Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 1

Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 1
96 SIÐUR B 286. tbl. 78. árg._______________________________LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtogar EB sam- þykkja neyðaraðstoð handa Sovétmönnum Rómarborg. Reuter. LEIÐTOGAR Evrópubandalagsríkjanna 12 (EB) ákváðu á fundi sínum í Rómarborg í gær að veita Sovétmönnum matvæli og lyf fyrir jafn- virði eins milljarðs dollara, 55 milljarða ÍSK, til þess að koma í veg fyrir hungursneyð í Sovétríkjunum og til þess að styrkja stöðu Míkhaíls Gorbatsjovs forseta gegn harðlínumönnum sem EB-leiðtogarnir óttast að reyni að grafa undan stjórn hans með því að hindra framboð á neysluvarningi. Jafnframt ákváðu leiðtogarnir að veita Sovétmönnum 1,4 milljarða doliara aðstoð á næstu tveimur árum til þess að endurskipuleggja efnahagslíf landsins, þjálfa emb- ættismenn og stjórnendur fyrir- tækja og til þess að nýta orkulindir meí nútíma aðferðum. Helmut Kohl karfslari Þýskalands sagði á fundin- um að ríki' Vestur-Evrópu væru skyldug að koma Gorbatsjov til hjálpar þar sem það væri honum að þakka að þau gætu nú sparað himinháar fjárhæðir sem ella hefðu runnið til varnarmála. „Það gæti orðið þjóðum Evrópu afar dýrkeypt nái Gorbatsjov ekki árangri. Vest- urlönd eiga enga aðra valkosti en styðja við bakið á honum. Það er augljóst að harðlínumenn reyna vísvitandi að hindra framfarir og grafa undan stjórn hans með skemmdarverkum,“ sagði Kohl. Friðarvið- leitni Bush í hættu Washington. Iteuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti sakaði Saddam Hussein íraksforseta í gær um tilraunir til að sniðganga samþykktir Öryggisráðs _ Sameinuðu þjóð- anna um að Irakar hverfi með innrásarheri sína frá Kúvæt í síðasta lagi 15. janúar nk. með því að segjast ekki geta tekið móti James Bakcr utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna fyrr en 12. janúar. Áhrifamiklir þingmenn repú- blikana segja að Bush sé svo óánægður með hversu illa gangi að semja um beinar viðræður við íraka að hann íhugi að hætta við slíka friðai-viðleitni. Þeir sögðust samt telja að Tareq Aziz, utan- ríkisráðherra íraks, ætti eftir að koma til Washington og Baker færi til Bagdad. John Major forsætisráðherra Bretlands sat nú sinn fyrsta leið- togafund og sagði Breta vilja taka fullan þátt í mótun nýrrar Evrópu. Þóttu jákvæð ummæli Majors benda til að hann yrði sveigjanlegri en Margaret Thatcher forveri hans i Evrópumálunum. Major sagði þó að í grundvallar atriðum hefði eng- in breyting orðið á afstöðu bresku stjórnarinnar til sameiginlegs gjald- miðils og pólitísks samruna EB. í gær var nánast tilbúið uppkast að sáttmála um myntkerfi EB og samkvæmt því gætu Bretar ekki komið í veg fyrir sameiginlegan gjaldmiðil með neitunarvaldi. Reuter Hópur ítala safnaðist saman fyrir utan fundarstað leiðtoga EB-ríkjanna og hélt þar á skiltum þar sem m.a. var krafist aukins valds þings EB og sameigjnlegs gjaldmiðils. Skriðdrekar sendir gegn mótmælafólki í helstu iðnaðarborg Albaníu: Alia segir óeirðir stofna lýðræðisþróun í hættu Tirana, Vínarborg. Daily Telegraph. Reuter, SKRIÐDREKAR voru sendir inn í Elbasan, helstu iðnaðar- borg Albaníu, í gær vegna óeirða verkamanna sem nú breiðast um landið eins og sinu- eldur. Ramiz Alia forseti hvatti þjóðina til að sýna stillingu því ella væri hætta á að vaxandi spenna leiddi til borgarastyij- aldar í landinu. Stjórnai-andstæðingar kveiktu í strætisvögnum og vörubifreiðum í Elbasan, sem er 50 km frá Tir- ana, rændu verslanir og unnu skemmdarverk á opinberum bygg- ingum en úr aðgerðum dró þegar fjöldi skriðdreka brunaði inn í mið- borgina. Einnig brutust óeirðir út í borgunum Kavaja og Durres og óstaðfestar fregnir hermdu að einnig hefði komið til átaka í hafn- arborginni Saranda. Þá var mikil spenna sögð í Tirana þar sem her- menn gráir fyrir járnum standa vörð við opinberar byggingar eftir uppþot og mótmæli stúdenta uni síðustu helgi. Leiðtogar Lýðræðisflokksins, fyrsta flokks stjórnarandstæðinga sem stofnaður var sl. miðvikudag, fordæmdu ofbeldisaðgerðir síðustu daga og sögðu þær stofna lýðræðisþróuninni í voða. Alia for- seti er sagður binda vonir við að Lýðræðisflokkurinn nái fótfestu í þeirri von að sjónarmið mennta- manna um friðsamlegar breyting- ar nái eyrum almennings og haldi aftur af óeirðum verkamanna. Er hann sagður óttast að harðlínu- menn í kommúnístaflokknum not- færi sér frekari óróleika til þess að aflýsa lýðræðistilraun hans og eru þeir sagðir eiga stuðning vísan innan hers og öryggislögreglu landsins. í Albaníu býr þjóð mik- illa andstæðna í trúarlegu, hag- rænu og menningarlegu tilliti séð og togstreita ríkir milli mennta- manna og faglærðs iðnverkafólks í höfuðborginni annars vegar og fátækra landbúnaðarverkamanna og starfsmanna í þungaiðnaði sem staðsettur er á landsbyggðinni hins vegar. Oliver Tambo, forseti Afríska þjóðarráðsins: Tímabært að endurmeta afstöðu til refsiaðgerða Jóhannesarborg. Rcutcr. FORSETI Afríska þjóðarráðsins (ANC), Oliver Tambo, sagði í gær að tími væri kominn til að hreyfingin, er berst gegn aðskilnaðar- stefnu stjórnvalda í Suður-Afríku, endurskoðaði afstöðu sína til refsi- aðgerða þeirra sem landið væri beitt. Tambo sneri til Suður-Afríku úr þriggja áratuga útlegð á fimmtu- dag. í gær ávarpaði hann fyrsta allsherjarfund ANC, sem haldinn er í Suður-Afríku sjálfri í meira en 30 ár og sagði að viðskiptabann hefði verið mikilvægt vopn í baráttu ANC fyrir því að einangra stjórn hvíta minnihlutans á alþjóðavett- vangi. Tambo sagði að herða-þyrfti baráttuna gegn ofríki hvítra á öllum sviðum en jafnframt að taka tillit til breyttra aðstæðna, bæði í Suður-Afríku og erlendis. „Það nægir ekki lengur að endurtaka útslitin slagorð," sagði hann og bætti við að tímabært væri að met- ið yrði á ný hvort áfram skyldi hvatt til þess að refsiaðgerðum yrði viðhaldið. ANC hefur ítrekað haldið því fram að ekki skuli aflétta refsi- aðgerðum fyrr en F.W. de Klerk forseti hefur afnumið aðskilnaðar- stefnuna að fullu og tryggt að hún verði aldrei tekin upp aftur. Fyrr í þessum mánuði birtu hins vegar suður-afrísk dagblöð fréttir af hugmyndum sem sagt var að ræddar hefðu verið á vettvangi ANC. Ráð væri fyrir því gert að refsiaðgerðum yrði smám saman aflétt frá og með næsta ári og byij- að yrði á sviði viðskipta, menningar og íþrótta. í trúnaðarskjali því sem blöðin birtu sagði að mikilvægt væri að bann við viðskiptum á, sviði olíu, vígbúnaðar og fjármagns yrði áfram í gildi. Umræður um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni, sem veita blökkumönnum kosningarétt, eru á byrjunarstigi og De Klerk hefur í hyggju af afnema ekki lög um m.a. aðskilnað í íbúðarhverfum fyrr en þing kemur saman í febrúar. Nelson Mandela, varaforseti ANC, bað ríki Evrópubandalagsins (EB) að fresta öllum breytingum á refsiaðgerðum ' gegn S-Afríku þar til í mars á næsta ári þegar ANC hefur ráðfært sig við m.a. kirkju- deildir og verkalýðsfélög. Til stóð að ræða málefni S-Afríku á fundi utanríkisráðherra EB í Róm í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.