Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 68
MÖRGUNBCADIÐ LAUÖARÐAGUR '15. !DESEMBER!1990'
STERKA RYKSUGAN
/rOniX
HATÚNI 6A SIMI (91)24420
dáinn. Hann dó í morgun ... Gam-
all maður hefur lokið langri vegferð.
Þegar Guð í grárri forneskju skapaði hlutina,
skapaði hann sólina
og hún kemur upp og gengur undir og snýr
til baka -
skapaði hann tunglið
og það kemur upp og gengur undir og snýr
til baka -
skapaði manninn
og hann kemur upp og gengur undir og
snýr aldrei til baka...
(Dinka; þýð. Jóhannes úr Kötlum.)
Afi er horfinn á vit feðranna og
„snýr aldrei til baka“. En minning
hans lifir áfram með okkur sem
sjáum á bak honum yfir móðuna
miklu.
Afi minn heitinn, Egill Geirsson,
fæddist í Múla í Biskupstungum
þann 11. júlí árið 1906. Foreldrar
hans voru Guðbjörg Oddsdóttir frá
Gamla-Hliði á Álftanesi og Geir
Egilsson bóndi í Múla. Hann var
næst yngstur ijögurra systkina,
þeirra Onnu, Oddgerðar og Kristín-
ar. Hálfsystir hans er Geira B. Parr-
is, búsett í Bandaríkjunum. Elsta
systirin, Anna, dó ung frá þremur
börnum. Kristín er nýlátin. Odd-
gerður og Geira lifa enn.
Afi ólst upp í foreldrahúsum til
fermingaraldurs, en fluttist þá til
Reykjavíkur með móður sinni og
systrum, nokkrum árum eftir frá-
fall föður síns, sem lést fyrir aldur
fram af völdum taugaveiki. Móðir
hans, Guðbjörg, var þar með mat-
sölu, en leigði jörðina. Næstu árin
gekk afi í barna- og unglingaskóla
í Reykjavík og var í sveit í Múla á
sumrin. Að loknu unglingaprófi var
hann tvo vetur við nám og störf í
Hvítárbakkaskóla. Síðan hélt hann
utan til Danmerkur þar sem hann
dvaldi við nám í landbúnaðarskóla
um tveggja ára skeið. Þegar heim
var komið vann afi við landbúnað
og jarðrækt í nokkur ár, m.a. á
Korpúlfsstöðum.'
Á þessum árum kynntist hann
eiginkonu sinni, ömmu minni heit-
inni, Stefaníu Ósk Valdimarsdóttur
frá Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi
í Austur-Húnavatnssýslu. Þau gift-
ust þann 3. október 1930 og hófu
búskap í Múla sama ár. Þar bjó
hann síðan til dauðadags. Þeim
varð sex barna auðið, misstu það
fyrsta en hin lifa öll; tvíburarnir
Geir og Anna Sigríður, Guðbjörg,
Jónína Margrét og Páll Haukur.
Þrátt fyrir að fyrstu búskaparár-
in í Múla væru erfið fór alla tíð orð
af Múlaheimilinu fyrir höfðingsbrag
og rausnarskap. Þar var löngum
mikill gestagangur enda Múli í al-
faraleið. Öllum sem þangað komu
var vel tekið, hvort heldur það voru
sveitungar og vinir, þreyttir ferða-
langar eða aðrir sem áttu leið hjá.
Gestrisni var afa í blóð borin. Hann
var líka sérlega greiðvikinn og bón-
góður og fáum í kot vísað ef til
hans var leitað. Afi var vel meðal-
maður á hæð, sterklega byggður
og kvikur í hreyfingum, einkum á
sínum yngri árum. Hann var ljós
yfirlitum og bar svipmót föðurfólks
síns frá Múla. Hann þótti dagfars-
prúður, léttur í lund og gamansam-
ur, ef ekki beinlínis stríðinn. Þá
sjaldan hann reiddist mátti muna
um minna. Það sem þó öðru fremur
Kveðja:
Arnmnn Arnason
Fæddur 4. júlí 1934
Dáinn 5. desember 1990
Þótt líkið liggi í moldu
ei lífið dáið fær,
því andinn áfram lifír
já eins í dag og í gær.
Nú þér við þakkir færum
við þökkum liðna tíð
við þökkum ástúð alla
af alhug, fyrr og síð.
Við leggjum blóm á leiðið
sem lítinn þakkarkrans.
Og horfum upp til hæða
hins hulda friðarlands.
(Óþekkt. höf.)
Barnabörn
Hjónaminning:
Egill Geirsson og
Stefanía Valdimai sdóttir
Hægur leikur blærinn við lokkinn þinn
léttur hjalar fótur við grund.
Sindrar auga þitt,
svellur hjarta mitt.
Saman eigum við þessa stund.
(Guðm. Ól. Ól.)
Það er bjartur og fagur vordag-
ur, smaladagur. Það er skotið hesti
undir gestinn, sem kann alls ekki
að meðhöndla slíka gripi. Þetta er
töfrahestur og minnir á Sleipni að
því leyti að hann kemur ekki við
jörðina þó um mýrar og móa sé að
fara og dularfullur eins og Krapi í
Paradísarheimt. Enginn verður
samur og jafn eftir að hafa setið
slíkan hest og fínnst hann hafí aldr-
ei á hestbak komið hvorki fyrr né
síðar. Hver var höfundur þessa
hests er hafði daglega fyrir augum
Bjarnarfell, Langjökul, Jarlshettur
og Bláfell í norður en Heklu tii
austurs. Þessi maður hlaut að elska
bæði dýrin og landið. Það gerði
hann svo sannarlega, svo mjög að
hann leið fyrir hvetja nótt sem hann
dvaldi að heiman. Þetta var auðvit-
að Egill í Múla, bóndinn, gestgjaf-
inn og hestamaðurinn snjalli. Hann
skóp Ljósaskjóna að sinni vild, eins
og sá einn sem skilur þetta undur
veraldar, sem og marga fleiri hesta.
Þessi áminnsti dagur er löngu að
kveldi og hérvistardagar Egils í
Múla sömuleiðis og þó að gestrisni
hans og hestamennska séu mér efst
í huga er aðeins lítt um manninn
fjallað. Hann var fjarri því einn að
störfum og þarf engum að koma á
óvart að hann kallaði Stebba við
landamærin, auðvitað beið hún þar.
Það er gott til þess að vita hver
bíður handan tjaldsins og tekur á
móti gestum ögn íboginn, bandar
hendi til dyra og býður að ganga í
bæinn — kímnibros leikur um and-
litið. Þeir fá í nefið sem vilja. Að
því búnu gengur hann út á ódáins-
akra á vit fáka sinna sem koma á
móti honum og er Ljósaskjóni
fremstur og heilsar með hneggi.
Þá mun Egill minnast ljóðperlu vin-
ar síns, Guðmundar Óla:
Ennþá logar bijóst þitt af æskuþrá
ólgar lund þín djörf við hvert spor.
Brennur augað skært
blikar himintært,
býr í sál þinni eilíft vor.
E.
Morguninn 5. desember sl. barst
mér sú fregn þar sem ég var við
vinnu í Blönduvirkjun að afí minn
og alnafni hefði látist snemma um
morguninn. Ég vissi að afí hafði
verið veikur um tíma en einhvern-
veginn hélt ég að hann myndi ekki
yfírgefa okkur svona fljótt þar sem
hann hafði alltaf verið hraustmenni.
Hugurinn reikaði heim í Tung-
urnar og ekki síst upp í Múla þar
sem ég hafði dvalist nokkur sumur
mRmMm
SNORRABRAUT 56
C13505 + C14303
hjá afa og syni hans Páli. Síðar
þegar ég var tvö sumur við störf
hjá Landgræðsþinni hjá þeim hjón-
um Greip heitnum Sigpirðssyni og
konu hans Kristínu, fór ég oft og
iðulega eftir vinnu heim í Múla því
stutt var á milli bæja. Það verður
tómlegt aðkoma í Tungurnar nú
þegar báðir þessir lærifeður mínir
eru horfnir af sjónarsviðinu.
Hjá afa var mér kennt að vinna
öll algeng sveitastörf og undraðist
ég þrek hans við heyskap er hann
stjómaði dráttarvél frá morgni til
kvölds þótt hann væri kominn yfír
áttrætt. Oftar en ekki var farið á
hestbak eftir annríki dagsins. Taldi
hann það forða sér frá gigt og ná
úr sér þreytu að skreppa á bak.
Afi átti alltaf úrvals gæðinga og
var hestamaður góður. Keppti hann
oft á hestamannamótum með góð-
um árangri.
Það var fastur liður hjá afa að
fara í útreiðartúra á sunnudögum
og fórum við nafnarnir þá iðulega
tveir saman. Oft slógust þó sveit-
ungarnir í för með okkur og var
oft glatt á hjalla. Áyallt var afi í
fararbroddi, sagði sögur og fór með
vísur, hann var fróður og stálminn-
ugur.
Mér er sérstaklega minnisstæð
ein ferð sem við fórum saman,
líklega fyrstþ útreiðartúrinn minn
með honum. Ég spurði um ýmislegt
sem fyrir augu bar og sagði hann
mér frá ýmsum atburðum sem átt
höfðu sér stað. í þessari sömu ferð
spurði ég hann að því hvort hann
gæti gert úr mér góðan hestamann.
Svaraði afi um hæl og brosti út í
annað eins og honum einum var
lagið: „Þú verður að hafa þetta í
blóðinu nafni.“
í minningunni um afa eru mörg
ógleymanleg atvik og tilsvör sem
munu fylgja mér um ókomna tíð
og eru gott veganesti. Hafi elsku
afi þökk fyrir samfylgdina.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir-allt og allt.
(V. Br.)
Egill Geirsson
Pabbi hringdi þann 5. þessa
mánaðar og sagði mér að afí væri
Egill
fæddur 11. júlí 1906
Dáinn 5. desember 1990 .
Stefanía
Fædd 14. mars 1904
Dáin 9. október 1986
Egill afi minn var mikill baráttu-
jaxl. Hann var geðgóður og góð-
hjartaður, brást alltaf vel við öllu
og var fyrirmyndar afi og vinur.
Hann var mikill dýravinur og hesta-
maður, sem átti fáa sína líka. Hann
var góður maður og kirkjurækinn
og gætti þess ávallt að gera sem
best við alla og sýndi oft á sér
óvæntar hliðar.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H. Pétursson.)
Ásgeir