Morgunblaðið - 07.12.1990, Side 49

Morgunblaðið - 07.12.1990, Side 49
það voru brjósk, sem fínnast í einu stykki - þorskhaus. Glíman við þorskhausinn var skemmtileg en ekki endilega þrautalaus; hún var lærdómsrík og eftirminnileg. Svo hætti ég að borða hjá henni þorskhausa, stækkaði og kom sjaldnar til hennar. Eitt var það þó sem var jafn reglulegt og annað á dagatalinu, en það voru margfræg jólaboðin hennar. Jólaboðin voru að sumu leyti sameiningartákn fjöl- skyldunnar. Þar hitti maður ætt- ingja sem maður hitti annars ekki svo oft. En einmitt þannig var hún amma, vildi alltaf sameina og halda hópnum sínum saman. Amma var úr sveit og þaðan var gestrisnin hennar alveg örugglega ættuð. Núna, hin seinni ár, leit ég af og til inn til hennar í Alftahól- ana. Maður byrjaði venjulega á því að afþakka allt og segjast vera al- veg pakksaddur, svona rétt til þess að hlífa eldhúsborðinu örlítið. Hún tók auðvitað ekkert mark á manni og hlpð á borðið öllu mögulegu góðgæti, og sagði svo: „Strákar eru alltaf svangir." Ekki vildi hún þó trufla mann við góðgætið og fór því oftar en ekki fram í stofu á meðan maður raðaði pínulítið í sig. Ég held ég gleymi því þó aldrei, þessu með pönnukökurnar. Einn eftirmiðdag kom ég til hennar, og hitti þá svo á að hún var nýbyrjuð að baka pönnukökur. Þar sem hún stóð við og bakaði sagði hún mér að fá mér „pönsur“ og rétti mér mjólk og glas. Eins og hlýðnu barnabarni sæmir fékk ég mér ný- bakaðar og ljúffengar pönnukökur. Allgóða stund hækkaði ekkert á diskinum hjá henni en plássið í maga mínum fór þverrandi þar til ég gat ekki meir. Amma lauk svo bakstrinum, og þar sem hún leit á hálffullan diskinn, fannst henni verst að ég skyldi nú ekki vilja neitt hjá henni. Ég reyndi með út'- troðinn magann að segja henni að ég væri búinn að raða í mig nokk- urra mánaða skammti af pönnukök- um og gæti bara alls ekki meir. Það var eins og að tala fyrir daufum eyrum, slík var gestrisnin. Arið 1983 rann upp sautjándi afmælis- dagurinn minn með ökuskírteini og öðru skemmtilegu tilheyrandi. Mamma hafði útbúið veislu og ég fékk að fara á bílnum og ná í ömmu í veisluna. Ég hringdi nú fyrst til að athuga hvort hún vildi koma í smá kaffíboð. Hún var til í það og ég sagðist vera að koma að ná í hana. Þegar ég kom til hennar rétt eftir kvöldmat, þá var hún þar að steikja kótelettur og var, þrátt fyr- ir fortölur, ekki í rónni fyrr en ég hafði fengið hjá henni „eitthvað“ að borða þar sem „ég hlaut að vera svangur". Já, hún amma var alltaf höfðingi heim að sækja. Ung að árum fékk hún amma snert af lömunarveiki og bjó við nokkra fötlun æ síðan. En hún var þrautseig og lét aldrei deigan síga, aldrei bilbug á sér fínna. Þetta kom svo greinilega fram þegar maður spurði hana frétta af sjálfri sér og hvemig hún nú hefði það, og hvem- ig hún hafí haft það frá því að maður hitti hana síðast. Algengasta svarið var svona: „Mér líður alveg stórkostlega!“ Það gilti einu hversu þjáða maður sá hana, alltaf vom svörin á sömu lund. Þegar ég í dag kveð þessa merku konu hinstu kveðju, þá syrgir andi minn. Minningarnar eru margar, en helst vil ég muna hana í hlut- verki ömmunnar. í hlutverki sem fór henni svo vel. Ég er þakklátur fyrir góðu stundirnar, fyrir brosin hennar og góðvildina. Ég gleðst þegar ég minnist þess hvernig hún vildi allt fyrir alla gera; hvernig hún vildi gleðja fólkið sitt. Ég bið algóð- an Guð að hugga og létta sorg barna hennar og annarra aðstand- enda og geri orð Björns Halldórs- sonar frá Laufási að mínum: Svo fari þeir í friði, er frá oss skiljast hér, og hjá því dimma hliði, sem holdið inn um fer, skal frelsis engill fríður oss flytja huggun þá, að Drottins dýrð vor bíður, ef Drottin trúum á. Kristinn P. Birgisson MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 49 Kveðjuorð: Milutin Kojic íslendingar hafa í tímans rás eignast vini af erlendum uppruna, sem hafa orðið meiri og betri Islend- ingar en við sjálfir. Milutin Kojic, ræðismaður Júgóslava, var einn þeirra. Nú er hann látinn, horfínn okkur. Kynni okkar urðu með nokkuð sérstæðum hætti. Ég fékk vinnu sumartíma á síldarplani. Kojic vann þar sem díxilmaður. Vikumar á planinu voru lær- dómsríkar. Ég dróst að þessum prúða, hljóðláta og hæverska manni. Hann hafði sérstaka nær- veru, lifandi frásagnargáfu og sér- lega þroskað skopskyn. Hann naut þess að segja góða sögu og ljómaði þá af lífsgleði. Þegar hádegismerkið- var gefið og allir þustu í matsalinn með íra- fári dvaldi hann við og sagði að við skyldum láta mesta handaganginn líða hjá. Höfðum við þá rólega stund við spjall. Kojic barðist' í fjallahersveitum Júgóslava í seinni heimsstyijöld- inni, í fremstu víglínu, þegar Hitler og blöðlar hans lögðu höfuðáherslu á að hafa hendur í hári frelsishetju þeirra, Titos, og minnstu munaði að þeim tækist það. Það var barist í brennandi sól hásléttunnar og fímbulvetri fjall- anna. Á nóttunni voru allar flutn- ingaleiðir nasista sundurgrafnar. Á daginn barist með heimagerðum vopnum. .Og með þessu sameinuð- ust ólík þjóðarbrot og hélst svo meðan Tito lifði. Það var alltaf fagnaðarfundur þegar við Kojic hittumst, sem var því miður alltof sjaldan. Við Dóra sendum Guðrúnu og fjölskyldunni okkar innilegustu kveðjur. Baldvin Halldórsson «Jólin na.lga.st ^ I Opió laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 13-16 * * * * * * * * * Öll gólfef ni á sama staó Parket - flisar - dúkar - teppi - mottur —* * * * * * * * * * * * BOEN -parket Eik, beyki, askur, hiynur, merbau og margar fleiri gerðir. Yfir 30 valkostir í mynstrum. Verð frá kr. 2.495,- m2stgr. Höganas -flisar og einnig ítalskar og spænsk- ar, gólf- og veggflísar. Margar stærðir - mikið úrval - hagstætt verð frá 1.395,- m i2kr.. ÍArm st ro ng-gólf dúkur Frábær heimilisgólfdúkur — sem ekki þarf að líma - þykkur og mjúkur. Fæst í 2, 3 og 4ra metra breiddum í mörgum fallegum litum og mynstrum. Verð frá kr. JF ■ m2 stgr. Allar Höganas f lísar (afgangar) med 20%-60% af slætti til jóla. GOLFTEPPI - GOLFTEPPI Yfir 100 litir í gólfteppum á heimili, skrifstofur og stigahús. Einlit - mynstruð - lykkjuð og uppúrklippt. Einungis Teppabúðin býóur íslensk ullarteppi á aðeins kr. 3#383#- m2stgr. Gerum tilboð - önnumst lögn /7 Stök teppi - mottur - dreglar - renningar Pantió teppahreinsivélar timanlega fyrir jól E Greióslukjör við allra hæfi og góður staógreidsluaf sláttu TEPPABUÐIN Eurokredit - Visaraógreióslur - Samkort. gólfefnamarkaóur - Suóurlandsbraut 26 - sími 91 -681950 ############********»**####**####### , »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.