Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 10
4Ö
MORGIMB1.AÐÍÐ IAUGARDAGUK 15. ©ESEMBER .1990
Jólavaka við kertaljós
í Hafnarfjarðarkirkju
Hin árlega Jólavaka við kertaljós
verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju
3. sunnudag í aðventu, 16. desem-
ber, og hefst hún kl. 20.30. Jólavaka
er Hafnfírðingum svo og öðrum sem
hana sækja augljós vottum um nánd
og komu helgra jóla.
Líkt og áður verður mjög til henn-
ar vandað. Kór kirkjunnar flytur
undir stjórn Helga Bragasonar, org-
anista, hluta af tónverkinu „Sam-
hljómur himnanna" eftir Pál Ester-
hazy ásamt flautuleikurunum Eddu
Kristjánsdóttur og Gunnari Gunnars-
syni. Einsöng með kórnum syngja
María Gylfadóttir, sópran, og Þor-
steinn Kristinsson, tenór.
Ræðumaður kvöldsins verður
Njörður P. Njarðvík rithöfundur. Við
lok vikunnar verður kveikt á kertum
þeim sem viðstaddir hafa fengið í
hendur. Gengur þá loginn frá helgu
altari til hvers og eins sem tákn um
það að sú friðar- og ljóssins hátíð
sem framundan er vill öllum lýsa,
skapa samkennd og vinaþel.
Megi nú sem fyrr fjölmargir eiga
góða og uppbyggilega stund á jóla-
vöku við kertaljós í Hafnarfjarðar-
kirkju.
Gunnþór Ingason,
sóknarprestur.
Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík;
Tónleikar í Hallgrímskirkj u
STRENGJASVEIT Tónlistar-
skólans í Reykjavík heldur í dag
tónleika í Hallgrímskirkju og
hefjast þeir kl. 17. Þar verður
flutt svíta eftir tékkneska tón-
skáldið Janacek og „Minningar
frá Flórens" eftir Tchaikovsky.
Síjórnandi sveitarinnar er Mark
Reedman.
í Strengjasveit Tónlistarskólans í
Reykjavík eru 15 hljóðfæraleikarar
á aldrinum 18-24 ára og eru þau
öll á lokaáfanga í námi sínu hér-
lendis.
Tónleikarnir í Hallgrímskirkju
eru haldnir til undirbúnings þátt-
töky strengjasveitarinnar í alþjóð-
legu tónlistanuóti í Aberdeen í
Skotlandi næsta sumar. Þar gerði
Sterengjasveit Tónlistarskólans
garðinn frægan fyrir nokkrum
árum. Tónleikarnir í Hallgríms-
kirkju eru fjáröflunartónleikar.
Morgunblaðið/Sverrir
Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjavíkur. Væntanlegir vaxtarsprot-
ar strengjaleiks á íslandi með stjórnanda sínum Mark Reedman.
01Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
L\ I vv'h I V I W KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
í tvíbýlishúsi við Akrasel
Stór og góð 2ja herb. ib. 76,1 fm á jarðh./kj. Rúmg. stofa. Raektuð
lóð. Sérinng. Laus eftir samkomulagi.
Ennfremur nýl. 2ja herb. íbúðir m/góðum bílsk. v/Nýbýlaveg og Stelkshóla.
Fyrir smið eða laghentan
5 herb. sértb. v/Miðtún á hæð og rishæð. Hiti og inng. sér. Laus
strax. Vinsæll staður. Tilboð óskast í eignina.
Á vinsælum stað á Nesinu
4ra herb. séríb. 106 fm á jarðh./kj. í þríhúsi. 3 svefnherb. Sérinng.,
sérhiti, sérþvottah. Ný vistgata. Sanngjarnt verð. Eignaskipti mögul.
Nýtt og glæsilegt þríbhús
á útsýnisstað í Skógahverfi m/6 herb. íb. á efri hæð og 2ja herb.
samþ. séríb. á neðri hæð. Góður bílsk. Ennfremur gott vinnupláss.
Eignaskipti mögul. Nánari uppl. á skrifst.
Með góðum húsnæðislánum
Nokkrar góðar eignir m/miklum húsnlánum m.a. í makaskiptum. Vin-
samlegast leitið nánari upplýsinga.
Nokkur einbýlishús og raðhús
Eignaskipti möguleg. Teikningar og upplýsingar á skrifstofunni.
Þurfum að útvega gott einbhús. Losun í maT nk. Mikil útborgun þar
af 5,0 millj. strax v/kaupsamning.
Látið ekki „stóra sannleik"
villa ykkur sýn í sambandi við fasteignaviðskipti m/húsbréf. Samkvæmt
uppl. Landsbréfa, sími 606080, í gærmorgun eru afföll af 1. fl. '90
13,4% og 2. fl. '90 11,6%. Ennfremur þarf skuldari að greiða 1% í
lántökugjald og 1,5% í stimpilkostnað og auk þess taka Landsbréf
0,75% í sölulaun. Til samanburðar er rétt að geta þess að lánskjaravísi-
talan hækkaði á árinu um 8,45%.
• • •
Opiðídagkl. 10.00-16.00.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
i 'mfoib
| Metsölublad á hverjum degi!
AIMENNA
FASTEIGNASALAN
Mótettukór Hallgrímskirkju:
Jólatónleikar
verða 19. desember
Hafnarfjarðarkirkja
UNDANFARNA áratugi hefur sú
hefð skapast að halda guðsþjón-
ustu á jólaföstu fyrir enskumæl-
andi fólk, fjölskyldur þeirra og
vini. Nú í ár verður guðsþjónustan
sem fyrr í Hallgrímskirkju sunnu-
daginn 16. desember kl. 16.00.
Þar verður jóisagan rakin í tali
og tónum. Mótettukór Hallgríms-
kirkju leiðir safnaðarsöng undir
JÓLATÓNLEIKAR Mótettukórs
Hallgrímskirkju verða haldnir
miðvikudaginn 19. desember í
Hallgrímskirkju og hefjast kl.
20.30.
stjórn Harðar Áskelssonar organista
og farið verður eftir hinu hefð-
bundna formi níu lestra og söngva.
Bernard S. Wilkinson leikur á flautu
en séra Karl Sigurbjörnssonjþjónar
fyrir altari.
Breska sendiráðið býður kirkju-
gestum að þiggja léttar veitingar í
Menningarstofnun Bandaríkjanna,
Neshaga 16, eftir guðsþjónustuna.
Þar verða flutt þrjú verk, Magn-
ificat og Jólasagan eftir Heinrich
Schutz svo og einsöngskantatan
Jauchzet Gott eftir J.S. Bach. Flytj-
endur eru auk Mótettukórs Hall-
grímskirkju, einsöngvararnir Marta
Halldórsdóttir sópran, Guðrún Finn-
bjarnardóttir alt, Gunnar Guðbjörns-
son tenór og Sigurður Steingrímsson
bassi auk hljómsveitar sem samanst-
endur af tveimur trompettum, tveim-
ur blokkflautum, þremur básúnum,
fagotti, strengjum og orgeli. Kon-
sertmeistari er Rut Ingólfsdóttir og
stjórnandi Hörður Áskelsson.
Þetta eru fyrstu tónleikarnir á
dagskrá Listvinafélags Hallgríms-
kirkju á 9. starfsári, sem hófst í
byrjun aðventu. í tilefni af útkomu
hljómdisks með söng Mótettukórs
Hallgrímskirkju verður tónleikagest-
um boðið að kaupa hann á sérstöku
verði. Miðar á jólatónleika Mótettu-
kórsins eru til sölu í Hallgrímskirkju
daglega kl. 10-18 ogviðinnganginn.
Hallgrímskirkja:
Ensk jólamessa á sunnudag
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 568. þáttur
í grískættaða orðinu symp-
athia merkir forskeytið sam-,
en seinni hlutinn kemur af pat-
hos=þjáning, geðshræring. Pat-
hos hefur verið tekið upp í
ensku, og í hinni stóru orðabók
Arnar og Orlygs er þessi langa
skilgreining: „sá þáttur lista-
verks sem vekur eða .er ætlað
að vekja samúðarkennd (einkum
tregablandna) og viðkvæmni
með þeim sem verksins nýtur.“
En frummerkingin í sympathia
er „samþjáning“, sú tilfinning
að þjást með öðrum.
Maður er nefndur Björn
Bjarnason frá Viðfirði (1873-
1918), lærður vel og málvís og
orðhagur, svo gð frá bar. Hann
varð doktor fyrir rit sem á
dönsku heitir Nordboernes leg-
emlige uddannelse i oldtiden.
Hann þýddi verkið sjálfur á
íslensku, og heitir íþróttir forn-
manna. í formála að 2. útgáfu
þessa verks á íslensku segir próf.
Halldór Halldórsson frændi
hans: „Sigurður Guðmundsson
sagði mér, að Björn hefði gert
orðið samúð (þýðing á sympath-
ia). Sagðist skólameistarinn
hafa átt tal um þetta við Björn
sjálfan og hælt honum fyrir.
Minnti Sigurð, að Björn hefði
þá sagt hæversklega: „Mér datt
þetta nú í hug.“ Þá getur Hall-
dór þess hvors tveggja, að í
Almennri sálarfræði eftir
Ágúst H. Bjamason, sem frum-
prentuð var 1916, sé samúð (í
orðaskrá) merkt B.B. og að Sig-
urður Guðmundsson hafi búið
til mótyrðið andúð fyrir anti-
pathia. Það hefur Ágúst vitað
þegar hann setti saman sálar-
fræði sína, því að þar segir í
grein 224 (leturbr. hér):
„Andúð manna og samúð,
sem í fyrstu hefir að eins náð
til eins manns eða fárra, breiðist
þannig smám saman út. ..“
Og framar í bókinni segir
Ágúst: „Raunar er þetta skilyrði
fyrir allri sannri list og lista-
nautn, þessi samúð og samúð-
arskilningur (Einfiihlung),
sem sprettur af því, að manni
finnst eins og maður samlagist
listaverkinu eða því, sem stendur
manni fyrir hugskotssjónum.“
Þóroddur læknir kom að máli
við mig um daginn og benti mér
á tvennt merkilegt í sambandi
við samúð. í fyrstu prentun
bókarinnar Sögur frá Skaftár-
eldi eftir Jón Trausta segir nær
bókarlokum, þegar barnsfæð-
ingu er fagnað: „Gísli lét í ljósi
[breytt í „ljós“ í ritsafninu] sam-
úðargleði sína.“ Hér hefur um-
sjónarmaður látið auðkenna hina
merkilegu samsetningu samúð-
argleði. Þá hafði Þóroddur ljós-
rit af þakkarkorti frá 1924, þar
sem áttræð kona sendir: „inni-
legt þakklæti fyrir auðsýnda
samúð á áttræðis afmælisdegi
mínum“.
Hér ætlar umsjónarmaður að
skjóta því inn, að ef hann vott-
aði t.d. nýgiftum hjónum samúð
sína, myndi hann gera ráð fyrir
að sekjast um grófasta háð og
spott.
★
„Víkur nú sögunni til Húna.“
í fornu máli (og þá miða ég við
fyrir 1500) eru til allmargar
samsetningar með úð að síðara
lið, og hafa menn lengi talið að
það stæði fyrir hugð=hugur.
Úlfúð væri þá eiginlega úlfshug-
ur, en þessar skepnur voru tald-
ar mönnum ekki hollar í hugum.
Sögðu reyndar gamlir og lífs-
reyndir Rómverjar að „maður
væri manni úlfur“ (homo hom-
ini lupus), en það er önnur saga.
Til viðbótar orðinu úlfúð nefni
ég alúð, léttúð, munúð=ást,
girnd, þverúð og samsetning-
arnar harðúðigr og mannúð-
igr. Eftir slíkum fyrirmyndum
gætum við hugsað okkur að
Björn Bjarnason hefði búið til
samúð.
Ég spurði í síma Halidór Hall-
dórsson, meistara minn, hvað
orðið samúð merkti. Hann svar-
aði umsvifalaust: „Samhugur,
velvild". í dæmum, sem ég fékk
hjá Orðabók Háskólans er svo
að sjá sem Matthías Jochums-
son, Guðmundur á Sandi og
Halldór Laxness noti allir orðið
í þessari merkingu í skáldverk-
um sínum, býsna hlutlaust í
merkingunni samhugur. Ef ég
votta manni samúð, þá er það
vegna þess að ég held að hann
eigi bágt. Ég samgleðst ekki
mönnum með samúðarkveðjum.
En það hefði Jón Trausti getað,
ogþað gerði nafni minn í Sögum
frá Skaftáreldi. Mér þótti þetta
merkilegt, en því miður hef ég
ekkert bókfest dæmi um það í
hvaða samböndum höfundur
orðsins hefði getað notað það.
Samkvæmt merkingu útlenda
orðsins sympathia held ég þó
að hann hefði fremur notað það
um samhryggð en *samgleði.
Orðslyngir menn vissu auðvitað
að úð í samúð var skylt hugur,
og því er ekkert eðlilegra en
samúð merki samhugur, hversu
sem hann er og hvernig sem á
stendur. í orðabók Menningar-
sjóðs er samhryggð þýtt með
samúð og samúð er skýrt:
„hluttekning, samhygð, með-
aumkun, hlýhugur“. Mér sýnist
því að merking orðsins hafi
mumrast til síðan Jón Trausti
skrifaði Sögur frá Skaftáreldi.
★
P.s. Ekki var ég fyrr búinn
að hrósa fréttamönnum á Stöð
2 fyrir batnandi málfar, en þeir
sögðu í hlustir mér, að ekki
væri enn búicl að ákveða „hve
langan frest Irökum yrði gef-
inn“!
Þetta „barnamál“ minnir enn
á þá hættu sem rétt þolmynd
og miðmynd eru í.
★
Hlymrekur handan kvað:
Prins Hamlet á Helsingjaeyri
fékkst við heilabrot eins og við fleiri,
en lét af að hugsa
og hætti að slugsa,
enda varð hann af maður að meiri.
★
Vegna orðsins hegurð í
síðasta þætti njinnti Halldór
Halldórsson mig á, að það sé
ekki rétt myndað af hagur, þar
sem r-ið í því orði er ekki stofn-
lægt (kvk. hög). Rétt myndað
nafnorð af hagur væri því
*hegð. Af þessum sökum telur
Halldór að Sigurður Guðmunds-
son hafi afnumið orðið í skóla-
skýrslum og það hafi ekki af
sömu sökum náð útbreiðslu.
Ég þakka mínum gamla, góða
læriföður að láta ekki af að
kenna mér.
★
„Vér höfum haft verzlunar-
frelsi í full.15 ár, áður en nokkr-
um fór að detta í hug fyrir ai-
vöru að nota sér það til að ná
til sín nokkru af ágóða verzlun-
arinnar, og hefði ekki ormar og
maðkar risið upp öndverðir úr
kornbíngjum kaupmannanna,
teygt upp höfuðin og litið um
öxl til að frýja oss hugar, þá
mundi hafa verið allt að mestu
kyrrt.“
(Jón Sigurðsson forseti í Nýjuni
félagsritum 1872.)