Morgunblaðið - 15.12.1990, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990
73
Steindór K. Stein-
dórsson — Minning
Skyndilega og fyrirvaralaust er
hvassri egg dauðans brugðið á
líftaugina. Fyrr en nokkurn varði
er góður frændi og vinur, Steindór
Kristinn Steindórsson, allur. Hann
veiktist snögglega að morgni laug-
ardags áttunda desember og lést
að kvöldi sama dags.
Steindór fæddist á Teigi á Sel-
tjamamesi áttunda janúar árið
1924, þriðji í röð fjórtán barna
þeirra Steindórs Ingimundarsonar
og Oddnýjar Hjartardóttur. Skóla-
ganga hans varð ekki löng enda
mun hann hafa eirt illa við slímset-
ur og iðjuleysi. Athafnasemi og strit
erfiðisvinnunnar átti betur við
hann. Árið 1947 gekk hann að eiga
I’jólu Ágústsdóttur og entist sá hjú-
skapur allt þar til Fjóla andaðist
sumarið 1981. Börn þeirra eru Sól-
rún, læknaritari á Sauðárkróki, og
Kári, sjómaður í Vestmannaeyjum,
en bamabörnin og aðrir afkomend-
ur nálgast óðum annan tuginn.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau
víða en festu hvergi yndi fyrr en
þau settust að á Sauðárkróki. Þar
byggðu þau hjónin sér hús á Iiólma-
grund 7 og Steindór vann sem verk-
stjóri líkt og áður en Fjóla hafði
ýmis járn í eldinum, starfrækti m.a.
fatahreinsun um skeið. Börnin
hurfu að heiman eins og lög gera
ráð fyrir og settu saman sínar eigin
fjölskyldur. Gleði þeirra hjónanna
var ósvikin þegar barnabörnin fóru
að tínast í heiminn. Hjá afa og
ömmu áttu þau líka vísan samastað
þar sem alltaf var opið hús og
nægur tími til að sinna smáfólkinu
ekki síður en öðrum. Samskipti fjöl-
skyldnanna einkenndust öll af ein-
lægum trúnaði og gagnkvæmri
virðingu.
Þegar tímar liðu og um hægðist
hjá þeim Steindóri og Fjólu gáfust
þeim fleiri stundir til að sinna hugð-
arefnum sínum, einkum ferðalögum
um byggðir og öræfi íslands. Lögðu
þau þannig áherslu á að rækta sam-
búð sína og augljóst að það ræktun-
arstarf bar ríkulegan ávöxt.
Um hríð bjuggu þau í Kópavogi,
líklega um 1960, og átti ég þá
stundum erindi til þeirra. Það var
ekki laust við að mér stæði stuggur
af þessum stórvaxna, beinabera og
harðleita frænda -og röddin afar
dimm. En þá þekkti ég hann ekki
í raun. Fjóla var hins vegar fíngerð,
Hjónaminning:
Elísabet Halldórsdóttir
Eiríkur Benjamínsson
Fátt er ómannlegra en að gleyma
vinum sínum þegar þeir eru horfnir
jarðneskum sjónum. En að kynnast
góðu fólki og eignast vináttu þeirra
er einn af mestu vinningum lífsins.
Nærri hálf öld er liðin síðan ég
fyrst festi augu á Eiríki Benjamíns-
syni og eiginkonu hans Elísabetu
Halldórsdóttur á Hesteyri í Jökul-
fjörðum. Þau hjón voru bæði í
frændsemi við móður mína og kær-
ir góðvinir foreldra minna.
Nú minnist ég Eiríks Benjamíns-
sonar vegna aldarafmælis hans, en
með fátæklegra hætti en verðleikar
standa til.
Eiríkur var af úrvalsættum kom-
inn úr Grunnavíkurhreppi, en verða
ekki raktar hér.
Hann var fæddur á Marðareyri
í Veiðileysufirði, N-ís. 15. desember
1890, missti föður sinn fárra mán-
aða og ólst upp á Marðareyri með
móður sinni og systkinum. Foreldr-
ar hans voru hjónin Benjamín Ein-
arsson frá Bolungarvík á Ströndum
útvegsbóndi og oddviti Grunnavík-
urhrepps, f. 1846, d. 1891, og frú
Hansína Tómasdóttir, f. 1850, d.
1933, frá Nesi í Grunnavík. Börn
þeirra voru: Þorvaldur stórkaup-
maður, Ólafur stórkaupmaður, báð-
ir í Reykjavík, Guðrún húsfreyja á
Hesteyri, Hólmfríður húsfreyja á
Grænagarði, ísafirði, Þórunn hús-
freyja í Noregi, Einar bóndi á Sæ-
bóli í Aðalvík.
Frú Hansína Tómasdóttir var
glæsikona, þrekin og hraustleg út-
lits til elliára. Ágætlega verki farin,
svo að af bar. Nærfærin við menn
og skepnur. Gestrisin og veitul. Bjó
yfir miklu stolti, hafði allríka geðs-
muni, en stillti þar öllu í hóf. Hélt
reisn sinni gegnum allt mótlæti og
erfiðar aðstæður. Hansína naut
álits sveitunga sinna.
Eins og títt var um börn í þá
daga, er Eiríkur ólst upp, þá var
hann strax og hann megnaði nokk-
uð látinn vinna. Byrjað var að láta
hann vaka yfir túni, þá er hann 7
eða 8 ára gamall, og snemma byrj-
aði Eiríkur að stunda sjómennsku:
Að stunda sjóinn var aðal lífsbjörg
heimilisins. Bærinn stóð á lítilli eyri
undir Marðareyrarljalli, í klettunum
í Veiðileysufirði eins og víðar í
Grunnavíkurhreppi býr huldufólk
sem varast ber að styggja. Eiríkur
þótti afbragð annarra formanna um
útsjónarsemi og brimlendingar,
happasæll formaður, átti síðar sína
eigin útgerð, er hann bjó á Hest-
eyri 1913-1947.
Eiríkur Benjamínsson var mikill
vinur minn og það sem einkenndi
hann umfram allt, að hann vildi
vera en ekki sýnast. í engu mátti
hann vamm sitt vita. Hann var fá-
skiptinn, en þar sem hann batt
tryggðabönd þá slitnuðu þau aldrei.
Eiríkur kvæntist 5. nóvember
1912 Elísabetu Önnu Halldórsdótt-
ur, f. 11. ágúst 1891, frá Neðri-
Miðvík í Aðalvík. Var hún hin efni-
legasta mær og einhver bezti kven-
kostur þar um slóðir. Hún hlaut í
arf góðar gáfur, glaðlyndi og hátt-
vísi. Skipaði hún húsfreyjusæti með
miklum myndarbrag, gekk hægt
um gleðinnar dyr, hófsöm og holl-
viljuð, skyldurækin og starfsöm.
Hún naut virðingar og vinsælda
allra, er kynntust henni. Dætur
þeirra voru: Martha Guðrún hús-
freyja í Reykjavík, ekkja Sæbjörns
Magnússonar fyrrv. héraðslæknis á
Hesteyri. Kristín, ekkja Bjama Vil-
hjálmssonar cand. mag. þjóðskjala-
varðar. Kristjana Jóhanna, f. 25.
desember 1921, d. 18. júli 1941,
óg. bl. Fyrir hjónaband eignaðist
Eiríkur son með Jónu Ólöfu Jóhann-
esdóttur síðar húsfreyju á Kollsá í
Jökulfjörðum. Benjamín Kristján,
f. 1909, ólst hann upp á Dynjanda
í Jökulfjörðum hjá hinni vitru og
veglyndu konu Gunnvöru Rósu El-
íasdóttur húsfreyju og manni henn-
ar Benedikt K. Benediktssyni bónda
og kaupmanni. Benjamín var fyrr
bóndi á Dynjanda, síðar í Furu-
firði, en dvelur nú á Elliheimilinu
Grund ásamt konu sinni Kristínu
V. Árnadóttur úr Furufirði. Benj-
amín er fósturbróðir móðursystur
minnar Gunnvarar Rósu Falsdóttur.
Eiríkur Benjamínsson var maður,
sem í sannleika var gott að kynn-
ast og mannbætandi. Eiríkur and-
aðist í Reykjavík 3. apríl 1979.
Helgi Falur Vigfússon
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
blíð og brosmild og þannig man ég
hana enn.
Ég kynntist þeim Steindóri ekki
að ráði fyrr en ég dvaldi fáeinar
vikur á Sauðárkróki sumarið 1978.
Síðar átti ég oft eftir að njóta gest-
risni þeirra. Það var mér ævinlega
tilhlökkunarefni að sæka þau heim
því þar var rausnarlega tekið á
móti soltnum og lúnum ferðalöng-
um og vís gisting. Varð okkur þá
stundum skrafdijúgt enda einstök
unun að hlýða á frænda þegar hann
sagði frá af leiftrandi orðkynngi og
einstakri kímni með skelmisglampa
í móbrúnum augúm. Kom glöggt í
ljós á þessum stundum hve víðlesinn
hann var og margfróður um sögu
lands og þjóðar og mátti einu gilda
hvar borið var niður, alls staðar var
hann heima og hafði fastmótaðar
skoðanir á öllum hlutum.
Hann var kominn af óbreyttu
alþýðufólki og vann lengstum erfið-
isvinnu sjálfur og mótaði það
lífsviðhorf hans. Hann var eldheitur
sósíalisti og vildi að hagur hins
vinnandi manns væri meira metinn
en gróðadufl fjáraflamanna. En
stjórnmálaskoðanir sínar reisti
hann ekki á kennisetningum eða
kreddum heldur samúð með þeim
sem hallir fara í lífsbaráttunni og
ást á lífinu. Hann var ósmeykur við
að segja meiningu sína og var þá
sama hver átti í hlut. Fæstir munu
þó hafa erft það við hann þó hann
væri stundum þungorður, því þeir
sem þekktu hann vissu að hann var
réttsýnn maður og einlægur. Enda
þótt Steindór þekkti vel mátt orðs-
ins og beitti móðurmálinu af meiri
færni en flestir þeir sem ég hef
kynnst þá kaus hann fremur að
láta verkin tala. Þeir voru margir
sem þágu greiða og liðsinni af hon-
um án þess að um það væru höfð
mörg ot'ð.
Steindór þoldi sára raun þegar
Fjóla lést sviplega sumarið 1981.
Enda þótt hann bæri ekki harma
sína á torg var ljóst að hann treg-
aði hafna mjög og varð raunar aldr-
ei samur síðan. Hann hélt heimili
áfram enda frábitinn því að eiga
undir aðra að sækja og sinnti eril-
sömu starfi af enn meira kappi en
áður. Síðustu árin vann hann sem
verkstjóri við skipaafgreiðslu og
gátu vinnuloturnar orðið býsna-
langar og sjaldan tók hann sér frí -
hin síðari ár. Var því líkast að hann
reyndi að bægja frá sér tómleika
og hryggð með því að vinna sleitu-
laust. Hann var því sannarlega vel
að hvíldinni kominn.
Steindór var stór í sniðum í mörg-
um skilningi. Hann var heill í orði
og verki. Af slíkum mönnum er
sjónarsviptir og þeirra er gott að
minnast.
Að endingu vil ég votta börnum
Steindórs og öðrum í nánasta
skylduliði hans einlæga samúð
mína.
Fari Steindór í friði og hafi heila
þökk fyrir allt.
Ársæll Friðriksson
t
Ástkaer dóttir mín og systir okkar,
HRÖNN JÓNSDÓTTIR,
lést 10. desember í Svíþjóð. Jarðarförin auglýst síðar.
Jón Kristjánsson
og systkini hinnar látnu.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarför
ÞÓRUNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Skeiðarvogi 79.
Einar Jóhannsson,
Jóna Sigurðardóttir,
Kristinn Auðunsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar,
LEIFUR LÁRUSSON
matsveinn,
Baldursgötu 6,
Reykjavik,
lést þann 8. desember.
Útförin fer fram frá Áskirkju þann 17. desember kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna
Börnin.
t
Útför föður okkar og tengdaföður,
EGILS GEIRSSONAR
bónda,
Múla,
Biskupstungum,
fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 15. desember, kl. 13.30.
Jarðsett verður í Haukadal.
Páll Egilsson,
Guðbjörg Egilsdóttir,
Geir Egilsson, Sóley Jónsdóttir,
Anna S. Egilsdóttir, Erlendur Guðmundsson,
Jónfna M. Egilsdóttir, Ásgeir Þorleifsson.
t
Okkur innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts
eiginmanns míns og föður okkar,
HANNESAR ÞÓRÓLFSSONAR
fyrrverandi lögregluþjóns,
Brekkustíg 6b,
Reykjavík.
Þakkir til starfsfólks öldrunardeildar í Hátúni 10b fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Steinunn Axelsdóttir,
Hafdís Hannesdóttir, Þórey Hannesdóttir.