Morgunblaðið - 27.11.1990, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990
Snúum okkur í vest-
ur fari viðræður um
EES út um þúfur
- segir utanríkisráðherra í samtali
við Reuters-fréttsistofunzL
JÓN Baldvin Hannbibalsson utanríkisráherra segir í samtali við
Keuíers-fréttastofuna um helgina að fari viðræður milli Fríverslunar-
samtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um Evrópskt
efnahagssvæði (EES) út um þúfur eigi Islendingar ekki annars úr-
kosti en leita eftir samningum við Bandaríkjamenn.
„Fari viðræðumar út um þúfur
er okkur nauðugur einn kostur að
reyna að gera viðskiptasamning við
Bandaríkjamenn .. og sætta okkur
við að við eigum samleið með þeim
í framtíðinni," segir Jón Baldvin í
viðtalinu. Hann fer hörðum orðum
um stefnu Evrópubandalagsins í
sjávarútvegs- og fískveiðimálum og
segir að þótt í orði kveðnu aðhyllist
bandalagið fríverslun sé sú alls ekki
raunin í þessum málaflokkum.
Hann segir ennfremur að það ráðist
fyrir áramót hvort eitthvað komi
út úr viðræðunum milli EFTA og
Roald Dahl
Roald Dahl
látinn
London. Reuter.
BRESKI rithöfundurinn Roald
Dahl, sem þekktastur er fyrir
barnabækur sínar, Iést síðast-
liðinn föstudag 74 ára að aldri.
Barnabækur hans eins og
„Kalli og súkkulaðiverksmiðj-
an“ seldust í yfir átta milljón-
um eintaka og voru þýddar á
a.m.k. 17 tungumál.
Roald Dahl fæddist árið 1916
og var af norsku foreldri kominn.
Hann gekk í konunglega breska
flugherinn við upphaf seinni
heimsstyijaldarinnar og slapp
naumlega lífs af þegar flugvél
hans hrapaði á eyðimerkursvæði
í Líbýu.
Ailar bækur Dahls urðu met-
sölubækur á alþjóðlegum mark-
aði og bréfum frá bömum rigndi
yfir hann.
EB. En ef útiloka eigi íslendinga
frá samruna Evrópu þá verði þeir
að snúa sér í vesturátt. „Við vorum
fyrstu pólitísku útlagarnir í Evrópu
og það er opin spurning hveijum
við tilheyrum." Pólitískur vilji sé
fyrir því í Bandaríkjunum að gera
fríverslunarsamning við íslendinga
en gerð hans sé ekki einföld og
taki tvö til þijú ár.
Fréttaritari Reuters segir að þeir
íslensku stjórnmálaleiðtogar' sem
hann hafí rætt við séu sammála um
að ekki komi til greina að semja
við Evrópubandalagið um að það
fái aðgang að íslenskum fískimiðum
í skiptum fyrir fríverslun með fisk
innan EES.
Reuter
Margaret Thatcher veifar til stuðningsmanna sem saman voru komnir nærri bústað hennar í gær.
Breski forsætisráðherrann var á leið til fundar i höfuðstöðvum Ihaldsflokksins.
Leiðtogakjör breska íhaldsfiokksins:
Baráttan talin munu standa
milli Heseltines og Majors
Flestir búast við þriðju umferðinni
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FRAMBJÓÐENDURNIR þrír í leiðtogakjöri breska íhaldsflokksins,
Michael Heseltine, þingmaður, John Major, fjármálaráðherra, og
Douglas Hurd, utanríkisráðherra, hertu kosningabaráttu sína um
helgina. Allir þrír sögðust geta sigrað. Flestir búast við, að enginn
þeirra fái hreinan meirihluta í þessari umferð og kjósa verði í þriðja
sinn á fimmtudag.
Kosningabaráttan var háð af full-
um krafti í fjölmiðlum um helgina.
Allir frambjóðendur mættu í viðtöl
í fréttaskýringaþáttum sjónvarps-
stöðvanna og útvarpsstöðvanna og
sömulejðis stuðningsmenn. Þing-
menn íhaldsflokksins héldu í kjör-
dæmi sín og leituðu eftir skoðunum
stuðningsmanna sinna og kjósenda.
Bæði John Major og Michael
Heseltine segjast hafa stuðning um
og yfír 150 þingmanna og Douglas
Hurd segist njóta stuðnings að
minnsta kosti 100 þingmanna, en
hann býst ekki við að sigra í þess-
ari umferð, en treystir á þriðju
umferðina.
Flestir fréttaskýrendur telja, að
baráttan standi milli Heseltines og
Majors. Skoðanakannanir, sem birt-
ust um helgina, gefa til kynna að
íhaldsflokkurinn njóti nú meira
fylgis en Verkamannaflokkurinn,
sama hver verður leiðtogi hans.
Forskot hans yrði á bilinu 3-8%, ef
Major eða Heseltine yrðu kosnir
leiðtogar, en 1-3% ef Hurd yrði kjör-
inn leiðtogi.
Starfsmenn flokksins og stuðn-
ingsmenn eru langflestir mjög
gramir Heseltine fyrir að bjóða sig
fram gegn Margaret Thatcher og
steypa henni úr embætti í reynd.
Þingmenn, sem hlera vel skoðanir
stuðningsmanna sinna, hafa allir
fengið skýr skilaboð frá þessum
Samkomulag, um Kambódíu:
Öryggisráð SÞ taki
við stj órnartaiimum
hópi um að styðja ekki Heseltine.
Jafnframt er ljóst, að John Major
nýtur mests fylgis í þessum hópi.
John Wakeham, orkumálaráð-
herra og einn nánasti stuðnings-
maður Margaret Thatcher, staðfesti
um helgina, að ein ástæðan til þess
að hún dró sig í hlé á endanum,
hefði verið vilji til að koma í veg
fyrir, að Heseltine yrði kjörinn, með
því að gefa öðrum ráðherrum kost
á að bjóða sig fram um leið og hún
drægi sig í hlé.
Talið er líklegt, að Thatcher
styðji John Major, en hún hefur
einungis lýst yfir, að hún óski þess
að næsti leiðtogi komi úr ríkis-
stjórninni, sem þýðir annað hvort
John Major eða Douglas Hurd. John
Major neitaði því í viðtölum um
helgina, að hann væri sérstakur
fulltrúi hægri arms íhaldsflokksins
og lagði áherslu á, að stuðningur
sinni kæmi úr öllum valdahópum
hans.
Michael Heseltine sagðist ekki
líta á sig sem fulltrúa vinstri arms
flokksins heldur stæði stuðningur
hans traustum fótum víða innan
flokksins. Douglas Hurd sagði, að
hann gæti best sameinað flokkinn
á ný, þegar leiðtogakjörið væri af-
staðið.
Hurd og Major njóta stuðnings 7
ráðherra hvor, en einn hefur lýst
stuðningi við Heseltine. Bæði Sir
Geoffrey Howe, fyrrum varaleiðtogi
flokksins, og Nigel Lawson, fyrrum
Suður-Afríka:
fjármálaráðherra, hafa lýst yfir
stuðningi við Heseltine og sömuleið-
is Carrington, lávarður, fyrrum ut-
anríkisráðherra, en hann hefur þó
ekki atkvæðisrétt.
Búist er við, að úrslit verði kunn
úr þessari umferð leiðtogakjörsins
um kl. hálf sjö í kvöld að íslenskum
og breskum tíma.
Verndun fiski-
stofna:
Búist við neyð-
aráætlun EB
Brussel. Reuter.
BÚIST er við því að fram-
kvæmdastjórn Evrópubanda-
lagsins kynni á morgun neyð-
aráætlun til að bjarga fiski-
stofnum ríkja bandalagsins.
„Við erum engir afundnir
umhverfisverndarsinnar," sagði
ónefndur embættismaður hjá
framkvæmdastjóminni í samtali
við Reuíers-fréttastofuna. „En
ef viðrbreytum ekki háttum okk-
ar hið fyrsta er hmn framund-
an.“ Að hans sögn vill Manuel
Marin, sem fer með sjávarút-
vegsmál í framkvæmdastjóm-
inni, meðal annars að EB banni
reknetaveiðar en einnig vill
hann grípa til aðgerða til að
vernda þorsk, ýsu og lýsu.
BANDARIKJAMENN segja að samkomulag það sem náðst hefur
með fastafulltrúum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna marki þátta-
skil í þeirri viðleitni að binda enda á tólf ára stríð í Kambódíu.
Efasemdir eru þó uppi um að stríðandi aðilar þar í landi leggi
niður vopn.
Fastafulltrúarnir fímm, Banda-
ríkin, Bretland, Frakkland, Kína
og Sovétríkin, náðu samkomulagi
á þriggja daga fundi í París sem
lauk um helgina. Með samkomulag-
inu er gerð ítarlegri grein fyrir
hugmyndum sem settar vora fram
í New York í ágúst. Gert er ráð
fyrir að bráðabirgðastjórn Samein-
uðu þjóðanna í Kambódíu taki við
stjórninni, haldnar verði frjálsar
kosningar, flóttamenn sem yfírgáfu
landið á áttunda áratugnum komi
aftur og gerð verði ný stjómar-
skrá. í yfírlýsingu þeirra sem að
samkomulaginu standa er skorað á
stríðandi fylkingar í Kambódíu, þar
á meðal Rauðu khmerana, að sam-
einast í þjóðstjórn, svokölluðu Yfir-
þjóðarráði, og taka upp friðarvið-
ræður í París. Gefíð er í skyn að
æskilegt væri að Sihanouk prins
yrði forseti Yfírrþjóðarráðsins.
Hun Sen, forsætisráðherra lepp-
stjórnar Víetnama í Kambódíu, var
þó búinn að hafna mikilvægum
hluta samkomulagsins áður en það
var gert, þ.e.a.s. að viðræðumar
færu fram í París og að bráða-
birgðastjórn Sameinuðu þjóðanna
færi með völd í landinu.
Fulltrúi Bandaríkjanna í samn-
ingaviðræðunum um helgina sagði
að vonir stæðu til þess að viðræður
gætu hafíst fljótlega í París og
þess vegna yrði ráðstefnuhöllin,
sem reist var til bráðabirgða þar í
borg vegna Ráðstefnunnar um ör-
yggi og samvinnu í Evrópu, ekki
rifín að svo stöddu. Sihanouk prins
er nú kominn til Parísar og hefur
hann skorað á aðrar fylkingar í
Kambódíu að koma til viðræðna.
Hann hefur ennfremur lýst sig
fylgjandi því að Hun Sen yrði vara-
forseti.
Tiittiigri og tveir létu líf-
ið í átökum um helgina
Johannesarborg. Reuter.
ÁTÖK milli stríðandi fylkinga í byggðum blökkumanna í Suður-
Afríku um helgina kostuðu að minnsta kosti 22 menn lífið, þar af
felldi lögregla einn.
Alvarlegasti atburðurinn átti sér
stað í bænum Harding í Natal-hér-
aði, þar sem vopnaðir menn réðust
á sendiferðabíl og lítinn fólksflutn-
ingabíl og skutu níu manns til bana.
Atburðurinn kom íbúum í Hard-
ing mjög á óvart, þar sem svo hafði
virst undanfarið sem erjur milli
stríðandi fylkinga Afríska þjóðar-
ráðsins og Inkatha-hreyfingarinnar
væru að fjara út.
Átökin náðu til nágrannabæjar
Harding, Paddock, í gærmorgun.
Þar voru 80 hús brennd til ösku
og hundrað manna flúðu heimili sín.
Um 4000 þúsund manns hafa
látið lífið í Natal-héraði á síðustu
þremur árum í átökum milli ANC-
hreyfingar Nelsons Mandela og Ink-
atha-hreyfíngar Mangosutuhus
Buthelezis Zuluhöfðingja.