Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 61

Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 61 vei’kefni, s.s. að rista ristla, þæfa vott fótaþóf o.fl. slíkt. Afkastamiklir sláttumenn Nú er nokkuð síðan vélar og tæki tóku alfarið við slættinum og heyskapnum almennt og því æ fleir- um hulin ráðgáta hvernig menn gátu slegið stór tún og engjar með orfi og ljá einu saman. Við skulum grípa niður í frásögn Guðmundar um afköst rnanna við slátt. Mjög voru misjöfn afköst manna við slátt, en það skildist mér á hús- bónda mínum, Sigfúsi á Bóndastöð- um, sem var glöggur maður og góðfús, að þótt hefðu allgóð afköst, á meðan tún voru að mestu leyti þýfð, ef maður sló til jafnaðar hálfa dagsláttu á dag. Dagslátta í túni var 900 ferfaðmar, en á útengi 1600 ferfaðmar. Eftir að ég gjörð- ist fullorðinn, varð það algengt, að fullröskir menn gætu slegið dag- sláttuna á dag, Qg náðu hinir alrösk- ustu menn því að slá hana á 8 tímum og jafnvel styttri tíma. En þess verður að gæta, að þá höfðu mjög batnað skilyrði til að láta bíta. Auk þess var á allan hátt betur búið að fólki en í eldri tíð. Þegar ég man fyrst eftir, var allalgengt, að menn, sem voru á lausum kili, væru fengnir til að slá í ákvæðis- vinnu, visst á dagsláttu, og virtist mér greiðsia vera miður sem næst við ‘A dagsláttu. Varð þá gróði þess, sem meira orkaði, eftir því. Einn mann þekkti ég, Aðalbjörn Magnússon frá Hrollaugsstöðum, sem einu sinni fór í teigaslátt allan júlímánuð (líklega 1910). Lauk hann við dagsláttuna á dag til jafn- aðar með því að flytja sig á milli bæja. Þótti það einstætt afrek á þeirri tíð, einkum þegar þess er gætt, að hann sló ágætlega, en á því þótti stundum brestur, svo í skopi var það kallaður „kaupa- mannasláttur", ef illa var slegið. Aðalbjörn fékk, sem svaraði gild- asta vinnumannskaup þá, fyrir þessa mánaðarvinnu, 200 kr. Það þykir svöngum sætt, sem söddum þykir óætt Um aldir hafa íslendingar þurft að lifa á því sem landið gaf og er það oft með ólíkindum hve menn hafa verið útsjónarsamir í þeim efn- um þegar að kreppti. í kaflanum um mataröflun í eldri tíð er eftirfar- andi fróðleik að finna. Svokallaður „ruslakeppur" var gjörður úr ýmsu smálegu innan úr kindum, sem löngu er hætt að hirða, brisi, kirtlum o.fl. Jafnvel lakinn var hirtur á svipaðan hátt, þó hann sé vandhreinsaður. Kútmagar og sundmagar úr þorski þóttu bæði sælgæti og til mikilla búdrýginda; lifraðir kút- magar voru etnir nýir, en sundmag- ar soðnir og súrsaðir. Jafnvel sporð- ar af harðfiski voru settir í skyr og etnir, þegar þeir voru orðnir meyrir þar. Sporðar og bægsli hákarla voru sviðin, soðin og súrsuð. Til var, að öll hausabein úr sviðum á haustin voru sett í súr og etin, þegar þau voru orðin vel meyr, beinastrjúgur. Alþýðan fann, að skarfakál var gott við skyrbjúgi, þó enginn kynni þá að nefna vítamín. Túnsúru átu börnin sér til sælgætis og matar- bóta, svo fljótt sem henni skaut upp úr moldu, og fleiri plöntur. Menn höfðu rótgróna ótrú á að eta hákarl nýjan, en þó voru há- karlshausar soðnir nýir og etnir með þrárri tólg bræddri út á, há- karlsstappa. Grun hefi ég um, að hákarl sé ekki svo bánvænn nýr, sem þá var haldið, ef hans hefði verið neytt í hófi, en þegar fólkið var soltið fyrir, kann hann að hafa verið óhollur, jafnvel banvænn. Þegar ég fer aðeins að muna, fékk paþbi einu sinni „hákarlsgot" á handfæri; mest var það etið nýtt, steikt á glóð í smábitum. Varð eng- um meint af því. Algengt var, að hörðum þorsk- hausum væri drepið ofan í sýru og þeir síðan látnir ryðja sig, en á eft- ir rifið úr þeim það, sem ætilegt var, en beinin síðan barin og gefin kúnum, sem höfðu fulla þörf fyrir kalkið. Um nýtni þessa fólks væri hægt að skrifa stóra bók, en í stuttu máli er þetta það helsta, sem ég man að segja um það efni. Set ég hér eitt lítið dæmi: Þegar veiddist vanfær kæpa, en það var reynt að varast, var hinn ófæddi kópur tek- inn og sviðinn í heilu lagi eins og fugl. Var síðan tekið innan úr hon- um og hann soðinn og súrsaður. Var þetta nefndur sviðlingur, og voru einnig svo nefndir, í úrtölutón, þeir kópar, sem þóttu smáir og matarlitlir. Var yfirleitt fátt látið fara forgörðum; nú hefur þjóðin um nokkra tugi ára haft vel í sig, og það skal síst lastað, en með því ágæti hefir slæðst margs konar oflæti, sem komið hefur hart niður á heilbrigði fólks: Sannast þar sem oftast, að „hóf er best í hverri grein". (1972) I I i I VIÐ FRUMSYNUM I DAG I ÞJONUSTUMIÐSTOÐ OKKAR BILDSHOFÐA 6, FRÁ KL. 13-18, SÉRÚTGÁFU AF VOLVO F 16 VÖRUBIFREIÐ, SEMHEFUR HLOTIÐ NAFNIÐ IMPERIAL. VOLVO F 16 IMPERIAL ER STÓRKOSTLEG VÖRUBIFREIÐ HVERNIG SEM Á HANA ER LITID. 485 HESTAFLA VÉL, LÚXUS INNRÉTTING, TÖLVUSTÝRT MÆLABORÐ OG MARGT, MARGT FLEIRA GERA ÞESSA BIFREIÐ EINSTAKA í SINNI RÖD VIÐ SÝNUM EINNIG NYJA 0G BREYTTA V0LV0 EL 6 SENDIFERÐABIFREIÐ. ÞJONUSTUMIÐSTOÐ BÍLDSHÖFÐA 6 • SÍMI673600 HEITT KAFFI0G LETÍAR VEITINGAR! MUNIÐ AÐEINS í DAG FRÁ 13-18 ) ÆVIBROT eftir Dr. Gunnlaug Þórðarson Gunnlaugur hefur ávallt verið hress f fasi og talað tæpitungulaust I þessari bók kemur hann svo sannarlega til dyranna eins og hann er kiæddur. Rekinn úr skóla - Að upplifa dauðann - Ritari forseta íslands - Smiður á Lögbergi - Húðstrýktur fyrir kirkjudyrum. - Þetta eru nokkur lýsandi kaflaheiti sem segja meira en mörg orð um það hvers lesandinn má vænta. Fjöldi Ijósmynda prýðir bókina. A LANDAKOTI eftir Dr. Bjarna Jónsson yfirlækni Dr. Bjarni Jónsson var um áraraðir fremsti sérfræðingur istendinga í bæklunarsjúkdómum og meðferð höfuðslysa. Þetta ersaga af merkri stofnun og líknarstarfi í nærri heila öld þar sem margir af fremstu læknum landsins koma við sögu. Bókina prýða 60 Ijósmyndir. SETBERG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.