Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 Nr: 8045 Litur: Svart - brúnt Stærðir: 3-71/2 Verð: 6.490 kr. ^SMIZUIN Laugavegi95 • Sími:624590 r i i ■ I I Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Helgi Guðmundsson. Myndskreyting og kápa: Ólafur Pétursson. Setning: hágé. Umbrot: MM. Prentun og bókband: Prent- smiðjan Oddi hf. Útgefandi: Mál og menning. Þetta er bók fyrir kattavini, því að hér er aðalpersónan kötturinn Markús Árelíus. Hann er skráður til heimilis í Hrafnahlíð 14, hjá skáldinu Ólafi, konu hans Hildi, kennara, og Berghildi dóttur þeirra. Þetta er ungur, forvitinn köttur, sem er að kynnast heiminum og sjálfum sér. Hann fer sér ekki ætíð hægt, af því skapast vandræði, og að lokum slík, að bæjarstjórafrúin, ásamt fleirum, er fyrir áreitni hans höfðu orðið, taka sig til og reyna undirskriftasöfnun meðal þorpsbúa kattarskömminni til höfuðs. Markús Árelíus á góðan talsmann í skáld- inu, sem ýmist afsakar vin sinn með tilvísun til hormónastarfsemi líkamans eða ungæðingsháttar. En bezt reynist þó herlist Péturs bróður Markúsar, spekingskattar, sem all- ar heimsins gáfur virðist rúma í kolli. Eitt er víst, kattarhald er ekki bannað í bænum og Markús Árelíus heldur höfði. Sjálfsagt munu börn hafa gaman af að fylgjast með uppátækjum kattarins,' því mörg eru brosleg. Höfundur hefir vissulega auga fyrir hinu kímilega, en einhvern neista vantar til þess að gera frásögnina hlægilega. Kannski var það aldrei ætlunin, heldur vekja samúð með þessum ferfættu vinum, sem börn biðja um að eignast, en mörg gleyma síðan. Það væri vel, vansæl- um flækingum fækkaði þá í þétt- býli, mænandi augu á lokaðar dyr verða færri. Mál höfundar er fallegt, agað, og þegar honum hefir lærzt að gera meiri kröfur um útstrikanir, þá mun spenna frásagnarinnar aukast. Hér er vissulega stílisti á för, sem gam- an verður að sjá þroskast. Myndir frábærar, glettnar, listi- lega gerðar. Frágangur allur góður. h eimi lis v e r slun m e ð s t í I LAUGAVEGI 1 3 SÍMI625870 Franska-María o g Kristján sálugi oboJone METSÖLUSPIUÐ GÓÐUR PAKKI! UPPLÝSINGAR UM DREIFINGU í SÍMA 653075 Bækur Kjartan Arnason Einar Örn Gunnarsson: Næðing- ur. Skáldsaga, 128 bls. Grágás 1990. í Næðingi er sögð harmsaga roskinna hjóna í Reykjavík, þeiiTa Frönsku-Maríu og Kristjáns sáluga Kristjánssonar, forstjóra sem þó er enn á lífi. Sagan hefst þegar sögu- maður, Gunnar, tekur á leigu her- bergi hjá þeim hjónum. Þau eru bæði undarleg í háttum, einkum þó María sem situr um Gunnar til að hafa af honum félagsskap. Hún ryður í hann allskyns sögum sem mestmegnis eru brot úr hennar eig- in ævi og þeirra Kristjáns — og ekki síst Arons látins bróður Krist- jáns sem hrapaði með dularfullum hætti frammaf húsþaki hjónanna. Önnur fjarstödd persóna, Franz, sonur þeirra Maríu og Kristjáns, kemur við sögu. Fjarvera hans er einnig sveipuð nokkrum dularblæ. Lögfræðineminn Gunnar fer að NEVICA skíðafatnaður hafa æ meira ónæði af Maríu enda er hún stöðugt að bera í hann heitt súkkulaði með þeyttum rjóma til að „treysta vináttuböndin“ að eigin sögn. Samband þeirra þróast en viðhorf hennar til hans tekur ugg- vænlega stefnu undir lok sögunnar. Einnig eru í sögunni raktir nokkrir atburðir úr lífi sögumanns og skáldsins Árna vinar hans; þeir fara til að mynda á ljóðakvöld á Borginni og ball á sama stað og sitja meðal ungskálda á Café Hressó. í þessum köflum setur höf- undurinn fram skopstælingu á ung- um skáldum sem „yrkja með útlit- inu“ og eru í raun mislukkuð í há- tíðleika sínum. Ballið á Borginni er hefðbundin lýsing á kvennaveiðum og stórkallalegu grobbi. Gunnar nær sér í píu, fer með hana heim, sefur hjá henni og losar sig svo við hana. í þessum sömu köflum kemur líka víða fram all hrokafull afstaða Gunnars og Árna til nokkurra hópa í þjóðfélaginu, t.d. bænda sem eru hinar verstu afætur, sjómanna sem þykjast vera í háskóla lífsins en geta svo ekki sagt sögu skamm- laust, afgreiðslukvenna í sjoppum sem segjast bara eiga Emmess- og Kjörís þegar töffararnir biðja um klitorís og penís, og loks til kvenna almennt sem einkum virðast gegna hlutverki sæðisbrúðunnar. Ekki er mér fullljóst hvað vakir fyrir höf- undi með þessum hroka söguper- sónanna, e.t.v. þó að deila að virð- ingarleysi ungra „iðjuleysingja“ (t.d. skálda!) við vinnandi fólk, ein- angrun menntamanna í fílabeins- turninum. í raun sýnast mér þessir kaflar ekki vera sögunni nauðsynlegir. Hin botnlausa harmsaga Maríu og Einar Örn Gunnarsson Kristjáns stendur fyllilega undir sér og hefði mér þótt gaman að sjá Einar Örn þróa hana frekar, draga fram fleiri hliðar á lífi þeirra, skipta jafnvel um sjónarhorn og leggja meira í persónur þeirra. Saga þeirra er mögnuð og ekki bara harm- þrungin heldur líka grátbrosleg. Einari Erni tekst að skapa allsterka persónu ú Frönsku-Maríu, Kristján sálugi lifnar ágætlega en vantar meiri dýpt; aðrar persónur eru fremur þokukenndar. Stíll Einars er raunsæislegur og víða setur hann fram athugasemdir sögumanns við orð annarra persóna — oft sem hótfyndni. Einar Örn Gunnarsson hefur áð- ur gefið út smásagnasöfnin Gísla- sögu og Bréf til mömmu. Hann skrifar lipran stíl, er oft fyndinn en mætti leggja meiri rækt við byggingu sagna sinna og persónu- sköpun. Markús Arelíus UTIUF Sími 82922 H <\ ffl ts 1®
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.