Morgunblaðið - 08.01.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 08.01.1991, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 Fnykur í húsum í miðbæ Hafnarfjarðar: Sýni send utan til rannsóknar MIKILL fnykur mætti Hafnfirðingum sem komu til vinnu sinnar í húsum við Strandgötu í gær. Bensinmettaða lykt lagði á móti fólki svo sveið í augu og háls. Bæjarstarfsmönnum tókst ekki áð komast að því í gær hvaðan lykt- in kemur. Lyktarinnar varð fyrst vart á laugardag og á sunnudag varð að loka blómaverslun við Strand- götu vegna þess að starfsfólk hélst ekki við innan dyra. Sterkur fnykur var einnig í Sparisjóði Hafnar- fjarðar og á Pósthúsinu en ekki kom þó til þess að loka yrði fyrirtækjunum. í Ráðhúsi Hafnarfjarð- ar og á fleiri stöðum við Strandgötuna fannst lykt- in, fólk sveið í augu og fékk særindi í háls. Starfsmenn Norrænu eldfjallastöðvarinnar rann- sökuðu málið í gær ásamt bæjarstarfsmönnum og tekin voru sýni sem senda þarf til útlanda til rann- sóknar þannig að niðurstöðu er ekki að vænta strax. Lyktin kemur upp um niðurföll og einnig upp í gegnum húsgrunna. Holræsakerfíð var hreinsað í gær en lyktin skán- aði lítið við það. Ekki er talin sprengihætta af uppgufuninni. Morgunblaðið/RAX Bæjarstarfsmenn reyndu að finna orsakir lykt- arinnar við Strandgötu í gær. Jökulfellið: Líftrygging tvöfaldast og 200% álag leggst á laun Ferðakostnaður í Seðlabanka: Bankasljórar á sömu kjörum og ráðherrar Dagpeningar bankamanna með 20% álagi BANKASTJÓRAR Seðlabankans fá greiddan gistikostnað og fulla dagpeninga að auki á ferðum erlendis, samkvæmt reglum sem gilda innan bankans. Þetta eru samsvarandi reglur og gilda um ráðherra, utan að ráðherrar fá 20% álag á dagpeninga, en á móti kemur að dagpeningar bankastarfsmanna eru um 20% hærri en dagpeningar ríkisstarfsmanna. ákveður hins vegar dagpeninga fyrir ríkisstarfsmenn og eru dag- peningar skattfrjálsir upp að því marki. Nú eru dagpeningar banka- manna á ferðum innanlands 8.100 krónur, en 6.486 krónur hjá ríkis- starfsmönnum. Dagpeningar í Bandaríkjunum og víðar eru 175 SDR eða rúmlega 13.700 krónur hjá ríkisstarfsmönnum, en 2.378 krónum hærri hjá bankamönnum. Þá eru dagpeningar ríkisstarfs- manna 160 SDR éða um 12.500 krónur í Evrópu utan Norðurland- anna en 2.210 krónum hærri hjá bankastarfsmönnum. Yngvi Örn Kristinsson formaður SÍB sagði þennan mismun á út- reikningum nefndanna stafa af mismunandi viðmiðun, svo sem á gististöðum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum greiða starfsmenn bankans skatt af þeim hluta dag- peninga sem er umfram dagpen- inga ríkisstarfsmanna. Þannig greiða bankastjórar skatt af kostn- aði við gistingu, sé hún greidd af bankanum. Sjá einnig reglur ríkisins um ferðakostnað á bls. 12. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanun fá bankastjórar bankans greiddan gistikostnað á ferðum auk dagpeninga, og að- stoðarbankastjórar fá einnig greiddan gistikostnað auk 80% dagpeninga. Aðrir starfsmenn fá- eingöngu greidda dagpeninga, nema þeir séu í ferð með banka- stjórum, en þá fá þeir greiddan gistikostnað og 80% af dagpening- um. Sérstök endurskoðunarnefnd bankanna, sem skipuð er af samn- inganefnd bankanna og Sambands íslenskra bankamanna, ákveður dagpeninga bankastarfsmanna. Sérstök ferðakostnaðarnefnd Tveir vopnaðir fulltrúar leigntaka um borð GENGIÐ var frá samkomulagi um mönnun, kjör og tryggingar skips- hafnarinnar á Jökulfelli í yfirstandandi ferð skipsins um átakasvæðið í Persáflóa á fundi fulltrúa Samskipa, útgerðar Jökulfells, og stéttarfé- laga farmanna í gær. Samkomulag varð um 200% álag á allt kaup og tvöföldun á líftryggingu. Ráðgert er að skipið haldi frá losunarhöfn í síðasta lagi 14. janúar næstkomandi. Það voru fulltrúar Skipstjórafé- maður Sjómannafélags Reykjavíkur, lagsins, Vélstjórafélagsins, Stýri- mannafélagsins, Sjómannafélags Reykjavíkur og Pélags matreiðslu- manna sem gengu frá samkomulag- inu fyrir hönd farmanna, en fulltrúi Skipstjórafélagsins gerði fyrirvara um samþykki stjómar félagsins. Guðmundur Hallvarðsson, for- sagði að þetta samkomulag væri betra en samsvarandi samningar sem í gildi eru hjá sænskum og fínnskum farmönnum. Væri þar einkum um að . ræða mismunandi skilgreiningu á hættusvæði, en í nýgerðu samkomulagi væri hættu- svæðið sunnar í Ómanflóa en í samn- ingum Svía og Finna, eða á móts við borgina Múskat í Óman, á 24.° norðlægrar breiddar og 60.° austlæ- grar lengdar. Að sögn Guðmundar gengur sam- komulagið út á að líftrygging skip- verja tvöfaldast þegar komið er inn á hættusvæðið, hækkar í þijár millj- ónir kr. og um leið bætist 200% álag á öll laun. Þá varð það að samkomu- lagi að hásetum á Jökulfelli fækki um einn, þannig að ekki verður send- ur varamaður í stað fimmta skipveij- ans sem hefur afmunstrað sig af skipinu. Þrír skipveijar fóru af skip- inu í Emden í Þýskalandi vegna fyr- irhugaðrar siglingar um Persaflóa Deilt um hvort samnmgar voru samþykktir eða felldir ÁGREININGUR er kominn upp milli Sjómannasambands íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna, um hvort samningur við undir- menn á stóru togurunum hafi verið samþykktur eða felldur í atkvæða- greiðslu. Ákveðið var að greiða atkvæði um bátakjarasamninginn og samn- inginn við undirmenn á stóru togur- unum í sameiginlegri atkvæða- greiðslu. Þetta var gert að tillögu ríkissáttasemjara. I gær var síðan talið upp úr kjörkössunum og nú greinir menn á um hvort skoða eigi þessa samninga sem einn eða hvort um tvo samninga sé að ræða. Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins, segir Bolungarvík: Sameinað fyrirtæki heit- ir Einar Guðfinnsson hf. Bolungarvík SAMEINAÐA sjávarútvegsfyrirtækið í Bolungarvík tók til starfa 1. janúar síðastliðinn. Féiagið heitir Einar Guðfinnsson hf. Sameinað verslunarfyrirtæki sömu eigenda heitir Verslun E. Guðfinnssonar hf. en það var heiti fyrirtækisins um Þau fyrirtæki sem sameinast und- ir hatti sjávarútvegsfyrirtækisins Einar Guðfínnsson hf. éru Baldur hf. (togarinn Dagrún), Völusteinn hf. (togarinn Heiðrún), íshúsfélag Bolungarvíkur hf. (eitt af stærstu frystihúsum landsins og rækju- vinnsla) og sjávarútvegsþátturinn í rekstri Einars Guðfínnssonar hf. árabil. (saltfiskverkun og loðnuverksmiðja). Auk þess eiga þessi fyrirtæki saman 48,5% í loðnuskipinu Júpiter. Að sögn Einars K. Guðfinnssonar útgerðarstjóra verður væntanlega boðað til nýs hluthafafundar í sjávar- útvegsfyrirtækinu um miðjan febr- úar og þá kosin ný stjórn. Gunnar þetta tvo samninga og því hafí stór- togarasamningurinn verið felldur en bátakjarasamningurinn hins vegar samþykktur. Kristján Ragnársson, fram- kvæmdastjóri LÍÖ, segir að gengið hafi verið frá því hjá ríkissáttasemj- ara, þegar samið var við Sjómanna- sambandið, að báðir samningamir skyldu skoðast samþykktir eða felld- ir eftir talningu. „Það kom aldrei til álita þegar við sömdum að semja sérstaklega fyrir þessa sjö stóm tog- ara. Þeir telja að hann hafí verið felldur sérstaklega vegna einhveijar atkvæðagreiðslu sem var svo ófull- kominn að einungis fímmti hver maður á þessum skipum tók þátt í henni. Ég held að þeir fallist á þessa túlkun okkar enda lá hún alltaf ljós fyrir,“ sagði Kristján. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, segir að hann hafí staðið í þeirri trú að telja ætti upp úr einum hatti en greinilegt væri að sjómannasambandsmenn hefðu skilið þetta á annan hátt. Samkvæmt túlkun Sjómannasam- bandsins var stórtogarasamningur- inn felldur með 7 atkvæðum gegn 24 en LÍÚ telur samninginn sam- þykktan með 367 atkvæðum gegn 258. ........................... . og tveir fóm í frí í Port Said í Egypt- alandi. . Farmur skipsins er allur til hem- aðarþarfa, að sögn Ómars Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra Sam- skipa, og um borð í því em tveir vopnaðir fulltrúar ensku leigutak- anna. Ómar sagði að á þilfari skips- ins væru flutningavagnar sem mál- aðir væm í felulitum og í lestum þess væra kassar með hemaðarvör- um. Farmurinn var lestaður um borð í Þýskalandi. Hann sagði að ekki væri afráðið hvar skipið losaði en ákvörðun yrði tekin um það þegar skipið kæmi á 24.” norðlægrar breiddar. Hann minnti á að í samn- ingnum við leigutakana væri grein um að væri stíðsástand yfirvofandi við væntanlega losunarhöfn gætu skipstjómendur og útgerð krafist þess að skipið yrði losað í ömggri höfn. Ómar sagði að nokkur kostnaður félli á útgerðina vegna samkomu- lagsins en gat þess einnig að farm- gjöldin væm hærri en gengur og gerist án þess þó að hann vildi nefna neinar tölur í því sambandi. Fundu larnb á Arnar- vatnsheiði ÞRIR Miðfirðingar á vélsleðum óku fram á lifandi lamb á Arn- arvatnsheiði sunnudaginn 30. desember. Var lambið þokka- lega á sig komið og virtíst hafa komist í sæmilegan haga á heiðinni. Mennimir óku fram á lambið við Lambá við svonefnda Húgs- heiði og tóku það með til byggða. Gekk ágætlega að reiða lambið niður heiðina á vélsleðunum og komu þeir því fyrir á fremsta bænum I Vesturárdal. Var eigand- anum, Stefáni Böðvarssýni á Mýr- um í Hrútafirði, gert viðvart um fundinn. Parísarsamkomulagið: Herfræðin veldur þýð- endum heilabrotum EMBÆTTISMENN í utanríkisráðuneytinu eru að fara yfir fyrstu drög þýðingar á samkomulaginu um fækkun í hefðbundnum herafla og öryggi og samvinnu í Evrópu sem undirritaður var af leiðtogum 32 þjóða í París 19. nóvember en íslendingar eru aðilar að samningnum. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar, þjóð- rettarfræðings í utanríkisráðuneytinu, hefur verið unnið sleitu- laust að þýðingu samningsins sem er á sex tungumálum. Ekki er enn ljóst hvort og þá hvaða breytingar þarf að gera á íslenskri löggjöf vegna samningsins en þær munu einkum varða eftirlits- ákvæði hans. sérstakar aðgerðir til að auka gagnkvæmt traust og öryggi. Aðalefni samningsins er í 23 greinum en viðaukar eru fleiri hundrað blaðsíður. Eftirlitsá- kvæði samningsins em 28 blað- síður og fjalla m.a. um friðhelgi eftirlitsaðila. Sagði Guðmundur að starfsmenn ráðuneytisins legðu mikla áherslu á að ljúka starfínu sem fyrst. Guðmundur sagði að mörg herfræðileg heiti í samningnum hefðu valdið nokkrum erfíðleik- um við þýðingu og hafa embætt- ismenn m.a. borið hana undir starfsmenn íslenskrar málstofu og hemaðarsérfræðinga. • Samkvæmt samningnum verða tugþúsundir skriðdreka, stórskotaliðsbyssna, bryndreka og ormstuþotna eyðilagðar í álf- unni. Þá eru einnig ákvæði um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.