Morgunblaðið - 08.01.1991, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.01.1991, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 4 Ferðalög á vegum ríkisins: Ytarlegar reglur um greiðslu ferðakostnaðar HÉR Á eftir fara reglur þær, sem gilda um greiðslu ferða- kostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins: 1. gr. Reglur þessar gilda um greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna og annarra, sem. ferðast innan- lands eða utan á vegum ríkisstofn- ana og ríkisfyrirtækja. Ferðalög innanlands 2. gr. Fargjöld á ferðalögum innan- lands skulu greiðast eftir reikn- ingi, enda fyigi fullnægjandi frum- gögn, svo sem farseðlar eða far- gjaldakvittanir. 3. gr. Kostnaður vegna ferðalaga inn- anlands á vegum ríkisins greiðist eftir reikningi, sem úrskurðast af forstöðumanni viðkomandi stofn- unar, enda fylgi fullnægjandi frumgögn. Sama gildir, ef hluti vinnudags er unninn svo langt frá föstum vinnustað, að starfsmaður þarf að kaupa sér fæði utan heim- ilis eða fasts vinnustaðar. Sé ekki unnt að leggja fram reikninga eða um það samið skulu ríkisstarfsmenn fá endurgreiddan fæðis- og gistikostnað á ferðalög- um innanlands með dagpeningum, eins og þeir eru ákveðnir af Ferða- kostnaðarnefnd, sbr. ákvæði í kjarasamningum ijármálaráð- herra við BHMR og BSRB. Ferðalög erlendis 4. gr. Fargjöld á ferðalögum erlendis skulu greiðast eftir reikningi, enda fylgir ávallt farseðlar. Far með flugvélum skal miðast við venju- legt farrými flugvélar, þ.e. ferða- mannafarrými. Heimilt er þó að greiða far á betra fanými flugvél- ar fyrir þá, sem sérstakar reglur gilda fyrir um greiðslu dagpen- inga, sbr. 6. gr. Far með skipum, lestum eða langferðabifreiðum miðast við fará 1. farrými, ef við á. Beri nauðsyn til að ferðast með öðrum og kostnaðarsamari hætti en áður er greint greiðist slíkur kostnaður eftir reikningum, sem hlutaðeigandi ráðuneyti úrskurð- ar, enda fylgi reikningi greinar- gerð um nauðsyn þessa auka- kostnaðar. Áður en ferð til útlanda hefst ber að afla skriflegrar þeimildar viðkomandi ráðuneytis. í heimild- inni skal tilgreindur fjöldi ferða- daga. Að lokinni ferð skal viðkomandi starfsmaður gera ferðakostnaðar- reikning. Honum skal skila til greiðslu eða bókunar, ásamt til- skildum fylgiskjölum, innan 15 daga frá komudegi. 5. gr. Annar ferðakostnaður en far- gjöld greiðist af dagpeningum, sem ákveðnir eru af Ferðakostnað- arnefnd. Sé ferðast utan Evrópu eða Ameríku, ber að greiða sömu dag- peninga og í Evrópuferðum. 6. gr. Eftirfarandi sérreglur gilda um greiðslu dagpeninga til ráðherra, aðstoðarmanna ráðherra, ráðu- neytisstjóra, biskups, forseta Al- þingis, skrifstofustjóra Alþingis, ríkisendurskoðanda, hæstaréttar- dómara, ríkissáttasemjara og for- setaritara: Ráðherrum og forset- um hæstaréttar skulu greiddir dagpeningar með 20% álagi. Auk þess skal þeim greiddur gistikostn- aður (hótelherbergi) og símtöl. Þá er heimilt að greiða ferðakostnað og helming dagpeninga til maka ráðherra. Öðrum þeim, er sérreglur gilda um, skulu greiddir 2/s hlutar fullra dagpeninga, auk gisti- og síma- kostnaðar. Þegar um er að ræða ferðir for- stjóra stærstu ríkisstofnana, eða staðgengla þeirra sem sérreglur gilda um, getur viðkomandi ráð- herra vikið frá aðalreglunni um greiðslur ferðakostnaðar á ferða- lögum erlendis og ákveðið að þess- um einstaklingum verði greiddur gistikostnaður og helmingur dag- peninga. 7. gr. Af dagpeningum ber að greiða allan venjulegan ferðakostnað, annan en fargjöld, svo sem kostn- að vegna bifreiða að og frá flug- völlum, fæði, húsnæði, minni hátt- ar risnu, hvers konar persónuleg útgjöld, yfirvigt persónulegs far- angurs o.s.frv. Beri nauðsyn til að hafa meiri háttar risnu í ferðalögum erlendis, greiðist slík risna eftir reikningi, sem hlutaðeigandi ráðuneyti úr- skurðar. Teljist sh'k greiðsla óþörf, skal sá, sem risnuna veitti, bera þann kostnað sjálfur. 8. gr. Ef dvalið er Iangdvölum erlend- is vegna þjálfunar- og eftirlits- starfa á vegum ríkisins, skal greiða dagpeninga samkvæmt reglum sem Ferðakostnaðarnefnd setur. Ef sami maður fer oftar en einu sinni á ári (360 dögum) til dvalar á sama stað, greiðast ofan- greindir dagpeningar sem um samfellda dvöl væri að ræða. Er miðað við að starfsmenn séu í þjálfun vegna síns eiginlega starfs eftir ákvörðun forstöðumanns, en eiga ekki við almenn þjálfunarná- mskeið, sem ekki eru takmörkuð við þröngt afmarkað starfssvið stofnunar. 9. gr. Ferðakostnaður samkvæmt framansögðu greiðist eingöngu fyrir þann, sem ferðast til útlanda á vegum ríkisins en ekki fyrir maka hans eða skyldulið. Sé um að ræða opinbera heimsókn, al- þjóðlega venju eða algerlega sér- stæðar aðstæður, skal þó greiða fargjald maka og að auki helming dagpeninga vegna hans. Greiði aðrir aðilar en íslenska ríkið hluta kostnaðar við ferðalög, sem farin eru til útlanda í erindum ríkisins, getur hlutaðeigandi ráðu- neyti ákveðið greiðslu allt að mis- mun þess, sem greitt er af öðrum og greiðist skv. þessum reglum. 10. gr. Ef ferðakostnaður er að ein- hveiju leyti óeðlilegur eða óþarf- lega hár að mati Ríkisendurskoð- unarinnar, er .starfsmaður skyld- t ugur að endurgreiða það, sem um of er eytt. 11. gr. Um dagpeninga fyrir starfsfólk, sem er félagar í aðildarfélagi Al- þýðusambands íslands, gildir samningur sá sem á hveijum tíma er í gildi milli Alþýðusambands íslands annars vegar og vinnuveit- enda hins vegar. 12. gr. Reglur utanríkisráðuneytisins um greiðslu ferðakostnaðar starfs- fólks, sem flyst búferlum milli landa á þess vegum, skulu gilda óbreyttar. 13. gr. Þegar ríkisstofnun ferðatryggir starfsmann, skal það gert eftir þeim reglum, sem þar gilda á hveijum tíma. 14. gr. I Komi upp ágreiningur um gild- issvið eða efni þessara reglna, skal Ríkisendurskoðun úrskurða þar um. GOÐ HUGMYND VERÐUR OFT AD ENGU 1IEGNA PENINGALEYSIS Það er hægt að verða ríkur á góðri hugmynd - en það kostar peninga að hrinda jafnvel arðvænlegustu hugmyndum í framkvæmd. Þú gætir stytt þér leið! í Happdrætti Háskóla íslands eru vinningslíkur sem þekkjast hvergi annars staðar í heimi og þar eru vinningar - í beinhörðum og skattfrjálsum peningum - sem geta breytt hugmyndum í veruleika. Matvörumarkaður í Hveragerði Matvörumarkaður Olís í Hveragerði er til sölu eða leigu með öllum tækjum og búnaði. Aðeins traustir aðilar koma til álita. Nánari upplýsingar veita undirritaðir í síma 621090 LÖGMENN ÁSGEIR ÞÓR ÁRNASON hdl. V ÓSKAR MAGNÚSSON hdl. J Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrfkerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá. Wordnámskeið • Macintosh Word er fjölhæfasta ritvinnsluforritiö fyrir Macintosh! 12 klst námskeiö fyrir byrjendur og lengra komna! Kennarabraut • Macintosh Ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi. . © Sórsniöin námskeiö fyrir kennara! 'ÍS®' Gn -C? Ay Tðlvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings y rgwt f f¥fTfirtTgf'f § IT fffj ífTfffí t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.