Morgunblaðið - 15.12.1990, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 15.12.1990, Qupperneq 54
Með kveðju frá Sankti Bem- harðshundinum Halldóri Kaflar úr bók um íslendinga í þjónustu Þriðja ríkisins „MEÐ kveðju frá Sankti Bernharðshundinum Halldóri“ nefnist bók sem Skjaldborg gefur út. Höfundar eru Ásgeir Guðmundsson og Önundur Björnsson. Bókin ber undirtitilinn „Islendingar í þjónustu þriðja ríkisins". Hún fjallar um njósnir Þjóðverja á íslandi í heims- styijöldinni síðari, annars vegar tilraunir til að senda njósnara til landsins en hins vegar um Arctic-málið. Hér á eftir fara tveir stutt- ir kaflar úr frásögn Hallgríms Dalbergs af því er hann var handtek- inn og fangelsaður af breska hernámsliðinu, en hann var þá laga- nemi við háskólann. í rimlaklefa með Sigurjóni, Jens og Marel Hinn 20. apríl 1942 var ég flutt- ur frá Kirkjusandi og um borð í stórt herflutningaskip og komið fyrir í fangaklefa með járnrimlum fyrir. Fangaklefa eins og menn hafa kynnst í kvikmyndum frá villta vestrinu. í fangaklefa þessum voru fyrir, þegar ég kom, þeir Siguijón Jóns- son skipstjóri, Jens Pálsson og maður sem ég rétt kannaðist við og reyndist vera Marel Magnússon vörubifreiðarstjóri. Ég undraðist að slíkur klefi skyldi vera um borð í svona skipi, sem hafði verið virðu- legt skemmtiferðaskip fyrir stríð. Skýringin á tilvist þessa klefa reyndist vera sú, að til hans átti að grípa ef einhver á skipinu yrði til dæmis geðveikur eða þyrfti að sæta einangrun af einhveijum öðr- um ástæðum. Það var fátt um kveðjur þarna í járnbúrinu, og segja má, að að lftið hafi verið rætt saman á leiðinni yfir hafið. Þetta var hnípinn og kvíðafullur hópur sem þarna var saman kom- inn. Jens Pálsson var miður sín og harmaði mjög að hann með óvita- skap sínum, eins og hann orðaði það, hefði komið mér í þá stöðu sem ég nú var kominn í. Hann bað mig að fyrirgefa sér og sagðist engrar hvíldar myndi njóta, fyrr en algert sakleysi mitt yrði sannað og ég lát- inn laus og beðinn afsökunar. Síðast sá ég í skjölum, að hann hefur stað- ið við þetta heit sitt og gert allt sem hann gat til að fá mig hreinsaðan af öllum grun. Hann var það niður- dreginn og bugaður á leiðinni yfir hafið, að ég minnist þess að ég reyndi að telja í hann kjarkinn, þótt engin efni eða ástæður stæðu til þess, eins og komið var. Hvað ferðina yfir hafið snertir, þá fengum við fjórmenningarnir að fara upp á efsta þilfar tvisvar á dag, hálftíma í hvort skipti. Þar máttum við ganga um, en vorum undir strangri gæslu vopnaðra her- rnanna. Ég minnist þess þegar suðaust- urlandið var að hverfa í haf og skipið tók stefnuna á haf út, þá var það sannarlega með blendnum til- finningum sem við sáum Island hverfa í sæ. Mig hafði aldrei grun- að, að fyrstu utanlandsreisu mína myndi bera að með þessum hætti. Okkur var ljóst að þetta var hin mesta hættuför. Stríðið í algleym- ingi og hafið á þessum slóðum krökkt af þýskum kafbátum. Ég spurði því hermennina, sem voru á vakt við búrið, sem var neðst í skip- inu, hvort okkur yrði ekki hleypt út, ef skipinu yrði sökkt á leiðinni yfir hafið. Ég fékk engin svör og óskað því eftir viðtali við yfirmann þeirra. Hann kom að klefadyrunum skömmu síðar og svaraði spurningu minni á þá ieið, að ef til slíks kæmi yrði okkur ekki hleypt út. Um það hefði hann ströng fyrir- mæli. Þessi tíðindi voru allt annað en uppörvandi. Þegar til Skotlands kom, sá ég Jens Pálsson í síðasta sinn þetta skiptið. Ég sá hann ekki aftur fyrr en síðla árs 1945, er ég var nýkom- inn heim til íslands, eftir ársdvöl í Oxford á Englandi. Ferðin frá Skotlandi til London var viðburðalaus. Þegar þangað kom var ég fluttur í fangelsi þar sem ég hitti Siguijón skipstjóra og Marel Magnússon. Nokkrum árum síðar, er ég var við framhaldsnám í lögfræði við háskóla í Oxford, eins og fyrr seg- ir, fór ég í eins konar pílagrímsför til að líta þetta prísundarhús aug- um. Það reyndist þá vera meðal- stórt, tveggja hæða skólahús í Surr- ey, skólahús fyrir stúlkur sem lögðu stund á mælskulist („Girls Oratory School“). Allt var horfið, sem minnti á fangelsi. Vistin í fangelsinu var ill, matar- skammtur við hungurmörk og að- búnaður allur hinn versti. Einangr- un í fangaklefa, engar bækur eða blöð til að lesa, engin tengsl við umheiminn. Yfirheyrslur voru að- eins tvær allan þennan tíma sem ég dvaldi í þessu fangelsi. Beinum líkamlegum meiðingum var ekki beitt þarna eins og á Kirkjusandi, en andlegt álag látið duga. Þar á bæ voru menn ekki með eins frumstæðar aðferðir eins og félagar þeirra á Kirkjusandi. Ég hélt enga dagbók meðan ég dvaldi í þessu einangrunarfangelsi. Ég fékk aldrei neinn pappír eða skrif- færi þótt ég færi þess oft á leit. Verðirnir létu sem þeir heyrðu ekki til mín er ég færði slíkt í tal og fangelsisstjórinn glotti alltaf stórt og hristi höfuð sitt hægt og lengi er ég beindi þessari ósk minni til hans. Síðari hluta vistar minnar í þessu fangelsi var ég hættur að fylgjast með hvaða dagur væri. Þetta rann allt meira og minna saman án nokkurra skila. Enginn sérstakur mánudagur eða sunnu- dagur. Efst í klefa mínum, uppi undir lofti, var örmjór þvergluggi með rimlum fyrir. Þessi gluggi var alltaf opinn. í gegnum hann gat ég greint mun dags og nætur. Fangafötin voru ekki beinlínis eins og hönnuð af Sævari Karli, þau voru skyrta, sokkar og buxur, sem hvorki fylgdi axlabönd eða mittisól, því ekki átt að gefa fanganum neitt færi á að hengja sig. Því til staðfest- ingar fylgdu skór, sem reimarnar höfðu verið fjarlægðar úr. Já, hvað getur maður eiginlega gert til að tapa ekki vitglórunni við slíkar að- stæður. Lokaður einn inni í 23 klukkustundir sólarhringsins og ekkert til staðar til að hafa ofan af fyrir sér með. Tafl eða spil hefðu verið óskahlutirnir að hafa þarna, en um slíkan munað var aldrei að rséða. Þá var gripið til þess ráðs að ganga fram og til baka á hinu litla gólfrými klefans, rétt eins og dýr í búri. Það mátti þó ekki ofgera, þá gat maður bókstaflega ringlast. Ég rifjaði upp allar þær vísur og kvæði sem ég kunni og fór með þau rétt eins og ég væri að lesa þau upp. Ég greip mig í því að vera farinn að tala upphátt við sjálfan mig. Það hefur þó ekki fylgt mér síðan. En annað er það sem ég tók upp á þarna í einveru minni í klefan- um sem hefur fylgt mér fram á þennan dag og það var að blístra. Ég blístraði öll þau dægurlög sem ég kunni, kvæðalög, sígilda „tón- list“ og sálmalög. Eftir að ég losnaði úr þessari illu vist og kom heim hélt ég þessum ósið áfram — að blístra í tíma og ótíma. Ég gerði þetta bæði heima og á vinnustað. Nær eingöngu þó þegar ég var einsamall — að ég hélt. Þetta var alltaf látið óátalið á vinnustað, en á heimili mínu hafa verið skiptar skoðanir um þessa hljómlist, svo ekki sé meira sagt. „Lygari, — máli þínu er ekki lokið“ Ég sagði áður að ég var aðeins færður til yfirheyrslu tvisvar sinn- um meðan ég dvaldi í þessu fang- elsi. Ég mun hér á eftir greina frá fyrri yfirheyrslunni, sem fór fram nokkrum vikum eftir að ég kom í fangelsið. Ég er sannfærður um að þegar hún fór fram, var ég grunað- ur um að vera í einhveiju sambandi við forustusveit manna, sem börð- ust gegn hagsmunum breska her- námsliðsins á íslandi og gengju í því sambandi erinda þýskra nasista. Yfirheyrsla þessi var löng og á köflum hin dramatískasta. Undirbúningur hennar var sá, að mér var ekki hleypt út úr klefa mfnum í þijá sólarhringa. Matar- skammtur minn var minnkaður, og mér var ekki einu sinni hleypt fram á klósett. Verðirnir færðu mér að- eins nauðsynlega hluti í klefann í staðinn. Þetta var eina herbergis- þjónustan (room service) sem ég varð aðnjótandi á þessu „hóteli“. Stóra nakta peran í loftinu var lát- in loga á stærsta straumi alla þessa þijá sólarhringa. Þar að auki var alltaf veríð að koina inn í klefa minn til að gæta þess að ég sofn- aði ekki eða hvíldist. Seint að kvöldi þriðja dags var ég sóttur í klefa minn og færður upp á loft í fangels- inu og leiddur inní stórt herbergi eða sal með stórum glugga sem sneri út í fangelsisgarðinn. Fyrir glugganum voru engin gluggatjöld og úti óð tunglið í skýjum. Það glitti í gríðarstórt tré, sem var úti í miðjum garðinum. Mér datt síðar í hug að þeir sem þarna stjórnuðu hefðu valið þetta tunglskinskvöld til yfirheyrslunnar til að fullkomna sviðssetninguna. Það var hálfrokkið þarna inni, aðeins dauf ljós frá vel- byrgðum borðlömpum. Þetta var jú þegar stríðið um England var í al- gleymingi og alger myrkvun í bygg- ingum og á strætum fyrirskipuð. Þarna stóð ég svo með tvo vopnaða verði við hlið mér. Fyrir framan mig var langt borð með eins konar grænum filtdúk, svipað því sem tíðkast að hafa á spilaborðum. Við borðið sátu þrír háttsettir herfor- ingjar. Það þóttist ég geta greint af einkennisbúningi þeirra. Þetta virtist vera eins konar herréttur og sá sem í miðið sat þá forseti réttar- ins. Síðan byijaði yfirheyrslan. Ég var ekkert spurður um mál þeirra Arctic-manna Jens og Siguijóns. Aldrei minnst einu orði á senditæki eða dulmálslykil. Ég var aðeins spurður hvernig stæði á því að ég hefði bundist kunningsskap við Jens Pálsson þar sem við værum ekkert skyldir eða tengdir. Ég í háskóla- námi en hann til sjós. Ég skýrði það út fyrir þeim eins og efni stóðu til. Þeir sögðust ekki trúa, að þar væri öll sagan sögð. Síðan var ég spurður að því hvort ekki væri rétt að ég væri nasisti og í hópi þeirra íslenskra nasista sem vildu valda hernámsliðinu sem mestum skrá- veifum og gera það sem óvinsælast meðal íslendinga. Ég neitaði þessum ásökunum með öllu og kvað þær vera í einu orði sagt fáránlegar. Þá tók forseti réttarins að lesa upp fyrir mér nöfn ýmissa framá- manna úr hópi íslenskra þjóðernis- sinna, sem þá voru mest áberandi heima á íslandi. Ég kannaðist við þá allflesta og upplýsti það þegar í stað. Vissi um hvaða störfum þeir sinntu eða hvaða nám þeir stunduðu, eða hefðu stundað. Þá fór heldur að hýrna yfir mönnunum við borðið. Þeir voru með myndir af flestum þess- ara manna sem þeir sýndu mér og vildu fá að vita hvaða Islendinga þeir umgengjust mest, og hveijir þeirra hefðu umgengist mest bæði þýska sendiherrann á Islandi dr. Gerlach, fyrir hernám Breta, og þá Þjóðveija sem þá gistu ísland. Ég sagði þeim að ég gæti ekki frætt þá um eitt eða neitt í því sam- bandi, enda hefði ég aldrei verið í samtökum íslenskra þjóðernissinna. Þvert á móti. Ég hefði verið ein- dreginn andnasisti og teldi ég að breska sendiráðið í Reykjavík ætti með eftirgrennslan þar um, að geta staðfest að svo væri. Mennirnir við borðið létu sér hvergi bregða. Formaður þeirra gekk nú fram fyrir borðið og sagði: Jæja við skul- um nú fara yfir þetta allt aftur og sjá hvort minnið hjá þér hefur ekki eitthvað batnað. Hann tók fram mannamyndirnar aftur, sagði mér hvað þeir vissu um Seglskipið Arctic. Hallgrímur Dalberg — myndin var tekin 1942. hvern og einn og báðu mig að stað- festa það sem þeir sögðu og bæta síðan við frekari upplýsingum frá eigin brjósti. Þessar myndasýningar og um- Ijöllun þeirra um þá menn sem á þeim voru, tók, að mér fannst, óra- tíma, en allt fór á sömu lund og áður. Þá fór heldur betur að síga í formanninn. Ég var orðinn mjög þreyttur af að standa þarna á gólfinu og syfjað- ur eftir að mér hafði verið haldið vakandi í þijá sólarhringja. Ég bað um að fá vatn að drekka, en því var synjað. Ég kvaðst þá vera orð- inn svo þurr í munni og kverkum að ég gæti ekki mikið lengur svarað spurningum þeirra. Þá var mér færður vatnssopi, því ekki vildu þeir að ég missti málið. Enn hélt formaðurinn einum þremur eða fjórum mannamyndum upp að nefinu á mér og krafðist upplýsinga af mér um það sem þeir kölluðu landráðastarfsemi þeirra. Svör mín voru enn þau sömu. Ég hvorki vissi neitt um slíkt og hafði raunar aldrei heyrt eða séð að slíku hefði verið haldið fram. Þegar hér var komið var ég orðinn alvarlega þreyttur, enda búinn að standa þarna uppréttur og hreyf- ingarlaus klukkustundum saman. Tvisvar hafði verið skipt um varð- menn og tvisvar höfðu heiðurs- mennirnir við borðið tekið sér all- löng hlé og látið færa sér te. Þeim virtist ekkert liggja á. Mér var farin að leiðast þessi yfirheyrsla. Óskaði að henni lyki sem fyrst svo ég gæti farið að hvílast og sofa. Það var komið að lokaatriðjnu í þessum „leik“. Formaðurinn s’tóð hægt upp og gekk til mín og stað- næmdist beint fyrir framan mig. Hann benti út um gluggann á tréð í garðinum, sem var þá stundina baðað í tunglskini. Lauf þess bærð- ust hægt í golunni. Öll var þessi sýn hin draugalegasta. Síðan sagði hann: í gegnum aldimar hefur margur maðurinn verið hengdur upp í slík tré fyrir drottinsvik eða verknað hættulegan ríkinu og ríkis- stjórn landsins. Það gildir ekki hvað síst þegar stríðstimar eru og þjóðin berst fyrir Iífi sínu. Þessi lestur átti sannarlega að skjóta mér skelk í bringu — og það tókst, en breytti í engu svörum mínum. Þá sagði formaðurinn með mikl- um alvöruþunga: Nú spyr ég þig í síðasta sinn. Ætlar þú að gefa okk- ur þær upplýsingar sem við höfum beðið þig um varðandi innsta hring nasistanna á íslandi og einstaka forustumenn þeirra — eða ekki? Þegar hér var komið sögu var þessi virðulegi formaður eða forseti búinn að æsa sig svo upp að hann næstum froðufelldi og veifaði for- ingjapriki sínu í sífellu fyrir framan andlit mitt. Ég svaraði að ég hefði engu að bæta við fyrri frásögn mína og svör. íslenskir nasistar, eða þjóðernis- sinnar sem væri hið rétta heiti á samtökum þeirra heima á íslandi, sem ég þekkti væru velflestir dag- farslega hinir ágætustu menn. Að mínu mati hefðu þeir því miður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.