Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 55
MORGyNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER ,1990
55
ánetjast hugsjónafræði þýsku nas-
istanna og gert þeirra stefnu að
sinni. Hvað það varðaði hefði ég
aldrei átt neina samleið með þeim.
En ég væri hinsvegar sannfærður
um að þeir þeirra, sem ég þekkti
best til, myndu aldrei gefa sig í það
að njósna fyrir Þjóðverja eða leggja
á ráð til að vinna skemmdarverk
gegn breska hernámsliðinu á ís-
landi.
Við þessi lokaorð var eins og
maðurinn umhverfðist. Hann gekk
nær mér, danglaði prikinu í höfuð
mér og sagði: „Lygari — máli þínu
er ekki lokið. Hér trúir þér enginn.“
Þegar hann gerði sig líklegan til
að dangla prikinu aftur stóð annar
meðdómendanna upp og leiddi hann
til sætis.
Mér var síðar, eftir að ég hafði
verið látinn laus, sagt, að þessi
maður hefði fengið malaríu áður
fyrr og ætti til að missa alla stjórn
á skapsmunum sínum. Meðan á
yfirheyrslu þessari stóð var Marel
Magnússon færður upp í salinn og
stillt upp við hlið mér. Yfirheyrslan
yfir honum var hin vandræðaleg-
asta. Hann talaði hvorki né skildi
ensku. Fangelsið var slík einangr-
unarstofnun að engan íslenskan
túlk var að finna. Eg var beðinn
að túlka í þessum skrípaleik. Að
sjálfsögðu var það eina sem Marel
sagði að hann væri blásaklaus af
að vita nokkuð um njósnamál þetta.
Við það sat og gáfust þessir herra-
menn þá upp á frekari yfirheyrslum
yfir honum. Hvell fyrirskipun kom
svo frá græna borðinu. Leiðið fang-
ana burt. Það var gert. Þegar ég
kom í klefa minn og kastaði mér á
fletið sofnaði ég þegar í stað. Þá
var víst stutt í sólarupprás.
Þegar ég komst inn í klefa minn
hafði þegar verið slökkt á þessari
viðbjóðslegu nöktu peru í loftinu
og það var aldrei kveikt á henni
aftur nema með dempuðu ljós-
magni. Ég sá aldrei aftur þennan
malaríumann, sem hafði yfirheyrt
mig. Af því ég minntist hér á Mar-
el Magnússon, þá er mér enn hulin
ráðgáta af hverju honum var haldið
í þessari prísund í nær fjóra mán-
uði. Þessi vist tók mikið á hann og
gekk mjög nærri honum eins og
von var. Eg held að það hafi verið
tiltölulega fljótlega sem algert sak-
leysi hans var sannað. Hvaða til-
gangi þjónaði það þá að halda hon-
um föngnum svona lengi. Hann var
aðeins þekktur af góðu einu og aldr-
ei hafði hann vérið grunaður um
ein eða nein samskipti við íslenska
þjóðernissinna eða um að hafa
minnstu samúð með stefnu þeirra.
Sigurjón skipstjóra sá ég síðast
í júní eða júlí 1942, en þá hvarf
hann sjónum mínum alfarið.
Við Marel ^lagnússon dvöldumst
þarna hins vegar, þar til við vorum
íátnir lausir hinn 9. ágúst sama ár.
Mér fannst ekkert mannlegt vera
til í sambandi við dvölina í þessari
prísund.
Hermennirnir sem gættu okkar
töluðu aldrei orð við okkur. Gáfu
aðeins fyrirskipanir. Þeir syöruðu
aldrei, þótt á þá væri yrt, — utan
einu sinni. Það bar svo við, daginn
sem ég var látinn laus að klefadyr-
unum var skyndilega hrundið upp
og mér skipað að koma út á gang-
inn fyrir utan klefann. Þar var
staddur fangelsisstjórinn og tveir
vopnaðir menn. Er út á ganginn
kom var mér stillt upp með annan
vörðinn fyrir aftan mig og hinn
fyrir framan. Fremstur gekk fang-
elsisstjórinn, sem hafði reynst hið
mesta illmenni eins og áður segir.
Síðan var lagt af stað. Ég vissi
þegar, að nú væri eitthvað að ger-
ast, en stóra spurningin var hvort
verið væri að flytja mig í annað
fangelsi, eða máske eitthvað enn
verra, eða hvort verið væri að færa
mig út í frelsið.
Vörðurinn, sem gekk á eftir mér
var komungur piltur og mér hafði
sýnst votta fyrir brosi hjá honum
þegar mér var stillt upp úti á gang-
inum. Ég sneri mér til hálfs, þegar
gangan var næstum á enda og
hvíslaði til hans: ;,Is this good or
bad?“ (er þetta gott eða vont).
Hann hvíslaði á móti: „Good.“
(Gott). Ég trúði honum og sporin
urðu léttari sem eftir var göngunn-
ar.
Henni lauk í skrifstofu fangelsis-
stjórans. Þar var fyrir Marel Magn-
ússon og var hann að fara úr fanga-
fötunum í fötin sem hann var í,
þegar hann var handtekinn og kom
í fangelsið.
Út um opnar dyrnar sást út.
Hliðið var opið og umhverfið baðað
í sólskini. Þegar Marel hafði klætt
sig, var hann leiddur út í sólskinið
og frelsið.
Þegar ég hafði haft fataskipti,
undir hinu hörkulega augnaráði
fangelsisstjórans, sagði hann verð-
inum að leiða mig út. Hann hafði
reynst mér hinn versti maður, eins
og áður segir, og ég gat hreinlega
ekki unnt honum að sjá, hversu
óstjórnlega ég var frelsinu feginn.
Ég sagði honum því, að ég vildi fá
hattinn, sem ég hefði verið með
þegar ég kom í fangelsið til hans,
fyrr færi ég ekki.
Við þetta bókstaflega umhverfð-
ist og trylltist mannskrattinn, óð
að mér og sagði: „Ef þú saknar
hattsins þíns svo mikið og þú vilt
vera láta, þá getur þú farið beint
til baka í klefann þinn og beðið
þar, þar til hann finnst.“ Eg flýtti
mér að segja, að hatturinn væri
mér raunar ekki svo mikils virði.
Ég kysi frekar að fara en bíða hans.
Dé Longhi djúp-
steikingarpotturinn
er byltingarkennd
nýjung
Hallandi karfa, sem snýst
meSan ó steikingu stendur:
• jafnari steiking
* notar aðeins 1,2 Itr. af olíu
í stað 3ja Itr. í venjulegum"
pottum
• styttri steikingartíma
• 50% orkusparnaður
Dé Longhi er fallegur
fyrirferdarlítill ogfljótur
iFOnix
HÁTÚNI 6A SIMI (91)24420
ÓGLEYMANLEG B Ó K
DLÁ AUGU
OG DIKSVÖRT HEMPA
eftir Tryggva Emilsson
Tryggvi Emilsson varb þjóðkunnur þegar
bók hans Fátsekt ffólk kom út. Nú
kemur hann enn á óvart meö skáldsögu
um stórbrotin örlög og sterkar persónur.
Blá augu og biksvört hempa er
örlagasaga einstaklinga og
þjóöar þar sem raunsannir
atburöir og þjóösagnakenndir
renna saman í eina listræna
heild. Þetta er sagan af
prestinum sem missti hempuna
vegna vinnukonunnar með bláu
augun. Frásagnarlist Tryggva er
einstök, tungumálið fjöl-
skrúðugt, gaman og alvara
haldast ávallt í hendur.
ÚTGEFANDI: STOFN DREIFING: VAKA-HELGAFELL
ÍSiENSK KIRKJUTÓNLIST
Á HLJÓMDISKI
MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran
HÖRÐUR ÁSKELSSOIM
Bæklingur fylgir með kynningum og söngtextum
á fjórum tungumálum.
Kjörin gjöf til vina heima og erlendis.
Karlmannaskór
Litur: Svartur
Stærðir: 40-46
Verð: 2.995,-
tovÆ
--SEBRTÍÍN
VELTUSUNDI 1
21212
Opið sunnudag 14-17
□BBcgBia
HÚSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKURVLQI 66 HAFNARFIRÐI SIMI54IO0
• •
B0RÐST0FUHUSG0GN
Mikið úrval
Teg. Farstrup: Beyki - Svart - Mahony
Teg. Garda: Dökk, bæsuð eik
Ath.: Ný sending af sjónvarpsborðum,
hvíldarstólum o.m.fl.