Morgunblaðið - 15.12.1990, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 15.12.1990, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 67 I sönnu j ólaskapi Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Jólafríið („National Lampoon’s Christmas Vacation“). Sýnd í Bióborginni. Leikstjóri: Jerem- iah Chechik. Aðalhlutverk: Chevy Chase, Beverly D’Ang- elo, Randy Quaid, Miriam Flynn. Viljið þið sjá jólin fara í hund- ana? Viljið þið sjá 25.000 peru útiljósaseríuna klikka? Jólatréð fuðra í Ioft upp og yfirleitt allt annað ganga á afturfótunum? Verið þá velkomin til Griswold- hjónanna. Þau sýna og sanna að með rétta hugarfarinu geta han- dónýt jól samt verið gleðileg jól. Jólafríið er þriðja frí Griswold- Ijölskyldunnar sem við fáum að fylgjast með og ekki það versta. Það fyrsta var ferð um Banda- ríkin, númer tvö var ferð um Evr- ópu og þetta þriðja er ferð um jólahaldið eins og það erfiðast getur orðið í farsa þar sem hið yfirgengilega er aldrei nógu yfir- gengilegt. Chevy Chase er heimil- isfaðirinn rósami sem fyrr en hann vill halda „góð, gamaldags jól“ í faðmi fjöiskyidunnar og býður í því skyni foreldrum sínum, tengdaforeldrum, afa og ömmu og að auki kemur viðbjóðslegur frændi (Randy Quaid í verulega sóðalegu hlutverki) í óvænta heimsókn með sína elskulegu fjöl- skyldu. Allt er þetta lið skelfilega leiðinlegt og sífellt að rífast en Griswold, haldinn geðveikislegri bjartsýni, er staðráðinn í að láta ekkert hindra gleðileg jól. Jólafríið er farsi þar sem allt á að fara úr böndunum og því meira sem gengur á, því yfirgengilegri sem hamagangurinn og gaman- semin er, því betri á skemmtunin að vera. Og það gengur upp á sína kjánalegu vísu. Myndin veitir á köflum mjög góða skemmtun. Margt í henni er bráðhlægilegt og passað er uppá að í hvert sinn sem hún ætlar að gerast væmin með hallærisleguTh orðræðum Chase, kemur brandari til að bijóta upp stemmninguna. Þannig er ekkert tekið hátíðlega, allt er sem betur fer látið flakka. Það er fátt sem kemur sérstaklega á óvart; menn eiga greinilega að vita núorðið að hveiju þeir ganga hjá Griswold-fjölskyldunni og ósk þeirra er uppfyllt. Fyrir aðdáendur grínleikarans Chevy Chase, sem er óborganleg- ur sem fyrr, er myndin ómissandi en annars er leikhópurinn allur mjög góður og vel innstilltur á hamagangsfyndnina. Lögleysa í löggunni Skúrkar („Les Ripoux“). Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri: Claude Zidi. Aðalhlutverk: Philippe Noiret, Thierry Lhermitte, Regine, Crace De Capitani, Julien Guiomar. Löggan René (Philippe Noiret) er fyrir löngu búinn að gefast upp á glæpum í París en hefur þess í stað dulítinn ágóða af þeim. Hann er gamalreyndur og lífsþreyttur og hagnýtir sér á ýmsan hátt smáglæpina í hverfinu sínu. Og hvers vegna ekki? Fangelsin eru yfirfull hvort sem er og nýlega var lögreglunni skipað að fækka handtökum í hverfínu hans því tíðni afbrota þar kemur óorði á borgarhlutann. René gerir raunar aðeins meira en að þiggja smámútur eins og ljóst verður í byijun myndarinnar þegar hann ásamt félaga sínum ræðst á melludólg, ekki til að taka hann fastan, heldur til að ræna hann. Því miður kemur löggan á staðinn og löggurnar tvær leggja á flótta en þegar þær eru innikró- aðar verður úr að félagi René tekur á sig verknaðinn og René handtekur hann. Á þessum nótum hefst hin skemmtilega löggufélagamynd, Skúrkarnir („Les Ripoux“), frá Frakklandi. Eins og byijunin gef- ur til kynna er um að ræða næsta óvenjulega lýsingu á löggulífinu í París þar sem viðkvæðið er að ef þú getur ekki stungið krimmunum inn og stöðvað giæpina sé best að græða á þeim. Þetta er lífsspeki Renés, sem Noiret leikur frábær- lega, og þegar hann fær nýjan löggufélaga (Lhermitte), sem allt vill gera samkvæmt reglunum, er hann ekki lengi að snúa honum á sitt band. Svo skúrkarnir í Skúrk- unum eru ekki beinlínis skúrkar heldur útsjónarsamar löggur. Þannig er þeim a.m.k. lýst í myndinni. Þeir eru hetjur af því þeim tekst að snúa á kerfið og notfæra sér glæpi. Ekki er víst að allir séu ánægðir með slíkt sið- ferði en það rúmast sæmilega í þessari kaldhæðnislegu skop- mynd. Skúrkarnir er á endanum ekki svo galin, glettilega fyndin á köflum og skemmtilega leikin en þar ber hæst Noiret, alltaf skyn- semin uppmáluð en lumskur vel og verulega stríðinn. Annar hluti endalausrar sögu Sagan endalausa 2 („The Never Ending Story 2: The Next Chapter11). sýnd í Bíóhollinni. Leikstjóri: George Miller. Aðal- hlutverk: Jonathan Brandis, Kenny Morrison. í þessari framhaldsmynd Sög- unnar endalausu kemst drengur- inn Bastian yfir samnefnda töfra- bók og hverfur inn í ævintýral- andið Fantasíu þar sem hlutverk hans verður að bjarga ævintýra- heiminum frá Tóminu, illum álög- um vondu nornarinnar. Ef honum tekst það ekki þurrkast öll fallegu ævintýrin út að eilífu. Hér er á ferðinni klassísk ævin- týri um barátta góðs og ills og líkt og í fyrri myndinni er það sett í giska fallegan búning með litríkum sviðsmyndum og hjart- næmum boðskap. Það er líka við- eigandi spenna í ævintýrinu sem öll tengist vondu norninni og varð- hundum hennar, ógurlegum risum sem ferðast um neðanjarðar í myrkrinum og skjóta upp kollin- um þegar minnst varir. Tækni- brellur eru ágætlega úr garði gerðar og myndin ætti að vera börnum hin besta skemmtun. En framhaldsmyndin stendur frummyndinni engu að síður að baki bæði er varðar úrvinnslu sög- unnar og tæknibrellur auk þess sem hana skortir frumleika fyrstu myndarinnar. Næsta lítið er gert til að auka við ævintýrið eða víkka svið þess heldur er mest treyst á gömlu félagana, flughundinn Fálka og gijóthrúguna Steina (grjótið sem talar hefur nú eign- ast afkvæmi, Steina litla) og ein- hvern veginn tekst hinu góða að sigra í lokin. Það er annars lítið út á þessa framhaldsmynd að setja. Hun er látin höfða mest tii barna og gegn- ir vel hlutverki sínu sem fallegt ævintýri. I Listasafni Einars Jónssonar eru til sölu afsteypur af tveimur verkum Einars Jónssonar: Ung móðir og Morgunroðinn. Myndirnar eru seldar i safninu frá og með föstudeginum 14. des. til og með miðvikudeginum 19. des. kl. 14.00-18.00. Nánari upplýsingar í síma 13797. ÞU FÆRÐ J0LAGJ0FIÞROTTAMANNSINS í SPÖRTU Keppnispeysur, búningar og fleira merkt frægustu fótboltaliöum heims Keppnistreyjur: Holland merkt Gullit, Holland m. Van Basten, Brasilía m. Romario, Ítalía m. Schillachi, Real Madrid m. Sanches, Þýskaland m. Mathaus, A.C. Milan m. Van Basten, Þýska- land m. Klinsmann, A.C. Milan m. Gullit, Inter m. Klinsmann, Argentína m. Maradonna, Ju- ventus m. Baggio, Barcelona m. Laudrup. Allar stærðir fró 3ja óra. Búningasett: Liverpool, Manch. Utd., Arsenal, Tottenham og England, nr. 26/28 til 38/40. Verð 3.960,- Fótboltar nr. 4 og 5 merktir Liverpool, Arsenal og Manch. Utd. Verð 2.160,-. Einnig A.C. Milan. Treflar, húfur, prjónavettling- ar, úlnliðssvitabönd og höf- uðbönd eftirtalinna liða: Liv- erpool, Arsenal, Manch. Utd., Tottenham, A.C. Milan, Inter, Italía, Hollandi, Þýska- landi og Brasilíu. Treflar kr. 570,-. Húfur kr. 380,-. Prjónahanskar kr. 380,-. Svitabönd kr. 230,-. Körfuboltabúningar og treyjur L.A. Lakers, Boston og Detroit. Póstsendum. Nýtt kortatímnbil. 5% staðgreiósluafslóttur. í miðbænum er alltoff frítt í alla stöðumæla ó laugardögum og fró kl. 16.00, mónudaga til föstudaga. SPORTVORUVERSLUNIN Laugavegi 49, sími 12024. Laugavegi 97, sími 17015.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.