Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 Skömmtun á neyt- endavörum í Moskvu Moskvu. Reuter. YFIRVOLD í Moskvu, sem Sovétmenn litu áður á sem „borg allsnæg- tanna“, hafa tekið upp skömmtun á neytendavarningi og leiðtogar borgarinnar, sem teljast til róttækra umbótasinna, sögðu að svo gæti farið að borgin fengi ekkert af þeim matvælum sem Vestur- landabúar senda til Sovétríkjanna. Moskvubúar hafa fengið senda skömmtunarseðla til að þeir geti keypt ýmsan fágætan varning, svo sem fatnað og heimilisvörur. Þeir geta aðeins verslað í ákveðnum verslunum, á tilteknum tíma dags- ins og fyrir allt að 150 rúblur (16.700 ÍSK). Matarskömmtun hefur verið tek- in upp í ýmsum borgum til að koma í veg fyrir hamstur á matvælum en yfirvöld í Moskvu eru treg til að grípa til slíkra aðgerða. Sett hafa verið takmörk við matarkaup- um og embættismenn viðurkenna að matarskömmtun verði að öllum líkindum tekin upp í vetur. Vladímír Plotníkov, þingmaður Moskvu, sagði ólíklegt að höfuð- borgin fengi eitthvað af þeim mat- vælum sem Sovétmenn fengju frá Vesturlöndum nema þau væru gefin henni sérstaklega. „Það er Sovét- stjórnin sem fær öll matvælin. Og það er ekkert leyndarmál að þeir eru margir sem vilja refsa Moskvubúum fyrir að kjósa róttæka umbótasinna og lýðræðissinna,“ bætti hann við. Ayodhya á Indlandi: Hindúar hefja nýja baráttu fyrir mosku Ayodhya. Reuter. LÖGREGLUMENN handtóku í gær 1.000 hindúa sem kröfðust yfirráða yfir mosku múhameðstrúarmanna, sem byggð var á 16. öld í borginni Ayodhya, og réðust að þeim með kylfum er þeir ætluðu að taka múha- meðstrúarmann af lífi án dóms og laga. Mótmælendurnir, sem vilja byggja musteri þar sem moskan stendur, fóru I fangelsi án þess að streitast á móti til að leggja áherslu á kröfur sínar en þær felldu minni- hlutaríkisstjórn Indlands, sem var undir forystu Vishwanaths Prataps Sings, í síðasta mánuði. Ríkisstjórnin féll í kjölfar óeirða í Ayodhya en í þeim skutu lögreglumenn a.m.k. 15 manns til bana. Þegar fólkið var fært í rútur, sem átti að flytja það í fangelsi, munaði minnstu að óeirðir brytust út þegar íbúar Ayodhya ásökuðu ungan mú- hameðstrúarmann fyrir að stinga gamlan hindúa, einn fjölda gamals fólks sem eigrar um götur borgarinn- ar, lifir af ðlmusu og er talið heil- agt. Sjónarvottar sögðu að um 600 hindúar hefðu hindrað lögreglu í að bjarga manninum og hefðu ekki gef- ist upp fyrr en lögreglumenn börðu harkalega á fólkinu með kylfum. Ný herferð Alheimssamtaka hindúa til að fá moskuna afhenta hófst í gær og er ætlunin að 1.000 sjálfboðaliðar láti handtaka sig fyrir utan moskuna á degi hveijum í heil- an mánuð. Hindúar trúa því að guð- inn Ram hafi fæðst þar sem moskan stendur og þar vilja þeir reisa mikil- fenglegt musteri. ineð slöngu um hálsinn. til smábæja og sveitahéraða þar sem andstaða við „Varsjárveldið" hafi löngum verið íandlæg. Skýrt hefur verið frá spillingu meðal ráð- herra og mælist hún illa fyrir þegar almenningur hefur vart til hnífs og skeiðar. Mazowiecki hefur þó sjálf- ur sloppið við slíkar ásakanir. Sam- stöðuleiðtogarnir eru nú margir orðnir dæmigerðir, sjálfsánægðir og hrokafullir valdhafar í höfuð- borginni í augum sumra kjósenda og heimildarmenn eru á einu máli um að Mazowiecki hafi tekist illa að reka áróður fyrir efnahagsað- gerðum sem óhjákvæmilega hafa þjáningar í för með sér. Loforð Tyminskis um gull og græna skóga falla víða í góðan jarðveg. Gagnsemi stríðs Tyminski segir í bók sinni að hann hafi haldið inn í frumskóginn til að verða „mannlegur á ný“ og brjóta hlekki siðmenningarinnar. Víða er hreysti og áræði hampað en ýmsar yfirlýsingar frambjóð- andans hafa þótt undarlegar, m.a. hefur hann alið á útlendingahatri. I bók sinni ræðir hann um gildi baráttunnar og verður tíðrætt um styrjaldir. „Pólverjar þurfa á sam- eiginlegu takmarki að halda. Stríð gæti verið sh'kt takmark og gæti sameinað þjóðina." Einn kafli rits- ins fjallar um nauðsyn þess að þjóð- in eignist eigin kjarnorkusprengju sem ætti að vera um „eitt mega- tonn.“ Guðmundur J. Guðmundsson Baráttusaga, í Eymundsson í Austurstræti föstudaginn 7. desember kl. 15-17. Einar Már Guðmundsson - Rauðir dagar, Eymundsson í Kringlunni föstudaginn 7. desember kl. 15-17. Tryggvi Emilsson - Blá augu og biksvört hempa, í Eymundsson Austurstræti föstudaginn 7. desember kl. 15-17. Megas og Þórunn Valdimarsdóttir - Sól í Norðurmýri, í Eymundsson Austurstræti laugardaginn 8. desember kl. 14-16. Steinunn Sigurðardóttir - Síðasta orðið, Eymundsson í Kringlunni laugardaginn 8. desember kl% 14-15. Erlingur Þorsteinsson - Ævi- minningar Erlings Þorsteins- sonar, í Eymundsson við Hlemm laugardaginn 8. desember kl. 14-16. Jón Óttar Ragnarsson - Á bak við ævintýrið, Eymundsson við Hlemm föstúdaginn 7. desember kl. 15-17 og Eymundsson í Kringlunni laugardaginn 8. desember kl. 15-16. Rithöíundar mcö pcnnann a fojftí t vcrslunum lfynvuiu.lsst»n Bubbi og Silja Aðalsteinsdóttir - Bubbi, í Eymundsson í Austur- stræti, laugardaginn 8. desember kl. 16-18 og í Eymundsson á Eiðistorgi sunnudaginn 9. desember kl. 15-17. EYMlfNDSSÖN B Ó K A V E R ý‘S L II N AUSTURSTRÆTI ■ VIÐ HLEMM ■ MJÓDD • KRINGLUNNl ■ ElDiSTORGl 91-18880_9I-293H_91-76650 91-687858 91-611700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.