Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen yfirburðasignr- vegarar á Kauphallarmóti __________Brids_____________ GuðmundurSv. Hermanns- son „Fyrsta, annað og Þessi orð hefur Haraldur Blöndal oft farið með enda vanur að bjóða upp listaverk. En á laugardag- inn bauð hann í fyrsta skipti upp menn, þegar hann „seldi“ 22 bridspör á rúma milljón sam- tals, þau dýrustu á vænt kýr- verð, eða á milli 100-145 þúsund krónur. Sú fjárfesting borgaði sig þó I mörgum tilfellum, því þarna var verið að selja hluta- bréf í væntanlegum verðlaun- um paranna á Kauphallarmót- inu sem Bridgesambandið, Skeljungur, Vífilfell og Verð- bréfamarkaður íslandsbanka, stóðu að um helgina. Og þijú af fjórum dýrustu pörunum enduðu í þremur efstu sætum mótsins og skiluðu „eigendum" sínum 80-250 þúsund króna ágóða. Mótið var haldið að fyrirmynd Cavendish-mótsins í New York, sem dregur árlega til sín bestu spilara heims. Fyrir mótið eru pörin boðin upp, og kaupverðið rennur að mestu í verðlaunapott sem efstu pörin og eigendur þeirra skipta með sér. Á Cavendish-mótinu seljast pörin fyrir háar fjárhæðir, en fyr- irfram var erfítt að áætla sölu- verðið á Kauphallarmótinu. Strax í byijun varð þó ljóst hvert stefndi því fyrsta parið, Ásgeir Ásbjöms- son og Hrólfur Hjaltason, seldist á 66 þúsund krónur. Þegar upp var staðið voru þetta dýrustu pör- in: Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen, 145 þúsund. Sigurður Vilhjálmsson og Valur Sigurðs- son, 130 þúsund. Bjöm Eysteins- son og Guðmundur Sv. Her- mannsson, 115 þúsund. Símon Símonarson og Öm Arnþórsson, 100 þúsund. Guðmundur Páll Amarson og Jónas P. Erlingsson, 75 þúsund. Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjömsson, 70 þús- und. Páll Valdimarsson ogRagnar Magnússon 70 þúsund. Eftir uppboðið lá fyrir, að fyrstu verðlaun til eigenda vom 371 þúsund og 106 þúsund til spilaranna. í önnur verðlaun vom 247 þúsund til eigenda og 70 þúsund til spilara. I 3. verðlaun vom 185 þúsund til eigenda og 53 þúsund til spilara. 4. sætið gaf 148 þúsund til eigenda og 42 þúsund til spilara og 5. sætið gaf 123 þúsund til eigenda og 35 þúsund til spilara. Veitt vom verð- laun fyrir fyrstu 8 sætin. Vafalaust hefur fleimm en und- irrituðum verið undarlega innan- brjósts í mótsbyijun, að bera skyndilega ábyrgð á vemlegu fé annarra með því að spila brids. Að auki bauð keppnisformið upp á miklar sveiflur og eitt spil gat kostað eða gefið vel á annað hundrað stig. Einbeitingarleysi eitt augnablik gat því kostað 100 stig og þúsundfalda þá peninga- upghæð. Ásmundur Pálsson og Guð- mundur Pétursson byijuðu best og þegar fyrstu lotu af þremur Bjöm Eysteinsson og Guðmundur Hermannsson skutust upp í efsta^ sætið í lok lotunnar og eftir 14 umferðir var staðan þessi: Björn og Guðmundur 497, Guðni og Ómar 486, Jón og Aðalstemn 460, Ragnar og Svavar 392, Ás- mundur og Guðmundur 391. Guðni og Omar fengu lotuverð- launin en þeir skomðu 435 stig. Bjöm og Guðmundur vora í 2. sæti með 409 stig og Símon og Öm í 3. sæti með 314 stig. í þriðju lotunni var hms vegar komið að Jóni og Aðalsteini sem skoruðu látlaust. Þeir náðu fljót- lega fyrsta sætinu og bilið milli þeirra og annarra breikkaði stöð- ugt. Hins vegar var mikil keppni Morgunblaðið/Arnór. Sigurvegarar fyrsta Kauphallarmótsins, Jón Baldursson og Aðal- steinn Jörgensen sýna „vöruna" , eins og Haraldur Blöndal orð- aði það, áður en boðið var í þá á uppboðinu. Þeir voru að lokum slegnir Gunnari F. Helgasyni á 145 þúsund krónur eftir talsverð- an slag. um hin verðlaunasætin. Óm og Símon komust í 2. sætið í næsts- íðustu setu, en i síðustu umferð- inni fengu Bjöm og Guðmundur risaskor og náðu sætinu aftur. Þegar upp var staðið höfðu þessi pör lent í verðlaunasætum: 1. Jón Baldursson - Aðalsteinn Jörgensen 1.355 2. Björn Eysteinsson - Guð- mundur Sv. Hermannsson 783 3. Símon Símonarson - Orn Arnþórsson 666 4. Jakob Kristinsson - Pétur Guðjónsson518 5. Sverrir Ármannsson - Matt- hías Þorvaldsson 438 6. Ómar Jónsson - Guðni Sigur- bjarnason 350 7. Ásmundur Pálsson - Guð- mundur Pétursson 221. 8. Steingrímur G. Pétursson - Sveinn R. Eiríksson 115. Jón og Aðalsteinn unnu líka lotuverðlaunin með 895 stigum, Öm og Símon vom þar í 2. sæti með 459 stig og Sveinn og Steingrímur í 3. sæti með 358 stig. Á meðan á mótinu stóð rak Verðbréfamarkaður Islandsbanka kauphöll með hlutabréfín í pömn- um og þar vora oft lífleg við- skipti. Jón Baldursson og Aðal- steinn Jörgensen áttu ekki síður annríkt í kauphöllinni en við spila- borðið enda áttu þeir, ásamt öðr- um, í mörgum pömm. Gámngam- ir sögðu að Jón og Aðalsteinn hefðu ekkert mátt vera að því að spila fyrr en á sunnudaginn, en þá spýttu þeir svo sannarlega. í lófana. Að venju sá Agnar Jörgensson um keppnisstjóm og Kristján Hauksson um útreikning sem eft- ir hveija setu lá fyrir með undra- skjótum hætti. Yngstu spilararnir á mótinu, Steingrímur G. Pétursson og Sveinn R. Eiríksson, náðu 8. og síðasta verðlaunasætinu með góðum endaspretti. Þeir spila hér við Ragnar Magnússon og Pál Valdimarsson. lauk vom þeir efstir með 414 stig. í öðm sæti vora Ragnar Her- mannsson og Svavar Bjömsson með 298 stig, Gestur Jónsson og Sigfús Öm Ámason voru í 3. sæti með 236 stig og Eiríkur Hjaltason og Hjalti Elíasson í 4. sæti með 118 stig. Þrenn auka- verðlaun vom veitt fyrir þijár hæstu skorirnar í hverri lotu. í annarri lotu tóku Guðni Sigur- bjarnason og Ómar Jónsson mik- inn sprett og náðu fomstunni en Guðmundur Sv. Hermannsson og Björn Eysteinsson urðu í 2. sæti. Þeir spila hér við Friðþjóf Einarsson og Kristófer Magnússon. „Súrefnisblóm“ Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 192. þáttur Flestum þætti kostur að geta lifað á loftinu einhvem tíma, og oft er spurt um plöntur sem þola mikinn skugga, eða plöntur sem geta þrifíst í gluggalausum her- bergjum og að sjálfsögðu væri þægilegast að þurfa sem minnst að hugsa um þær. __Em gerviblóm ekki lausnin? Þau em fáanleg í ýmsum stærðum og gerðum, — ef þau henta ekki hvað þá? Hvað um litla græna brúskinn sem kallaður er „súrefnisblóm"? Hann lifír bara á loftinu, má ekki vökva og þolir ekki sól. Því ekki að reyna hann? En hvað er þetta — gervi- eða lifandi blóm? „Súrefnisblómið“ hefur fræðihei- tið Sertularia cupressina, erlend nöfn á markaðsvörunni vóm sjó- mosi eða Haf-cypress og bentu til að þetta kæmi úr sjónum. Þetta reyndist ekki vera planta heldur hópur fmmstæðra lífvera sem lifa í sambýli, nár.ar tiltekið holdýr, nánir ættingjar kóralla og smárra marglyttna. Söluvaran „súrefnis- blómiff‘ er ekki lengur lifandi, smálífverumar em dauðar, en sá vöxtur sein virðist verða, er af því að greinarnar draga til sín raka úr loftinu og teygja sig líkt og gerist með svampa. Árið 1758 gaf Linné áður- nefndri „plöntu" latneska nafnið Sertularia cupressina. Frekari fróðleikur úr „Flóru Danmerkur" frá 1935: Þennan sjávargróður er að fínna við strendur Atlantshafsins beggja vegna, aðallega á grunn- sævi. í Evrópu fínnst hann frá Miðjarðarhafinu og norður til Novaja Semlja og er sjaldgæfur nyrst en í miklu magni í Norður- sjónum. í enskri vasaútgáfu frá Collins (1958) um lífíð í sjónum, segir að þennan gróður reki á land á Norðursjávarströnd Englands og kallist hann þar „hvítt illgresi" (White Weed). í Harwic, hafn- arbæ við Ermarsund, er gróðrin- um safnað Samaii, hann þurrkað- ur, litaður og seldur til skrauts víða um Evrópu. Nokkuð sérstakt þetta holdýra- sambýli sem líffræðilega er í hópi dýra en er markaðssett sem skrautplanta og þar sem annar gróður þrífst illa gleður hún augað Súrefnisblóm. og þessi vitneskja um uppmna hennar gerir hana dálítið spenn- andi. Athugið: Vökvið ekki, þá upp- litast „plantan". Þess má geta að lokum að „Súr- efnisplantan“ hefur af og til verið fáanleg í blómaverslunum. Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.