Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990
___:_; -:—:_:_i______________i------;-------
Með verðlaunagrip fyrir besta
hrútinn í Skagafirði.
stjóm em ekki svo auðveldlega
gerðar samþykktir þvert á hans
vilja. Þetta var mikið hitamál á
milli okkar á tveimur fundum og
loks samþykkti stjórn Hrossarækt-
arsambandsins að taka fjárfúlgu
úr hestakaupasjóðnum og setja í
mótssvæðið. Þá sagði ég af mér
framkvæmdastjórastöðunni.
Sveinn hefur auðvitað ekki átt von
á því að ég stæði við hótun mína
um að segja af mér þó hann fengi
vilja sínum framgengt.
Ég kom ekki að hrossaræktar-
málum í nokkra mánuði. Var áfram
ráðunautur en vann ekkert -fyrir
Hrossaræktarsambandið, neitaði
meðal annars að safna folalda-
skýrslum. En þá var það á fundi í
Varmahlíð, sem Egill Bjarnason,
aðalráðunautur og yfirmaður minn,
boðaði með formönnum hrossa-
ræktardeildanna í Skagafirði og
stjóm Hrossaræktarsambandsins,
að bændumir risu upp. Þeir vora
öskureiðir og kröfðust þess að sam-
þykkt stjórnarfundarins yrði aftur-
kölluð og peningamir greiddir til
baka. Jafnframt kröfðust þeir þess
að talað yrði við mig og ég beðinn
um að koma aftur til starfa fyrir
Hrossaræktarsambandið. Þetta
urðu stjórnarmenn að gangast und-
ir. Eftir fundinn var komið hingað
heim og fundarsamþykktin lesin
upp og ég tók aftur til starfa.
Síðan hafa ekki orðið alvarlegir
árekstrar á milli'okkar Sveins. Við
eram báðir frekir og vitum að báð-
ir hafa ákveðinn styrkleika á bak
við sig sem við þorum að beita.
Samstarf okkar hefur verið að
treystast með hverju árinu sem
líður. Sveinn leitar sífellt meira til
mín. Ég sækist sömuleiðis eftir að
vinna með honum og einnig að
nota hross frá honum. Það er ekki
þar með sagt að við séum sam-
mála um allt á fundum í Hrossa-
ræktarsambandinu, þar sem við
sitjum saman í stjórn, eða annars
staðar, en verðum að beygja okkur
til skiptis.
Gangandi
haughús
Ur bókinni Bændur á hvunndagsfötum
í BÓKINNI Bændur á hvunn-
dagsfötum, 2. bindi, eftir Helga
Bjarnason sem nýlega kom út
hjá Hörpuútgáfunni, eru frá-
sagnir fimm bænda. Bændurnir
sem segja frá eru: Einar E. Gísla-
son á Syðra-Skörðugili í Skaga-
firði, Benedikt Hjaltason á
Hrafnagili í Eyjafirði, Örn Ein-
arsson í Silfurtúni í Hruna-
mannahreppi, Bjöm H. Karlsson
á Smáhömmm á Ströndum og
Guðmundur Lárusson á Stekk-
um í Flóa.
I eftirfarandi köflum úr frá-
sögn Einars á Skörðugili segir
hann m.a. frá fyrstu árum sínum
í Skagafirði:
í starfi mínu sem ráðunautur
gekk mér ekki síður vel að vinna
með skagfirskum bændum að sauð-
fjárrækt en hrossarækt. Þeir urðu
að vísu reiðir við mig sumir fyrsta
haustið, fannst ég of harðhentur
við hrútana á sýningunum. Ég lét
SERSTÆÐIR
RETTIR
FLJÓTLEC
OG GÓÐ
AFGREIÐSLA
I HADEGINU
Asíuvagninn
7 heitir réttir
750,- krónur
SHDDEGiSKAFF!
rjúkandi heitt
m/vöfflum
og rjóma
KVOLDVERÐUR
Hlaðborö
aö hætti
Asíubúans
1.190,- krónur
jólaglögg
m/piparkökum
allan daginn
LAUGAVEGI10 SÍMI626210
ýmislegt flakka. Sagði mönnum
sem voru stoltir að sýna bestu hrút-
ana sína, að skera þá bara, þeir
væra ekki nothæfir til neins, not-
aði jafnvel þau orð um hrúta að
þeir væru gangandi haughús! Þetta
vakti kátínu þeirra sem ekki áttu
hrútana en eigendurnir móðguðust
og reiddust. Ég hafði mikla reynslu
frá Hesti. Varla er hægt að hugsa
sér betri skóla í sauðfjárrækt en
að vinna með Halldóri Pálssyni við
val á ásetningslömbum á þessu
stóra fjárbúi og með þeim kröfum
sem þar eru gerðar. Ég vissi því
alveg hvað ég var að gera og var
aldrei hræddur við að mæta bænd-
unum á þeim vígvelli. Ég sá strax
að hér vora til örfá mjög góð fjárbú,
með vel vöxnu fé, til dæmis á
Flugumýri, Frostastöðum og Mall-
andi. Bændurnir á þessum bæjum
höfðu náð góðum tökum á sauðfjár-
ræktinni en flestir vissu ekki al-
mennilega hvað þeir voru að gera.
Sæðingahrútar voru mikið notaðir.
Ærnar sem gáfu vænstu lömbin
voru sæddar og lömb þeirra sett á
en smærri lömbunum slátrað, alveg
sama hvernig þau voru vaxin.
Hrútasýningarnar eru út af fyrir
sig ágætar en grunnurinn að sauð-
fjárræktinni er lagður við ásetning-
inn á haustin. Lambhrútaúrvalið
var kolvitlaust hjá flestum og ég
byijaði á því haustið eftir að kenna
bændum að velja lömbin. Ég fór
bæ frá bæ allt þetta haust og
næstu ár líka og vann langt fram
á nætur við að hjálpa bændum.
Ég passaði mig á því að vera alltaf
tveimur dögum á undan sláturbíln-
um, því ef ég náði því ekki voru
bændumir oft búnir að fagra bestu
lömbunum, þeim litlu vel vöxnu
sem ég var að eltast við.
Á hrútasýningunum hafði ég
ráðlagt mönnum að nota gömlu
hrútana frá Hesti sem ég lét sæð-
ingastöðina á Akureyri kaupa,
sagðist geta tryggt þeim góðan
árangur af því. Margir voru vantrú-
aðir, sérstaklega þeir sem ég móðg-
aði með hæðnisorðum um hrútana.
Ég fékk samt að koma heim til
þeirra þegar ég fór á milli bæjanna
haustið eftir. „Jæja, sýndu hvað
þú getur. Leyfðu okkur að sjá þessa
hrúta þína,“ sögðu ýmsir þegar ég
kom til þeirra. I flestum tilvikum
gat ég fundið Hestshrútana með
því einu að ganga í gegnum hjörð-
ina og taka á lömbunum. Tíndi þá
úr fyrir augunum á fólkinu. Þá
áttuðu þeir vantrúuðu sig á því að
ég vissi eitthvað í minn haus og
ég náði trúnaði þeirra aftur. Ég
sýndi mönnum hvað væri eftirsókn-
Ökklaskór
Litur: Brúnn
Stærðir: 40-45
Verð: 3.995,-
21212
Einar á Skörðugili með stóðhestinn Merg.
arvert, bar lambhrútana undan
Hestshrútunum saman við lömb
undan öðram sæðingahrútum og
sagði þeim hvað ég myndi setja á.
Menn fóru fljótt að sækjast eftir
að nota Hestshrútana og fé bænda
í Skagafirði breyttist ótrúlega mik-
ið á stuttum tíma.
Nokkram árum seinna héldum
við héraðssýningu á hrútum. Hall-
dór Pálsson kom norður ásamt
ráðunautum og fleira fólki. Þessi
sýning þótti sérlega glæsileg. Hér
var þá fjöldi úrvalshrúta, margir
undan sæðingahrútunum frá Hesti.
Á hnítasýningunum fyrsta
haustið mitt gerðu menn, sem ég
hafði stuðað, lítið úr ráðunautum,
sögðu að þeir gætu bara kjaftað
og gagnrýnt aðra en aldrei búið
sjálfir. „Það verður gaman að «íá
hvernig þér gengur að búa. Við
munum sjá það á næstu árum
hvernig tekst til hjá sjálfum þér í
sauðfjárræktinni," sögðu þeir. Ég
sagðist ekki vera kominn hingað
norður til að reka einhvern sýnibú-
skap á Skörðugili. En ég væri al-
veg óhræddur við að fullyrða að
eftir nokkur ár myndi ég ekki eiga
verra fé en þeir. Það reyndist rétt.
Fijósemi og afurðir era góðar hjá
okkur. Okkur hefur gengið vel að
fá kjötið flokkað í bestu flokkana,
stjörnuflokkinn fyrst og svo úrvals-
flokkinn sem nú er notaður.
Hér var alltaf mikill áhugi fyrir
kindum og góður jarðvegur fyrir
starf mitt. Sauðfjárræktin hafði
ekki áður verið tekin þessum tök-
um. Ráðunautar höfðu komið á ein-
staka bæi og litið á lömb en fóru
ekki skipulega á milli eins og ég.
Þannig hreif ég fólkið með mér.
Mörg árin náði ég að velja lamb-
hrútana fyrir þriðja hvem bónda í
Skagafirði og gimbrar að auki fyr-
ir marga og þegar ég hætti var ég
buinn að velja einhvern tímann
líflömb fyrir mikinn meirihluta
sauðfjárbænda í héraðinu. Ég er
ekki að þakka mér þetta allt. Með
því að ráða mig til starfa var Bún-
aðarsambandið að bæta við sig
heilum starfsmanni og auka þjón-
ustuna við bændur. Það var eðlilegt
að eitthvað sæist eftir nýja ráðu-
nautinn.
Þegar ég byrjaði voru að nafninu
ti! þijú sauðfjárræktarfélög í hérað-
inu. í einu félaginu skilaði einn
maður skýrslu, tveir í öðru og fímm
í því þriðja, þar af fjórir bræður.
Þegar ég hætti voru töluvert á
annað hundrað bændur farnir að
halda sauðfjárskýrslu. Nú hefur
skýrsluhaldið dregist aftur saman.
Áhuginn er í lágmarki, bannsett
riðan og kvótinn drepa hann niður.
Ég var ráðunautur í tíu ár. Ég
tel ekki gott að ráðunautar séu of
lengi í sama starfi. Menn hafa yfir-
Ieitt áhuga á einhveiju sviði og eru
góðir á meðan þeir eru að koma
þekkingunni til skila, ausa af visku-
branninum og ná þá að drífa menn
með sér. Svo fara þeir að spila
sömu plötuna aftur og aftur, mönn-
um finnst lítið miða og orkan fer
■HHnHÉHÉBÉnHÍ
í að halda hlutunum óbreyttum.
Þá er gott fyrir ráðunautinn að
fara í annað starf eða hérað. Ég
hef gagnrýnt gamla skólafélaga,
vini og samstarfsmenn, þar á með-
al Þorkel Bjarnason, hrossaræktar-
ráðunaut, fyrir að sitja of lengi.
Ég stend við það og hef reynt á
sjálfum mér. En það er von að vin-
irnir móðgist þegar maður talur
svona við þá.
Ég held að það sé erfitt að vera
ráðunautur núna. Áherslurnar era
aðrar. Þegar ég var ráðunautur var
stefnan að framleiða sem mest og
gera sem mest á öllum sviðum en
nú er stefnan að gera sem minnst.
Átök við Svein vegna
Vindheimamela
Sveinn Guðmundsson á Sauðár-
króki var jarlinn í hrossarækt í
Skagafirði þegar ég kom hingað
og hann er enn einn af mestu
hrossaræktarmönnum landsins.
Við eram báðir skapmiklir og
stundum of stórorðir og það gat
ekki farið öðruvísi en svo að það
hvessti einhvern tímann á milli
okkar. Það varð þó aldrei alvar-
legra en svo að hann skellti á mig
hurðum. Við leystum svo málin,
hann kom til mín eða ég fór til hans.
Á fyrsta fundinum mínum hér
lentum við í rifrildi út af fótabygg-
ingu hrossa. Ég lét einhver orð
falla um það málefni sem Sveini
líkaði ekki. Þá stóð hann upp og
gekk út og töluvert af fólki með
honum. Eftir fundinn komu til míri
bændur og sögðu að ef ég ætlaði
að haga mér svona myndi ég ekki
stjórna Hrossaræktarsambandinu
lengi. Ég sagðist ekki hafa miklar
áhyggjur af því á meðan ég væri
bara að rökræða málin.
Mesti hvellurinn varð þó út af
Vindheimamelum. Vegna þess
hvað ég var duglegur við að safna
folaldaskýrslum varð Hrossarækt-
arsambandið skyndilega fjárhags-
lega öflugt. Ég var aðhaldssamur,
eyddi helst engu nema í hestakaup.
Við ákveðinn í að nýta þessa pen-
inga sem best til að geta keypt
góða stóðhesta inn í héraðið. Á
sama tíma voru hestamenn að
byggja upp mótsaðstöðuna á Vind-
heimamelum. Stjórnandi Vind-
heimamela vildi endilega að
Hrossaræktarsambandið legði pen-
inga í svæðið, tæki þátt í að koma
upp sýningaraðstöðu fyrir kynbóta-
hross. Ekki væri eðlilegt að hesta-
menn gerðu það einir. Ég sagði
þeim að það kæmi ekki til greina
að ég samþykkti að taka peninga
í þetta verkefni úr hrossakaupa-
sjóðnum sem væri ætlað að efla
ræktunina. Aftur á móti væri sjálf-
sagt að leigja sýningaraðstöðuna
af hestamannafélögunum. Sveinn
Guðmundsson var formaður Vind-
heimamela og var að byggja svæð-
ið upp af sínum alkunna dugnaði
og var jafnframt í stjórn Hrossa-
ræktarsambandsins. Sveinn er
sterkur maður og veit alltaf hvað
hann vill. Þar sem hann situr í