Morgunblaðið - 08.01.1991, Side 17

Morgunblaðið - 08.01.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 17 fæddur 8. mars 1965 og á hann 1 son. Gunnar og Magga kynntust árið 1983 og hófu sama ár búskap. Þau giftu sig ári síðar. Ást og gagn- kvæm virðing einkenndi þeirra sam- band. Gunnar féll strax vel inn í fjölskyldu Möggu og mannlífið hér í Bolungarvík. Fljótlega eftir að Gunnar og Magga bytjuðu saman fór hann til sjós með Agga tengda- föður sínum. Samstarf þeirra gekk vel enda báðir líkir að mörgu leyti, harðduglegir, laghentir og spaug- samir. Gunnar og Magga keyptu fokhelt einbýlishús að Traðarlandi 19 hér í Bolungarvík. Gunnar vann mikið í húsinu sjálfur og innréttaði það mjög skemmtilega og naut oft aðstoðar Agga tengdaföður síns. Nú síðast var hann að betrumbæta húsið áður en Magga hans kæmi heim í jólafrí frá námi í Reykjavík. Gunnar var mikið fyrir útiveru og voru Jökulfirðirnir kjörið svæði til að veita þessum hugðarefnum útrás. Gunnari leið vel á Hesteyri og tók virkan þátt í að laga og byggja við aðstöðuna sem fjölskyld- an á þar. Hann var traustur og skemmtilegur félagi og var ávallt tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd ef á þurfti að halda. Við systkinin eigum erfitt með að sætta okkur við að Aggi og Gunnar skuli ekki vera lengur á meðal okkar. Guð ætlar þeim annað og veigameira verkefni annars stað- ar. Góðar minningar um þessa góðu drengi munu lifa með okkur og hjálpa við að sætta okkur við þenn- an mikla missi. Með þessum fátæk- legu orðum viljum við þakka Agga og Gunnari fyrir samfylgdina-. Elsku Binna, Magga, Inga, Sossa, Hrólli, Pálína, Haukur, Tóti, Svavar, Erna, Helga Kolbrún, Sigríður, Óttar Rúnar og aðrir að- standendur. Ykkar missir er mikill og biðjum við góðan Guð að styrkja ykkur og blessa á þessari sorgar- stund og um ókomna framtíð. Börn Addýjar Okkur setti hljóð er við fréttum að vina okkar af vélbátnum Hauki ÍS 195 frá Bolungarvík væri sakn- að. Það hljómaði ótrúlega að heyra að ef til vill myndum við ekki hitta þá framar, en sú er nú orðin raunin. Vagni og ijölskyldu hans kynnt- umst við fyrir nokkrum árum, er við fluttum til Bolungarvíkur. Það var gegnum sameiginlegt áhugamál okkar sem var harmonikkutónlist. Um það leyti var verið að stofna hér vestra harmonikkufélag og að sjálfsögðu var Vagn meðal stofn- enda og ævinlega var hann meðal virkustu félaganna. Það var oft leit- að til hans, þegar undirleikara vant- aði við mannfagnaði, og ætíð var Vagn hrókur alls fagnaðar er hann spilaði á harmonikkuna. Tónlist var honum í blóð borin og tónlistargáf- una hafa börnin hans svo sannar- lega erft. Sjómennska og útgerð var starf Vagns. Hann hafði af dugnaði og eljusemi eignast bát og fiskverkun- arhús. Það er ekki víst að menn almennt geri sér grein fyrir þeirri miklu vinnu sem fylgir slíku starfi. En með Vagni stundaði sjóinn tengdasonur hans, Gunnar Örn. Það var Vagni ómetanleg stoð að hafa með sér slíkan dugnaðarfork sem Gunnar Örn var og hafði Vagn orð á því hver munur það væri að hafa mann um borð sem gerði mun meira en ætlast væri til af honum en slíkur var dugnaður Gunnars. Það var oft mannmargt á heim- ili þeirra Vagns og Birnu, fjölskyld- an stór og vinirnir margir. En alltaf voru allir velkomnir og þær voru ófáar samverustundirnar, sem við áttum þar saman. Þar kynntumst við einnig börnum þeirra og tengda- börnum þar á meðal Margréti og Gunnari Erni. Það er gæfa að hafa fengið að kynnast slíkri fjölskyldu, þar sem gleðin og samheldnin var ævinlega ríkjandi, og víst er að þeirra stunda, sem við áttum sam- an, verður lengi minnst. Nú þegar erfiðleikar steðja að, biðjum við þess að Guð styrki fjöl- skylduna og styðji í þeirra miklu sorg, og Birnu Margréti, systkinun- um og aðstandendum öllum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Elísabet og Guðfínnur Þegar hendir sorg við sjóinn syrgir tregar þjóðin öll. (Sálmavers J. Magnússonar.) Að þessu sinni sótti sorgin Bol- ungarvík heim. Svartasta skammdegið var í þann mund að renna sitt skeið. Blessuð jólin, hátíð ljóss og friðar, voru í nánd. Þá bárust sorgartíðindin, svipleg og óvænt, að tveir hraustir og tryggir Bolvíkingar hefðu farizt við skyldustörf sín á sjónum. Enn hefur það gerzt, að Ægir hefur höggvið stórt skarð í okkar raðir. Þessi hörmulegi atburður varpaði dimmum skugga á þessa byggð mitt í önnum jólaundirbúnings. Samúðarríkir hugir leituðu til harmi sleginna ástvina, sem þessi sára lífsreynsla var nú lögð á herð- ar. Bolvíkingar eiga nú á bak að sjá tveim dugandi sjómönnum á bezta aldurskeiði, og erfitt að hugsa sér Víkina án tilvistar þeirra. Svo sterk- um böndum voru þeir tengdir þess- ari byggð. Þeir voru vissulega góðum mann- kostum búnir, hvor á sína vísu, og samrýndir mjög. Vagn var kátur og glaðvær, hress og ötull dugnaðarmaður. Þau Vagn og Birna, kona hans, eignuðust sjö einstaklega mannvænleg börn. Fjöl- skyldan mjög samhent, tónlist og söngur í hávegum höfð. Á heimilinu ríkti svo sannarlega glaðværð og bjartsýni, og kynslóðabil þekktist þar ekki. Mjög kært var með okkur frænk- unum, Birnu og undirritaðri, og náin vinátta alla tíð. Vagn lét létt að leika á harmon- ikkuna sína, sér, fjölskyldunni og samferðarfólkinu til yndis og ánægju. Hann var bóngóður maður, og gott til hans að leita á þeim sviðum sem á öðrum. Sunnudeginum áður hafði hann spilað fyrir dansi fullorð- inna borgara hér, og þá eins og ávallt áður án endurgjalds. Gunnar var einstakt ljúfmenni, dulur að eðlisfari, háttvís og prúður í viðmóti. Myndarlegur og þrekmik- ill á velli með mikið starfsþrek. Hagleiksmaður var hann og vann í hjáverkum við að byggja upp hús og heimili þeirra Margrétar, konu hans, af smekkvísi. Hún hafði starf- að um 10 ára skeið af alúð við fyrir- tæki okkar. Lagt þar að mörkum mikla og góða vinnu í krafti dugn- aðar síns, kunnáttu og samvizku- semi. Við þessi vegamót leiðir hugi okkar að því, hversu mikilvægt það er litlu byggðarlagi, eins og Bolung- arvík, að eignast og njóta samfélagS' góðra og gegnra þegna. Nú hefur skyndilega dregið fyrir sólu á björtunr og glaðværu heimil- Sjá nánar bls 37. Vinningstölur laugardaginn 5. jan. 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.927.356 O 4af5^$y 3 168.530 3. 4af 5 111 7.857 4. 3af 5 3.760 541 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.339.233 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 ÚTSALft • ÚT5ALA • ÚTSALA • ÚTSAlfl • ÚTSALA • ÚTSALA • ÚTSALft • ÚTSALA • ÚTSAIA • Ú15ALA • ÚTSAIA • ÚTS Barnafatnaður - Kventatnaður ■ Skor »us Betrí útsataf betri búbir ÚTSALA r ÚTSALA°

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.