Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 65

Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 65 Heiðurstónleikar í Edinborg: Ánægður með þetta tækifæri - segir Hafliði Hallgrímsson TÓNLEIKAR til heiðurs Hafliða Hallgrímssyni, sellóleikara og tónskáldi voru nýlega haldnir í Queen’s tónlcikasalnum í Edinborg í Skotlandi. Á tónleikunum voru flutt tvö verk eftir Hafliða, og var um frumflutning á öðru þeirra að ræða en það var samið í minningu Vinar hans Bryn Turley píanóleikara, sem lést sviplega fyrir tveimur árum. Bresk blöð hafa farið lofsamlegum orðum um tónleikana. Aðstandendur tónleikanna voru samtök ungra tónlistarmanna EC- AT, sem undanfarin tíu ár hafa staðið fyrir um fimm tónleikum á ári í Edinborg, þar sem flutt er nútímatónlist og jazz auk sérstakra „portrait“ tónleika. helgaða einum listamanni, þar sem þeir eru beðnir um að velja dagskrána. „Á þessum tónleikum voru frum- fluttir tveir strengjakvartettar eftir mig og var annar þeirra saminn í minningu vinar míns sem lést fyrir tveimur árum,“ sagði Hafliði. „Þetta var mjög góður kvartett frá London, Mistry strengjakvartett- inn, sem lék þessi verk. Kvartettinn gerði þetta myndarlega og lagði sig fram og spilaði frábærlega vel og ég var mjög ánægður með flutning- inn. Tónleikamir vor vel auglýstir og aðsókn var mjög góð. Þetta er mikill heiður fyrir mig og ég er mjög ánægður með að fá þetta tækifæri. Annars er heiður ekki endilega það sem við viljum. Við viljum hamagang og rifrildi og deilur þannig að fram komi skoðanir og áhugi á því sem við erum að gera. Heiður er frekar eins og mjúk sósa, sem maður verður fljótt leiður á. Við viljum miklu frekar að fólkið komi á tónleikana og taki afstöðu. Ræði við okkur beint eða opinber- lega, annars hittir þetta ekki í mark. Á þessum tónleikum gerðist það.“ Hafliði sagði að tónlistinni sem hann valdi til flutnings hefði verið ætlað að gefa smá sýnishorn af þeim áhrifum sem hann varð fyrir sem ungur maður og var sjájfur Hella: Á efnisskrá tónleikanna eru tvö tónverk: Klarinettukvintett í A-dúr K 581 eftir Mozart og píanókvint- ett í f-moli op. 34 eftir Brahms. í efnisskrá tónleikanna segir um verkin: Klarinettukvintett Mozarts var frumfluttur í Vínarborg í des- ember árið 1789. Mozart samdi verkið fyrir vin sinn Anton Stadler, sem var einn allra fremsti klarin- ettuleikari síns tíma. Stadler vann mikið að því að eindurbæta og þróa hljóðfæri sitt. Kvintettinn Kv 581 er eitt dýrasta djásn klarinettunnar. Árið 1862 hóf Johannes Brahms (1833-1897) að semja kvintett fyrir 2 fiðlur, víólu og 2 selló, sem hann SKIDAPAKKAR HA6SÆTT VERD! Barnapakkar frá I ir. 12.600.- Unglingapakkar frá I ir. 15.360,- Fulloríinspakkar frá I [f. 22.400.- Göngnpakki frá I ir. 12.600.- ATH.! Tökum notaðan skíðabúnaó upp í nýjan. OPIÐ FRÁ Kl. 10-22 SPORT| MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 'að byija að semja músík. „Og af því að við vorum með strengjakvart- etta þá fannst mér sjálfsagt að velja tvo kvartetta sem ég heillaðist mikið að sem unglingur," sagði Hafliði. „Það var sem sagt verið að tengja saman tónverk sem skiptu mig miklu máli og gera enn og svo þap sem ég er að gera í dag; kannski falin áhrif þar á milli." Nokkur bresk og skosk blöð hafa birt dóma um tónleikanna og er þar farið lofsamlegum orðum um tón- leikanna og verk Hafliða. Um hann segir meðal annars í The Guardian að hann sé í stöðugri sókn og að verk hans séu meðal þeirra sterk- ustu og litríkustu á okkar tímum. Hafliði Hallgrímsson sellóleikari og tónskáld. Aðventusýning Listmálara- félagsins í Listhúsi Listmálarafélagið tekur nú upp þá nýbreytni að efna til sér- stakrar aðventusýningar sem er sölusýning myndverka þekktra listmálara í Listhúsi, Vesturgötu 17. Sýningin er opin til jóla alla daga frá 2-6 síðdegis. Áðgangur er ókeypis. Þessir litamenn eiga mynd- verk á aðventusýningunni: Björn Birnir, Bragi Ásgeirsson, Einar G. Baldvinsson, Elías B. Halldórsson, Guðmunda Andrésdóttir, Hafsteinn ‘Austmann, Jóhannes Jóhannesson, Jóhannes Geir, Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíðsson, Pétur Már, Helga Magnúsdóttir og Kristín Geirsdóttir. Tónleikar í dag LAUGARDAGINN 15. desember kl. 16.00 verða haldnir opinberir tónleikar í Ártúni 5 á Hellu, Rangárvöllum. Þórhallur Birgisson og Kathleen Bearden leika á fiðlur, Helga Þórarinsdóttir á víólu, Nora Kornbluch á selló, Oskar Ingólfsson á klarinettu og Snorri B. Birgis- son á píanó. sendi síðan vini sínum, fiðluleikar- anum Joachim. Þegar æfingar hóf- ust sannfærðist Brahms um að hljóðfaraskipan sú sem han hafði valið væri ekki sú heppilegasta og árið 1864 umskrifaði hann tónsmíð- ina fyrir 2 píanó og flutti opinber- lega ásamt Karl Tausig. Skömmu síðar breytti Brahms enn um og í júlí 1864 sendi hann útgefanda sínum verkið í endanlegri gerð, þeirri sem hér er leikin: Kvintett fyrir píanó og strengjasveit. Brahms hefur brætt í eitt mót söng strengjahljóðfæranna og mátt pían- ósins úr fyrri gerðunum tveimur. (Fréttatilkynning) UPPSELD Fyrsta prentun uppseld hjá forlagi. Onnur prentun væntanleg. Margir vildu hann feigan Kristján Pétursson löggæslumaður segir frá Hann er þekktastur fyrir störf sín við rannsóknir á helstu sakamálum síðari ára. Hann fór oftast sínar eigin leiðir og lét ekki hótanir eða pólitískan þrýsting hafa áhrif á störf sín. Það eru örugglega margir sem vildu að þessi bók kæmi ekki út, ekki síst þeir sem eru sekir, en sluppu vegna þess að þeir voru í náð hjá háttsettum embættismönnum. Kristján segir frá tilraunum sakamanna til að svipta hann lífi. Bók þessi er hörð ádeila á kerfið. Höfundur hefur fyrir löngu sannfærst um, að ekki eru allir jafnir fyrir íslenskum lögum. ISkjaldboré Ármúla23 - 108 Reykjavík Ármúla 23-108 Reykjavík Símar: 67 24 00 67 24 01 31599

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.