Morgunblaðið - 07.12.1990, Page 27

Morgunblaðið - 07.12.1990, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 Skömmtun á neyt- endavörum í Moskvu Moskvu. Reuter. YFIRVOLD í Moskvu, sem Sovétmenn litu áður á sem „borg allsnæg- tanna“, hafa tekið upp skömmtun á neytendavarningi og leiðtogar borgarinnar, sem teljast til róttækra umbótasinna, sögðu að svo gæti farið að borgin fengi ekkert af þeim matvælum sem Vestur- landabúar senda til Sovétríkjanna. Moskvubúar hafa fengið senda skömmtunarseðla til að þeir geti keypt ýmsan fágætan varning, svo sem fatnað og heimilisvörur. Þeir geta aðeins verslað í ákveðnum verslunum, á tilteknum tíma dags- ins og fyrir allt að 150 rúblur (16.700 ÍSK). Matarskömmtun hefur verið tek- in upp í ýmsum borgum til að koma í veg fyrir hamstur á matvælum en yfirvöld í Moskvu eru treg til að grípa til slíkra aðgerða. Sett hafa verið takmörk við matarkaup- um og embættismenn viðurkenna að matarskömmtun verði að öllum líkindum tekin upp í vetur. Vladímír Plotníkov, þingmaður Moskvu, sagði ólíklegt að höfuð- borgin fengi eitthvað af þeim mat- vælum sem Sovétmenn fengju frá Vesturlöndum nema þau væru gefin henni sérstaklega. „Það er Sovét- stjórnin sem fær öll matvælin. Og það er ekkert leyndarmál að þeir eru margir sem vilja refsa Moskvubúum fyrir að kjósa róttæka umbótasinna og lýðræðissinna,“ bætti hann við. Ayodhya á Indlandi: Hindúar hefja nýja baráttu fyrir mosku Ayodhya. Reuter. LÖGREGLUMENN handtóku í gær 1.000 hindúa sem kröfðust yfirráða yfir mosku múhameðstrúarmanna, sem byggð var á 16. öld í borginni Ayodhya, og réðust að þeim með kylfum er þeir ætluðu að taka múha- meðstrúarmann af lífi án dóms og laga. Mótmælendurnir, sem vilja byggja musteri þar sem moskan stendur, fóru I fangelsi án þess að streitast á móti til að leggja áherslu á kröfur sínar en þær felldu minni- hlutaríkisstjórn Indlands, sem var undir forystu Vishwanaths Prataps Sings, í síðasta mánuði. Ríkisstjórnin féll í kjölfar óeirða í Ayodhya en í þeim skutu lögreglumenn a.m.k. 15 manns til bana. Þegar fólkið var fært í rútur, sem átti að flytja það í fangelsi, munaði minnstu að óeirðir brytust út þegar íbúar Ayodhya ásökuðu ungan mú- hameðstrúarmann fyrir að stinga gamlan hindúa, einn fjölda gamals fólks sem eigrar um götur borgarinn- ar, lifir af ðlmusu og er talið heil- agt. Sjónarvottar sögðu að um 600 hindúar hefðu hindrað lögreglu í að bjarga manninum og hefðu ekki gef- ist upp fyrr en lögreglumenn börðu harkalega á fólkinu með kylfum. Ný herferð Alheimssamtaka hindúa til að fá moskuna afhenta hófst í gær og er ætlunin að 1.000 sjálfboðaliðar láti handtaka sig fyrir utan moskuna á degi hveijum í heil- an mánuð. Hindúar trúa því að guð- inn Ram hafi fæðst þar sem moskan stendur og þar vilja þeir reisa mikil- fenglegt musteri. ineð slöngu um hálsinn. til smábæja og sveitahéraða þar sem andstaða við „Varsjárveldið" hafi löngum verið íandlæg. Skýrt hefur verið frá spillingu meðal ráð- herra og mælist hún illa fyrir þegar almenningur hefur vart til hnífs og skeiðar. Mazowiecki hefur þó sjálf- ur sloppið við slíkar ásakanir. Sam- stöðuleiðtogarnir eru nú margir orðnir dæmigerðir, sjálfsánægðir og hrokafullir valdhafar í höfuð- borginni í augum sumra kjósenda og heimildarmenn eru á einu máli um að Mazowiecki hafi tekist illa að reka áróður fyrir efnahagsað- gerðum sem óhjákvæmilega hafa þjáningar í för með sér. Loforð Tyminskis um gull og græna skóga falla víða í góðan jarðveg. Gagnsemi stríðs Tyminski segir í bók sinni að hann hafi haldið inn í frumskóginn til að verða „mannlegur á ný“ og brjóta hlekki siðmenningarinnar. Víða er hreysti og áræði hampað en ýmsar yfirlýsingar frambjóð- andans hafa þótt undarlegar, m.a. hefur hann alið á útlendingahatri. I bók sinni ræðir hann um gildi baráttunnar og verður tíðrætt um styrjaldir. „Pólverjar þurfa á sam- eiginlegu takmarki að halda. Stríð gæti verið sh'kt takmark og gæti sameinað þjóðina." Einn kafli rits- ins fjallar um nauðsyn þess að þjóð- in eignist eigin kjarnorkusprengju sem ætti að vera um „eitt mega- tonn.“ Guðmundur J. Guðmundsson Baráttusaga, í Eymundsson í Austurstræti föstudaginn 7. desember kl. 15-17. Einar Már Guðmundsson - Rauðir dagar, Eymundsson í Kringlunni föstudaginn 7. desember kl. 15-17. Tryggvi Emilsson - Blá augu og biksvört hempa, í Eymundsson Austurstræti föstudaginn 7. desember kl. 15-17. Megas og Þórunn Valdimarsdóttir - Sól í Norðurmýri, í Eymundsson Austurstræti laugardaginn 8. desember kl. 14-16. Steinunn Sigurðardóttir - Síðasta orðið, Eymundsson í Kringlunni laugardaginn 8. desember kl% 14-15. Erlingur Þorsteinsson - Ævi- minningar Erlings Þorsteins- sonar, í Eymundsson við Hlemm laugardaginn 8. desember kl. 14-16. Jón Óttar Ragnarsson - Á bak við ævintýrið, Eymundsson við Hlemm föstúdaginn 7. desember kl. 15-17 og Eymundsson í Kringlunni laugardaginn 8. desember kl. 15-16. Rithöíundar mcö pcnnann a fojftí t vcrslunum lfynvuiu.lsst»n Bubbi og Silja Aðalsteinsdóttir - Bubbi, í Eymundsson í Austur- stræti, laugardaginn 8. desember kl. 16-18 og í Eymundsson á Eiðistorgi sunnudaginn 9. desember kl. 15-17. EYMlfNDSSÖN B Ó K A V E R ý‘S L II N AUSTURSTRÆTI ■ VIÐ HLEMM ■ MJÓDD • KRINGLUNNl ■ ElDiSTORGl 91-18880_9I-293H_91-76650 91-687858 91-611700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.