sitt verði rétt skilið né metið. En til þess þarf yfirsýn, og þó öllu fremur þjálfun. Þess háttar valdi yfir verkefni sínu hefur höfund- ur enn ekki náð. Stíllinn er tæpast nógu lipur, málfar hefði mátt bæta. Og söguþulur veit of mikið af per- sónu sinni, stendur því einatt á milli söguefnis og lesanda. Athugasemdir eins og: »Nú má ekki skilja mig svo að ég segi þetta sjálfum mér til af- sökunar ... Nú má ekki skilja mig sem svo að ég hafí skrifað þetta handrit af því að ég vildi verða fræg- ur ... Nú á svo að heita að ég sé afkomandi víkinga ... Nú er það svo að okkur er tamt að líta á það sem fyrir augu ber nánast daglega sem eitthvað lítilfjörlegt, gott ef ekki ómerkilegt ... Nú er það al- kunna að þjóðsöngur okkar er ein- hver sú mesta hrákasmíð sem um getur ... Nú er það svo að ég hef kosið að hafa þessa sögu í fyrstu persónu . ..« gefa til kynna að höf- undur hefði þurft að leggja verkefni sitt til hliðar um stund og endur- skoða það síðar með vemlegar lag- færingar fyrir augum. Sakamálin í síðari hluta sögunnar vilja því miður falla í skuggann fyrir þessari mælsku sögumanns. Annars er sögumaður hálfgerður furðufugl og tekst höfundi best upp þegar hann lýsir ýmsum sérvisku- Björgúlfur Ólafsson háttum hans. Sumt af því er bara nokkuð fyndið. Er peningakassinn Leiðbeiningarit sent til þeirra sem eiga að nota sjóðvélar. Ólöglegar sjóðvélar í viðskiptum eiga nú að Horfur eru á að viðurlög við brotum á reglum heyra sögunni til. Þessa dagana eru sjóðvélar- um tekjuskráningu verði hert verulega á næst- skyldir aðilar að fá í hendurleiðbeiningarit þar unni. Lögleg og rétt notuð sjóðvél er allra hag- sem meðal annars eru ítrekuð þau skilyrði sem ur og tryggir öryggi í viðskiptum. Það er því löglegir peningakassar verða að uppfylla. Þeir mikilvægt að bæði neytendur og notendur sem enn hafa skráningu sína í ólagi eru ein- sjóðvéla taki höndum saman um að stuðla að dregið hvattir til að koma viðskiptaháttum heiðarlegum og traustum viðskiptum. sínum strax í löglegt horf. Leiðbeiningaritið Sjóðvélar. Hafðuþín viðskiptiá hreinu! verður sent til sjóðvélarskyldra'aðila í þessari viku. Ritið liggur frammi hjá skattstjórum og fjármálaráðuncytinu. FjÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Glugginn verður að sjást Viðskiptavinurinn á að fá kassa- kvittunina í hverjum kassa verður að vera innri strimill og einnigdagsölu- og uppsöfnunarteljari Kassanum á að loka HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.