Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 49

Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBUR 1990 49 Frá jólasýningunni, sem verður í Árbæjarsafni á sunnudag. > Arbæjarsafn: Brugðið upp mynd af jólahaldi fyrr á tímum Jólasýning verður á Árbæjar- safni á morgun frá kl. 13:00 til 16:00. Brugðið verður upp mynd af jólahaldi á stríðsárunum og jólum í Prófessorsbústaðnum um 1920, byggt á frásögn Nínu Þórð- ardóttur um jólahald þar. Dansað verður í kringum jólatré kl. 14:00. Karl Jónatansson spilar á harmonikku og nokkrir íslensku jólasveinanna munu koma í heim- sókn. Prentsmiðjan verður í gangi, þar sem prentuð verða sérstök kort í tilefni dagsins auk þess sem sýnd verða jólakort frá fyrri hluta aldar- BÆJARSTJÓRN Neskaupsstað- ar hefur mótmælt þeirri ákvörð- un Þjóðleikhússins og mennta- málaráðuneytis að sýningar leik- hússins á Næturgalanum skuli eingöngu fluttar fyrir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur og nágrennis. I bréfi sem Ásgeir Magnússon bæjarstjóri í Neskaupsstað hefur ritað menntamálaráðherra segir að Þjóðleikhúsið hafi auglýst sýning- mnar. Krambúðin verður opin, þar sem ýmislegt er tengdist jólahaldi áður fyrr, verður til sölu. Sýning verður á föndri og sýnikennsla í gerð þess. Gamalt tréjólatré vafið með lyngi og skreytt með heimatilbúnu pappírsföndri verður til sýnis á bað- stofuloftinu. Þar verður auk þess unnið við tóvinnu og sýnt hvemig vaxkerti voru steypt áður fyrr. Aðventumessa verður í kirkjunni kl. 15:30, þar sem séra Kristinn Á. Friðfmnsson messar og félagar úr Kirkjukór Árbæjarsóknar syngja. una Næturgalann sem sýningu fyr- ir grunnskóla landsins. Formaður menningarnefndar Neskaupstaðar hafi haft samband við forsvarsmenn Þjóðleikhússins til að spyrjast fyrir um það hvenær sýningar yrðu í grunnskólum á Áusturlandi og fengið þau svör að ekki væri gert ráð fyrir því að farið yrðu með sýn- inguna lengra en í grunnskóla Reykjavíkur og nágrennis. I samþykkt bæjarstjórnar Nes- kaupstaðar segir: „Bæjarstjórn Neskaupstaðar mótmælir harðlega þessum vinnubrögðum og bendir á að Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun og ber sem slíkri að leitast við að veita íbúum landsins sem jafnasta þjón- ustu.“ Þá minnir bæjarstjórn á yfirlýs- ingar forsvarsmanna Þjóðleikhúss- ins um að sá tími sem Þjóðleikhús- ið er í endurbyggingu verði notaður til að stórauka sýningar á lands- byggðinni. Umferðarráð um jólaumferðina: Nauðsynlegt að menn sýni þolinmæði og tillitssemi Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Um- ferðarráði: „Desembermánuður er einn mesti umferðarmánuður ársins. Þá reynir meira en endranær á alla vegfarendur, ekki síst ökumenn. Nauðsynlegt er að menn sýni bæði þolinmæði og tillitssemi. Minna má á að þegar umferð er mjög þétt er góð regla að gefa sér heldur lengri tíma til að komast á milli staða heldur en venjulega. Nú fer að líða að þeim degi þeg- ar sólargangur er skemmstur hér á landi og því sérstaklega brýnt að allir noti endurskinsmerki. Með því móti eykur fólk öryggi sitt verulega og getur sannarlega komið í veg fyrir slys. Á undanförnum árum hafa í síauknum mæli verið haldin jóla- glöggboð í fyrirtækjum og félaga- samtökum. Umferðarráð hefur í sjálfur sér ekkert nema gott um það að segja, en bendir á þá stað- reynd að í jólamánuðinum eru á hveiju ári fjölmargir ökumenn staðnir að því að aka ölvaðir. Marg- ir þeirra hafa einmitt verið að koma af slíkum „glögggleðifundum“. Það leiðir hugann að þeirri staðreynd, að akstur og áfengi mega aldrei eiga samleið. Ölvaðir ökumenn eiga því miður oft aðild að alvarlegum umferðarslysum, sem ekki hefðu orðið ef viðkomandi hefðu verið alls- gáðir. Rétt er að vekja athygli á óáfengum drykkjum fyrir þá sem vilja skemmta sér og vera samt sem áður í stakk búnir til að stýra bílnum heim. Umferðarráð hvetur alla sem í umferðinni eru til að leggja sitt lóð á vogarskálar þannig að jólahátíðin gangi í garð án alvarlegra umferð- arslysa. Gleðileg slysalaus jól.“ Hilda hf.: Lager þrota- bús á útsölu ÞROTABÚ Hildu hf., reynir nú að koma lager fyrirtækisins í verð með því að bjóða mikinn afslátt á verði framleiðslu fyrir- tækisins, sem eru peysur, kápur, jakkar og fleira. Útsalan, sem er í Borgartúni 22, hófst í gær og stendur til jóla á opnunartíma verslana á þessum árstíma.- Neskaupstaður: Vinnubrögðum Þjóð- leikhúss mótmælt Morgunblaðið/Emilía Nokkur verk sem sýnd eru í Nýhöfn. ■ JÓLASÝNING verður haldin í Listasalnum Nýhöfn, Hafnar- stræti 8. Sýnd verða málverk, vatnslitamyndir, teikningar, skúlpt- úrar, keramik og verk naivista. Listaverk eftir ijölda listamanna svo nokkur dæmi séu tekin: Kjarv- al, Braga Ásgeirsson, Jóhönnu Yngvadóttur, Hring Jóhannes- son, Magnús Kjartansson, Kar- ólínu Lárusdóttur, Guðbjörgu Lind, Björgu Þorsteinsdóttur, Valgerði Hauksdóttur, Borghildi Óskarsdóttur, Sverri Haralds- son, Hörð Ágústsson, Guðmundu Andrésdóttur, Ragnheiði Ream, Snorra Arinbjarnar, Valgarð Gunnarsson, Gunnar Örn, Guð- rúnu Kristjánsdóttur, Daða Guð- björnsson, Sigurð Örlygsson, Sverri Ólafsson, Gest og Rúnu, Sæmund Valdimarsson, Kristínu Jónsdóttur Jóhannes Geir o.fl. o.fl. Opið á verslunartíma til jóla. Barnagnðsþj ónusta í Dómkirkjunni BARNAGUÐSÞJÓNUSTA verð- ur haldin næstkomandi sunnu- dag 16. desember kl. 11.00 í Dóinkirkjunni. Það hefur verð föst venja um margra ára skeið að hafa baraa- guðsþjónustu rétt fyrir jólin og minnast komu jólanna á viðeigandi hátt. Á sunnudaginn er 3. sunnudagur í aðventu og þá verður kveikt á þremur aðventukertum og viðeig- andi söngvar sungnir um leið. Nokkur tíu til tólf ára börn flytja helgileik. Kór Vesturbæjarskóla syngur nokkur lög undir stjórn Vigdísar Esradóttur. Lesin verður jólasaga, sem börnin taka þátt í með söng sínum. Þá koma góðir gestir í heimsókn, og er það Lúðra- Dómkirkjan í Reykjavík. sveit Laugarnesskóla undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen. Það er von okkar í Dómkirkjunni að þessi barnaguðsþjónusta verði vel sótt og hvetjum við foreldra að ijölmenna með börnum sínum og eiga þar með þeim dýrmæta stund. (Frcttotilkynning) Jólatónleikar I Barnaheill Elly Amelino, Dalton Baldwin og kórs Öldutúnsskóla sunnudag kl. 14.00 í Háskólabíói. Miðasala á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar íslands, sími 622255, og við innganginn. EIMSKIP STEINAR WAAGE Litur: Svartur Stærðir: 40-45 Verð: 3.495,- Domus Medica, Kringlunni 8-12, sími 18519. sími 689212. Karlmannaskór HORNSÓFAR - SÓFASETT 6 sæta hornsófi með leðri á slitflötum, lúxefni að utan, kr. 125.000 stgr. 5 sæta hornsófi, leðurlúx, kr. 87.000,- stgr. Sófasett með leðri kr. 160.000,- stgr. Nýkomið mikið úrvai af sófasettum með áklæði eða leðri. Nýjar sendingar af borðstofuhúsgögnum. Eldhúsborð og stólar, gott úrval. Opió til kl. 22.00 7*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.