Morgunblaðið - 08.01.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 08.01.1991, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1991 Aleinn heima: Uppselt á allar sýningar ALEINN heima nefnist fjöl- skyldumynd sem sýnd er þessa dagana í Bíóhöllinni. Á sunnu- daginn var uppselt á allar fimm sýningar dagsins. „Ég man varla annað eins. Það var mikil aðsókn á þessa mynd á sunnudaginn og u'ppselt á allar sýn- ingar, klukkan 3-5-7-9 og 11, þann- ig að við ætlum að sýna myndina líka í Bíóborginni," sagði Árni Samúelsson í Bíóhöllinni í gær. Árni sagði að myndin hefði feng- ið mjög góða aðsókn í Bandaríkjun- um og Evrópu og það sama virtist vera að gerast hér. „Þetta er annað ET-æði,“ sagði Árni. Þess má geta að salurinn í Bíóhöllinni rúmar 500 mans og í Bíóborginni 650 manns. Myndin fjallar um ungan pilt sem gleymist heima þegar fjölskylda hans heldtfr í sumarfrí til Parísar. Innbrotsþjófar ætla að ræna og rupla heimili hans en hann verst af miklum krafti. Jólin kvödd íEyjum VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 8. JANÚAR YFIRUT I GÆR: Yfir N-Grænlandi er 1015 mb hæð en 976 mb lægð skammt suður af landinu þokast vestur. SPÁ: Norðaustan- og austankaldi eða stinningskaldi. Suðvestan- lands verður úrkomulítið og einnig sunnanvert é Vestfjörðum en annars staðar él. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG-OG FIMMTUDAG: Norðan- og norðaust- anátt kaldi eða stinningskaldi. Bjart veður um sunnanvert landið en él í öðrum landshlutum. Frost 4-5 stig. TÁKN: Heiðskfrt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * á * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J* Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍBA UM HEIM •kl. 12:00 i gær að isl. tíma Akureyri Reykjavík hitl •t-3 0 veður skýjað skýjað Bergen 0 slydda Helsinki 0 þokumóða Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq +4 skafrenningur Nuuk *3 skýjað Ostó 0 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn vantar Algarve 17 skýjað Amsterdam 8 léttskýjað Barcelona 16 skýjað Berlín 6 léúskýjað Chtcago tB skýjað Feneyjar 5 súld Frankfurt 9 þokumóða Glasgow 1 slydda Hamborg 6 skúr á síð. klst. Las Palmas 19 léttskýjað London 7 léttskýjað LosAngeles 12 léttskýjað Lúxemborg 6 rígningogsúld Madrfd 9 alskýjað Malaga 15 skýjað Mallorca 15 skýjað Montreal +16 léttskýjað New York vantar Orlando 17 þoka París 10 skýjað Róm vantar Vín 4 skýjað Washington 2 ískorn Winnipeg +31 heiðskírt Húsnæðisstofnun fékk peninga í gær „MÁLIN eru leyst og það gengur allt eðlilega fyrir sig,“ sagði Sig- urður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins í gær, aðspurður um hvort tekist hefði að tryggja fjármagn til útgreiðslu húsnæðislána, sem hefja átti í gær. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins ríkti óvissa um það fyrir helgina, hvort takast mundi að tryggja fjármagn tímanlega. Viðræður stóðu á föstudag um víxillán til Byggingarsjóðs ríkisins frá Seðlabanka íslands til þess að tryggja sjóðnum fjármagn svo að Jiefja mætti útgreiðslu lána og láns- hluta í gær, en samkvæmt lánslof- orðum áttu lántakar að fá lán sín greidd eftir 5. janúar. Þar til i gærmorgun gkti óvissa um hvort það tækist. „Með samtölum milli ráðuneyta, okkar og Seðlabankans í morgun hefur allt fallið í ljúfa löð,“, sagði Sigurður E. Guðmundsson í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðdeild Landsbanka íslands á að afgreiða um 290 lán eða lánshluta í þessum mánuði, samtals að upp- hæð um 460 milljónir króna. Landsbanki íslands; Þjónustu- gjöld hækka UM áramótin voru gerðar breyt- ingar á þjónustugjöldum Lands- banka Islands en aðrir bankar breyttu gjaldskrá sinni ekki. Ávísanahefti í Landsbankanum kostar nú 220 krónur en kostaði 200 krónur fyrir áramót. Hjá ís- landsbanka, Búnaðarbanka og Samvinnubanka kostar ávísana- hefti einnig 220 krónur og hefur gert það í rúmt ár. Ávísanahefti hjá Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis kostar hins vegar 250 kr. Samvinnubankinn sameinaðist gjaldskrá Landsbankans um áramót en við það verður engin hækkun á gjaldskrá bankans. Loðna fundin en mælingum ólokið LEIÐANGUR Hafrannsókna- stofnunar hefur fundið loðnu út við landgrunnskantinn út af sunnanverðum Austfjörðum og Hitaveita Reykjavíkur: 40-50 kvartan- ir um helgina MILLI 40 og 50 kvartanir bárust til Hitaveitu Reykjavíkur um helg- ina, vegna vatnsleysis og kulda. Að sögn Hreins Frímannssonar yfirverkfræðings, var frekar lítið um kvartanir yfir helgina og virtist ástandið vera orðið frekar gott. Flestar kvartanirnar mátti rekja til bilunarinnar í Höfðabakkabrú þegar leki kom á aðalæð og vatnsleysis af þeim sökum í Kópavogi, Garðabæ,' Hafnarfirði og Bessastaðahreppi. Sagði Hreinn það eðlilegt að vand- ræði sköpuðust þegar vatni væri hleypt á kerfið á ný. Sem fyrr ber- ast flestar kvartanir vegna útfellinga frá íbúum í mið- og vesturbæ Reykjavíkur. austur af Langanesi en þar sem niðurstöður mælinga liggja ekki fyrir vildi Hjálmar Vilhjálmsson leiðangursstjóri ekkert láta hafa eftir sér í gær um horfur á því hvort hún væri veiðanleg eða hve mikið væri af henni. Fjögur þeirra sex loðnuskipa sem fóru til leitar ásamt hafrann- sóknaskipunum, Börkur NK, Hólmaborg SU, Helga II RE og Hilmir RE, hafa leitað langt til hafs á svæði frá Melrakkasléttu og suður að 63»30’ norðlægrar breiddar en Víkingur AK og Júpít- er RE sem leita áttu á svæðinu frá Vestfjörðum og að Melrakkasléttu hafa ekkert getað athafnað sig vegna veðurs. Skipin á eystra svæðinu eru hins vegar, að sögn Hjálmars, um það bil að ljúka við upphaflega leitaráætlun og munu í framhaldinu skoða þau svæði þar sem loðna fékkst. Hjálmar Vilhjálmsson sagði óvarlegt að tjá sig á nokkurn hátt um horfurnar meðan" niðurstöður mælinga lægju ekki fyrir og sagði að þeirra væri ekki að vænta fyrr en að liðnum nokkrum dögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.