Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 36

Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 * Islenskt vættatal eft- ir Arna Björnsson ÚT ER komin hjá Máli og menningu bókin Islenskt vættatal sem Árni Björnsson þjóðháttafræðingur hefur tekið saman. í kynningu útgefanda segir: „I bókinni segir frá þeim íbúum huliðs- heima sem birst hafa alþýðu manna hér á landi í aldanna rás og allt fram á þennan dag. Taldar eru í stafrófsröð allar helstu nafngreindar vættir sem fyr- ir koma í íslenskum alþýðusögum og munnmælum, draugar, huldu- fólk, tröll og aðrar kynjaverur. Get- ið er ættar þeirra, heimkynna ’og helstu afreka, auk þess sem vísað er til heimilda þar sem fræðast má nánar um verurnar. I bókinni er fjöldi mynda frá dvalarstöðum huldra vætta og einnig kort sem sýna dreifíngu þeirra um landið." Árni Bjömsson tók bókina saman og ritaði inngang og eftirmála. Þórarinn Óskar Þórarinsson tók flestar Ijósmyndirnar. Erlingur Páll Ingvarsson teiknaði kort og hannði bók og kápu. Ljösmynd á kápu er eftir Guðmund P. Óla'fsson. Bókin er 192 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Allir forngrísku harm- leikimir komnir á bók ÚT ER komin hjá Máli og menningu bókin Grískir harmleikir í þýðihgu Helga Hálfdanarsonar. í bókinni er að finna alla forn- gríska harmleiki sem varðveist hafa, eftir höfuðskáldin Æskílos, Sófókles og Evripídes. Lesendum til hægðarauka tilfærir þýðandinn í bókarlok helstu sagnir sem höf- undarnir byggðu á. Þar er jafn- framt skrá manna- og staðanafna með stuttum skýringum. Loks er gerð grein fyrir íslensku þýðing- unni. Helgi Hálfdanarson er þjóð- kunnur fyrir þýðingar sínar á leik- verkum Williams Shakespeare og ljóðum frá ýmsum löndum. Bókin er 1.198 bls., prentuð hjá Thomas Nelson, Hong Kong. Myndskreyting er eftir Tryggva Ólafsson listmálara. Bókin er einn- ig fáanleg í gjafaöskju. (Fréttatilkynning) ■ LAUGARDAGINN 15. des- ember verður bókmenntadagskrá í kaffístofu Hafnarborgar. Þar munu eftirtaldir • rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum: Árni Ibsen, Einar Már Guð- mundsson, Guðrún Helgadóttir, Kristín Loftsdóttir, Ólafur Gunn- arsson, Símon Jón og Steinunn Sigurðardóttir. í kaffstofunni stendur nú yfir sýning á verkum eftir tólf hafnfirska listamenn, og eru öll verkin til sölu á staðn- um. ■ INGA SÓLVEIG opnar sýn- ingu í Te og kaffi Vesturgötu 52 Akranesi laugardaginn 15 desemb- er. Þar verða til sýnis klippimyndir og ljósmyndir. Inga Sólveig lauk BA prófi frá San Francisco Art Intitute 1987 og hefur hún tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar bæði hér á landi og erlendis. Sýningin verður opin daglega frá kl. 10-11.30 og stendur til 31. desember. Sesselja Sigmundsdóttir blaðsíður. Margar myndir eru í bók- inni. Sameinaða auglýsingastofan Jónína Michaelsdóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Dansstúdíó Sóleyjar: Hnotubijóturínn með nýjum hætti Saga Sesselju Sig- mundsdóttur komin út KOMIN ER út bókin Mér leggst eitthvað til eftir Jónínu Michaels- dóttur. Styrktarsjóður Sólheima gefur bókina út. í kynningu Styrktarsjóðs Sólheima segir: „Mér leggst eitthvað til er um brautryðjandann og baráttukonuna Sesselju Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima — gleði hennar og sorgir, ótrúleg afrek og sálarstyrk, áralanga baráttu við kerfið, sigur að lokum og viðurkenningu samfélagsins. Glæsileg ung kona kemur til ís- lands 1930 eftir margra ára nám og þjálfun í uppeldismálum í Evrópu. Hún reisir heimili fyrir munaðarlaus og vanrækt börn á afskekktri jörð í Grímsnesi og setur jafnframt á stofn fyrsta heimili fyrir þroskahefta á íslandi. Hún fer nýjar leiðir í starfi sínu. Er frumkvöðull í lífrænni rækt- un og grænmeti er uppistaðan í fæð- inu á Sólheimum. Kerfið snýst gegn henni. Allt er gert til að hrekja hana frá Sólheim- um. Hún þarf að sækja rétt sinn fyrir dómstólum og áður en niður- staða er fengin setur ríkisstjórn Is- lands bráðabirgðalög til að ná af henni heimilinu. Aðförin mistekst og Sesselja stendur uppi sem sigurvegari. Lífsstarf þessarar konu er einstakt og örlagasaga hennar og fallegt sam- band við þýskan listamann og kenn- ara lætur engan ósnortin." Mér leggst eitthvað til er 320 Þátttakendur I Hnotubrjótnum eru nemendur í Dansstúdíói Sóleyjar. Morgunblaðið/Sverrir Dansstúdíó Sóleyjar verður með þrjár sýningar á Hnotubrjót- unum í sal Verslunarskólans, Ofanleiti 1,16.18. og 19. desemb- er klukkan 21.00. Nemendur dansstúdíósins dansa jassballett, ballett, nútíma götudans og jassfunk í sýningunni sem út- færð er af Ástrósu Gunnarsdóttur, Erni Guðmundssyni, Bryndísi Ein- arsdóttur, Þórhalli Skúlasyni og Jóni Agli Bragasyni. Svið og bún- inga hannar Dóra Einarsdóttir. Dansarar í sýningunni eru frá fimm ára til fertugs. Hnotubijóturinn er heimsfrægt verk, sem flest allir dansflokkar heims hafa flutt. Hér er verkið tek- ið nýjum tökum og var það Ástrós Gunnarsdóttir sem átti hugmyndina að því. Örn Guðmundsson, Dóra Einarsdóttir, Bryndís Einarsdóttir, Þórhall- ur Skúlasson, Sóley Jóhannsdóttir, Jón Egill Bragasson og Ástrós Gunnarsdóttir. Hafnarfjörður: Heildarsafn tónverka Fríðríks Bjarnasonar ÚT er komið heildarsafn tónverka Friðriks Bjarnasonar og er það gefið út í minningu hans og konu hans Guðlaugar Pétursdóttur. I ár eru liðin 110 ár frá fæðingu Friðriks. Þau hjónin arfleiddu Hafnar- fjarðarbæ að mestum hluta eigna sinna og var svo fyrir mælt í erfða- skrá að bækur hans, nótnahand- rit, nótnasöfn og persónulegir hlutir skyldu varðveittir í Bóka- safni Hafnarfjarðar. Af arfafé þeirra hjóna var stofnaður sjóður í eigu Hafnarfjarðarbæjar, Sjóður Friðriks Bjarnasonar og Guðlaug- ar Pétursdóttur og renna í hann höfundarréttargjöld af lögum Friðriks. í frétt frá sjóðsstjóminni segir, að Páll Kr. Pálsson organ- leikari, einn stjórnarmanna hafi átt hugmynd að útgáfu tónverk- anna og sá hann um undirbúning útgáfunnar en að útgáfunni sfanda minningasjóðurinn og Hafnaríjarðarbær. Eins og fyrr segir, er hér um heildarútgáfu á tónverkum Frið- riks að ræða og voru mörg þeirra tilbúin til útgáfu þegar hann lést. Tónverkunum er skipt í átta flokka; fyrir blandaðan kór, karla- kór, einsöngvara, skólasöngva, hljóðfæralög, sálmalög, hátíðar- söngva, stólvers og orgelverk. Bókin er 354 bls., prentuð í Prent- smiðju Hafnarfjarðar. Kápumynd- in er eftir Eirík Smith listmálara, en hönnuður hennar er Magnús Arason. Bókin verður til sölu í Bókasafni Hafnarfjarðar. • Morgunblaðið/Árni Sæberg I stjórn Sjóðs Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur eiga sæti, talið frá vinstri, þeir Stefán Júlíusson gamall nemandi Friðriks og samkennari, Páll Kr. Pálsson organleikari við Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði og Eiríkur Pálsson lögfræðingnr. Menningarsjóður íslands og Finnlands: 3,2 milljónum króna úthlutað STJÓRN Menningarsjóðs íslands og Finnlands hefur úthlutað 38 aðilum samtals 207.500 finnskum mörkum, jafngildi 3,2 milljóna ísienskra króna. Stjórn sjóðsins kom saman 'til fundar í Tammerfors í Finnlandi 20. október sl. til að ákveða árlega úthlutun styrkja úr sjóðnum. Um- sóknarfrestur var til 30. september sl. og bárust alls 105 umsóknir, þar af 83 frá Finnlandi og 22 frá ís- landi. 17 umsækjendanna frá ís- landi fengu styrk. Stofnfé sjóðsins var 450.000 finnsk mörk sem finnska þjóðþingið veitti í tilefni af því að minnst var 1.100 ára afmælis byggðar á ís- landi 1974. Fé hans nemur nú um 2,2 milljónum marka. Stjórn sjóðs- ins skipa Matti Gustafson, deildar- stjóri í finnska menntamálaráðu- neytinu, sem er formaður, Juha Peura, til. mag., Kristín Þórarins- dóttir Mántylá, fulltrúi, og Þórunn Bragadóttir, deildarstjóri. Kreditkort hf. og Samkort hf. sameinast ÁFORMAÐ er að sameina rekst- ur fyrirtækjanna Kreditkort hf. og Samkort hf. Samningur hefur verið gerður á milli fyrirtækj- anna með fyrirvara um samþykki stjórna og hluthafa þeirra. Öll starfsemi Samkorts hf. flyst í húsnæði Kreditkorts hf. að Ar- múla 28 um áramótin. Engin breyting verður á útgáfu eða notkunarmöguleikum Sam- korta og Eurocard korta frá því sem verið hefur. Stefnt er að því að Samkort verði jafnframt alþjóðlegt greiðslukort sem nota má á yfir 8 milljón afgreiðslustöðvum Eurocard víða um heim. Þau fyrirtæki sem samið hafa við Samkort hf. um að ákveðnum hópum viðskiptamanna séu veitt ýmis fríðindi út á sér- merkt kort, svo sem aðildarfélög Samtaka samvinnuverslana, munu áfram tengjast Samkorti hf. í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að forsvársmenn þeirra telji að með sameiginlegum rekstri megi auka hagræði þeirra og bæta þjón- ustu við korthafa og samstarfsaðila.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.