Morgunblaðið - 08.01.1991, Síða 13
h
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991
13
I
»
I
Valdbeitingn í vaxtamálum linni
eftirEyjólf
Konráð Jónsson
Ekki er það furða að „sauðsvart-
ur almúginn" eigi erfitt með að
skilja þá speki að peningar eigi að
vera skammtaðir og vextir frjálsir,
þá verði verðið fyrir peninga (vext-
irnir) rétt. Þetta hefði venjulegt
fólk haldið að væri stefna í tvær
gagnstæðar áttir, en kannski er það
angi peningamagnskenningarinnar
svokölluðu eða „mónitarismans",
sem alltaf hefur verið hæpin speki
en nú beinlínis hlægileg.
Fyrir heilum áratug leiddist ég
inn í víðtækar umræður um efna-
hags- og peningamál almennt. Að-
dragandinn var sá að Jónas Haralz
sýndi mér þá vináttu að senda mér
síðla árs 1979 langt bréf erlendis
frá sem gagnrýni á ítarlega grein
sem ég hafði skrifað í Morgunblað-
ið. Það var raunar Leiftursóknarár-
ið sællar minningar eða hitt þó
heldur.
Þetta bréf var birt í Frelsinu.
Umræðan var hafin og margir lærð-
if hagfræðingar tóku þátt í henni
næstu misserin því að hún barst
út um víðan völl, m.a. bar „mónitar-
ismann“ þar á góma.
í Frelsinu segir af öðru tilefni:
„Fjórir þjóðkunnir íslendingar
svara eftirfarandi spurningu: „Tvær
hugmyndir þeirra Haykes og Buch-
anans kunna að eiga við á Islandi.
Önnur er, að menn fái að velja um
gjaldmiðla, fái að gera fjárhags-
skuldbindingar í hveijum þeim
gjaldmiðli, sem um semst, en öll
gjaldeyrisverslun sé látin afskipta-
laus af ríkinu. Hin hugmyndin er,
að teknar séu í stjórnlög ýmsar
takmarkanir á valdi stjómmála-
manna til seðlaprentunar og skatt-
lagningar, en Buchanan nefnir
nokkur dæmi um slíkar takmarkan-
ir. Hver er skoðun yðar á þessum
hugmyndum?“
I svari Jóhannesar Nordals við
síðari spurningunni segir hann m.a.:
„Þótt peningamagn sé t.d. hug-
tak, sem allir hagfræðingar nota,
er nákvæm skilgreining þess varla
hugsanleg, svo að óyggjandi sé. Þar
að auki hefur eðli peningamagnsins
tekið sífelldum breytingum, eftir
því sem greiðsluvenjur og greiðslu-
tækni hefur breyst. Það er jafnvel
hugsanlegt, að næsta kynslóð eigi
eftir að lifa í allt að því seðlalausu
þjóðfélagi, og hvaða gildi hefðu þá
þær takmarkanir á seðlaprentun,
sem settar væru í stjórnarskrá við
núverandi aðstæður?“
Allir ættu að vita að þessi ábend-
ing Jóhannesar er að rætast dag
frá degi, því að „peningamagn" al-
heimsins streymir nú þegar um
Eyjólfur Konráð Jónsson
tölvuæðar og hverskyns fjárskipti.
Og árum saman hefur Evrópugjald-
miðill án myntar gegnt mikilvægu
hlutverki. íslendingar aftur á móti
ríghalda í peningaskömmtun með
þeim afleiðingum að raunvextir hér
á landi eru hærri en þekkist í
nokkru öðru vestrænu landi. Og
ríkið og bankamir em í kapphlaupi
um það hvernig skjótast og mest
megi hækka vexti. Og enn gerist
undur.
Þröstur Ólafsson hagfræðingur
„Og árum saman hefur
Evrópugjaldmiðill án
myntar gegnt mikil-
vægu hlutverki. Islend-
ingar aftur á móti
ríghalda í peninga-
skömmtun með þeim
afleiðingum að raun-
vextir hér á landi eru
hærri en þekkist í
nokkru öðru vestrænu
landi.“
ritar grein þar sem segir: „Næsta
ríkisstjórn verður í samráði við
Seðlabankann að ákveða árlegan
vöxt peningamagns í umferð og til-
kynna það atvinnulífinu. Viti menn
það að peningamagn verði ekki
aukið nema um t.d. 5% árið 1992,
þá eru það skýr skilaboð til ailra
sem vita þurfa.“
Margt fleira spaklegt gefur að
líta í þessari grein t.d. þetta:
„Að beita peningalegum stjórn-
unaraðferðum þýðir að menn hætta
að stjóma með handafli."
Nú má þessi grein ekki verða
lengri enda skilur fólk það sem
þarf að skilja — og finnur það á
sér. Annars væri ég til með að taka
á ný þátt í umræðu um þessi efni
ef einhver vill taka upp þráðinn.
Eskifjörður:
Síldin flökuð fyrir
Þýskalandsmarkað
Eskiflrði.
GUÐRÚN Þorkelsdóttir SH 211 kom í land með 100 tonn af mjög
blandaðri síld síðastliðin laugardag, og á sunnudaginn kom Sæljón
SH með 120 tonn af blandaðri síld. Síldin var flökuð fyrir Þýskalands-
markað, en það virðist vera það eina sem hægt er að gera við síldina
fyrir utan að setja hana í bræðslu.
Togarinn Hólmanes fór á veiðar fór á veiðar á sama tíma og Hólma-
3. janúar og hefur hann fiskað nes, en kom í land aftur eftir 12
þokkalega, en hann er væntanlegur tíma með bilaða vél, og er áætlað
í land í dag, þriðjudag. Hólmatindur að viðgerðin taki 3-4 vikur. BJ.
Höfundur er nlþingismaður
Sjálfstæðisflokks fyrir
Reykjavíkurkjördæmi.