Morgunblaðið - 07.12.1990, Page 51

Morgunblaðið - 07.12.1990, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 51 Full búð af nýjum glæsilegum fatnaði ............ Opið til kl. 6 a morgun. jWfrKARNABÆR P Laugavegi 66, s.ími 22950. NÆTURLIFIÐ „Yfir strikið“ fæðist Unnið er hörðum höndum að því að ljúka umbyltingu skemmti staðarins sem áður hét Hollywood þannig að hann megi opna á ný undir nýjum formerkjum á annað kvöld. Nokkrir tugir iðnaðarmanna hafa farið hamförum síðustu daga og er áætlað að þeir ljúki störfum í fyrramálið og þá verði ekkert að vanbúnaði að skemmtistaðurinn „Yfir strikið" hefji göngu sína. Aðstandendur hins nýja skemmtistaðar hafa ábyrgst að ekki nokkur maður sem þekkti gamla Hollywood geti þekkt sig í nýja umhverfinu, t.d. sé búið að aka burtu átta fleytifullum gámum af gamla Hollywood á haugana að undanförnu og ekki sjái fyrir end- ann enn . . . Iðnaðarmenn að störfum í „Yfir strikið". FRÆGÐ Sherilyn ekkiöll þar sem hún er séð Stúlka er nefnd Sherilyn Fenn og er allt í einu fræg leikkona, en hún fer með eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Twin Peaks sem slegið hefur í gegn víða um lönd, ekki síst á íslandi. Sherilyn leikur hina léttgeggjuðu dóttur hót- elhaldarans á staðnum, Audrey Horden sem er ekki öll þar sem hún er séð frekar en aðrir í þessum dæmalausa sjónvarpsþætti. Sherilyn Fenn sýndi og sannaði fyrir skömmu, að þótt ímynd hennar sé vafasöm eftir Twin Peaks-þætt- ina þá er hún „húmanisti" og hún undirstrikaði það fyrir skömmu, er hún tók þátt í móttöku fyrir sjúkl- inga sem þjást af alnæmi og síðar vegna sjónvarpsþátta þar um. Sherilyn er annars ekki feimin stelpa, þeir sem vilja skoða hana nánar fletta upp í nýjasta hefti tíma- ritsins Playboy, sem hefur það orð á sér að vera skemmtiefni fyrir karlmenn. Sherilyn Fenn 4> FORLAGIÐ COSPER Komdu innfyrir, svo ég vekji ekki alla í húsinu. Spennandi og tilfinningaþrungin saga um ungan dreng - óvel- komið líf sem kviknar í kviði þrettán ára móður. Fyrstu ár ævinnar er hann geymdur uppi á háalofti svo ekki falli blettur á heiður fjölskyldunnar. Síðan hefst hraksaga hans um heiminn. Hér er lýst fordómiim smáborgara sem umhverfið og fáfræðin gera heimska og grimma. En þetta áhrifamikla skáldverk fjallar ekki um þá, heldur um fórnarlamb þeirra - eitt af hinum ástlausu og óvelkomnu börnum á jörðinni. Blóðbrúðkaup hefur verið lesin í Ríkisútvarpið og hlotið frægustu og eftirsóttustu bókmenntaverðlaun Frakka, Goncourt- verðlaunin. Guðrún Finnbogadóttir þýddi. a | AUK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.