Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 19 IBM bauð starfsfólki sínu á óperutónleika IBM á íslandi keypti öll sæti í íslensku óperunni og bauð starfs- fólki sínu ásamt gestum á óperutónleika um síðustu helgi. Að sögn Gunnars Hanssonar forstjóra, mun fyrirtækið auk þess styrkja óperuna um eina milljón króna á næsta ári. „Við ákváðum að styrkja óper- una á tvennan máta,“ sagði Gunn- ar. „í fyrsta lagi var ákveðið að kaupa húsið síðastliðinn sunnudag og var starfsfólki ásamt sínum nánustu boðið á óperutónleika síðdegis þann dag. Tónleikarnir vöktu mikla hrifningu og fólk var Kvenfélag Þistilfjarð- ar 7 5 ára Garði, Þistilfirði. SUNNUDAGINN 2. desember hélt Kvenfélag Þistilfjarðar upp á 75 ára afmæli sitt í Barnaskól- anum á Svalbarði og bauð félag- ið öllum íbúum á félagssvæðinu svo og kvenfélagskonum á Þórs- höfn og mönnum þeirra og fleiri gestum til kvöldverðar. Þar sáu konurnar um frábæra skemmtidagskrá sem þær höfðu að öllu leyti unnið sjálfar, sama má segja um allar veitingar. Þá var uppi handavinnusýning kvenfélags- kvenna, þar mátti sjá bæði nýja og gamla muni, marga hrein listaverk. Það voru 25 konur sem stofnuðu kvenfélagið 1915. Eini núlifandi stofnfélaginn var í afmælishófinu, Þorbjörg Gestsdóttir, er hún vel minnug og hin hressasta 95 ára gömul. Átti hún fagra muni á sýn- ingunni sem hún vann eftir að hún var níræð. Heiðursfélagar kvenfé- lagsins eru Þorbjörg Halldórsdóttir, Elín Pétursdóttir og Sigríður Jóns- dóttir og kom hún frá Húsavík til að vera í hófinu og það sjálfsagt ekki verið erfiðari ferð en oft áður á meðan hún bjó í Krossavík og sótti fundi og aðrar samkomur kvenfélagsins. Kvenfélag Þistil- fjarðar hefur starfað óslitið frá .stofnun og unnið mikið að líknar- og mannúðarmálum og jafnframt gengist fyrir námskeiðahaldi og fræðslufundum um hin ólíklegustu málefni. Nú eru í Kvenfélagi Þistil- fjarðar 33 konur, formaður er Bjarnheiður Skaftfeld, Ytra-Álandi. Félaginu bárust heillaóskir og gjáfir og margar ræður voru flutt- ar. Afmælishófinu lauk með því að dans var stiginn fram eftir nóttu. - Björgvin Pennavinir Tvítug sænsk stúlka með áhuga á tungumálum, ferðalögum, bók- menntum, íþróttum og útivist o.fl.: Liselott Jannerhed, Borgstuguvágen 7, S-35261 Váxsjö, Sverige. alveg í skýjunum að þeim loknum. Þá viljum við gera okkar til að starfsemi óperunnar geti háldið áfram en þar eru ýmis teikn á lofti um mikla erfiðleika. Höfum við heitið að leggja fram eina millj- ón króna í fjárstuðning á næsta ári og reyna þannig að hvetja aðra til að ganga enn frekar til liðs við óperuna svo að starfsemin leggist ekki alveg niður.“ Morgunblaðið/Sverrir Um 70 starfsmenn IBM ásamt gestum eða um 450 manns hlýddu á óperukórinn ásamt einsöngvuruin á tónleikum í Islensku óperunni. l| ÁRGERÐ1991 Cherokee Tvítug frönsk stúlka með margv- ísleg áhugamál: Marie-Laure Bricourt, 4 Grand Place Saint-Python, 59730 Soles,es, France. Tvítug hollensk stúlka vill skrif- ast á við íslenska jafnalda: Marie-Jose Smulders, Blauwsparstraat 3, 4849 BB Dorst, Holland. • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • SOKME^P^ Á STIGAHÚS Komið og skoðið þessa glæsilegu jeppa -ennþá fallegri og mun aflmeiri- Opið laugardag og sunnudag kl. 13.00 -17.00 JÖFUR ÞEGAR ÞU KAUPIR BIL Nýbýlavegi 2, sími 42600 • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER •

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.