Morgunblaðið - 15.12.1990, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 15.12.1990, Qupperneq 80
80 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 © 1990 Univefsal Press Syndicate »Se ttu niSur c/eilu . berSu ■^ycttY) nafnifr h.ans?" * Ast er. .. ... aðnöldra ekki íhonum um að hirða garðinn. HÖGNI HREKKVlSI „V/'RSTO NÚ AE> &RAGA ENN EIKihf FLÆlí- IMSSICÖTTIMN HIMGAÞ.i? '• > * Stöndum með S AA í verki Til Velvakanda. Þúsundir íslendinga hafa notið hjálpar SÁÁ og AA-samtakanna til að komast úr klóm alkóhólismans. Þúsundir íslendinga eiga eftir að ganga sömu leið, sökkva sér ofan í hýldýpi drykkjunnar og verða bjargað af SÁÁ. Engu máli skiptir hvað talað er um forvarnir og bind- indi. Mannskepnan er svona. Ákveðinn fjöldi mun eiga við áfeng- isvandamál að striða. Meðan aðrir tala_ um áfengis- vandamálið gerir SÁÁ eitthvað í málinu. Nú fara um 1.600 manns í meðferð hjá SÁÁ á hveiju ári. SÁÁ er eitt mesta þjóðþrifafyrir- tæki íslendinga. Starfsemi samtak- anna hefur gefið jrúsundum nýtt líf. Nú stendur SÁA fyrir jólahapp- drætti og búið er að senda miða inn á hvert heimili í landinu. Ýmis önn- ur happdrætti eru í gangi, þar sem vaskir menn leita aðstoðar til að kaupa tól og tæki til að geta sinnt leitar- og björgunarstörfum. Til þeirra er ieitað nokkrum sinnum á ári. En til SÁÁ leita rúmlega 3.500 manns á ári eftir meðferð, eftirmeð- ferð, göngudeildarþjónustu, fjöl- skylduþjónustu og fynrtækjaráð- gjöf. Björgunarstarf SÁÁ er ómet- anlegt og það er skylda hvers ís- lendings að taka þátt í því. Það getum við gert með því að kaupa happdrættismiða í jólahappdrætti SAA. Loftur Daníelsson ---------------- Gefum ekki stríðs- leikföng Ommur og afar! Nú fer undirbúningur jólahátíðar- innar í hönd. Hjá mörgum okkar er það þáttur í hátíðahöldunum að gefa þeim sem okkur þykir vænt um jólagjafir. Ofbeldi í heiminum fer vaxandi. Við verðum þess líka vör á íslandi. í sjónvarpi og í kvik- myndum virðist ofbeidi vera sjálf- sagt. Ómmur og afar! Við getum vegið á móti áhrifum ofbeldis með því m.a. að kaupa. ekki leikföng, sem gera ofbeldi að leik og skemmtun. Veljum heldur leikföng sem horfa til friðar og þroska. Ömmur og afar! Tökum nú hönd- um saman og sýnum í verki ábyrgð- artilfinningu okkar og væntum- þykju í garð barnabarnanna okkar. Gefum þeim ekki stríðsleikföng í jólagjöf. Með jóla- og friðarkveðjum Friðarömmur Ferðamenn! Vinsamlegast gangið vel um neyðarskýli Slysavarnafélagsins. Not- ið ekki búnað þess nema þegar nauðsyn krefur. Öll óþörf dvöl í skýlunum er óheimil. Víkverji skrifar Veðráttan er venjulega rysjótt á þessum árstíma en undanfar- ið hefúr veðurfar verið einstaklega gott, þrátt fyrir einstaka smáhvelli. Ur þessu má þó búast við því að veturinn fari að láta að sér kveða með frosti og snjó. Þá glaðnar yfir skíðafólki. Um leið og fólk verður háð veðri á einhvern hátt fer það að fylgjast grannt með veðurspám Veðurstofunnar. Gildir þá einu hvort í hlut eiga skíðamenn, ferða- langar, sjómenn eða bændur. Allir sem hafa verið úti í frosti vita að kuldastigið er mjög mismun- andi eftir því hve vindstyrkur er mikill. Því kröftugri blástur, þeim mun kaldara. Þarna er um svokall- aða vindkælingu að ræða og hafa verið gefnar út töflur til að meta kælinguna til ákveðins hitastigs miðað við vindstyrk og er slík tafla m.a. birt í Almanaki Háskólans. Til dæmis jafngildir 10 stiga frost í 7 vindstigum 27 stiga frosti í logni. Vindkælingin segir til um varmatap líkamans miðað við að maður sé alklæddur. Þarna er því um að ræða ónákvæm vísindi, en Víkveiji er þó þeirrar skoðunar að það yrði vel þegin þjónusta og gagnleg ef Veðurstofan birti á veðurkortum sínum tölur um kælingu. Það yrði trúlega til þess að menn yrðu sér betur meðvitaðir um nauðsyn þess að klæða sig vel. Utlendingar sem hingað koma og dvelja hafa mjög gjarnan orð á því að þeim finnist Islendingar klæða sig illa og alls ekki í samræmi við veður. Það megi jafnvel þekkja úr útlendinga á því, að þeir séu klæddir með til- liti til veðurfars, séu t.d. í_ regn- stökkum í rigningu, á meðan ísiend- ingar í mesta lagi bretti upp jakka- kragann. Sumir hafa leitt líkur að því að ástæða algengra kvefpesta sé einmitt hversu illa við klæðum okkur. xxx Bóksalan er nú í algleymingi. Víkveiji hefur litið inn í nokkrar bókabúðir og sér ekki bet- ur en að verð á flestum nýjum bók- um sé mjög svipað og f fyrra þrátt fyrir að íslenskar bækur séu nú í fyrsta skipti undanþegnar virðis- aukaskatti. Þetta virðist þó eitthvað misjafnt eftir forlögum. Víkveiji kannaði það lauslega í nokkrum prentsmiðjum hvort framleiðslu- kostnaður hefði hækkað mikið á milli ára og var það talið af og frá. Verð á prentverki væri svipað nú og fyrir ári. Hver var tilgangur nið- urfeliingar á virðisaukaskatti af ís- lenskum bókum, fyrst kaupendur þeirra njóta þess svo lítið í iækkuðu verði? xxx Aeinni útvarpsstöðinni hefur að undanförnu verið talað við fólk sem lent hefur í klónum á fjár- svikurum og jafnvel misst aleigu sína. Fjöldinn allur af fólki hefur gefið sig fram og sagt frá óförum sínum. I mörgum tilvikum má sjálf- sagt kenna um þekkingarleysi á fjármálum, en f ótrúlega mörgum tilfellum er hreinlega um það að ræða að fólk sé svikið á skipulagð- an hátt, falsaðar undirskriftir og álíka glæpsamlegt athæfi. í fæstum tilfellum virðist vera hægt að kalla þá seku til ábyrgðar, sem sjálfir lifa jafnvel í vellystingum. Ef lög og dómstólar ná ekki til fjársvikar- anna, má búast við því að einhveij- ir aðrir telji sér skylt að beijast gegn ósómanum og er þá hætt við því að tilgangurinn helgi meðulin. Alþingi og dómstólar þurfa að bregðast við þessum vaxandi vanda af snarræði ef ekki á illa að fara. L_
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.