Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 4
4 MÖRGíjftSííÁÖÍÉ)' röStÍÍljAbt'k^. DkftkAÍrtRk' liiíió’ Verðlagsráð sjávarútvegsins: Fijálsu fiskverði gegn takmörk un á ísfiskútflutningi hafnað FULLTRÚI útgerðarmanna í Verðlagsráði sjávarútvegsins hafnaði á fundi ráðsins í gær þeirri tillögu fulltrúa fiskkaupenda í ráðinu að verð á bolfiski verði gefið frjálst frá 1. desember sl. gegn því að útflutningur á óunnum fiski verði takmarkaður verúlega, eða þannig að einungis verði leyft að flytja út óunninn fisk, sem fari beint til neyslu. Fulltrúar fiskkaupenda höfðu boðið hækkun á lágmarksverði bol- fisks frá 1. desember sl. í samræmi. við þjóðarsáttarsamningana svo- kölluðu en fulltrúar fiskseljenda, sjómanna og útgerðarmanna, lögðu hins vegar fram sameiginlega til- lögu um að fiskverð yrði gefið frjálst. Næsti fundur í Verðlagsráði verður haldinn 17. desember nk. „Stjómarfundur í Útvegsmanna- félagi Austfjarða sendi ályktun til stjórnar Landssambands íslenskra útvegsmanna og okkar manns í Verðlagsráði, þar sem við minnum á þá samþykkt aðalfundar LÍÚ að lágmarksverð verði áfram ákveðið í Verðlagsráði," segir Eiríkur Ólafs- son, útgerðarstjóri Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar og formaður Út- vegsmannafélags Austfjarða. „í þessari ályktun bentum við á að búa þurfí til reglur, eða sett verði lög, um það hvernig standa eigi að verðlagningu eða samnihg- um um fiskverð. í öðru lagi að allt- af verði til lágmarksverð á físki, eins og er til dæmis í Evrópubanda- lagslöndunum, svo og að skilgreint verði hvað fijálst fískverð sé og fulltrúi LÍÚ í Verðlagsráði standi ek’ki að frjálsu fískverði, nema gengið verði að áðurgreindum atrið- um. Það er ekki fijálst fískverð, þar sem notaðar eru alls konar þvingun- araðferðir. Það verður að vera til einhver vinnurammi, sem menn geta unnið eftir,“ segir Eiríkur. „Ef fijálst fískverð kæmi gætu þær aðstæður komið upp að nauð- synlegt væri að vera með lágmarks- verð. Ef til dæmis Neskaupstaður eða Seyðisfjörður lokuðust algjör- lega vegna snjóa, eða annars, gæti vinnslan þar hugsanlega keypt fisk- inn fyrir gúanóverð,“ segir Eiríkur. Hann segir að fiskverð hafí hækkað um rúm 30% hjá Hrað- frystihúsi Fáskrúðsfjarðar á þessu ári. „Við sömdum í byijun septemb- er um 28% heimalöndunarálag frá 10. júlí síðastliðnum og greiðum sjómönnunum auk þess sérstaklega vegna útflutnings á óunnum físki en við flytjum mjög lítið út af hon- um,“ segir Eiríkur Ólafsson. Lágmarksverð Verðlagsráðs fyr- ir 5 kílóa slægðan þorsk var 49 krónur fyrir kílóið til 1. desember sl. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar gerir út togarana Ljósafell SU og Hoffell SU. Ljósafellið hefur fengið 55,61 krónu meðalverð fyrir kílóið af þorski, sem landað er til vinnslu heima, og 64,64 króna meðalverð fyrir ýsu frá 10. júlí síðastliðnum og Hoffellið hefur fengið 59,80 krónur fyrir þorsk og 64,48 krónur r Heimild: Veöurstí (Byggt á veðurspá ki. 1( VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 7. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Milli Svalbarða og Norður-Noregs er víðáttumikil 960 mb djúp lægð sem hreyfist norðaustur, en vaxandi hæðarhrygg- ur á Grænlandshafi mun hreyfast austur. SPÁ: Norðvestangola eða kaldi og víðast léttskýjað. Frost 6-14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Vestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og hiti nálægt frostmarki. Slydduél um vestanvert landið en annars þurrt. TAKN: •Q ► Heiðskírt Léttskýjað ■Qk Hálfskýjað SkýÍað Jlll, Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / r r r r r r Rigning r r r * / * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma -j o Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súid OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að fsl. tíma Akureyri Reykjavik hiti ■1-6 +4 veður snjóél úrkoma í grennd Björgvin 7 rigningogsúld Helsinki vantar Kaupmannahöfn 4 rlgning Narssarssuaq -s-13 léttskýjað Nuuk í-7 snjókoma Ósló 1 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn 2 snjóél Algarve 16 þokumóða Amsterdam 7 Þokumóða Barcelona 11 místur Berlín 0 mistur Chlcago Feneyjar 8 vantar heiðskirt Frankfurt 2 léttskýjað Glasgow 8 rigníng Hamborg 2 skýjað tas Palmas 21 alskýjað London 0 þoka Los Angeles 12 helðskírt Lúxemborg 1 heiðskírt Madrfd Malaga 16 vantar alskýjað Mallorca 14 léttskýjað Montreal +4 snjóél NewYork 0 alskýjað Orlando 10 alskýjað París 4 heiðskirt Róm 9 léttskýjað Vín 0 hálfskýjað Washlngton +1 léttskýjað Winnipeg +13 léttskýjað Fulltrúar fiskkaupenda og -seljenda í Verðlagsráði sjávarútvegsins hafa enn ekki náð samkomulagi um fiskverð. fyrir ýsu á sama tíma. Á fískmarkaðnum í Hafnarfirði var meðalverð fyrir kílóið af slægð- um þorski 96,96 krónur í nóvember síðastliðnum, eða 43,3% (29,31 krónu) hærra en í sama mánuði í fyrra og meðalverð á slægðri ýsú 93,25 krónur, sem er um 12% (10,25 krónum) hærra en í nóvemb- er í fyrra. Frá verðinu á markaðnum má hins vegar draga 5% vegna kostnaðar við söiuna. Á bresku fiskmörkuðunum fást nú rúmar 150 krónur fyrir kílóið af þorski, eða um 37% hærra verð en á sama tíma í fyrra og rúmar 160 krónur fyrir ýsu, eða um 46% hærra verð en á sama tíma í fyrra. Borgarstjórn: Engar útfellingar í hitaveituvatni á síðustu vikum -segir í minnisblaði hitaveitustjóra til borgarstjóra DAVÍÐ Oddsson, borgarsljóri, kynnti á fundi borgarsljórnar í gær minnisblað frá hitaveitusljóra vegna umræðu um magnesíumsílíkat útfellingar í hitaveituvatni. Þar kemur fram að ekkert bendi til að uppblöndun vatns frá Nesjavöllum og jarðhitavatns af höfuðborgar- svæðinu takist ekki. Síðustu vikur hafi rekstur Nesjavallavirkjunar gengið eðlilega og útfellingar ekki orðið í hitaveituvatninu. í minnisblaði hitaveitustjóra, september, hefur framleiðslu verið Gunnars H. Kristinssonar, segir m.a. að framleiðsla á heitu vatni á Nesja- völlum hafí tekist betur en gert var ráð fyrir og ekkert hafí komið fram enn sem bendi til að uppblöndun takist ekki, þrátt fyrir að nokkur útfelling hafi átt sér stað í dreifikerf- inu við uppkeyrslu virkjunarinnar. Þá segir í minnisblaðinu; „Síðan Nesjavallavirkjun fór í gang, í lok stjórnað þannig, að ekki yrðu útfell- ingar í dreifíkerfínu og hefur það gengið mjög vel ef tekið er tillit til þess að um nýja reynslu starfsmanna er að ræða og er óhætt að fullyrða að síðustu vikur hefur reksturinn gengið eðlilega og útfellingar ekki orðið. Fylgst er með framleiðslu og blöndun reglulega og verður að sjálf- sögðu gert áfram.“ Bókauppboð í Qsló: Fornritin seldust ekki Á BÓKAUPPBOÐI J.W. Cappe- lens í Ósló í byijun þessa mánað- ar voru boðnar upp tvær Skál- holtsbækur sem prentaðar voru í Skálholti á síðari hluta 17. aldar. Bækumar seldust ekki þar sem ekki bárust í þær viðunandi boð. Annars vegar er um að ræða fjór- ar sögur í einu bindi prentaðar í Skálholti 1688 í upprunalegu skinn- bandi og hins vegar Ólafs sögu Tryggvasonar sem prentuð var í Skálholti 1689, einnig í upprunalegu bandi. Hæstu tilboðin í hvora bók náðu ekki 1 milljón kr., en settar voru 1,5 milljón kr. á fyrrnefndu bókin en 1 miiljón á Ólafs sögu Tryggvasonar. Þetta eru fyrstu forn- ritin sem prentuð voru á íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá J.W. Cappelens uppboðsfyrirtækinu bár- ust ekki nægilega há tilboð í bæk- urnar og voru þær því dregnar til baka. Bækurnar eru enn til sölu ef viðunandi tilboð berst. Eigandi bó- kanna er norskur félagsskapur sem starfsmaður J.W. Cappelen vildi ekki segja nánari deili á. Gangi fyrirhugaðar skattahækkanir eftir: Verðbólga næsta árs yrði 12% í stað 7,3% - að mati hagdeildar Verslunarráðsins VERÐBÓLGA yrði 12% á næsta ári í stað 7,3%, gangi fyrirhugað- ar skattahækkanir ríkissljórnar- innar eftir eins og þær koma fram í fjárlagafrumvarpi. Þetta er mat hagdeildar Verslunarráðs Is- lands. í útreikningum Verslunarráðsins er miðað við að kaumáttur launlega og samkeppnistaða atvinnulífsins verði varin á næsta ári með nauðsyn- ■legri gengisaðlögun, þar sem að með föstu gengi hefði skattahækkun annað hvort í för með sér aukið at- vinnuleysi eða minni kaupmátt laun- þega. Utreikningar Verslunarráðs sýna, að 6 mánaða verðbólga yrði 4,98% í upphafi og 7,39% í lok næsta árs, ef miðað er við forsendur aðila vinnumarkaðar og Þjóðhagsstofnun- ar. Ef miðað er við forsendur aðila vinnumarkaðar og fyrirhugaðar skattahækkanir ríkisstjórnar, yrði verðbólgan - 5,68% í upphafí og 11,68% í lok næsta árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.