Morgunblaðið - 27.11.1990, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 27.11.1990, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 49 Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Þýsk-íslensku menningarsamtökin í Stuttgart komu í kring kynningarfundi um ísland, EFTA og EB í iðnaðar- og verslunarráði borgarinnar fyrir skömmu. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Islands í Þýskalandi, lengst til hægri, hélt fyrirlestur. Helgi Sæmundsson, verkfræðingur, og Emilia Hart- mann, konsúll, eru með honum á myndinni. MENNING Einkaframtak í menningarsamskiptum Helgi Sæmundsson, verk- fræðingur, sem hefur búið í Þýskalandi í yfir þijátíu ár og starfar hjá BASF í Stuttgart, er maðurinn á bak við nýtt félag sem heitir Þýsk-íslensku menn- ingarsamtökin. Það hyggst auka menningartengsl íslands og Suður-Þýskalands og hefur þeg- ar staðið fyrir veglegri lista- og bókmenntasýningu á íslenskum verkum í landsbókasafninu í Stuttgart. Helgi, sem er Reyk- víkingur og ólst upp á Bókhlöð- ustígnum, hefur farið heim til íslands að meðaltali einu sinni á ári í gegnum árin og segist ein- faldlega hafa gaman af verkefn- um félagsins þegar hann er spurður hvers vegna hann ákvað að hella sér út í starfsemi þess. Hann fékk hugmyndina að sýningunni þegar samskonar sýning var haldin á grískum verkum í bókasafninu. Hann stofnaði félag með Dr. Ernst W. Bauer, kvikmyndagerðar- manni, Manfred Bonz, forstjóra sporvagna Stuttgarts, og Arno Lederer, prófessor og eiginmanni Jórunnar Ragnarsdóttur, arki- tekts, til að standa að sýning- unni og öðrum verkefnum. Það sótti um styrki frá hinu opinbera á íslandi og Þýskalandi og veg- legasti styrkurinn, 125.000 ÍSK, reyndist koma úr Bókakynning- arsjóði menntamálaráðuneytis Islands, en upphæðin samsvaraði 'A af heildarkostnaði sýningar- innar. Emilia Hartmann, konsúll íslands í Stuttgart, safnaði tölu- verðu fé frá ýmsum fyrirtækjum og borgin studdi sýninguna en hæsti útgjaldaliður hennar var útgáfa tveggja sýningarbækl- inga. Annar þeirra er skrá sem Christiane Knuppel í háskóla- bókasafninu í Kiel gerði yfir allar íslenskar bækur sem hafa verið þýddar á þýsku síðan 1850. Samskipti félagsins við þýska ríkisstofnun sem sér um menn- ingarsambönd við erlendar þjóðir kom aftur hreyfingu á fyrirætlun hennar að gefa út verk eftir ungan, íslenskan höfund á þýsku. Fyrirspurnir stofnunar- innar um hugsanlegan höfund höfðu strandað í kerfinu á ís- landi. En nú stendur til að halda fund í Reykjavík næsta haust um útgáfuna. Stofnunin heldur einnig listasýningar og Helgi vonast tii að vekja áhuga hennar á að halda sýningu á íslenskum verkum í framtíðinni. - ab. 47. leikvika - 24. nóv. 1990 Röðin : X1X-122-211-X12 HVER VANN ? 845.557- kr. 12 réttir: O raðir komu fram og fær hver: O- kr. 11 réttir: 5 raöir komu fram og fær hver: 42.277- kr. 10 réttir: 82 raðir komu fram og fær hver: 2.577-kr. Tvöfaldur pottur - næst! SIEMENS Símtceki frá Siemens Við bjóðum gott úrval af símtækjum frá Siemens. Siemens tryggir gœði, endingu og fallegt útlit! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Miðlaðar rábleggingar frá Ijósverum aö handan Bækur sem leibbeina, glebja og hjálpa. XxiSaríjós tií auSitffta Sfs Sanaya Roinan jyXILtAD pfjfSÓNULEGUM STYKKOG andlegum ÞROSKA Þær eru innbundnar og kosta kr. 2.490, BOK EMMANUELS (Emmanuels Books) Rituö af Pat Rodegast LIFÐU I GLEÐI (Living with joy) Rituð af Sanaya Roman Fást í öllum helstu bókaverslunum N YALDARBÆ KU R Bolholti 6, símar 689278 og 689268 „Elskum alla ★ þjónum öllum“ Isaac B. Tigrett Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 689888

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.