Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 50

Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 50
50 -------—--------- —---------t----MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUII 15. DESEMBER 19 1990 BÍLDUDALS- KÓNGURINN Gripið niður í athafnasögu Péturs J. Thorsteinssonar SKUGGSJÁ hefur gefið út bókina „Bíldudalskóngurinn" — athaf- nasaga Péturs J. Thorsteinssonar. Hún er í stórum dráttum vel kunn, þar sem hún er allstaðar eitthvað sögð í ritum um íslenzkan sjávar- útveg á miklum breytingartímum á síðustu tveimur áratugum 19du aidar og fyrstu tveimur áratugum 20stu aidar. Hér á eftir verður gripið niður í bókartexta: Það mun enn upphaf sögu flestra manna, að karl og kona eiga með sér fund, sem leiðir til barnsgetnað- ar. Stundum á sá fundur sér langan aðdraganda, Ijúfan eða stríðan, en í annan stað ekki meiri en þyrstur maður slekkur þorsta sinn. Hér er ekki hægt að rekja forsögu þess, hvorki um leyndar ástir, eða hvernig manninn bar að konunni, að Þor- steinn Thorsteinsson, kvæntur mað- ur á Geirseyri við Patreksfjörð, ger- ir Höllu Guðmundsdóttur, 26 ára gamalli vinnukonu sinni, barn á haustmánuðum 1853. Barnið fæðir Halla síðan í Otradal 4. júní 1854, og var það sveinbarn. Kaupmaðurinn á Geirseyri hefur trúlega ekki talið sitt eigið heimili heppilegasta stað- inn fyrir barnsmóður sína, eða að ala barn sitt, og kom henni fljótlega fyrir hjá séra Þórði Thorgrímsen í Otradal, en þeir hafa þekkzt frá því þeir voru báðir í Olafsvík, Þorsteinn verzlunarstjóri en presturinn verzl- unarþjónn. Sá var aldarháttur tímans, að kvæntir menn, sem vegna hjónabands síns, eigna eða embætta, töldu sig bera skaða af að meðganga óskilgetin börn sín, fundu sér mann, sem var það meinlaust að gangast við faðerni fyrir þá og venjan að þægja þeim eitthvað fyrir það. Slík rangfeðrun mátti heita þjóðlegt fyr- irbæri um aldir og á aílra vitorði. Halla skírði dreng sinn Pétur Jens, og feðraði hann undir Ólaf Halldórs- son frá Kollsvík, og kemur sá barns- faðir ekki síðan við þessa sögu. Hann hafði ekki önnur afskipti af drengnum en láta bóka sig fyrir honum. En drengurinn bar þetta föðumafn fram að tvítugu. Segir nú fyrst af ættum. Þar eru rætumar. Ástin læðist í hjartað Spekúlantsferðirnar stóðu venju- legast yfir í tvær til þijár vikur. Og þennan tíma mátti nota til fleira en selja vaminginn, og það gerði verzl- unarþjónninn á spekúlantskipi Grams. Verzlunarþjónninn var ung- ur og gjörvilegur maður, sem eflaust hefur gengið í augu kvenna, og auk þess formaður í Kaupmannahöfn. Það var náttúrlega ekki að efa, að séra Guðmundur á Breiðabólstað á Skógarströnd — þann stað sat hann eftir 1868, en áður Kvenna- brekku, sem kunnugt er — hefur verzlað við spekúlantaskip, sem komu í Hvammsfjörðinn, og það er heldur ekki að efa, að verzlunar- þjónninn um borð hefur verið fús til að aðstoða prestsdótturina á Breiða- bólstað við að velja sér sem bezt efni í fatnað sinn og bollalagt með henni um slifsið eða svuntuna, sem hún skoðaði og hafði hug á — „ .. .og mærin var ung og hjartahrein, og hugsaði um þann hinn fríða svein í leyni.“ Þá mætti ætla að verzlunarþjónin- um hafí gefízt tækifæri til að bregða sér í heimsókn að prestssetrinu á Breiðabólstað. Þar hefur spekúlanta- skipið legið innan eyja skammt und- an landi. Fundizt gat til þess stund milli stríða, ef illa viðraði til verzlun- Hópur fólks við giftingu Gyðu Briem dóttur Katrínar Thorsteinsson Briem og Eggerts Briem og Héðins Valdimarssonar. F.v.: Sæmundur Bjarnhéðinsson, kona hans Christophine Mikeline, Jón Hermannsson, Jón Baldvinsson, Júlíana Guðmundsdóttir, Ásta Hermannsson, Ólafur Johnson, Halla Briem, Eggert Briem, Sveinn Gunnarsson, Sr. Friðrik Hallgrímsson, Inga Ásmujids, Pétur J. Thorsteinsson, Ásthildur Bri- em, Bentína Hallgrímsson, Franskur konsúll, Haraldur Guðmundsson, Laufey Valdimarsdóttir, Ásthildur Thorsteinsson, Bríet Bjarnhéðins- dóttir, Eiríkur Briem, brúðurin Gyða Briem, brúðguminn Héðinn Valdimarsson, Katrín Gunnlaugsdóttir, Sverrir Briem, Theódóra Thor- oddsen, Borghildur Björnsson. Börnin fremst eru f.v. Guðrún Briem, Pétur J. Thorsteinsson og Eiríkur Briem. ar. Það varð að velja kyrrt veður til að verzla um borð; ekki mátti verða órólegt við skipssíðuna, þegar konur og börn þurftu að kiöngrast um borð. Tilefni til heimsókna að Breiðaból- stað hafði verzlunarþjónninn ærið, þar sem Helga Einarsdóttir, hús- móðir hans forðum í Hallsteinsnesi, var nú til heimilis, — og þá gat hann líka hælt eldri dóttur prestsins fyrir hina Ijúfu rithönd á bréfum Heigu, en þess hefur verið tilgetið á bók, að Pétur hafi fyrst orðið ástfanginn af rithönd Ásthildar. Ástin getur vaknað með ýmsum hætti. Ætli flestir þekki það ekki. Þetta getur byrjað eins og kvef, sem síðan verð- ur að inflúensu. Allt hefur nú geng- ið hægt fyrir sig, en um líklegan gang í tildragelsinu má lesa í Pilti og stúlku Jóns Thoroddsen, hún er frá þessum tíma. Rómantíkin var þá grasserandi og lagði grunn að hjónaböndum sem entust: „Nú bar einu sinni svo við, að þau Indriði urðu tvö saman eftir í stof- unni. Sigríður hafði alltaf haldið uppi tali við gestina, en er þeir voru gengnir út, þagnaði hún og leit í gaupnir sér. Indriða varð orðfall um hríð, en bæði sátu þau hvort sínum megin við dálítið borð, er þar var í stofunni. Svona leið dálítil stund, að þau yrtu hvorugt á annað, þangað til Sigríður allt í einu lítur upp og framan í Indriða og varð í sama bili ijóð útundir eyru.“ Indriði skildi roðann og augnaráð- ið réttum skilningi, og það hefur Pétur gert líka. Tíðindalítið hefur verið um ástir þeirra Ásthildar og Péturs í tilhuga- lífi þeirra, en sagt að þau hafi heit- izt hvort öðru 1876,. Engin orrusta er töpuð fyrr en kjarkurinn tapast Þótt Pétur ætti lítinn físk til að Þorsteinn Thorsteinsson, faðir Péturs (Þorsteinn í Æðey, en með honum festist Thorsteinssons- nafnið á ættinni). Ásthildur Thorsteinsson 23 ára. Pétur J. Thorsteinsson 27 ára. selja og allar væru horfurnar á að hann missti eigur sínar á Bíldudal átti hann eign, sem hann aldrei tap- aði um ævina á hverju sem gekk um aðrar eigur. Pétur tapaði aldrei kjarkinum. Það veit enginn til, sem af honum hefur nokkrar sagnir, að hann hafí um ævina tapað kjarki sínum eða bjartsýni. Hann ákveður nú að bíða ekki örlaga sinna heima á Bíldudal, held- ur gera björgunartilraun, og falla þá heldur á henni í baráttu en sitj- andi aðgerðalaus. Um haustið (1881) bjó hann sig í ferð yfír Atlantshafið á þeim eina farkosti, sem honum var tiltækur, Pilot gamla. Hann hlóð hann af þeim salt- físki, sem hann hafði til að selja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.