Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 32

Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 32
% MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESÉMBER Í990 Megxtm ekki ánetjast sameiginlegri fiskveiðistefnu E vr ópubandalagsins Fyrri grein eftir Eyjólf Konráð Jónsson Hugtakið „sameiginlega fisk- veiðistefna Evrópubandalagsins" er hvergi ítarlega skilgreint en megin hugsunin mun þó vera sú, að þjóðir bandalagsins skuli sitja við sama borð að því er fiskveiðar varðar, skip allra þjóðanna megi veiða hvar sem er innan 200 mílna efnahags- lögsögu annarra bandalagsþjóða. Þetta hefur þó þegar verið teygt mjög út og suður og sífelldar um- ræður um að framkvæmdinni verði að breyta. Þar er hart deilt og deil- urnar fara harðnandi. Er það raunar ekki furða því segja má, að þessi stefna hafí leitt til hruns flestra fiskstofna við Evr- ópustrendur svo að sumir sérfróðir menn halda því jafnvel fram að nálgist gjöreyðingu sem verði var- anleg. Þess vegna tala bandalags- menn sjálfír um að gjörbreyta þurfí þessu kerfí. Skoðanimar innan bandalagsins eru sjálfsagt álíka margar og bandalagsríkin — og þó líklega miklu fleiri. Þessi þáttur í stefnu bandalagsins er sem sagt hruninn, og er ekki undarlegt, því að hann var markaður árið 1957 með Rómarsáttmálanum þegar landhelgin var 3 mílur en ekki 200. Aftur á móti er' hitt líka stað- reynd að umræður um fiskveiðimál- efni eru ekki neitt aðalatriði innan Evrópubandalagsins. Allt annað sem um er rætt er auðvitað tröllvax- ið og sjávarútvegsmálin dvergvaxin í samanburði við það sem bandalag- inu mætir í þeim miklu umbylting- um sem nú eiga sér stað og engan óraði fyrir þegar vegferð þess hófst í alvöru fyrir tiltölulega fáum ámm. Á hinn bóginn er íslendingum það ljóst að samskipti okkar við Evrópubandalagið hljóta að mark- ast af þeirri stefnu og þeim samn- ingum sem ofan á yrðu í sjávarút- vegsmálum, stefnan hlýtur að mið- ast við nýtingu okkar fískimiða og verslun með fískafurðir. í þessu efni eigum við íslending- ar margra góðra kosta völ, ef hyggi- lega er á málum haldið. Og sem betur fer höfum við enn ekki tekið nein gönuspor sem afdrifarík gætu j órðið er fram líða stundir. í þessu efni ber sérstaklega að geta þeirrar einstæðu framsýni sem forustu- menn sjávárútvegsins í heild hafa sýnt og meðal annars var túlkuð í ræðu Magnúsar Gunnarssonar á j aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva 5. október síðastliðinn. Einhveijir kunna sjálfsagt að segja að ekki sé það þakkarvert þó að sjávarútvegsmenn taki for- ustuna í mörkun hyggilegrar íslenskrar stefnu, því að mest eigi þeir í húfi. En þá er þess að geta að ekki er það nú alltaf svo að þeir sem sérstakra hagsmuna eiga að gæta í bráð og lengd líti til fram- tíðarinnar, hætt hefur.oft verið við að stundargróðinn réði. Fyrsta kostinn sem við eigum þekkja menn, það er að segja að við óskum breytinga á bókun 6 frá 1972. Um þetta var flutt þings- ályktunartillaga fyrir réttu ári en hún varð ekki afgreidd. Þessir samningar hefðu auðvitað átt að fara fram samhliða þátttöku í sam- starfí EFTA og Evrópubandalags- ins um evrópskt efnhagssvæði. Það var því miður ekki gert og er liðin tíð, sem ástæðulaust er að ræða. En nú verður þessu ekki lengur slegið á frest. Annar kosturinn er sá sem Mitt- errand Frakklandsforséti gat um sællar minningar hér í sumar. Það mál þekktu viðmælendur okkar sem erum í Evrópustefnunefnd Alþingis er við vorum á ferð í Brussel og víðar nú fyrir nokkrum vikum. Auðvitað vildu þeir ekki fallast á að Frakklandsforseti hefði úrslita- ráð í Evrópubandalaginu, en ekki afneituðu þeir hugmyndum hans. Sá maðurinn sem ítarlegast, af mestri þekkingu og vinsemd ræddi samskiptamálefni Islands og Evr- ópubandalagsins við okkur í nefnd- inni var Henning Christophersen, varaforseti framkvæmdastjómar Evrópubandalagsins. Hann sagði meðal annars að vissulega hefðu íslendingar opnað markaði sína fyr- ir varning frá Evrópubandalaginu en hefðu þó ekki fríverslun með . físk eða tollfrelsi fiskafurða. Jafn- vægi þyrfti að nást á þessu sviði. Þar var talað tæpitungulaust. Ég endurtek efnislega: Bandalagið hef- ur fengið tollfrelsi við innflutning tii íslands, en íslendingar greiða nú tolla við innflutning á Evrópu- markað. Hér þyrfti jafnvægi að nást. Þetta þurfa íslendingar allir að vita, ekki síst blaðamenn, þing- menn og ráðherrar. Meginhugsunin í Evrópubanda- laginu er raunar sú að ,-,eitthvað skuli koma fyrir eitthvað". Aldeilis ekki að fískveiðar skuli koma fyrir tollaívilnanir eða aðra samninga. Eitthvað fyrir eitthvað er grundvöll- ur samninga. Einnig þetta undir- strikaði þessi ágæti Dani. í umræð- um um þetta efni hefur komist á kreik meinloka sem mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig gat komist inn í hugarheim ýmissa ís- lendinga og verður héðan í frá að liggja dauð og grafín. Margsinnis hef ég lýst eftir því bæði við embættismenn og stjórn- málamenn að þeir bentu mér á ein- hver lagafyrirmæli Evrópubanda- lagsins, allt frá Rómarsáttmálanum 1957 til þessa dags, þar sem þess væri getið að sameiginleg fískveiði- stefna Evrópubandalagsins gæt! náð til ríkja utan þess, jafnvel til alheimsins, eða að einhvers staðar væri það áskilið að fiskveiðar innan 200 mílna „skyldu“ koma í stað annarra ívilnana svo sem tollalækk- unar. Auðvitað er ekkert orð að fínna um þetta í pappírsumfjöllun bandalagsins. Þetta er allt tilbún- ingur og síðan út af honum lagt. Hitt er ljóst, að í geysiflóknu og umdeildu stjómkerfí Evrópubanda- lagsins, leitast menn við að auka eigin völd, takmarka völd hvers annars og gefa hver öðrum ýmis konar fyrirmæli eða tilmæli. Starfs- reglur þær sem að_ slíku kunna að hníga verðum við íslendingar auð- vitað að reyna að forðast vegna tröllaukins stjórnkerfís Evrópu- bandalagsins, skrifstofuveldisins og átakanna milli valdastofnana í Evr- ópu. Nauðsynlegt er fýrir okkur að velja greiðfærastu og fljótvirkustu leiðina ogþar benti Henning Christ- ophersen og raunar ýmsir aðrir stjórnmála- og embættismenn okk- ur á að fisk ættum við ekki að nefna á nafn þegar við óskuðum leiðréttinga á tollum, sem sjálfsagð- ar væru vegna þeirra breytmga sem orðið hafa á tollgreiðslum til banda- lagsins með saltfisksölunni til Spán- ar og Portúgals við aðild þeirra, enda er þar um að ræða tollamál sem. falla undir stjórnardeild XXI sem fer með þau mál ásamt auðvit- að fyrstu stjórnardeild í fram- kvæmdastjórninni. Ef við aftur á móti hverfum nú að því ráði, sem meðal annars Mitt- errand hefur bent á, þá hljótum við að óska eftir almennum viðræðum um samskipti Evróupbandalagsins og íslands á fjölmörgum sviðum til frambúðar. Þar ræðum við að sjálf- sögðu um tollamálin, það er að segja að Evrópubandalagið láti okk- ur njóta sömu tollfríðinda og þeir njóta hjá okkur. Að sjálfsögðu nefn- um við þar hvergi eða ræðum físk- veiðimálefni af einu tagi eða neinu, . því að fískur á íslandsmiðum er allur okkar eign, en hins vegar að sjálfsögðu öll önnur samskipti ekki síst menningar- og menntamálin og tryggjum okkar námsfólki ekki lakari réttindi en við höfum notið í Evrópu, ekki bara í áratugi heldur í aldir. Allt fínnst mér þetta vera ljóst og ekki þurfa um að þræta. Þegar deilurnar stóðu sem hæst á Alþingi á sl. vetri ofanverðum óskaði ég þess að sendiráðið í Brussel útvegaði okkur upplýsingar um gang einstakra mála í fram- kvæmdastjórninni. Svar fékkst í stuttu bréfi 7. desember 1989 og til glöggvunar held ég að rétt sé að birta það. Sendiráð íslands, Brassel, 7. desember 1989 87.B.7. Nr. 1275T Framkvæmdastjórn EB. Allar aðgerðir, ákvarðanir og til- kynningar framkvæmdastjómar EB era gerðar í nafni hennar allrar og ber hún sameiginlega ábyrgð á þeim. Því era allar ákvarðanir bom- ar undir allar aðalskrifstofurnar 23. Þetta á þó ekki síst við um það þegar framkvæmdastjórn gerir til- lögur til ráðsins um samningsum- boð sér til handa við þriðju ríki. Drög að slíkum tillögum eru þá send öllum skrifstofum til umsagn- ar. og vegur þá umsögn þeirrar skrifstofu þyngst sem málið er skyldast. Til þess að unnt væri að ganga frá umboði til samninga við Island sem hefðu það að, inntaki að _ rýmka fyrir innflutningi íslenskra sjávarafurða til EB yrði sjávarútvegsskrifstofa að sam- þykkja það. Að sjálfsögðu er þó verkaskipting meðal skrifstofanna og hefur hver sín sérsvið þar sem hún ber aðal- ábyrgð. Til dæmis má nefna að DG I sér um samskipti við þriðju ríki og viðskiptastefnu Evrópubanda- lagsins, DG XIV sér um sjávarút- vegsmál og DG XXI sér um tolla- mál og óbeina skatta. Hin síðast- nefnda ber þó aðeins ábyrgð á rekstri tollabandalagsins og tekur ekki efnislega afstöðu til þess hvort hækka eigi eða lækka tolla, setja tollkvóta eða afnema þá. Þegar sérsvið ólíkra aðalskrif- stofa skarast, komast skrifstofurn- ar sameiginlega að niðurstöðu um það hver sé oddviti og beri höfuð- ábyrgð (chef de fíle) og hver sé umsagnaraðili. Til að mynda þegar rætt er um tolla á sjávarafurðir eingöngu þá hefur fulltrúi sjávarút- ve^sskrifstofu forsögu en fulltrúi utanríkisskrifstofu situr hjá en leggur sitt til málanna eftir því sem henta þykir. Þannig var það t.d. þegar sjávarafurðir voru teknar fyrir sérstaklega í viðræðum EFTA-ríkjanna við Evrópubanda- lagið eftir inngöngu Spánar og Portúgal. Þá var Simonnet, fulltrúi sjávarútvegsskrifstofu aðalsamn- Tæpt tonn af þorski fyrir áratug eftir Halldór Blöndal Fyrir norðan er maður kominn yfír áttrætt, sem hefur sótt sjóinn alla sína ævi. Hann leggur grá- sleppunet á vorin og liggur úti við Flatey á sumrin og veiðir þorsk. Nú er hann búinn að fá bréf frá ráðuneytinu um það, að réttur hans til hafsins séu 6 tonn af þorski á ári nema hann fari á banndaga- kerfí. Hann er sennilega búinn að sækja sjó sjö áratugi, svo að eftir- tekjan er tæpt tonn á áratug. Hann hefur verið að hugsa um að hætta á grásleppunni, af því að það er léttara að draga þorsk, segir hann. Enginn skilji orð mín svo, að þessi gamli maður skipti skapi, þótt hann fái bréf frá ráðuneytinu. Hann hefur lært meira af lífínu en svo, að hann kippi sér upp við það. Hitt er aftur spurning, hvort kerfi sem ráðherra kallar „stjórn fískveiða“, geti heitið annað en „óstjóm físk- veiða“, þegar svo er komið sem ég hef nú lýst. Viðmiðun, sem lendir í tæpu tonni fyrir áratug, er röng og ósanngjörn. Maður sér undir eins, að hún er tekin út úr vandræð- um. Þegar ákvörðun var tekin um fastan þorskkvóta fyrir fískiskip, sem vora 10 tonn og stærri, blasti við að nauðsynlegt yrði að hafa hemil á fjölgun smábáta. Það hefur ekki verið gert. Þó hefur sami mað- ur gegnt embætti sjávarútvegsráð- herra frá 1983, svo að ekki er skýr- ingin sú, að mannaskipti hafí skap- að óstöðugleika í ráðuneytinu. Þess er skemmst að minnast, að haustið 1989 vora hagsmunaaðilar og full- trúar stjómmálaflokka sammála um, að það yrði að stöðva fjölgun smábáta í síðasta lagi frá ársbyrjun 1990. Ríkisstjórnin sýndi þessu engan áhuga og því fór sem fór og trillum hélt áfram að fjölga. Við sjálfstæðismenn höfðum af því þungar áhyggjur, hvemig færi fyrir svokölluðum sóknarmarks- skipum eftir nýju lögunum um stjórn fískveiða. Okkur var sagt, að ekki yrði tekið tillit til neinna ábendinga eða tiliagna, sem við kynnum að koma fram með. For- menn stjómarflokkanna og Halldór „Okkur er nauðsynlegt að fá þessar skrár í hendur til þess að við getum fengið heildar- yfirsýn yfir málið og tekið afstöðu sam- kvæmtþví.“ Ásgrímsson, hefðu hist suðrí ráð- herrabústað og ákveðið það í stóru og smáu, hvernig löggjöfín um stjórn fiskveiða yrði. Ekki yrði staf- krók hnikað í samráði við stjórnar- andstöðuna eins og líka kom á dag- inn. Við nefndarmenn í sjávarútvegs- nefndum Alþingis höfðum í höndum tilraunaúthlutun, sem unnin var í sjávarútvegsráðuneytinu sl. vor, þannig að okkur var fullkunnugt um, að samdrátturinn í aflaheimild- um sumra sóknarmarksskipa yrði slíkur, að jafnaðist við eignaupp- töku. Það hefur komið á daginn. Mér hefur verið nefnt dæmi um, að skip missi tvo fiska af hveijum þremur, sem það hefur veitt. Ugg- vænlegt ástand í Grímsey hefur verið mikið í fréttum. Þó er það ekki einsdæmi. Svipaða sögu er að segja frá öðrum plássum. Þetta ástand getur ekki komið ríkisstjórn- inni á óvart, ef hún hefur lesið þau plögg, sem lágu fyrir sjávarútvegs- nefndum Alþingis sl. vor. En skrifað stendur: Sjáandi sjá þeir ekki. Fimm af sjö þingmönnum í sjáv- arútvegsnefnd efri deildar hafa beð- ið um það skriflega, að þeir fái í hendur sem trúnaðarmál skrá yfir þær aflaheimildir, sem útgerðar- mönnum smábáta hefur verið skýrt frá, að þeir fái á næsta ári með fyrirvara um leiðréttingar. Okkur er nauðsynlegt að fá þessar skrár í hendur til þess að við getum feng- ið heildaryfírsýn yfír málið og tekið afstöðu samkvæmt því. En senni- lega er sjávarútvegsráðherra búinn að vera of lengi í ráðuneytinu. Hann neitar okkur um þetta, af því að hann telur sig einfæran um að ráða. Það er skýr vottur þess, að „Nauðsynlegt er fyrir okkur að velja greið- færustu og fljótvirk- ustu leiðina og þar benti Henning Christ- ophersen og raunar ýmsir aðrir stjórnmála- og embættismenn okk- ur á að fisk ættum við ekki að nefna á nafn þegar við óskuðum leið- réttinga á tollum, sem sjálfsagðar væru vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á tollgreiðsl- um til bandalagsins með saltfisksölunni til Spánar og Portúgals við aðild þeirra.“ ingamaður EB en fulltrúar utanrík- ismálaskrifstofu voru í raun áheyrnaraðilar. Ef hins vegar um er að ræða meiri háttar viðskiptasamninga þar sem gæta verður jafnvægis milli margra ólíka þátta tekur utanríkis- málaskrifstofan yfír oddvitahlut- verkið og gengur frá samningum en að sjálfsögðu í samráði við við- komandi faglegar skrifstofur. Bréfí þessu fylgir ljósrit skipurits ofangreindra þriggja stjórnarskrif- stofa. F.h.s. Auðvitað er þetta stutta bréf, . skrifað í hasti, ekki afgerandi því að stjómkerfí Evrópubandalagsins er mjög fiókið og tekur sífelldum breytingum. Þess er t.d. að gæta að Evrópuþingið sækist að sjálf- sögðu eftir auknu valdi og Evrópu- Halldór Blöndal annar maður eigi að taka við, kynnu gamlir menn að segja, þeir sem lengi hafa róið á lífsins sjó og kannski ekki fengið nema sex físka í hlut. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystrn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.